Morgunblaðið - 27.05.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
35
har-Broil verksmiðjurnar sem fundu upp útigasgrillið kynna í dag mestu framför
í 30 ár, þ.e. Char-Broil gasgrillkolin. ■ í stað þess að nota hraunmola, eru notuð sérstök
viðarkol, sem gefa “ekta viðarkolabragð“ í allt að 10 klst. þ.e. 10 - 20 grillskipti.
Eftir það nýtast þau eins og steinar eða hraun, en einnig má skipta þeim út fyrir ný.
Char-Broil
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 -©91-691600
Til sölu
18feta
skúta
Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri:
Lítið vantar upp á að
Reykhólabúið beri sig
Almenn óánægja heimamanna með áætlanir RALA um
að hætta tilraunum í sauðfjárrækt á Reykhólum
Mótmæli hreppsnefnd
ar Reykhólahrepps
Samkvæmt ' upplýsingum frá
Reyni Reinhard Reynissyni, sveitar-
stjóra á Reykhólum', hélt sveitar-
stjómin fund á uppstigningardag
og var þá samþykkt um Tilrauna-
stöðina gerð og hún send RALA.
Þar segir meðal annars að stefna
RALA í byggða- og ræktunarmál-
um sé röng. Bent var á að svæðið
hér væri ósýkt og hægt væri þess
vegna að flytja lömb hvert á land
sem væri. I Tilraunastöðinni væri
verið að gera mikilvægar tilraunir
til þess að auka ullarmagn og ullar-
gæði og ef til vill væri hægt með
tíð og tíma að losa ullarinnflytjend-
ur við ullarinnflutning á hreinhvitri
ull.
Til skýringar vill fréttaritari taka
það fram að gula illhæru ullin er
kölluð manna á milli hvít ull og því
er orðið hreinhvít ull notað til að-
greiningar.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps
hefur trú á því að ullariðnaður rísi
fljótlega úr öskustó.
Eru gærurnar
auðuppspretta?
Að lokum hafði fréttaritari sam-
band við Jón H. Sveinsson, en hann
hefur stundað nám í markaðsfræði
í Bandaríkjunum, og bað hann að
segja frá sínum viðhorfum:
Lambskinn er vinsælt hráefni í
tískuflíkur nútímans sem best sést
á því að hönnuður sem Yves St.
Laurent gerir dragtir úr því, sem
hann selur á jafnvirði 200 þúsunda-
íslenskra króna.
Loðkápur úr sérlituðu lambskinni
seljast á 10 til 40 þúsund krónur.
Þetta verð er reiknað eftir verði sem
gefið er upp í auglýsingum í The
New York Times.
Flekkóttar gærur eru jafnvel
notaðar líka. Þá helst í jakka og
stígvél. Ferðatöskur og skjalatösk-
ur úr skinni eru ætíð vinsælar.
ítalir eru leiðandi í hönnun fatn-
aðar og fylgihluta úr skinni, en
Suður-Kóreumenn hafa náð mark-
aðshlutdeild og eru þekktir fyrir
dýran og vandaðan vaming og
kröftuga sölumennsku.
Oflun sérþekkingar, rannsóknir
og vöruþróun ásamt góðri hönnun
og markaðssetningu gætu skapað
íslenskum skinnavörum framtíð á
sömu mörkuðum og Kóreumenn
nýta með milljarða hagnaði, sagði
Jón.
Sveinn Guðmundsson
EINA
GASGRILLIÐ
MEÐ GAMLA
GÓÐA
GRILLBRAGÐINU
.Vönduð og vel með
farin.
Trausturog góður
siglari. - Lyftikjölur.
Mótorog vagnfylgja.
Verðkr. 550.000,-
S. 91 -656401.
Miðhúsum, Reykhólasveit.
í Morgunblaðinu kom nýlega
fram að RALA (Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins) ætlaði nú að
spara og ríkið hætti að reka til-
raunabúið í sauðfjárrækt á Reyk-
hólum, en þar hefur verið ræktað
hreinhvítt fé í meira en aldar-
fjórðung.
í samtali við tilraunastjórann,
Inga Garðar Sigurðsson, kom fram
meðal annars að meðalvigt á dilkum
er um 16 kg, sem er heldur meira
en þyngd sú sem talið er hæfa best
markaðinum í dag. Ullarmagn er
af hverri kind að meðaltali yfir þijú
kg og það af hreinhvítri úrvals ull
og það er langt yfir meðaltali.
Heildartekjur af tilraunabúinu
1978 voru um 1.600 þúsund og því
þarf ekki miklu fjármagni við að
bæta svo búið beri sig fjárhagslega.
Þar sem RALA hefur ákveðið að
láta reka áfram tilraunir í grasrækt
að minnsta kosti þetta árið þá
spurði fréttaritari hvort grasrækt
og tilraunabú i sauðfjárrækt færi
ekki saman. Ingi sagði að vinnuafl
nýttist oft mjög vel þegar hægt
væri að fara á milli tilraunagreina
og nær ógemingur væri að skera
úr um það hver gjöldin væm á
hvorri grein fyrir sig.
Fréttaritari hefur einnig kannað
hag nokkurra manna til málsins og
kom fram almenn óánægja með
fyrirætlanir um að leggja niður til-
raunir í sauðfjárrækt á Reykhólum.
Samþykkt
Búnaðarsambands
Vestfjarða
Valdimar Gíslason, Mýrum í
Dýrafirði, formaður Búnaðarsam-
bandsins, sagði að ekki væri búið
að halda aðalfund sambandsins í
ár og ynni stjómin eftir samþykkt
frá aðalfundi Búnaðarsambands
Vestfjarða sem haldinn var á Reyk-
hólum 2. og 3. júlí 1978. Sam-
þykktin var á þessa leið:
Fundurinn beinir því til stjórn-
valda að tryggja framtíðarrekstur
Tilraunarstöðvarinnar á Reykhól-
um. Fundurinn bendir á að „Stöð-
inni“ er haldið í fjársvelti miðað við
aðrar hliðstæðar stofnanir í landinu.
Vestfirskar byggðir mega þó síst
við því að lögð sé niður starfsemi
sem búið er að byggja þar upp.
Fundurinn telur að Tilraunastöðin
á Reykhólum geti framvegis sem
hingað til gegnt þýðingarmiklu
hlutverki fyrir vestfirskan land-
búnað og átelur þá þróun að rann-
sóknarstarfsemi sem í gangi er
í landbúnaði sé lögð niður út á
landi, en efld að sama skapi á
Reykjavíkursvæðinu.
Valdimar sagði að þetta mál yrði
tekið upp á aðalfundi Búnaðarsam-
bands Vestfjarða sem haldinn verð-
ur að Núpi í Dýrafirði í sumar.
Öllum grillunum fylgir:
* Emaljeruð grillgrind.
* Gler á loki
* Vinnuborð til hliðar og að framan
* Hitamælir í gleri (dýrari gerðir)
* Upphækkuð grillgrind fyrir kartöflur og grænmeti
* Gaskútur
* Góðar leiðbeiningar
Verð á CHAR-BROIL frá:
12.900.-