Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
Aldarminning:
Helgi Bjarnason
Sennilega muna margir Norðfirð-
ingar, sem komnir eru um og yfir
miðrjan aldur, eftir Helga Bjarnasyni
sem alltaf var kenndur við Mel.
Okkur langar til að minnast hans
og konu hans, Soffíu, með fáum
orðum, vegna þess að nú eru liðin
100 ár frá fæðingu hans.
Jón Helgi Bjamason hét hann
fullu nafni, var fæddur að Sveins-
stöðum í Hellisfírði, Norðflarðar-
hreppi, 27. maí 1888; Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún Ólafía Þorgríms-
dóttir og Bjami Guðmundsson sem
þá bjuggu á Sveinsstöðum. Þau hjón
áttu 6 böm, 5 syni og eina dóttur,
og var Helgi þriðji í röðinni. Guð-
mundur fæddur 1884, Stefanía fædd
1886, Helgi fæddur 1888, Armann
fæddur 1895, Gunnar fæddur 1905
og Björgvin fæddur 1908. Þau em
öll dáin.
Helgi ólst upp á Sveinsstöðum,
en yfirgaf æskuslóðir er hann var
um tvítugt, en þá mun hann hafa
farið að Nesi f Norðfirði og gerðist
sjómaður enda varð sjómennskan
hans ævistarf. Hann mun hafa verið
fyrstu árin hjá Jóni Benjamínssyni
útgerðarmanni. Hann varð fljótlega
formaður á bátum frá Norðfirði,
einnig frá Homafirði, því Norðfírð-
ingar fóm mikið til róðra með báta
sína til Homafjarðar á vetrarvertí-
ðum á 3. og 4. áratug þessarar ald-
ar, einnig til Sandgerðis á 4. og 5.
áratugnum. Helga famaðist vel í
starfi, var heppinn af aflasæll skip-
stjóri og vel látinn af félögum sínum.
Helgi mun hafa kynnst Soffíu
Guðmundsdóttur fljótlega eftir að
hann kom að Nesi, því þau gengu í
hjónaband árið 1912 og hófu búskap
að Mel hjá foreldmm Soffíu, Guð-
mundi og Guðrúnu. Helgi byggði
ásamt tengdaföður sínum, sem var
þjóðhaga smiður, hús það sem enn
stendur að Mel. Ekki er það nú stórt
á nútíðar mælikvarða en þótti gott
í þá tíð og þama bjuggu oft og tíðum
tvær fjölskyldur með fjölda bama.
Helgi gerði út eigin bát um ára-
bil sem hann átti með mági sínum
Jóni, sá bátur hét Skúli. Helgi var
formaður á bátnum en Jón sá um
beitningu og aðgerð í landi, var land-
formaður sem kallað er. Þeir hættu
þessari útgerð er Jón flutti til
Reykjavíkur 1938.
Helgi varð fyrir því áfalli að missa
konu sína, Soffíu, eftir aðeins 13
ára sambúð 1925, en hún mun hafa
látist af bamsfarasótt 29. janúar,
eftir að hafa alið yngsta bam þeirra
23. janúar 1925. Þetta var stúlku-
bam og hún var skírð Soffía eftir
móður sinni. Helgi mun hafa tregað
konu sína mjög. Hann veiktist og lá
mjög þungt haldinn í marga daga
svo að tvísýnt var um líf hans, móð-
ir hans kom frá Sveinsstöðum til að
vaka yfír honum og hjúkra. Hann
komst jrfír þetta og náði sér að fullu.
Það mun hafa verið erfitt og mik-
ið áfall fyrir foreldra Soffíu að missa
dóttur sína svo snögglega, en þau
höfðu misst aðra dóttur sína yngri
nokkrum árum áður, eða 1918, frá
aðeins tveggja mánaða gömlum
tvíburastúlkum. Þessi dóttir þeirra
hét Aðalbjörg og var gift Guðna
Sveinssyni og höfðu þau nýhafið
búskap saman. Tvíburasystumar
voru teknar í fóstur af Soffíu og
Helga sem tóku Guðrúnu Aðal-
björgu, alltaf kölluð Alla, en Jón og
Hjálmfríður tóku hina Guðnýu Aðal-
björgu, alltaf kölluð Lalla. Á þessum
tíma bjuggu þessar tvær fjölskyldur
á Mel ásamt gömlu hjónunum og
yngstu dóttur þeirra, Þóru, sem ekki
var farin að heiman.
rubil við smalamennsku eða fjár-
rekstur á heiðum uppi eða í fjall-
lendi og orðið úti. Fannst hann ekki
fyrr en hríðinni slotaði. Fannst hann
þá í dæld einni undir djúpum skafli.
Hundur Ólafs hafði verið með honum
og mun hann hafa hoppað upp úr
snjónum, eftir því sem skaflinn
hækkaði. Það var einmitt vegna
trygglyndis þessa blessaða dýrs, sem
lík Olafs fannst, því þegar grafið
var niður í skaflinn þar sem komið
var að hundinum, þá fannst lík Ól-
afs þar undir.
Svo er sagt, að Ólafur hafi haft
orð á því við förunaut sinn, áður en
leiðir þeirra skildu, að eitthvað væri
að sér. Var því giskað á, að Ólafur
hafí neyðst til að leggjast þama fyr-
ir vegna lasleika, eftir að hann var
einn orðinn. Um þetta er nú að vísu
ekkert vitað með vissu.
Ólafur var jarðsettur í kirkjugarð-
inum á Breiðabólstað. En ekki barst
Pálínu þessi vitneskja fyrr en all-
löngu síðar.
Þessi sorgarfrétt varð Pálínu
þungbær, framtíðarvonir brostnar
og mikil óvissa um hvað við tæki.
Það var svo ekki fyrr en 27 árum
síðar (árið 1950) að hún átti þess
kost að koma að leiði þessa ástvinar
síns, leggja á það blómsveig, úthella
þar tárum, og létta á hjarta sínu
leyndum tilfínningum og lengi inni-
byrgðum söknuði.
Hún var þá í fylgd með okkur
hjónum, mér og Aðalheiði systur
sinni, og Ragnheiði, móður þeirra,
en einnig hún hafði aldrei fyrr kom-
ið á æskusióðir sínar, síðan hún yfir-
gaf þær árið 1900 til að giftast
Skjótt skipast veður í lofti segir
máltækið. Helgi stóð allt í einu uppi
sem ekkill 37 ára gamall með 6
böm, það elsta tæplega 13 ára en
það yngsta nýfætt. Þau voru Guð-
mundur, fæddur 12. febr. 1913,
Björg, fædd 4. mars 1915, Ólafía,
fædd 16. maí 1918, Bjami, fæddur
27. október 1919, Soffía, fædd 23.
janúar 1925, og fósturdóttirin Guð-
rún Aðalbjörg, fædd 11. apríl 1918.
Helga tókst með dugnaði sínum
að halda heimili sínu saman með
aðstoð tengdaforeldra sinna. Aðeins
Bjami fór að heiman, en hann fór
til Guðrúnar ömmu sinnar á Sveins-
stöðum í Hellisfírði og ólst þar upp
fram yfir fermingu, en þá kom hann
aftur að Mel. Helgi hélt lengst af
vinnukonur sem aðstoðuðu gömlu
Tómasi Sigurðssyni og setjast að í
Fróðárhreppi, sem þá mátti heita
fjarlæg sveit, miðað við samgöngur
þær sem þá voru fyrir hendi. Arið
1950 var í raun það fyrsta, sem
unnt var að komast á bifreið inn á
Skógarströnd, og var illfært þó.
Eftir þennan umrædda vetur,
fluttist Pálína til Reykjavíkur og
stundaði ýmsa atvinnu, þá sem
bauðst á hveijum tíma, en þar mun
ekki hafa verið um auðugan garð
að gresja.
Tvö sumur var hún í kaupavinnu
á Mófellsstöðum í Borgarfirði, og
hélst vinátta og teng^sl milli hennar
og fólksins þar upp frá því.
Á þrem vetrarvertíðum var hún
ráðskona við útgerðarstöð eina í
Sandgerði, og þótti farast það vel
úr hendi.
í fjölda mörg ár vann hún í
smjörlíkisgerðinni Ljóma í
Reykjavík. í mörg ár starfaði hún
við fatasaum hjá verslun Haraldar
Árnasonar í Reykjavík. Og 22
síðustu starfsár sín vann hún á
saumastofu hjá Landspítalanum, og
saumaði þá einkum vinnuklæðnað
lækna og hjúkrunarfólks. Alls staðar
hlaut hún gott orð fyrir dugnað,
samviskusemi og handlagni. Stundv-
ísi og heiðarleika hennar mátti alltaf
treysta, á hvetju sem gekk.
I Reykjavík átti hún heima á
ýmsum stöðum og í misjafnlega
góðu húsnæði, en ævinlega tókst
henni að gera íbúð sina snotra og
aðlaðandi. Smekkvísi og fegurðar-
skyn var henni í blóð borið. Ávallt
var hún gestrisin heim að sækja, þar
var ætíð hlýju og góðvild að mæta.
Síðustu 20 árin átti hún heima á
Háteigsvegi 28, hjá þeirri ágætu
konu Sigríði Þorkelsdóttur, sem
reyndist henni sem besti vinur og
félagi, enda voru þær samhentar
vel, og gerðu hvor annarri hvern
þann greiða, sem þeim var unnt.
Pálína naut þess alla starfsævi
sína að vera heilsuhraust. Svo mátti
heita að henni yrði aldrei misdæg-
urt. Félagslynd var hún, og glað-
sinna og þótti gaman að vera á góðra
vina fundi.
Einnig hafði hún mikla ánægju
af að ferðast. Margar ferðir fór hún
með okkur hjónum, víða út um land,
einkum á meðan Sigurður sonur
okkar var ungur, enda þótti henni
mjög vænt um hann og sýndi honum
ástúð og góðvild, sem hann kunni
að meta. Frá upphafi hjúskapar okk-
ar heimsótti hún okkur á hveijum
jólum og á öðrum stórhátíðum og
urðu þær samverustundir með henni
okkur ævinlega til ómetanlegrar
gleði.
konuna við heimilishaldið, þar til
bömin urðu það gömul að geta hjálp-
að til og kom það í hlut Bjargar sem
elst var af systrunum að taka við
er fram liðu stundir. Eins og títt var
í þá daga, voru bömin látin vinna
strax og þau gátu eitthvað gert.
Þannig voru stelpumar látnar vinna
í skúmnum við beitningu og fisk-
verkun frá 7—8 ára aldri.
Helgi giftist ekki aftur. Hann lifði
fyrir bömin sín og sá þeim farborða.
í þá tíð þótti mikil búbót að eiga
kýr og kindur. Á Mel var alltaf ein
kýr og eins áttu þeir Guðmundur
og Helgi kindur. Helgi átti sínar
kindur á Sveinsstöðum en Guðmund-
ur hafði sínar í Norðfirði. Fyrir þess-
um búsmala var heyjað á sumrin.
Dálítill túnblettur var á Mel, en ann-
ars var heyjað inn í sveit að Hofi
en þar hafði Guðmundur túnblett.
Þannig sáu þeir heimilinu fyrir
mjólk, kjöti og sláturmat sem þá var
talið eitt mesta búsílag. Slátrun og
sláturgerð fór fram heima og var
þá mikið að snúast, við að gera úr
þessu mat og koma í ömgga
geymslu. Þá var slátur og svið sett
í súr, þannig geymdist það best og
þótti herramanns matur, íslensk
kjamafæða. Kjötið var saltað í tunn-
ur því þannig geymdist það óskemmt
fram á næsta sumar á köldum stað.
Þá var ekki um frystingu að ræða
í þeim mæli sem nú er. Það þótti
best í þá daga að búa sem mest að
sínu. Þeir komust best af sem það
gátu. Þá vom kröfumar aðrar og
lífsstíllinn sá að hafa í sig og á. Þá
þótti mikils um vert að geta frekar
miðlað öðmm og það mun Mels-
heimilið hafa gert í ríkum mæli.
Ármann bróðir Helga fluttist líka
til Norðfjarðar. Þar kynntist hann
Nokkrar ferðir fór hún til útlanda
með vinafólki sínu, bæði með Sigríði
húsmóður sinni og með Guðrúnu
systur sinni og manni hennar, Sig-
mundi Ólafssyni. Ávallt kom hún
sérlega hress og ánægð úr þessum
ferðum. En aldrei gleymdi hún þeim,
sem heima sátu. Jafnan reyndi hún
að koma með eitthvað smálegt en
smekklega valið til að gefa nánustu
ættingjum og vinum, og ekki síst
bömunum, sem hún hafði alveg sér-
staka ánægju af að gleðja, enda
voru þau hænd að þessari góðu
frænku sinni.
Pálína var með afbrigðum hjálp-
söm og fómfús, vildi allt fyrir aðra
gera, það er hún best mátti. Ég
minnist með mikilli þökk ýmissa
sérstakra atriða, er sýna þetta ljós-
lega. Þær systur, Áðalheiður og
Pálína, höfðu um árabil leigt sér
herbergi saman á nokkrum stöðum
í bænum, eftir að Aðalheiður fór að
fara að heiman úr sveitinni, suður
til atvinnu. Sumarið 1938 var ég við
Sfldarverksmiðjuna á IDjúpuvík, en
þangað kom Aðalheiður, sem þá var
unnusta mín, til að stunda vinnu við
síldarsöltun, ásamt fjölmörgum öðr-
um stúlkum. Um haustið bauðst mér
vinna um tíma við kaupfélagið á
Skagaströnd og fór ég þangað með
skipi. Þangað kom Aðalheiður
nokkru síðar og fengum við húsnæði
í gömlum bæ þar í þorpinu.
í lok marsmánaðar á næsta ári
fórum við suður aftur. Þá áttum við
í ekkert hús að venda, vorum í raun
vegalaus og allslaus. En Pálína, þessi
fómfúsa, góða kona, breiddi sig yfir
okkur, svo að segja, og veitti okkur
húsaskjól í litlu íbúðinni sinni, með
allri sinni gestrisni og hlýju viðmóti
og gerði fyrir okkur allt, sem henni
var unnt, þar til úr rættist og okkur
tókst fljótlega að komast í smáíbúð,
þar sem leigan var í samræmi við
bágan efnahag. Fyrir þetta erum við
Pálinu ávallt síðan hjartanlega þakk-
lát. Þessi vinargreiði var okkur
ómetanlegur eins og þá stóð á,
kreppan þá í algleymingi, atvinnu-
leysi ríkjandi hjá þúsundum manna
og afkomumöguleikar hinir veratu,
og fengum við að súpa af því seyðið
á næstu árum.
Eins og ég gat um áður, var
Pálína heilsuhraust alla ævi, fram
undir það síðasta, og eru því miður
tiltölulega fáir sem eiga því láni að
fagna. Enda gat hún ávallt unnið.
Sjálfstæð og óstudd af öðram gat
hún séð sér farborða, og var alla tíð
fremur veitandi en þiggjandi þeirra
sem næstir henni stóðu.
En sá, sem að lokum bindur enda
á allra líf, gerir oftast boð á undan
Pálína Tómas-
dóttir - Minning
Fædd21.maí 1903
Dáin 13. maí 1988
Það er eðli lífsins að fæðast og
lifa hér lengur eða skemur en hverfa
svo aftur héðan að endaðri ævibraut.
Sá maður má teljast lánsamur,
sem fengið hefur að njóta góðrar
heilsu og að geta starfað og látið
gott af sér leiða, um langa ævi, uns
dregur að vistaskiptum og þessi
blessaða jörð okkar er kvödd í hinsta
sinn en flust til annarra bústaða,
betri og fegurri.
Ávallt er þó svo að þegar leiðir
skilja og böndin bresta í bili þá héð-
an er flutt, þá veldur það nánum
ættingjum hryggð að sjá á eftir
góðum vini yfir þá móðu, sem aðskil-
ur löndin tvö, því enn hagar svo til,
því miður, að lítil vitneskja berst
hingað frá hinum burtflutta, þótt
vafalaust standi hugur til að láta
eftirlifendur af sér vita.
Pálína. Böðvarrún Tómasdóttir
kvaddi þetta jarðlíf þann 13. maí sl.
eftir erfið veikindi í þijú og hálft ár.
Hún fæddist að Ósi í Fróðár-
hreppi á Snæfellsnesi þann 21. maí
1903, og var því að verða 85 ára.
Hún var næstelst átta systkina,
þeirra sem upp komust, og ólst upp
með foreldram sínum og systkinum
á nokkrum bæjum í Fróðárhreppi,
fyrst á Ósi, síðan í Tröð og í Tungu-
koti og loks í Bakkabúð á Brimils-
völlum frá sextán ára aldri.
Foreldrar Pálínu vora þau heið-
urshjónin Ragnheiður Árnadóttir,
ættuð frá Kárestöðum í Helgafells-
sveit, og Tómas Sigurðsson, ættaður
frá Höfða í Eyrarsveit. Þeim varð
tíu barna auðið og komust átta til
fullorðinsára og urðu öll hin mann-
vænlegustu. Af þeim eru nú fjórar
systur dánar: Sigríður lést 1985,
Kristjana 1986, Kristensa 1987 og
nú Pálína.
Pálína var tápmikið barn og ungl-
ingur og héldust þeir eiginleikar alla
ævi. Ung að áram fór hún að vinna
hjá öðrum tíma og tíma, enda veitti
ekki af að létta undir með bam-
mörgum foreldram, eftir því sem
þroski óx.
Eftir tvítugsaldur lærði hún karl-
mannafatasaum hjá Svanborgu
Jónsdóttur í ólafsvík í tvo vetur og
kom sú kunnátta sér vel síðar á
ævi. Frá fyretu tíð var hún ákaflega
laghent og afkastamikil að hveiju
sem hún gekk, allt lék í höndum
hennar.
Er hún hafði aldur til fór hún að
mestu að heiman og stundaði vinnu
annars staðar, eftir því sem atvinna
bauðst.
Á einni vor- og sumarvertíð var
hún í fískvinnslu á Þingeyri í Dýra-
firði. Þar kynntist hún manni, sem
var á aldur við hana. Hann hét Guð-
mundur Ólafur Hafliðason, fæddur
14. október 1902, móðirGuðný Jóns-
dóttir en faðir Hafiiði Jónsson, senni-
lega bæði ættuð úr Dýrafirði. Ólaf-
ur, eins og hann var ávallt kallaður,
mun hafa stundað nám í Núpsskóla,
en sá skóli mun á þeim áram hafa
veitt réttindi til bamakennslu (a.m.k.
farkennslu) og mun Ólafur hafa
haft í hyggju að stunda kennslu,
jafnvel sem ævistarf, ef slíkt hefði
staðið til boða.
Hann var mjög bókelskur og fróð-
leiksfús og mun hafa átt nokkuð af
góðum bókum, a.m.k. allmiklu meira
en þá var algengt meðal ungra
manna.
Þau Ólafur og Pálína felldu hugi
saman og opinberaðu trúlofun sína.
Bæði voru þau ung, full af óskum
og björtum vonum um framtíðina.
En stundum fer á annan veg en
ætlað er.
Um haustið kom Pálína heim og
var hjá foreldrum sínum fram yfír
nýárið. Ólafur kom einnig frá Þing-
eyri síðar á þessu sama hausti. En
hér var ekki um margt að velja hvað
atvinnu snerti og varð að taka hveiju
því sem bauðst. Hann var við sjó-
róðra á vetrarvertíðum á Brimilsvöll-
um og hélt þá að nokkru til í Bakka-
búð hjá foreldram Pálínu. Um tíma
var hann einnig við róðra á Helliss-
andi. Og enn voru aðstæður það
erfiðar, að þau Pálína og hann gátu
ekki hafið sambúð að sinni. Réð
hann sig þá sem vetrarmaður hjá
bónda einum inni á Skógarströnd.
Ekki veit ég hvað sá bær hét. Hér
varð því vík á milli vina, samgöngur
erfíðar og nær engar á milli þessara
aðskildu sveita og póstsamgöngur
stopular, einkum þar sem nú fór
vetur í hönd. Eftir nýár bárust Pálínu
þær sorgarfréttir að Ólafur hefði
látist fyrir jól, eða 10. nóv. 1926 og
var þá nýlega orðinn 24 ára. Hafði
hann ásamt öðram manni lent í ófæ-