Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 44

Morgunblaðið - 27.05.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 Bergw Helgi Ólafs son — Minning Fæddur 19. maí 1960 Dáinn 21. maí 1988 Góður drengur er genginn vammlaust bam í vistaskiptum Bergur H. Ólafsson var fæddur að Syðri-Ánastöðum Vatnsnesi 19. maí 1960. Þar ólst hann lipp hjá ástríkum foreldrum sínum sem önn- uðust hann alla tíð, einnig eftir að hann flutti með þeim til Reykjavík- ur árið 1983, þar sem þau hafa búið síðan. Þeir sem ekki eiga marga vini hafa mikils að sakna þegar hver og einn kveður. Þetta fann ég glöggt er ég frétti að Berg- ur væri látinn. Þrátt fyrir að ég vissi um veik- indi hans um langt árabil, er eins og andlát vina komi alltaf að óvör- um og alltaf of fljótt. Það er margt sem kemur í hugann þegar vinir kveðja. Þá sest maður niður og raðar minningunum upp. Ég minn- ist þessa ljúfa og góða drengs, hvað það var gaman að tala við hann, hvað hann fylgdist vel með og var að eðlisfari greindur og vel gefínn og hafði skoðanir á hlutunum. Eitt sinn var ég að koma úr nokk- urra daga ferðalagi og heimsótti hann á sjúkrahúsið, en hann hafði veikst meðan ég var í burtu. Móðir hans sat þar hjá honum að venju. Meðal annars sem barst í tal milli mín og hennar var hvaða vikudagur væri og varð mér á að nefna skakk- an dag. Þá lauk Bergur upp augun- um og leiðrétti það. Ég man hvað ég varð undandi þá eins og svo oft, hvað hann var skýr og greind- ur, þrátt fyrir sín veikindi og með- vitundarleysi oft og mörgum sinn- um. Ekki var honum tamt að ræða um heilsufar sitt og aldrei hitti ég hann nema hressan og glaðan eins og ekkert væri að. Þó get ég ekki efast um að hann hafi gert sér fulla grein fyrir því að það var ekki hans hlutskipti í þessu lífi að njóta eða nýta til fulls þá hæfileika sem hon- um voru gefnir. Það þarf styrk og manndóm til að sætta sig við slíkt á unga aldri, en þá kosti fannst mér Bergur eiga í svo ríkum mæli og aldrei hitti ég eða talaði svo við hann að mér fýndist ekki ég sjálf að einhveiju leyti ríkari að þeim stundum liðnum. Ég held að Bergur hafí verið einn af þeim fáu, sem eiga svo mikla birtu og innri fegurð og hreinleik sálarinnar að engin spilling heims- ins eins og hún er í dag, hefði nokk- um tíma komist þar nærri. Um leið og ég votta foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum Bergs innilegustu samúð og bið þeim blessunar, vil ég kveðja vin minn með þessum sígildu orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Ingibjörg Jónsdóttir í dag er lagður til hinstu hvílu við hlið bróður síns Bergur Helgi Ólafsson, Neshaga 14, í Reykjavík. Bergur var aðeins 28 ára er hann lést, jafn gamall og bróðir hans Kristinn Ólafsson sem lést fýrir tæpum þremur árum. Þannig er með ólíkindum stórt skarð höggvið í sömu fjölskylduna með stuttu millibili og ekki auðvelt fyrir okkur sem næst stöndum að sjá eða skilja tilgang lífs og dauða á stundum sem þessum. Bergur fæddist að Syðri-Ána- stöðum á Vatnsnesi 19. maí 1960, sonur hjónanna Halldóru Kristins- dóttur og Ólafs Þórhallssonar sem þar bjuggu til ársins 1983 að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavík- ur. Hann var næstyngstur í fímm systkina hópi sem ólst þar upp á góðu heimili þar sem ríkti góður andi. Systkini hans voru Þorbjörg, gift undirrituðum, Þórhildur, gift Necmi Ergiin, Kristinn, sem áður er nefndur en sambýliskona hans var Gunnhildur Hlöðversdóttir, og yngstur er Júlíus sem enn er í for- eldrahúsum. Á heimilinu voru einnig afí hans og amma, þau Ólöf Ólafsdóttir og Þórhallur Jakobsson sem lögðu sitt af mörkum til að skapa þann góða heimilisbrag sem þar var. Á heimil- inu var mjög gestkvæmt enda föð- ursystkini mörg með stórar fjöl- skyldur; meðal annars nokkrir jafn- aldrar Bergs. Allt er þetta fólk mjög glaðsinna og voru oft fjörugar umræður. Þegar Bergur var aðeins fimm ára gamall veiktist hann af floga- veiki sem nú tuttugu og þrem árum síðar varð honum að aldurtila. Það segir sig sjálft að búseta norður í landi fjarri þeirri þjónustu sem vel búin sjúkrahús geta veitt var erfíð og þurfti móðir hans iðulega að fylgja honum á Landspítalann í Reykjavík á öllum tímum árs. Marg- háttaðar rannsóknir voru gerðar undir stjóm Sverris Bergmann læknis og hans samverkafólks til að halda sjúkdómnum niðri. Meðal annars var Bergur sendur til Dan- merkur í þeim tilgangi. Löng tímabil komu án þess að verulegir erfiðleikar væru sem þá vöktu vonir um að ef til vill fengist bót á hans meinum. Eitt slíkt hafði varað í ellefu mánuði áður en hann veiktist nú fyrir tæplega hálfum mánuði. Foreldrar hans einsettu sér að hafa hann heima svo lengi sem unnt væri og er óhætt að fullyrða að betur hefði ekki verið hægt að gera. Hann hafði mikið yndi af tónlist og átti góð hljómflutningstæki sem veittu honum mikla gleði. Annað áhugamál átti hann sem var knatt- spyma en hann fylgdist mjög með fréttum af þeim vettvangi og átti sér sitt uppáhaldslið, þó hann gæti ekki tekið beinan þátt í íþróttinni. Dagamir eru lengi að líða hjá þeim sem ekki hefur verkefni að vinna og þannig var það í sveitinni þar sem hann gat ekki tekið þátt í bú- störfum í sama mæli og aðrir heim- ilismenn. Ég undraðist oft það jafn- aðargeð sem hann hafði, einkum þegar hann fullorðnaðist og jafn- aldrar hans og vinir gátu alla hluti gert en hann varð að láta sér nægja frásagnir af því hvað aðrir gerðu. Gætu margir ýmislegt af honum lært nú á tímum metings og sundur- lyndis. Þetta mun hafa valdið miklu um að fjölskyldan tók þá ákvörðun að flytja suður eftir að mæðginin höfðu gert tilraun með búsetu hér vetrarlangt. Hvorutveggja var að hér var meira öryggi hvað varðaði læknisþjónustu og eins hitt að möguleikar vom meiri til að fá vinnu við hæfí. Fullyrða má að alger þáttaskil urðu í hans lífi þegar hann hóf störf á Múlalundi í vemdaðri vinnu undir öruggri stjóm Eysteins Leifssonar sem hann mat meira en aðra menn. Þá fyrst fékk hver dagur tilgang og hann fann að hann gat skilað dagsverki á við aðra en hann var mjög vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann sagði mér gjaman frá því hvað hann væri að gera þar og áhuginn á vinn- unni og vinnustaðnum leyndi sér ekki. Hlutverk vemdaðra vinnustaða verður seint ofmetið og þá varðar miklu að þar takist að mynda jafn- gott andrúmsloft og ríkir á Múla- lundi og að það sem þar er fram- leitt sé jafnt að gæðum því besta sem er á markaðnum. Með þvi móti einu er hægt að vænta þess að þeir sem minna mega sín fínni að þeir séu með í að gera eitthvað sem skiptir máli. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til góðs drengs sem vildi öllum vel. Ég vil þakka honum fyrir þá umhyggju sem hann bar fyrir böm- um mínum en hann hafði mikinnn áhuga fyrir bömum. Ég vil koma á framfæri þaklæti fjölskyldunnar til starfsfólks á Landspítalanum og Múlalundi fyrir allt sem það gerði til að gera honum lífíð sem bærileg- ast. Foreldrum hans, systkinum og ömmu ásamt afa og ömmu í Lauf- ási, votta ég innilega samúð mína. Jón M. Benediktsson Mánudaginn 16. maí sl. fékk ég óvænta en kærkomna gesti í heim- sókn á heimiji mitt. Þar voru á ferð- inni Bergur Ólafsson og móðir hans, Halldóra Kristinsdóttir frá Ánastöð- um á Vatnsnesi. Var Bergur þá að koma úr blóðsýnatöku á Landspítal- anum og var með bros á vör þótt hann væri fölur yfirlitum og þjakað- ur af langvinnu heilsuleysi. Allt frá bamsaldri hafði hann þjáðst af sjúkleika sem um tíma reyndist unnt að halda í skeQum, en ekki að sigrast á. Ekki datt mér í hug að þetta væru síðustu samfundir okkar, en daginn eftir varð hann að fara á sjúkrahús einu sinni enn og þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Foreldrar hans og systkin stóðu vörð um sjúkrabeð hans dag og nótt frá 17. til 21. maí, en einn þessara daga var 28. afmælisdagur hans, 19. maí. Hann varð því jafn- gamall bróður sínum, Halldóri Kristni sem lést fyrir þremur ámm sárt syrgður af fjölskyldu og vinum. Ég man fyrst eftir Bergi í hjóla- stól á Landspítalanum, og kom í ljós við nánari kynni að hann var fjarskyldur frændi minn. Þótt skuggi heilsuleysis hvíldi yfír lífi hans var hann ekki beiskur í lund, heldur stafaði frá honum góðvild og vinsemd. Hann var áhugasamur um íþrótt- ir og fylgdist vel með í þeim efnum, en ekki kvartaði hann þótt hann yrði að vera fjarlægur áhorfandi í stað þess að vera virkur þátttak- andi. Hann gat um skeið unnið við léttan iðnað á Múlalundi og reynd- ist þar trúr starfsmaður og áhuga- samur um velferð fyrirtækisins. Hann sökkti sér ekki niður í sjálfsvorkunn, heldur var um- hyggjusamur um annarra hag og heilsu. Hann ræddi því ekki um heiisufar sitt, heldur spurði aðra um líðan þeirra og hvemig ástvinum þeirra vegnaði í baráttu lífsins. Þessi kærleiksríka sál hefur nú lokið vegferð sinni hér í heimi. Hans er sárt saknað af foreldrum, þeim Ólafí Þórhallssyni og konu hans, Halldóru Kristinsdóttur, af systkinum sínum, Þorbjörgu ljós- móður, Þórhildi lektor og Júlíusi stúdent og af stórum ástvinahópi. Foreldrar Bergs hafa staðið dyggi- lega við hlið hans í sjúkdómsþraut hans allt frá bemskudögum, og að leiðarlokum þakka þau Gúði að þeim auðnaðist að inna þessa þjón- ustu af hendi í öll þessi ár og þakka þann tíma sem þeim var gefínn til samvistar. Stór eru þau áföll sem Ánastaða- fjölskyldan hefur mátt þola á skömmum tíma með missi tveggja sona í blóma lífsins. Þessar fómir hljóta ævilangt að brenna á hjörtum ástvina þeirra og orð okkar mann- anna megna ekkert til að bæta úr því. Við getum aðeins beðið Guð allrar náðar og huggunar að græða sorgarsárin. Því læt ég þessi orð fylgja hér í lokin: „Liðinn tími kem- ur aldrei aftur, enginn veit um næsta morgunsár, en eitt er víst: í dag mun Drottins kraftur dijúpa láta náð í opið sár.“ Magnús Guðmundsson Og hvað er að hætta að draga andann annað en frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti óhindrað leitað á fund guðs síns. (Kalil Gibran) I föstudag kveðjum við Berg Ól- afsson sem lést í Landspítalaum þann 21. þ.m. eftir stutta legu. Maður er aldrei viðbúinn fráfalli ungs fólks. Ég var einmitt að búast við honum til þjálfunar á Reykja- lundi um mánaðamótin. Beggi hafði barist við erfiðan sjúkdóm frá bamsaldri og þurfti oft að dvelja langdvölum á Landspítalanum. Beggi fæddist 19. maí 1960. Foreldrar hans eru Ólafur Þórhalls- son og Halldóra Kristinsdóttir. Hann ólst upp á Syðri-Ánastöðum á Vatnsnesi V-Húnavatnsýslu, í hópi 4 systkina og var næst yngst- ur í hópnum. Hann var einnig svo lánsamur að afi hans og amma, Þórhallur og Ólöf, bjuggu í sama húsi og þar átti hann, sem og hinir krakkamir, hauk í horni. Það var mikill samgangur á milli heimila okkar Begga á þessum árum, enda stutt að fara og á ég því margar góðar minningar tengdar honum. Fyrir nokkrum árum fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur og settist að á Neshaga 14, þangað var og er alltaf gott að koma. Beggi hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og hafði gaman af að rökræða skoðanir sínar. Hann fylgdist einnig með íþróttum, þó ekki hefði hann heilsu til að stunda þær sjálfur, og fór á völlinn þegar hann hafði tækifæri til. Hann var alltaf glaður og hress þegar ég sá hann, þó eflaust hafí það stundum verið erfítt fyrir ungan mann að sætta sig við þær tak- markanir sem sjúkdómur hans setti honum. Foreldrar hans voru honum mikil stoð í veikindum hans, og vildu ævinlega allt fyrir hann gera. Dætur mínar vilja þakka Begga hvað hann var alltaf notalegur við þær þegar við komum í heimsókn. Nú er dimmt yfír og tómlegt á Neshaganum. Elsku Dóra; Ólafur, Þorbjörg, Þórhildur og Julíus, mikið er á fjöl- skyldu ykkar lagt, að þurfa að sjá á eftir Begga aðeins tæpum þremur árum eftir að þið misstuð Kidda. Það er stór missir að sjá á eftir tveimur sonum á svo fáum árum. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til allra aðstandenda. Sigurósk Edda Jónsdóttir Þann 21. maí sl. lést á Landspít- alanum Bergur Helgi Ólafsson, son- ur hjónanna Halldóru Kristinsdótt- ur og Ólafs Þórhallssonar frá Ána- stöðum á Vatnsnesi, nú til heimilis á Neshaga 14, Reykjavík. Beggi, eins og hann var jafnan kallaður af vinum og vandamönn- um, ólst upp á Ánastöðum ásamt §órum systkinum, þar bjuggu einn- ig afí hans og amma, Þórhallur Jakobsson og Ólöf Ólafsdóttir. Á Ánastöðum kynntist ég honum fyrst sem litlum drenghnokka, er ég kom Minning: þangað sem mágkona föður hans. Að Ánastöðum var gott að koma og ég átti því láni að fagna að vera þar með syni mína litla, tíma og tíma á sumrin. Frá unga aldri átti Beggi við vanheilsu að stríða, þannig að hann átti þess raunar aldrei kost að lifa æsku- og unglingsárin eins og þau eru í hugum flestra, áhyggjulaus og glaðvær hamingjuár. Hann bjó stöðugt að sinni vanheilsu og varð að sníða sér stakk eftir því. Má geta nærri hver áhrif það hefur á sálarlíf einstaklings, ekki síst óharðnaðs unglings, að horfa upp á frændur og vini takast á við hluti sem honum voru ómögulegir. En einmitt þess vegna undraðist ég oft að aldrei hitti ég hann án þess að mæta glaðlegu og hlýju viðmóti. Aldrei heyrði ég hann örvænta eða armæðast yfír veikindum sínum, þó vafalaust hafí þau sorfíð miklu dýpra að honum en okkur, sem utanaðkomandi vorum, gat grunað. Beggi var alla tíð í foreldrahús- um, fyrst á Ánastöðum og síðustu árin í Reykjavík, og foreldrar hans studdu hann með þeirri umhyggju og kærleik sem mögulegt var. Þessi ár í Reykjavík vann hann á Múla- lundi og var þar mjög ánægður. Beggi var vegna veikinda sinna ekki gjaldgengur í þessu markaðs- og efnishyggjuþjóðfélagi nútímans, en manngildi hans og heiðarleiki laðaði fram hjá manni hugsanir, sem stuðluðu að breyttu og heil- brigðara verðmætamati. Fyrir tæpum tveim árum lést Kristinn bróðir Bergs, þá tæplega þrítugur, hið mesta ljúfmenni. Það má því segja að skammt sé stórra högga á milli. Sorgin gerir sjaldn- ast boð á undan sér, og maður hlýt- ur að undrast að hún skuli höggva svo ósleitilega í sama knérunn. En hvað er þá til huggunar? Jú, minningin um góðan og heið- arlegan ungan mann sem nú hefur lokið göngu sinni, og hann lauk henni með sóma. Tuttugu og átta ár er ekki hár aldur, en þó má lifa þeim þannig að manni verði minnis- stæðara en miklu lengri lífdagar. Að lifa þannig að hafa allra manna gott orð og takast að laða fram hið betra í samferðamönnum sínum í lífínu eru góð eftirmæli. Hvíli hann í Guðs friði. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég öllum aðstandendum hans. Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir Guðmundur Viðar Guðsteinsson Fæddur 31. nóvember 1924 Dáinn 18. maí 1988 Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Hann afí, Guðmundur Viðar Guð- steinsson, er dáinn. Hann sem alltaf var hraustur. Það er erfítt að trúa að hann sé farinn. Okkur langar að minnast hans með örfáum orð- um. Þakka fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Það var ætíð gott og gaman að koma í Efstó. Afi var alltaf kátur, lék mikið við okkur og söng. Stund- um mátti vart sjá hver skemmti sér betur, hann eða við. Hann var ein- staklega góður við okkur og Varla leið sú helgi að eitthvert okkar svæfí þar ekki hjá afa og ömmu í Efstó. Elsku afa okkar þökkum við sam- fylgdina, sem varð alltof stutt og hafi afi þökk fyrir allt og allt. Grétar Viðar, Halldór Viðar, Öm Viðar, Brynja Björk, Jakob Við- ar, Inga Kristín, Sturla Viðar, Amór Viðar, Sandra Salvör og Sallý.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.