Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 126. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Milovan Djilas: Lýðræði eða upp- lausn Maribor. Reuter. MILOVAN Djilas, fyrrum ráðamaður í júgóslavneska kommúnistaflokknnm, sagði í gær, að landsmenn ættu nú aðeins tveggja kosta völ, lýð- ræði eða upplausn. Lét hann þessi orð falla í fyrsta fyrir- lestrinum, sem hann hefur haldið í Júgóslaviu siðan hann féll i ónáð árið 1954. Námsmenn í borginni Mari- bor í Slóveníu buðu Djilas, sem er 76 ára að aldri, að flytja fyrir- lesturinn en í þessum landshluta er flest með nokkuð vestrænni og frjálslegri brag en í hinum sambandslýðveldunum. E>jilas sagði, að júgóslavn- eskir kommúnistar hefðu misst af tækifæri til að stefna inn á lýðræðislega braut í fyrstu kosn- ingunum eftir stríð, árið 1945, þegar þeir settu sjálfír í lög, að aðrir flokkar væru bannaðir. „Ég sá, að kommúnistafor- ingjamir mátu mest hið ljúfa líf, glæsikerrur og íburðarmiklar villur. Mér fannst alræði öreig- anna vera það sama og allt ann- að alræði, ekki sú óeigingjama hugsjón, sem ég hafði ímyndað mér,“ sagði Djilas. Þegar námsmennimir spurðu Etjilas um þá alvarlegu erfíð- leika, sem nú steðja að í efna- hagsmálunum, svaraði hann: „Kreppan felst ekki í efnahags- málunum, heldur í alræði flokks- ins. Vissulega á almenningur um sárt að binda en fátæktin er það gjald, sem hann verður að greiða fyrir kommúnis- mann,“ sagði Djilas við langvar- andi lófaklapp. Til hamingju með daginn, sjómenn! Sjómenn halda í dag upp á 50 ára afmæli sjómannadagsins og af því tilefni er B-blað Morgunblaðs- ins helgað sjómönnum. Sjá einnig viðtal við Pétur Sigurðsson, formann Sjómannadagsráðs, á síðu 32 og forystugrein á miðopnu. Vestur-Þýskaland: Sex mennfinnast á lífi í hriminni kolanámu Borken, Vestur-Þýskalandi, Reuter. SEX NÁMAMENN fundust í gærmorgun á lífi djúpt í iðrum jarðar í kolanámu í bænum Borken í Vestur-Þýskalandi, 170 km fyrir norð- an Frankfurt. Náman hrundi saman á miðvikudag eftir sprengingu og voru 57 manns, sem þar voru við störf, taldir af. Bernd Hessler, borgarstjóri í Borken, sagði að mennimir sex hefðu fundist í loft- hólfi í afkimum námunnar og væri þetta ótrúleg mildi örlaganna. Óhugsandi var talið að nokkur í námunni hefði lifað sprenginguna af vegna kolsýrlingsmyndunar í 25 km löngum námagöngunum, sem teygja sig allt að 150 m niður í jörðina. Náman hrundi saman á miðviku- dag eftir röð sprenginga sem raktar eru til þess að kviknað hafí í kola- ryki. Frá því á miðvikudag höfðu fundist lík 36 manna. Talsmaður almannavama í Hessen sagði í sam- tali við Reuters-fréttastofuna að komið hefði verið með mennina sex upp á yfírborð jarðar upp úr klukk- an 6 í gærmorgun að staðartíma. „Þeir voru þreyttir en við góða heilsu," sagði talsmaðurinn. „Enginn bjóst við að finna nokk- um námamannanna 57 á lífí,“ sagði borgarstjórinn á björgunarstaðnum. Ættingjar mannanna sem heimtir vom úr helju og aðrir fbúar Borken fögnuðu kraftaverkinu í gær. öll þjóðin hafði verið harmi slegin yfír einu versta slysi í sögu Vestur- Þýskalands og flaggað hafði verið í hálfa stöng um allt land. Björgunarsveitir boruðu í fyrri- nótt gat í gegnum námuna og fundu lofthólf djúpt niðri. „Klukkan tvö létum við hljóðnema síga niður um gatið og heyrðum skyndilega bank,“ sagði talsmaður almanna- vama. Þrír flokkar björgunar- manna sigu niður í námuna, mfu gat á vegg sem skildi þá og náma- mennina að og fluttu þá upp á yfír- borð jarðar. „Nú trúi ég að allt geti gerst," sagði einn björgunar- manna. Fimm þeirra sem björguð- ust em Þjóðveijar og einn Tyrki. Sá yngsti er 21 árs gamall. Björgunin glæddi vonir manna um að takast mætti að finna 15 menn á lífi sem enn er saknað úr námunni. „Við héldum í vonina og nú hefur hún glæðst á ný,“ sagði hótelstjóri í Borken. „Við minnt- umst kraftaverksins í Lengede þrátt fyrir svartsýnisorð sérfræðing- anna." Árið 1963 fundust 11 náma- menn á lífí í jámgrýtisnámu í Leng- ede í Saxlandi Qórtán dögum eftir að vatn flæddi um göng námunnar. Svíþjóð: Enneitt hneyksli í Palme- málinu Stokkhólmi, Reuter. NÝTT hneykslismál tengt Palme-málínu hefur orðið degin- um ljósara í Sviþjóð og þykir mönnum styr um það seint ætla að linna. Ekki síst þykir málið þó koma á óheppilegum tima fyrir rikisstjórn jafnaðarmanna, en aðeins þrír og hálfur mánuður er til kosninga. Fyrst þaut í Jjöllunum um ríkis- stjómina þegar hún upplýsti í síðustu viku, að útgefandi og flokksbroddur í Jafnaðarmanna- flokknum hefði fengið leyfí til þess að hefja sjálfstæða rannsókn á Palme-morðinu. Það varð því síst til þess að þagga niður kurrinn þegar lögreglan skýrði frá því seint á föstudag, að lífvörður útgefandans hefði verið handtekinn á fímmtudag þegar hann reyndi að smygla háþróuðum hlerunarútbúnaði inn í landið frá Danmörku. Útgefandinn, Ebbe Carlsson, hefur játað að lífvörðurinn hafi ver- ið á sínum vegum. Borgaraflokkamir þrír kröfðust þess þegar af Ingvari Carlsson for- sætisráðherra, að hann setti af dómsmálaráðherrann Anne-Greta Leijon, sem gaf útgefandanum leyfi til hinnar sjálfstæðu rannsóknar. „Dómsmálaráðherrann hefur sýnt dómgreindarleysi, tekið ranga ákvörðun og treyst manni, sem reyndist enn dómgreindarlausari en hún sjálf," sagði Olof Johansson, formaður Miðflokksins. Carlsson sagðist á hinn bóginn enn treysta Leijon fyllilega og lýsti yfír ánægju sinni með að ráðherr- ann sýndi því jafnmikinn áhuga og raun bæri vitni, að fá botn í Palme- málið. Á blaðamannafundi varði Leijon gerðir sínar og sagði meðal annars: „Ebbe Carlsson hefur því miður játað á sig ólöglegt athæfí, nokkuð sem ég hefði ekki trúað að óreyndu." Mál þetta kemur jafnaðarmönn- um sérlega illa svo skömmu fyrir kosningar, en Ebbe Carlsson er sem fyrr segir nátengdur Jafnaðar- mannaflokknum, náinn vinur Leijons og góðkunningi Hans Holm- er, fyrrverandi lögreglustjóra, sem látinn var taka pokann sinn eftir að ljóst var að rannsókn hans á Palme-málinu myndi engan árang- ur bera. Olof Palme var skotinn til bana hinn 28. febrúar árið 1986 er hann var á leið heim úr kvikmyndahúsi ásamt eiginkonu sinni. Morðingi hans slapp og hefur ekki fundist. Lögreglan í Svíþjóð hefur staðið ráðþrota frammi fyrir morðgátunni, þrátt fyrir að fjöldi kenninga hafí verið viðraður og verðlaunum að jafnvirði 320 milljóna króna sé heit- ið hveijum þeim, sem gæti bent á morðingjann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.