Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur! Ég vildi gjarnan fá að vita stöðu himintunglanna á fæðingar- stundu minni og áhrif þeiira á persónuleika og atgerfi. Ég er fædd á Húsavík þann 9. júlí 1959 kl. 8 að kvöldi. Með kærri kveðju." Svar: Þú hefur Sól í Krabba, Tungl, Venus og Plútó saman í Meyju, Merkúr/Úranus og Mars í Ljóni, Bogmann Rísandi og Neptúnus/Mið- himinn í Sporðdreka. Margir þræðir Það er óhætt að segja að þú sért sett saman úr nokkuð flóknum þáttum. I fyrsta lagi táknar Sól í Krabba og Tungl í Meyju að þú sért heldur varkár, íhaldsöm og jarð- bundinn persónuleiki. Bog- maður Rísandi, Merkúr/Úr- anus og Neptúnus á Miðhimni benda hins vegar til útþráar, þarfar fyrir fjölbreytileika og hreyfmgu og það að laðast að því sem er nýtt, öðruvísi og dularfullt. Það getur því ýmislegt togast á í persónu- leika þínum. Til að þér líði vel þarft þú að finna mála- miðlun á milli þessara þátta. Ás í erminni Sól í Krabba táknar að þú ert tilfínningarík og næm persóna, ert varkár og þarft visst öryggi. Það er t.d. æski- legt að þú eigir varasjóð, eða hafir alltaf einn ás í bak- höndinni. Þú mátt því ekki tefla á tæpasta vað. Einnig má segja að þú sért náttúru- manneskja og þurfír að vera í snertingu við hafíð og nátt- úruna. Fullkomnunarþörf Tungl, Venus og Plútó saman í Meyju táknar að þú ert dug- leg og samviskusöm og þarft að hafa röð og regiu á dag- legu lífí þínu. Þú átt einnig til að vera sjálfsgagnrýnin og krefjast mikils af sjálfri þér. Tilfínningar þínar eru sterkar og stundum öfgafullar. Þú vilt allt eða ekkert og þarft sífellt að hreinsa það nei- kvæða í burt. Þú þarft því að varast að vera of gagnrýn- in á annað fólk. Þú hefur sálfræði- og læknishæfileika en þarft að nota þá á upp- byggilegan hátt. Veist allt Merkúr/Úranus t Ljóni tákn- ar að þú hefur gott innsæi og jafnframt sjálfstæða og ákveðna hugsun. Þú hefur alltaf rétt fýrir þér! Mars í Ljóni táknar að þú ert stjórn- söm, en jafnframt föst fyrir og skapandi í vinnu. Þú vilt ákveðna virðingu fyrir starf þitt. Frjálsleg í fasi Bogmaður Rísandi táknar að þú ert opin eða a.m.k. ftjáls- leg í framkomu, ert hreinskil- in og einlæg. Þrátt fyrir ör- yggis- og regluþörf Krabba og Meyjar þarft þú að geta hreyft þig. Jafnframt því að búa við starfsöryggi, er nauð- synlegt fyrir þig að ferðast í frístundum eða bijóta á ann- an hátt upp daglega vana- hegðun. Listir og andleg mál Neptúnus á Miðhimni er al- gengur í kortum þeirra sem fást við listir, hjúkrun og andleg mál. Ég tel að þú haf- ir hæfileika á öllum þessum sviðum. Ef þú velur eitt af þessu sem starf ættir þú að leggja stund á hin í frístund- um. Þú ættir að vera ágætur kennari, uppeldisráðgjafí, læknir, sálfræðingur, mat- vælafræðingur eða hjúkrun- arkona, þ.e.a.s. notið þín í uppeldis- eða heilbrigðisgeir- anum. Fjölbreytileg skrif- stofu- og viðskiptastörf gætu einnig átt ágætlega við þig. GARPUR TOMMI OG JENNI ::::::::::::::: IT UJAS THE LAST 6AME OF THE 5EASON, ANP UUE LOST! Þetta var síðasti leikur sumarsins og við töpuðum! Hvaða máli skiptir það? U)ELL, IN THE L0N6 RUN, ANPASFAR A5THE REST OF THE UJORLP 60E5, IT P0E5N'T MEAN ATHIN6.. Ja, þegar til lengra er litið og gagnvart umheiminum skiptir það engu máli_ SMÁFÓLK Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það blasir ekki beint við, en örlög grandslemmunnar hér að neðan ráðast af þvi hvoru megin sagnhafí tekur fyrsta slaginn. Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ 9 ♦ K9632 ♦ 52 ♦ K9875 Norður ♦ Á5 V105 ♦ K10876 ♦ ÁD43 Austur 4G10876432 II JG84 ♦ 106 Suður ♦ KD VÁD7 ♦ ÁDG943 ♦ G2 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull 4 spaðar 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 spaðar Pass Pass 6 grönd Pass Pass Útspil: spaðanía. Fjögur grönd suður spurðu um ása og norður sýndi engan eða þrjá með fímm laufum — „trompkóngurinn" þar með tal- inn. Suður lét svo norðri eftir að velja slemmuna með fímm spöðum. Auðvitað kemur til greina að reyna við 12. slaginn með því að svina hjartadrottningunni. En þegar spilið kom upp taldi sagnhafí líklegra að kóngurinn væri í vestur og spilaði karl- mannlega upp á það. Hann tók fyrsta slaginn heima, fór inn á blindan á tígul og spiiaði laufí á gosann. Hugmyndinn var að skapa þannig þijá slagi á lauf, ef austur ætti kónginn annan eða þriðja. En vestur drap gosann og spilaði laufi áfram. Þá var tíglunum spilað til enda og fyrr en varði var staðan orðin þessi: Vestur Norður ♦ Á ♦ 10 ♦ - ♦ 4 Austur ♦ - ♦ - ▼ K9 111 ♦ G84 ♦ - ♦ - ♦ 9 ♦ - ’ Suður ♦ D ♦ ÁD ♦ - ♦ - Nú var þýðingarmikið að eiga innkomu á blindan á spaðaás svo lauffjarkinn virki sem þvingun- arspil. Vestur valdi að fara niður á kónginn blankan í hjarta, sem féll svo undir ásinn í næsta slag. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega alþjóðaskákmóti í Sochi í vetur kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Smagin, Sovétrfkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Lalic, Júgóslavíu. Svartur lék síðast 21 ... Had8? 22. Hxd5! Hxd5 23. Bh6+ Kg8 24. Hxe8+ Kh7 25. Bd2 og um síðir vann hvitur á umframpeðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.