Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 42
>4.2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 SPJALLAÐ VIÐ GUÐLAUG HEIÐAR JÖRUNDSSON MODELSMIÐ Væntanlegar stórbygging- ar eru mál sem margir láta sig- nokkru varða og þarf því að kynna vel. Til að upplýsa almenning er stundum efnt til sýningar. Arkitektar og byggingar- nefndarmenn kynna fjrrir- hugaðar framkvæmdir og sýningargestir virða fyrir sér uppdrætti og skoða líkön. Það er oft einmitt við líkön- in, að troðningurinn er hvað mestur og umræður líflegastar. Þau eru smækkuð eftirlíking af því sem á að verða og mönnum fínnst þau gefa hvað gleggsta mynd af því hvemig væntanlegar byggingar munu líta út og hvemig þær munu falla inn í umhverfið. í fjölmiðlum er tíundað hvetjir standa að framkvæmdum, hver byggir, hver teiknaði, hveijir eru í byggingamefnd o.s.frv. - En hver smíðaði eftirlíkinguna sem allir skoða? Það gleymist stundum að segja frá því. Guðlaugur Heiðar Jörundsson hefur smíðað líkön af mörgum kunnum byggingum og Morgunblaðsmönnum þótti ærin ástæða til að ræða við hann. Vildi starfa sjálfstætt Guðlaugur Heiðar Jörundsson er __Strandamaður, frá Hellu við Steingrímsfjörð. Sonur hjónanna Jörundar Gestssonar bónda og Elín- ar S. Lárusdóttur frá Álftagróf í Mýrdal. Kona Guðlaugs er Guðrún V. Haraldsdóttir ritari, fædd og uppalin í Reykjavík, en á ættir að rekja vestur í Dali og norður á Strandir. Jörundur Gestsson faðir Guðlaugs er skáld og listamaður en hann skar út í tré og fékkst að auki lengi við bátasmíði. Guðlaugur fór á unga aldri að fást við smíðar, en þó varð það úr, að hann lagði fyrir sig tónlistamám 'og tók organistapróf og söngkenn- arapróf. Hann var orgelleikari um tíma á Ströndum og einn vetur var hann skólastjóri við Tónlistarskól- ann í Siglufírði. Guðlaugur lagði samt ekki kennslu og orgelleik fyrir sig heldur lá leiðin suður til Reykjavíkur. Árið 1962 starfaði Guðlaugur hjá gatna- Guðjón Sigurbjörnsson (t.v.) og Guðlaugur Jörundsson (t.h.). Morgunblaðið/BAR deild Reykjavíkurborgar og var þá „lánaður" á modelverkstæði borg- arinnar um vikutíma. — Vikan varð að átta árum. Á verkstæðinu starf- aði hann með Sigmari Kristinsyni og síðar Axeli Helgasyni og Krist- jáni Sigurðssyni. Árið 1970 vildi Guðlaugur láta reyna á það hvort hægt væri að starfa sjálfstætt og stofnaði Model- vinnustofu Guðlaugs H. Jörunds- sonar í Bolholti 4 sem hann hefur rekið síðan. Þolinmæði og natni Hvaða eiginleikum þarf góður modelsmiður að vera gæddur? „Það er erfítt fyrir mig að svara því, líklega er eðlilegra að spyija þá sem unnið er fyrir og aðra sem skoða modelin, en til að skila sínu verki skammlaust þarf þoiinmæði og natni og maður verður að vera meðvitaður um hvert handtak. — Fyrst og fremst verður að greina minnstu missmíði strax, annars vilja skekkjumar vinda upp á sig og verkið verður gallað og ófull- komið. Það má ekki skeika broti úr millimetra. Einingamar verða að vera réttar til að heildarmyndin sé góð. En það em ótrúlega mörg smáatriði sem gott model byggist á.“ Hvað eru þið margir sem starf- ið í þessari grein? „Við erum nokkrir en það er erf- itt að nefna nákvæma tölu, því modelsmíði er mestan part sjálfs- nám og einhvem veginn „þróast" menn inn í greinina. T.d. sýnist mér Guðjón Sigurbjömsson hús- asmíðameistari vera kominn hálfa leið inn í starfíð. Hann vann með mér við að gera model af Grjóta- þorpi sem var sýnt á Reykjavíkur- sýningunni fyrir tveimur árum og einnig við annað model af Tjöminni og umhverfí hennar ásamt hinu væntanlega ráðhúsi í mælikvarðan- um einn á móti fimm hundruð. Síðast en ekki síst hefur hann verið með í „Reykjavíkurperlunni" á Öskjuhlíð eða Vetrargarðinum eins og byggingin heitir núna. Öll þessi sýningarmodel voru tímafrek, enda stór verkefni og erf- itt að geta ekki sinnt smærri verk- um svo sem hrað- eða vinnumodel- um sem beðið er um. Til þess að geta veitt slíka þjónustu þurfum við að vera tveir á vinnustofunni." Gefa rétta mynd Hveijir biðja um líkön hjá þér? „Það em oftast arkitektar sem biðja um model af opinberum bygg- ingum sem þeir em að hanna og teikna. En það kemur líka fyrir að félagasamtök og söfn biðja um model. Gamlir nemendur hafa einu sinni eða tvisvar tekið sig saman og látið gera model af gamla skól- anum sínum. Það er töluvert öðmvísi að vinna annars vegar sögulegt verkefni eft- ir gömlum ljósmyndum, teikningum og jafnvel frásögnum eldri manna og hins vegar nýbyggingar fyrir arkitekta. Þeir leggja fram teikn- ingar og stundum uppkast að vinn- umodeli. Yfírleitt er það ákveðið strax í upphafi í hvaða mælivarða modelið á að vera og hvort það á að sýna afstöðu til annarra bygg- inga eins og t.d. modelin af Seðla- bankahúsunum gera. Arkitektamir fylgjast grannt með smíðinni og oft verða breytingar á byggingum með- an á hönnunartíma stendur og hug- myndir þeirra þróast. Á meðan model er í smíðum er útlit þess al- gjört trúnaðarmál milli mín og við- skiptavinarins. En takmarkið er ætíð að gera sem nákvæmasta eftirlíkingu af því sem var — eða á að verða.“ Prentplata í hitaveitutanka Hvaða efni hefur þú notað í líkönin? „Það eru einmitt efnin sem hafa breyst hvað mest síðan ég fór að fást við modelsmíði. Hér áður fyrr var það mest krossviður og timbur af öðrum toga en núorðið má kannski segja að plastið sé að taka yfír. Annars verður oft að treysta á hugmyndaflugið og nota það sem til fellur." Við höfum nýlega séð myndir af líkani af Vetrargarðinum eða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.