Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Stefna og staða Sjálfstæðisflokksins: Davíð Odds- son skipað- ur nefndar- formaður ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skipað 7 manna nefnd til að gera tiliögur um stefnu flokksins fram til alda- móta og kynna niðurstöður sfnar á næsta landsfundi hans vorið 1989. Davið Oddsson borgarsijóri er formaður nefndarinnar. Að sögn Kjartans Gunnarssonar er nefndin skipuð í tilefni þess að á næsta vori er áratugur til alda- móta og því tímabært að Qiuga hvaða stefnu flokkurinn vill taka inn i 20. öldina. Kjartan sagði þetta framhald af starfí sem hófst fyrir áratug þegar unnið var að svipuðu verkefni. „Sú vinna gafst ágætlega og var upp- spretta mikilla skoðanaskipta," sagði Kjartan. Auk Davíðs Oddsonar eiga sæti í nefndinni Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri, Flateyri, Sigríður Þórðardóttir oddviti, Grundarfírði, Valur Valsson bankastjóri, dr. Þor- geir Pálsson verkfræðingur, Kristín Kvaran, fyrrverandi alþingismaður og Guðmundur Magnússon, aðstoð- armaður menntamálaráðherra. Morgunblaðið/Ól. K. M. Fulltrúar Sjómannadagsráðs heimsóttu höfuðstöðvar Slysavamafélags íslands á Granda í gærmorgun í tilefni 60 ára afmælis félags- ins og fimmtugasta sjómannadagsins. Fimmtíu ár frá fyrsta sj ómannadeginum FULLTRÚAR Sjómannadags- ráðs heimsóttu höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins í gær- morgun við upphaf hátíðahalda helgarinnar i Reykjavík. Slysa- vamafélagið fagnar nú 60 ára afmæli og hálf öld er liðin siðan sjómannadagurinn var haldinn fyrsta sinni. í dag hefst dag- skráin kl. 9.00 í Fossvogskirkju- garði með þvi að sr. Ólafur Skúlason vigslubiskup vígir minnisvarða um óþekkta sjó- manninn. Keppni á seglskútum og kapp- róðrabátum var meðal dagskrár- liða á laugardagseftirmiðdag. Þá sýndu björgunarsveitir Slysa- vamafélagsins útbúnað sinn og nutu til þess aðstoðar þyrlu Land- helgisgæslunnar. í dag gefst þeim sem keypt hafa merki sjómanna- dagsins kostur á skemmtisiglingu um sundin úti fyrir Reykjavík. Samkoman við Reylq'avíkurhöfn verður sett kl. 14.00 og hefjast skemmtiatriði klukkustundu síðar. Undirbúin útgáfa orðsifjabókar: Fyrsta orðabók sinn- ar tegundar á Islandi „Viðamikið og handhægt rit“, segir dr. Guðrún Kvaran. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Ungur maður, sem var með ólæti í Lækjargötunni, var ekki á því að láta lögregiuna flytja sig á stöðina. Til að yfirbuga hann lögðu niu lögreglumenn hönd á plóginn. Rólegt að mestu þrátt fyrir ölvun ORÐABÓK Háskólans vinnur um þessar mundir að útgáfu viðamik- illar orðsifjabókar (etymologiskrar orðabókar). Bókin greinir frá uppruna orða og skýrir tengsl þeirra við önnur tungumál. Ritið er sérstakt fyrir sakir óvenju mikils orðaforða. Fornu máli sem nýyrð- um eru gerð ítarleg skil. Leitast hefur verið við að gera bókina aðgengilega jafnt almenningi sem fræðimönnum. LÖGREGLAN i Reykjavík þurfti ekki að hafa afskipti af aivarleg- um málum í fyrrinótt, þrátt fyrir nokkra ölvun í miðborginni. Þó meiddist lögreglumaður þegar hann var sleginn í andlit, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Þá þurfti níu lögreglumenn tíl að yfirbuga ungan mann, sem var með ólæti I Lækjargötu. Lögreglumaðurinn, sem var óein- kennisklæddur, hafði afskipti af ungum manni, sem hann sá sparka í félaga sinn. Pilturinn sló þá til lögreglumannsins og kom höggið í andlit hans. Nokkur átök urðu með þeim og rifnuðu föt lögreglumanns- ins. Sættir náðust þó og er lögreglu- maðurinn ekki alvarlega meiddur. Undir morgun voru fimm ung- menni, sem voru með ólæti í mið- bænum, flutt á lögreglustöðina og þaðan heim til sín. Bókina samdi Ásgeir Blöndal Magnússon, en hann lést á síðasta ári. Hann var ritstjóri Orðabókar Háskóians í rúm þijátfu ár, og um tfma var hann einnig forstöðumaður stofnunarinnar. Hann vann sjálfur að verkinu í tuttugu ár, en árið 1985 var það tilbúið til vinnslu. Tók það tvö ár að tölvufæra rit- ið, og á sfðasta skeiði las dr. Jörund- ur Hilmarsson verkið yfír, undir umsjón höfundar. Sjálfur náði Ás- geir að skrifa inngang, áður en hann féll frá. Segir þar m. a.: „Þessi orðsifjabók er fyrst og fremst ætluð þeim íslendingum sem hafa áhuga á uppruna og tengslum íslenskra orða og orðmynda — og þá eins þeim sem ekki eru lærðir í málfræði." Verkinu ritstýra dr. Guðrún Hvammstangi: Barátta við mannýgt naut MANNÝGT 500 kílóa naut gekk laust á Hvammstanga á föstu- dag og tók það 8 manns tvo klukkutíma að fanga það. Nau- tið reif sig laust úr böndum er verið var að færa það til slátr- unar og tók á rás um bæinn með 10 m langan kaðal í múl. Ekki var neitt „uppgjafarbaul" f nautinu er loks tókst að koma böndum á það og færa i slátur- húsið. Ula hefði getað farið, þar sem böm voru að leik í þorpinu og nautið vippaði sér auðveldlega yfír þær hindranir sem fyrir voru, að sögn Karls Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra Sláturhússins, en hann var einn þeirra er þátt tóku í að fanga nautið. Það hljóp um götur Hvamms- tanga með 5 manns á hælunum auk nokkurra bama og unglinga sem hugrekki höfðu til. Aðrir flúðu nautið, sem þeysti norður fyrir bæinn og til sjávar. Þar lagð- ist það til sunds og gerðu heima- menn þegar ráðstafanir til að sjó- setja bát, minnugir þess er kýr á Vestfjörðum bjargaði lífí sfnu á sundi. Ekki kom þó til þess, þar sem nautið sneri fljótlega til lands. „Við náðum þá í kaðalinn en nau- tið lagði til atlögu við okkur og einn hlaut slæma byltu í viður- eigninni við það. Þá höfðu 3 bæst í eltingarleikinn og var nautið bundið við staur. Það sleit sig laust aftur og réðist á einn mann- anna. Það fylgdi því óneitanlega nokkur óvissutilfinning að elta nautið þegar í ljós kom að það væri mannýgt, en þetta hefði get- að farið mun verr,“ sagði Karl. Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson. Þau hafa lesið ýfir handrit síðan í fyrrahaust, og miðar verkinu vel. Aætlað er að bókin komi út strax í byijun næsta árs. Að sögn Guð- rúnar verður bókin að umfangi svip- uð og Orðabók Menningarsjóðs, eða stærri, en sú bók er um 1300 síður. Áður hafa komið út orðabækur sem ná einnig yfír fomt og nýtt mál, og má þar helst nefna bók Alexanders Jóhannessonar. í þeirri bók eru settar upp rætur orða, og er hún mun erfiðari í notkun en sú sem hér um ræðir. Bókin er þannig uppbyggð að getið er elstu dæma, og sfðan merk- ingar orðsins. Síðan er könnuð sam- svörun í skyldustu málum, norður- landamálum, og ef skyldleiki er annar og meiri yfir í germönsk mál, eða jafnvel allt til indóevróp- skra mála, s.s. baltnesku, slavnesku eða sanskrít, em honum gerð góð skil. Greinum lýkur á því að vísað er í skyld orð, sem em annarsstað- ar, til frekari fróðleiks. Höfundur umskrifar grísk og slavnesk orð til að þess að verkið sé enn aðgengilegra, og á þennan hátt nýtist hún lærðum sem leikum. Ef orð em staðbundin er það sér- staklega merkt. Metsala í vikunni á Faxamarkaði „ÞAÐ virðist ekki vera nægur áhugi á þvi að selja fisk á markaði fyrir norðan, þetta eru allt aðrar aðstæður en hér,“ sagði Andrés Hallgrímsson hjá Faxamarkaðinum þegar Morgunblaðið spurði hann hvort lokun Fiskmarkaðar Norðurlands hefði nokkur áhrif á markað- ina syðra. Andrés sagði að I þessari viku hefði verið metsala á Faxa- markaði, 720 tonn. Þvi væri ljóst að lokun Fiskmarkaðar Norður- Inndfl segði ekkert um almenna stöðu fiskmarkaðanna. Einar Sveinsson, framkvæmda- að það væri engin ástæða til að stjóri Fiskmarkaðarins hf. í Hafnar- fírði, sagði að lokun Fiskmarkaðs Norðurlands hefði engin bein áhrif á aðra markaði, en sér þætti miður að þessi tilraun hefði mistekist. Hann sagði að það virtist sem aðr- ar aðstæður væm fyrir norðan og sagðist efast um að nokkur vildi missa fískmarkaðina syðra. í maí- mánuði hefðu farið 1766 tonn í gegnum Fiskmarkaðinn hf., þar af 933 tonn af grálúðu. Það sem af er árinu hefðu 8391 tonn farið í gegnum markaðinn og sagði Einar kvarta. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfírði tók til starfa þann 15. júní á síðasta án og er hann elsti fískmarkaðurinn á landinu, um viku eldri en Faxa- markaður. 0 INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.