Morgunblaðið - 05.06.1988, Page 4

Morgunblaðið - 05.06.1988, Page 4
ei ivtúi .ð fluoAaunviug uiaA.iaviuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Pólsku tónlistannennimir koma sér fyrir á sviði Háskólabíós. MORGUNBLAÐIÐ/ÞORKELL Pólsk sálumessa íHáskólabíói RÚMLEGA tvöhundruð pólskir tónlistarmenn fluttu Pólska sálumessu, eftir Penderecki, í Háskólabíói í gær. Það voru Fflharmóníuhljómsveitin frá Poznan, Fllharmóníukórinn frá Varsjá ásamt einsöngvurun- um, sem fluttu sálumessuna. Stjómandi var Krzys- ztof Penderecki. í dag flytja pólsku tónlistarmennim- ir pólska og íslenska tónlist 1 Háskólabíói, undir stjóm Wojciech Michniewski. Stykkishólmur: Margir héldu að dauðsfall hefði orðið „Það var mitt mat að þetta væri óvirðing við þjóðfánann og brot á fánalögunum og því hafði ég sam- band við lögregluna, sem óskaði eftir því við kaupfélagsmenn að fáninn yrði tekinn niður,“ sagði Jóhannes Ámason, sýslumaður, en kaupfélaginu f Stykkishólmi var lokað á miðvikudaginn og var þá fáninn á kaupfélagshúsinu dreginn í hálfa stöng, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á föstudag. Margir íbúa í Stykkishólmi spurð- ust fyrir um hvort dauðsfall hefði orðið í bænum, en að sögn Jóhannes- ar er algengt að við slíka atburði sé flaggað í hálfa stöng á verslunar- húsum. „Lögreglan gerir skýrslu um sín afskipti af málinu og sennilega verð- ur áminning veitt í framhaldi af því,“ sagði Jóhannes, „en ég hef enga ákvörðun tekið um framhald máls- ins“. Sýslumenn hafa bréf frá forsæt- isráðuneytinu um að þeir skuli hafa eftirlit með því, að borgaramir um- gangist fánann með tilhlýðilegri virð- ingu. Sjómannablað Nes- kaupstaðar komið út Sjómannadagsblað Neskaup- arsson og Smári Geirsson. staðar er komið út. Það er 11 ár- gangur blaðsins, sem gefið er út af Sjómannadagsráði Neskaup- staðar. Ritstjórar eru Albert Ein- Engar framfarir í lækningum algengnstu tegunda krabbameins - sagði Steen Olsen á fundi norræna krabbameinssambandsins ÓGEÐFELLDAR tölur um æ fleiri tilfelli krabbameins vekja þau við- brögð víða um heim að fréttum um nýjar lækningaaðferðir er slegið upp og stjómmálamenn tala um stórstígar framfarir í baráttunni við ógnvaldinn. Staðreyndin er hins vegar sú að undanfarin þijátiu ár hafa engar framfarir orðið í Iækningum algengustu tegunda krabba- meins. Stjórnvöld þurfa að horfast í augu við þetta og haga aðgerðum sínum i samræmi við veruleikann. að afrakstur hennar yrði hagnýtur. Hún mætti því ekki einkennast af villandi upphrópunum um ágæti nýrra lækningaúrræða við tiltölulega fátíðum sjúkdómum meðan stærstu vandamálin væru svo til óhreyfð. Stjómvöld í hveiju landi hafa að Þetta kom fram í ræðu Steen Olsen, fulltrúa danska krabbameinsfélags- ins, á ársþingi norrænna krabba- meinsfélaga á Hótel Holiday Inn síðastliðinn fimmtudag, en þinginu lauk á föstudag. Olsen sagði í við- tali við Morgunblaðið að tíðni óal- gengra krabbameinstegunda, eins og bamakrabba, hefði minnkað um 2-3% á Norðurlöndum undanfama þijá áratugi vegna framfara í með- ferð. „En framfarir hafa ekki orðið í lækningum lungnakrabbameins og annarra algengra sjúkdómsteg- unda,“ sagði Steen Olsen. „Auka þarf rannsóknir á þeim og almennt þurfa stjómvöld að athuga vandlega hvar áherslur liggja nú { baráttunni við krabbamein, hvort fé sé veitt til verkeftia sem lfklegust eru til góðs fyrir sem flesta sjúklinga." Sameiginlegt átak Norðurlandanna Á ársþinginu var talsvert rætt um sameiginlegt átak Norðulandanna gegn krabbameini. Olsen sagði siíka samvinnu fyrst og fremst stjóm- málalegs eðlis, en nauðsynlegt væri Davíð Oddsson: Hvernig verjast má krabbameini Tuttugu gullnar reglur Einstaklingar Sérfræóingar á vegum Evrópuráösins hafa sett saman lista meó tiu hollráðum um hvernig hver og einn getur varist krabbameini. Danska krabbameinstélagift Otbjó tíu heilræói til viöbótar og eru þau ætluð stjómvökJum. Stjórnvöld Sumar taqundlr krabbamelna ar hngt aö foróast ■ Reykiö ekki ■Dragiö úr áfengisneyslu ■For&st óhóflega mikil sólböö ■Gætið fyllstu varúöar viö notkun krabbameinsvaldandi efna ■ Neytiö ríkulega af ávöxtum, grænmeti og trefjaríkri fæöu ■Foröisf offitu og fitumikla fæöu Mestlr mögulelkar aru á bata grelnlet krabbameln snemma ■ Leltiö læknls ef þiö takiö ettir hnútum, breytingum á fæöingar- blettum eöa óeöHlegrí blæöinau ■ Leitið læknis ef þiö hafiö þrálátan hósta, hæsi, meltingarvandamál eöa ef þiö léttist snögglega aó ástæöulausu Konur athuglö ■ Fariö reglulega í skoöun vegna leghálskrabba ■ Leitió reglulega aö hnútum f brjósti Heimild: Evrópuráóió gegn krabbameini ■ Reykingavarnarstefna er algjör nauösyn ■ Neyslustefna er nauösynleg ■Einkenna þarf krabbameins- valdandi efni ■ Koma þarf í veg fyrir alla óþarfa geislun ■Tryagja þarf nægt fjármagn til meöferöar ■Auka þarf stuöning viö sjúklinga ■ Rannsaka þarf aukaverkanir vegna meöferöar ■Athuga þarf gildi þess aö geta valið milli meöfería á krabbameini ■Skipulögö krabbameinsleit er nauösynleg ■ Styrkja þarf krabbameinsrannsóknir Danska krabbameinsfélagiö mestu í hendi sér hvort afrakstur fyrirhugaðrar samvinnu Norður- landa gegn krabbameini verður hag- nýtur. Frumskilyrðið er auðvitað aukin fjárframlög til rannsókna, for- vamarstarfs og annarra aðgerða, en fleira kemur til. Danska krabba- meinsfélagið hefur samið tíu boðorð fyrir sljómvöld, boðorðum heilbrigð- isstofnunar Evrópuráðsins til fylling- ‘ar. Hin sfðamefndu beinast að ein- staklingnum, en eins og við vitum þarf samræmdar aðgerðir stjóm- valda til að ná verulegum árangri í baráttu við jafn víðtækan vanda og krabbamein er.“ Sjómannadagsblað Neskaupstaðar er litprentað að hluta til og er yfir 100 blaðsíður. Höfundar eftiis eru margir, en af greinum í blaðinu má nefna Tækniþróun í sjávarútvegi eft- ir Magna Kristjánsson, Björgunar- starfið eftir Margréti Halldórsdóttur, Um helgihald á sjómannadaginn eft- ir séra Svavar Stefánsson, Brimsalt- ar sögur eftir Smára Geirsson, Slðasta ár Vonarinnar og smíði ís- lendings eftir Guðjón Símonarson, Fiskur og menntun eftir Albert Ein- arsson, Heiðurskarlar 1987 eftir Ragnar Á. Sigurðsson, Hvarf Norð- flarðar eftir Smára Geirsson Fiski- og strandgæsluskip í fimmtíu ár eft- ir Guðmund Sveinsson, Fiskveiðar Mjófirðinga fyrr og nú eftir Vilhjálm Hjálmarsson, Fyrstu fjarskiptin eftir Einar Vilhjálmsson, Ut á land eða borgarbúgí og landsbyggðarskottís eftir Albert Einarsson og Haíís við Austfirði 1846 til 1987 eftir Pál Bergþórsson. Auk þess er í blaðinu ýmis annar fróðleikur. Loks er þar minning um Ragnar Á. Sigurðsson, sem var einn ritnefndarmanna blaðs- ins frá upphafi útgáfu þess. Ritnefnd blaðsins skipa Guðjón Marteinsson og Magni Kristjánsson og er blaðið unnið í Nesprenti. For- síðumynd tók Albert Einarsson og er hún af Loðnuverksmiðjunni í Nes- kaupstað. Sj ómannadags- blað Vestmanna- ejja komið út Morgunblaðið/ÞÞ - BS Sjómannadagsblað Vest- mannaeyja 38. árgangur er kom- ið út. Meðal greina í ritinu má nefna nær aldargamla ritgerð eftir Sigurð Sigfinnsson, hrepp- stjóra, þar sem hann fjallar um sjómennsku og öryggisatriði sem og gerð skipa. Fjallað er um lyfjakistur fiski- skipa og löggildingu þeirra. í tilefni Listahátið: Ráðhúsið á ekki að sjá hverfinu fyrir bflastæðum „Engin forsenda er fyrir þvi að ráðhúsið sjái öllu hverfínu fyrir bílastæðum. Við munum líklega óska eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið til að fá frekari skýringar á hvað átt sé við,“ sagði Davið Oddsson í sam- tali við Morgunblaðið, en félags- málaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá borgarstjóra um hvernig leysa skuli bilastæða- vandann f suðurhluta Kvosarinn- ar. „Það er viðurkennt að stæðin 130 eru fleiri én starfsemi ráðhússins kallar á, svo að þar munu bætast við stæði fyrir hverflð, alls rúmlega 50%, sem er einstakt," sagði borg- arstjóri. Dagskrá sunnudag KI. 14.00 Kjarvalsstaðir Opnun sýningarinnar “Maðurinn í forgrunni". íslensk fígúratíf myndlist 1965-1985 Kl. 16.00 FÍM salurinn Opnun sýningar á verkum How- ard Hodgkin Kl. 17.00 Háskólabíó Fílharmóníuhljómsveitin frá Poz- nan, Fflharmóníukórinn frá Var- sjá, einsöngvarar og einleikari. Stjómandi Wojciech Michniew- ski Kl. 20.30 Listasafn íslands Kolbeinn Bjamason Samtímatónlist fyrir flautu Dagskrá mánudag K1 20.30 Háskólabíó Jazz tónleikar Stéphane Grappelli, fiðla Marc Fossit, gítar Jack Sewing, bassi af aldarminningu Páls Oddgeirsson- ar, frumkvöðuls að gerð minnis- varða í Eyjum um drukknaða og hrapaða, er viðræðuþáttur við Einar J. Gíslason, sem í 30 ár hefur flutt minningarorð við varðann á Sjó- mannadegi, og birt er grein eftir Halldór Guðjónsson, fy. skólastjóra Bamaskóla Vestmannaeyja, um víglsu varðans 1951. Sjómenn eiga að venju sína þætti og greinar, m.a. Georg Stanley, sem minnist sumarúthalds með þeim Einari og Óskari Betel. Sigmar Þór greinir frá sínum fyrsta túr sem vélstjóri á Gullborginni með Binna f Gröf. Guðmann í Sandprýði segir frá tveim svaðilfömm, en hann hef- ur verið vélstjóri til sjós í fimmtíu ár. Fjölda styttri greina er að fínna í ritinu, sem á einhvem hátt tengj- ast sjónum og sjómennsku, og minningargreinar eru um látna. Ritið er tæpar 150 lesmálssíður og að venju gefíð út af Sjómanna- dagsráði Vestmannaeyja. Setning, skeyting og prentun er unnin í Eyrúnu. Prentsmiðjan Oddi sá um litgreiningu og Bókfell um bókband. Umsjónar- og ábyrgðarmaður er Hermann Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.