Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Paradís fjölskyldunnar finnur þú í Flórída. Við hjá Ferðaskriístofu Reykjavíkur höfum sérhæft okkur í ferðum til Flórída með fjölda valkosta á dvalartímanum, ódýrum aðgöngumiðum í alla hina heimsþekktu skemmtigarða, bílaleigubílum af öllum stærðumoggerðumo.fl.o.fl. 1 Ath! Cocoa ströndin eraðeins í u.þ.b. 23ja mínútna fjarlægð frá Orlando. Það eru allirvelkomnirtil okkar. Við höfum sannarlega góð sambönd í sólarríkinu. ,kkur verð FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 1 6 SI'MI 91-621490 Minning: Guðríður Sveins- dóttir - Minning Fædd 27. mars 1898 Dáin 2. maí 1988 Amma mín, Guðríður Sveins- dóttir, lést í Hrafnistu miðvikudag- inn 25. maí sl. niræð að aldri. Þó svo að við hefðum ekki getað kom- ið því við að rækja samband okkar, sem stjóð djúpum og óslítanlegum rótum, sem skyldi hin síðari ár, þá var þessi hægláta, hlédræga, en sterka kona mér svo mikils virði, að ég kallaði hana fram á fullorðins ár aldrei annað en „hinmömmu", þó svo sú nafngift hafí komið fram rétt um það bil, sem ég var að byija að læra að tala. Ég var fyreta bamabamið hennar og var þvi oft í gistingu hjá afa og ömmu á Reykjavíkurvegi 26, þar sem „hin- mamma" bjó ásamt afa mínum Erlendi Halldóresyni, vélstjóra og Brunavamaeftirlitsmanni ríkisins, sem lést árið 1980. í bemsku var heimili afa og ömmu mitt annað heimili, því faðir minn var þá tog- arasjómaður. Togaramennskunni fylgdu tíðar siglingar og var þá stundum freistandi fyrir ung hjónin, foreldra mína, að fara saman í ein- staka siglingatúra, einkum þar sem frumburðurinn var aufúsugestur á Reykjavíkurveginum hjá afa og ömmu. Afí minn var völundur til smíða, jafnvígur á tré og jám og kunni betur skil á vélum en aðrir menn. Hann reisti húsið á Reykjavíkurvegi 26 við innkeyrel- una í Hafnarfjörð á ámnum 1926—27 og þar bjuggu þau amma og ólu upp bömin og háðu sína lífsbaráttu. Böm þeirra, sem á legg komust, vom Anna Ragnheiður (f. 3. sept. 1926) gift Nielsi Þórarins- syni, áður var Anna gift Þoreteini Víglundssyni, sem lést árið 1955, Sólveig Sveinbjörg (f. 9. mars 1930, dáin 3. janúar 1982) gift Sveini Bjömssyni, Gunnar Hafsteinn (f. 2. janúar 1932) giftur Else Karls- dóttur, Halldóra Elsa (f. 24. sept- ember 1933) gift Sigurði Gunnare- syni og Aðalheiður Þórlaug (f. 10. ágúst 1939 gift Magnúsi Á. Bjama- syni. Fmmburður þeirra, Þórveig Jakobína (f. 18. júlí 1924, dáin 14. desember 1924), lifði ekki nema í nokkra mánuði. Áður hafði amma eignast Þórð Svein (1919—1924) og lést hann sama ár og Jakobína. Seinna á lífsleiðinni, þegar bömin vom flutt að heiman stóð æsku- heimili þeirra þeim opið hvenær, sem þau þurftu á því að halda. Þess naut elsta dóttirin, Anna, í erfiðleikum sínum og sorg er hún missti mann sinn og stóð ein uppi með þriggja ára son. Öll vora böm þeirra Guðríðar og Erlendar mjög hænd að foreldmm sínum og æsku- heimili, eftir að þau stofnuðu sín eigin heimili og ræktuðu samband sitt við foreldrana tíðum, sum dag- lega. Af þessum sökum urðu tengsl bamabamanna við afa og ömmu einnig mjög náin. Saman nutu gömlu hjónin ævi- kvöldsins á Reykjavíkurveginum í kærleika og djúpstæðri væntum- þykju tveggja manneskja, sem vom um margt mjög ólík og höfðu ekki borið gæfu til að njóta margra frístunda saman á lífsleiðinni, þar sem starf eiginmannsins krafðist sífelldra ferðalaga á sumrín og sum- arfríum þann veg fómað fyrir þá hugsjón brautryðjandans að koma skikk á bmnavamir landsmanna. Örejaldan kom það fyrir að amma ætti þess kost að fylgja afa á þess- um ferðum hans um landið, einu sinni minnist ég þess að hafa farið með henni sjö ára með Esjunni vest- ur til fundar við afa á Vestfjörðum, til þess að ferðast síðan með honum í embættiserindum um Vestfírði með strandferðaskipinu. Langoftast hafði amma samt þann háttinn á að fara ein í tjaldútilegur með böm- in sín i nágrannasveitimar. Ein- hveiju sinni byggði afí sumarbú- stað, sem komið var fyrir í Kópa- voginum og var þá hægt að fara í sumarleyfí úr Hafnarfírði inn í Kópavog. Þegar afí lagði bmna- vamaeftirlitið á hilluna 1966 hugð- ist hann freista þess að bæta upp það sem vanrækt hafí verið í sam- bandi við heimilishaldið. Hann átti þess nú kost að einbeita kröftum sínum á heimavelli. Margt var end- umýjað og endurbætt í húsinu til mikils þægindaauka fyrir ömmu og sjálfur reisti hann sér vélaverk- stæði, þar sem hann tók sér fyrir hendur að gera upp einn elsta varð- veitta slökkviliðsbfl landsins fyrir Þjóðminjasafnið. Afí lést á heimili sínu árið 1980 áttræður að aldri. Öll sú umönnun, sem amma lét lífs- fömnaut sínum í té í erfíðum veik- indum hans gáfu henni styrk en þegar dauðastríðið var á enda var eins og henni tæmidst kraftur. Þegar þessi lífsreynda og sterk- byggða kona til líkama og sálar fann að líkamsþrekið var að byija að gefa sig hugðist hún veijast magnleysinu með því að efla þrótt sinn með reglubundnum gönguferð- um. En þegar líkamskvillinn ágerð- ist og ljóst var að hún gæti ekki séð um sig sjálf og haldið áfram að rækta blómin sín í þessu yfírlæt- islausa bámjámsklædda timburhúsi við Reykjavíkurveginn, varð hún að segja skilið við þetta heimili sitt árið 1983 til að dvelja sfðustu 5 ár ævinnar í Hraftiistu í Hafnarfírði. Við andlát ömmu minnar streyma minningamar fram, sumar í skýram myndum, aðrar þoku- kenndar. Ég finn ilm af nýbökuðum flatkökum, sé fyrir mér hvemig normalbrauði er haldið upp að ömmubami og sneiðar skomar fum- laust og smurðar með rabarbara- sultu, sé ösku mokað út úr kolamið- stöð, heyri kallað Guja á milli hæða (það var nafnið, sem amma gekk oftast undir), sé fullan þvottabala af krækibeijum í dagstofunni og t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, Stlgahlfð 22, verður jarðsunginn fró Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. júní kl. 13.30. Guðlaug Erlendsdóttir, Erlendur Þórðarson, Una Hlín Gunnarsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Þingeyri við Dýrafjörð. Bára Jacobsen, Úlfar Jacobsen, Ólína S. Júiiusdóttir, Jón H. Júlíusson, Dóra Hannesdóttlr, Guðmundur Júlfusson, Jónfna Júlfusdóttlr, Richard Björgvinsson, Guðrún R. Júlfusdóttir, Jón Ó. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. minni flát í kring einnig full af beij- um, blóðmör troðið í siáturkepp, og ég sé að saftflaska með vaxbomum tappa er tekin út úr kjallara- geymslu. Það er dyttað að blómum að vori, gulrót tekin upp úr mold- inni að áliðnu sumri og bamaböm- um gefíð að smakka, kartöflum komið fyrir í moldarkofa að hausti. Hlaupið á dagheimilið með ömmu snemma morguns, farið í mjólkur- búðina á hominu fyrir hádegi, þar sem dóttirin Elsa afgreiðir mjólk í brúsa, komið við í nýlenduvöm- vereluninni Sjónarhól við hliðina á mjólkurbúðinni og skundað yfír götuna til Jens físksala. En tvær myndir skera sig úr Sú fyrri sýnir fjárejúkt þjáð bam í svefnherbergi afa og ömmu, sem amman annast dögum saman með þess konar gæsku og æðmleysi að ekki verður með orðum lýst. Hin myndin er af hlöðnu matborði af grænmeti undir laufskála í sumarhúsi í Danmörku, þar sem amman situr í heiðurssæti og nýtur sérhvere dags með dóttur sinni og fjölskyldu hennar sumarið ’57, í einu utanlandsferðinni sem hún fór um æfína. Að lokum kyr- rist mynd í huganum í hálfrökkri eldhússins að Reykjavíkurvegi 26. Það er horft út um gluggann án þess að verið sé að horfa á nokkuð séretakt, það er talað í hálfum hljóð- um um liðna tíð, kannski stríðið, þegar herinn settist að á reitnum fyrir framan þennan glugga. Hver var þessi kona, hún amma mín, sem ég kallaði „hinmömmu"? Af hveiju hefur maður ekki leitað svara við þessari spumingu fyrr? Ég sé það nú, að þegar maður leit- ast við að raða þekkingarbrotum saman, sem varðveist hafa hjá systkinum og bömum í munnlegri geymd að í lffssögu þessarar hvere- dagskonu endurepeglast líf heillar þjóðar á mestu umbrotatímum í sögu hennar. Aldrei fyrr í íslands- sögunni, hefiir nokkur kynslóð gengið í gegnum aðrar eins um- breytingar. Og sú spuming verður áleitin, þegar maður hugsar til þeirrar miklu fátæktar og lífsreynslu, sem Guðríður Sveins- dóttir og hennar fólk gekk í gegnum í upphafi þessarar aldar, hvort nokkum tíma eigi eftir að vaxa úr grasi kynslóð hér á landi, sem mun þurfa að ganga í gegnum aðrar eins þjóðfélagsbreytingar. Hér gefst ekki tóm til að rekja æviferil ömmu minnar, enda verður hann ekki rakinn til neinnar hlítar nema að sögð sé samtímis saga foreldra hennar og systkina, svo samtvinnuð em örlög þessa fólks. Saga þeirra er lífsbaráttusaga fátækra hjóna, þeirra Sveins Sveinssonar og Sól- veigar Jónatansdóttur, foreldra ömmu, sem unnu sig upp úr því að vera vinnuhjú í það að fara sjálf að búa en þurftu síðan að bregða búi. Áður en kynni tókust með þeim hafði Sólveig eignast son sinn Jó- hannes en saman varð þeim Sveini sex bama auðið. Elst var Kristín, síðan komu Jakobína, Siguijón, Gunnar og Guðríður, en hún faedd- ist að Hamri í Hörðudal. Yngri systkini Guðríðar em Bótólfur og Jónatan, sem báðir lifa systur sína. Pjölskyldan leystist upp, þegar Guðríður var 5 ára. Munu veikindi Qölskylduföðurins hafa valdið því, að þau urðu að bregða búi og flytj- ast úr kotbúskapnum í Selárdal á mölina í Dýrafírði en þar á Þing- eyri áttu Sólveig og Sveinn innhlaup með yngstu bömin hjá tvíburasyst- ur Sólveigar, Þórlaugu. Grimm ör- lög hjuggu snemma stór skörð í fíölskylduna. Faðir Guðríðar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.