Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 64
V* 64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Málning sem gefur meira en góðan Irt Þeir sem kjósa að vernda hús sín fyrir framtiðina velja varla annað en góða málningu með eiginleika Steinvara 2000, Steinakrýl og Kópal Dýrótex. Málning hf. hefur valið að þjóna húseigendum með málningu sem gefur meira en góðan lit. Steinvari 2000, Steinakrýl og Kópal Dýrótex fæst í miklu litavali. Skoðaðu litakortin. Vandaðu valið og veldu útimálningu við hæfi. Afmæliskveðja: Gyða Sigvalda- dóttir fóstra Á morgun, þann 6. júní, verður sjötíu ára heiðurskonan frú Gyða Sigvaldadóttir, fóstra. Gyða er ein þeirra íslendinga, sem fæddir eru merkisárið 1918, og man því tímana tvenna í íslensku þjóðlífi. Gyða fæddist að Brekkulæk í Miðfírði í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru sæmdar- hjónin Hólmfríður Þorvaldsdóttir og Sigvaldi Bjömsson. Foreldrar Sig- valda voru Ingibjörg Aradóttir og Bjöm Sigvaldason. Foreldrar Hólm- fríðar vom Sigríður Jónasdóttir og Þorvaldur Bjamason, prestur á Reynivöllum, og síðar á Melstað í Miðfirði. Systkini Gyðu em Bjöm, fyrrum bóndi í Bjarghúsum í Vest- ur-Hópi, en hann dvelur nú á Hrafn- istu, Jóhann, kennari og fyrmrn bóndi á Brekkulæk, Svanborg, hús- móðir í Reykjavík og Böðvar, bóndi á Mýmm II í Miðfirði. Látin em Þorvaldur, Arinbjöm og Sigríður. Gyða kom ung til Reykjavíkur og hóf störf sem starfsstúlka á upptökuheimilinu Vesturborg, sem stóð við Kaplaskjólsveg. Hún hóf nám í Uppeldisskóla Sumargjafar, en svo nefndist Fósturskóli Islands í þá daga. Þá gafst þeim stúlkum, sem ekki vom úr bænum, kostur á að búa í skólanum, sem enn er dagvistarheimilið Tjarnarborg, og var skipulagi þannig háttað, að námsmeyjamar stunduðu námið uppi á loftinu, gættu bama á hæð- inni, en bjuggu í kjallaranum. Þeg- ar Gyða kom í skólann 1948 var kennslan þó flutt í gamla kennara- skólann. Þær vom aðeins 8 bekkjar- systumar sem útskrifuðust í febrú- ar 1950 og var þá vinnutími tölu- vert lengri en hann er í dag, og bömin á hverri deild fleiri. Gyða varð strax mjög áhugasöm fóstra og tók virkan þátt í öllu er tengdist bömum og bamamenn- ingu. Hún hefur flutt fyrirlestra og setið ijölda margar ráðstefnur um málefni bama. Auk þes hefur hún verið í bamavemdamefnd Reykja- víkur og fulltrúi starfsfólks í stjóm- amefnd dagvista. Hún hefur farið sem faglegur ráðgjafí menntamála- Smábátaeigendur Eigum mjög hentuga 130 I. plastkassa með eða án loks fyrirykkur. Veitum allar upplýsingar B.Sígurðsson sf. Auðbrekku 2, sími 91-46216. ráðuneytisins víða um landið, og aðstoðað heimamenn og fóstmr við uppbyggingu og innra starf bama- heimila. Gyða hefur starfað nær óslitið við fóstm- og forstöðumannsstörf á hinum ýmsu dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar í rúm 42 ár. Hún hefur verið ástsæl fóstra, viður- kennd og virt af samstarfsfólki sínu, foreldmm og yfirmönnum. Þau em orðin mörg bömin, sem hafa verið þessi ár á bamaheimil- um, þar sem Gyða hefur annað hvort verið fóstra, eða forstöðumað- ur. Hún er alltaf virk, og þátttak- andi í öllu því starfi, sem starfsfólk dagvistarheimilisins vinnur að, enda hefur hún alltaf að leiðarljósi vel- ferð þeirra bama sem þar dvelja. Hún er hafsjór af gömlum fróðleik, bæði vísum, kvæðum og gömlum þulum, sem hún miðlar bæði böm- unum og samstarfsfólki sínu. Má með sanni segja, að hún sé fyrst og fremst vinur þeirra bama, sem hún vinnur með hveiju sinni. Gyða á tvö böm, Bjöm og Hólm- friði, og fósturdótturina Þorbjörgu. Bamabömin em þijú Kristján, Gyða Dögg og Eiríkur. Þau em öll augasteinar ömmu sinnar og afa. Maður Gyðu er Kristján Guðmunds- son ökukennari. Heimili þeirra, í Urðarstekk 2 í Reykjavík, er bæði hlýlegt og myndarlegt. Þar er gott að koma og vel tekið á móti öllum, ungum jafnt sem gömlum. Gyða er enn eldhress þrátt fyrir árin 70, og nær óslitið starf á bama- heimilum. Hún er alltaf jákvæð og glöð og sér heiminn og tilvemna í björtu ljósi hvem einasta dag. Um leið og ég sendi henni mínar innileg- ustu hamingjuóskir með daginn, vil ég nota tækifærið og þakka henni allt gamalt og gott í gegnum okkar starf, fyrst í Fálkaborg og nú á Brákarborg. Það er skoðun mín, að Gyða sé einstök kona, og ég er mjög þakklát fyrir, að hafa átt þess kost að starfa með henni. Til hamingju með daginn, kær kveðja. Alla Dóra Smith Gyða tekur á móti gestum á heimili sínu, Urðarstekk 2, frá kl. 17 á morgun, 6. júní. Eigum nokkra miða ísæti á eftirtaida leiki íúrsiitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Þýskalandi: England-Holland, England - Sovétríkin, Danmörk - Italía, undanúrslitin íStuttgart og á úrslitaleikinn í Munchen. IIcifiÖ samband strax og tryggiÖ ykkur miÖa I FERÐASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.