Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 „Það hlýtur að vera ferlegt að vera fuúlkominn “ Um leið og ég sé hann hendast inn úr dyrunum á Hótel Borg laumast ég til að strika yf ir fyrstu spurninguna á listanum mínum. Það er fáránlegt að spyrja mann, sem bókstaflega geislar af fjöri: „Fyrirgefðu, en ertu glaður?“ „Eg vildi óska þess að við þyrft- um ekki að sofa á sumrin,“ seg- ir Pálmi um leið og hann hellir kaffi í bollann sinn. „Ég vakn- aði klukkan fimm í morgun og keyrði austur á Þingvelli og ég get sagt þér það að náttúran iðar af lífi þessa dagana. Það er sama hvert litið er, það er allt á fullu. Og fegurðin er ger- samlega ólýsanleg. Ég hef stundum verið að velta því fyr- ir mér að þó svo allir listmálar- ar sögunnar legðust á eitt þá kæmust þeir ekki með tærnar þar sem náttúran hefur hælana hvað fegurðina snertir. Það er algjört sælgæti að sitja úti und- ir berum himni og fylgjast með allri þeirri ástleitni og róm- antík, sem er i gangi þarna úti — hjá fuglunum, fiskunum — og svo fólkinu, að sjálfsögðu," bætir hann við og brosir. Það er skammt öfganna á milli stendur einhvers staðar og óneitanlega stingur þessi nátt- úrudýrkun dálítið í stúf við sukk-sögurnar, sem sagðar hafa verið um manninn. „Ég hef alltaf verið æðislegur úti- vistarbolti," upplýsir Pálmi. „Það klikkar ekki — um leið og sólin hækkar á lofti fæ ég fiðring í magann. Ég er líka viss um að það er fyrst og fremst veiðinni að þakka að ég skyldi ekki glata glórunni fyrir fullt og allt í öllu ruglinu. Ef ég ætti að skilgreina veiðiáhug- ann myndi ég nefnilega segja að sjálft fiskeríið væri ekki nema hluti af ánægjunni — hitt skipti ekki minna máli — að geta slappað af og hlustað á sjálfan sig hugsa. Sem sagt, fyrir mér er náttúran ekki bara hobbý — heldur líka hálfgert heilsubæli.“ „Á oft í mesta basli með sjálfan mig“ Ibaráttu Pálma við Bakkus og forherta félaga hans var lengi vel tvísýnt um úrslit- in. Og þrátt fyrir að í dag hafí Pálmi betur er hann vel á verði gagnvart óvinin- um. „Ég veit það núna að það er ég sem ræð,“ segir hann. „Lífíð snýst um það að velja og hafna — og ég vel að láta bæði brennivín og dóp í friði. Að mestu leyti er ég nefnilega minn eigin gæfusmiður — það er ÉG, sem ber ábyrgð á mínu lífí. Ég man hvað mér fannst þetta skelfíleg tilhugsun fyrst í stað — að geta ekki kennt neinum öðrum um hvemig mér leið,“ bætir hann við og hlær. Þegar hér er komið sögu kveikir Pálmi sér í sígarettu og heldur síðan áfram í alvarlegri tón. „Lokaspretturinn var hreinasta helvíti, svo ekki sé nú meira sagt. Ég var orðinn tilfínningalega flatur — kunni hvorki að gefa né þiggja. Og það sem verra var — ég átti ekkert til að gefa. Stoltið var fyrir löngu farið og lífslöngunin minnk- aði með hveijum deginum sem leið. Ég einangraði mig gersamlega og var á góðri leið með að skófla burt öllum verðmætum — flölskyldu jafnt sem vinum,“ segir hann og blæs út úr sér reyknum. „Að vera ekki annað en stjómlaust apparat einhverra eiturefna — það er ekk- ert grín — þér er óhætt að trúa því.“ I lífi fólks skiptast á skin og skúrir, víst er það. En skyldi Pálma aldrei finnast hann hafa fengið all ríflegan skammt af rigningunni? „Ég man að fyrst eftir að ég reif mig upp úr þessu varð ég stundum æðislega pirraður yfír að hafa eytt öllum þessum ámm til einskis, að mér fannst," svarar hann eftir dá- litla umhugsun. ,;Núorðið lít ég öðmvísi á málið. Ég er alveg viss um að mér var ætlað að ganga í gegnum þetta til að læra ákveðna lexíu. Ákveðna auðmýkt. Ég kann til dæmis betur að meta hvemig mér líður í dag, einmitt vegna þess að ég veit hversu illa mér getur lið- ið. Eg er líka staðráðinn í að njóta þeirra ára, sem eftir em, alveg til hins ýtrasta — og ekki yrði ég hissa þó þau ár yrðu nokkuð mörg. Ég hugsa að ég þekki sjálfan mig nokk- uð vel núorðið — en það kostaði líka sitt. Ég ætla ekki að reyna að segja þér hvað það var erfítt að horfast í augu við sjálfan sig eins og maður var — en ekki eins og maður vildi vera. Ég var með alveg ákveðna sjálfsímynd í huganum og hélt að þannig liti ég út í augum annarra. Það var hræðilegt áfall þegar sú glansmynd var rifin í tætl- ur og ég neyddur til að horfast í augu við raunvemleikann. Maður- inn, sem blasti við mér þá var nefni- lega langt frá því að vera glæsileg- ur,“ bætir hann við. „í öllum mönn- um búa bæði góð og slæm öfl — og það er ekkert auðvelt að viður- kenna það fyrir sjálfum sér að það slæma hafði náð yfirhöndinni. „Þú mátt ekki misskilja mig — ég er ekki að segja að nú sé ég orðinn algóður — langt í frá. Ég á oft í mesta basli með sjálfan mig og veit stundum ekkert hvort ég er að koma eða fara. Ég er enginn engill og stefni alls ekki að neinni fullkomnun. Ég held að það hljóti að vera alveg ofooðslega leiðinlegt p kom þar fram. Það stakk mig sér- staklega þegar ein konan sagði: „Við skulum hafa það í huga að við eigum ekki þetta land, við feng- um það bara lánað. Ekki frá afa og ömmu — heldur bömunum okk- ar.“ Og þá vaknar spurningin; hvemig getum við séð til þess að þau fái það heilt í hendur?" spyr hann. Þegar ég svara engu heldur hann áfram: „Tökum dæmi. Nú eru Norðmenn búnir að stunda laxeldi í nokkuð mörg ár. Það er fyrst núna, þegar allt er að fara til íjan- dans hjá þeim, sem þeir setja ein- hveijar reglur um þessi mál. Þeir voru varaðir við fyrir átta árum, en héldu ótrauðir áfram. Nú grass- era alls konar sjúkdómar í físki- stofnum þeirra og þeir vita ekki sitt ijúkandi ráð. Nú myndi maður halda að af þessu gætum við eitt- hvað lært. En viti menn — íslensk stjómvöld virðast ætla að gera ná- kvæmlega sömu delluna — moka peningum í þessa búgrein og fylla allar ámar af eldisfíski. Það er hins- vegar rétt að taka það fram að við erum alls ekki á móti laxeldi, síður en svo. Það eina, sem við biðjum um er að menn æði ekki áfram hugsunarlaust. Það hefur nefnilega ekkert breyst í aldanna rás að kapp er best með forsjá. Með þessu áframhaldi veit ég ekki hvers konar físk borgarstjórinn kemur til með veiða í Elliðaánum í framtíðinni. Ef það verður þá nokkum fisk að fá,“ segir hann. Það leynir sér ekki að Pálma er mikið niðri fyrir. „Þessi grasrótar- samtök okkar em ekki á höttunum eftir sökudólgum, eða einhveijum til að kenna um það sem miður fer í þessum málum. Það þjónar engum tilgangi að benda á einhvem mann °g segja: „Fíflið þitt! Þú settir steinbít í laxveiðiána mína og nú veiðast þar bara laxar með rosalega stórar og ljótar tennur." Við beinum orðum okkar til stjómvalda og al- mennings í landinu. Norðmenn segja að það muni taka 150 ár að bæta þann skaða, sem orðið hefur á átta ámm. Viljum við lenda í sömu ógöngunum?" Pálmi hristir höfuðið og bætir kaffi í bollann sinn. „Ég skil ekki þessa áráttu hjá mannskepnunni. Við emm alltaf eitthvað að fetta fíngur út í sjálft sköpunarverkið, en getum sjaldnast betmmbætt nokkum skapaðan hlut. Mér fínnst þetta endurspegla ákveðinn hroka þegar menn halda að þeir geti skákað sjálfum skapar- anum,“ segir hann. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson „Mér var ætlaðaðganga ígegnum þetta oglæra ákveðna lexíu, “ segirPálmi Gunnarsson. PÁLMIGUNNARSSON TÓNLISTARMAÐUR „Það er gott að geta grátið“ Eftir þessa ræðu Pálma liggur beint við að spyija hvort hann sé trúaður. „Já, ég trúi á æðri mátt,“ SPJALLAR UM DAGINN OG VEGINN FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ að vera fullkominn," segir hann og virðist meina hvert einasta orð. „Svolítil sjálfsskoðun gerir hinsveg- ar engum rnein." Allt í einu færist prakkarasvipur yfir andlit Pálma, og hann bætir glottandivið:„En suma ærsladraugana tími ég ekkert að losa mig við. ... Þeir era svo andsk.. skemmtilegir.“ Lax með ljótar tennur Þó svo tónlistin skipi vissulega stóran sess í lífi Pálma virðist sem náttúmvemd og útivistarmál séu honum ekki síður hugleikin. „Það var verið að stofna náttúmfriðun- ar-félag í gær,“ upplýsir hann skyndilega upp úr þurrn. „Þetta em samtök fólks úr öllum stéttum, sem á það sameiginlegt að vera annt um landið sitt og vilja vemda það. Nú, á stofnfundinum skiptust menn á skoðunum eins og gengur og margt mjög umhugsunarvert sem svarar hann að bragði. „Það er þessi æðri máttur, sem gaf okkur vald til að velja og hafna. Það er þetta sama afl sem gæddi okkur tilfínningum," bætir hann við. „Ég hef enga trú á því að sálin sé ekki annað en fjöður, sem feykist síðan burt með vindinum. í okkur býr alltof mikill kraftur til að það sé mögulegt.“ Þegar hér er komið sögu kemur kona ein á sjötugsaldri og tekur í hendina á Pálma. Erindið var einf- alt — að þakka honum fyrir öll fal- legu lögin, sem hann hefur sungið í gegnum tíðina. Þegar hún er far- in spyr ég Pálma hvort honum finn- ist þetta ekki notalegt. „Æ, jú,“ segir hann. „Svona einlægni hlýjar manni alltaf um hjartarætur. Það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.