Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 30
30- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Kókaín í frumskóginum: „hættulegasta vandamál Vesturheims." Kólombískir hermenn við öllu búnir: árangursrík sókn. OCHOA-BARÓNARNIR (Fabio eldri, Jorge Luis, Juan David og Fabio yngri): selja þeir landar- eignirnar? EITURLYF eru mesta áhyggjuefnL bandarískra kjósenda samkvæmt síðustu skoðanakönnunum og vænt- anlegir forsetaframbjóðend ur demókrata og repúblik- ana reyna að færa sér það i Andrés Pastrana í fylgd með hermönnum: bandingi kókain-mafíunn- ar. / *v EITURLYFJUM nyt. Demókratinn Michael Dukakis, ríkisstjóri Massac- husetts, heldur því fram að of lítill árangur hafi náðst í baráttu, sem stjómin í Was- hington hefur háð gegn eit- urlyfjavandanum undir for- ystu George Bushs varafor- seta. Bush heitir hins vegar sigri í þessu striði, ef hann verður kjörinn forseti og hefur lagt fram áætlun, þar sem ganga á lengra en gert hefur verið til þessa til að leysa vandann. Iáætlun Bush er gert ráð fyrir fangelsisdómum fyrir eiturlyfjaneyzlu og dauða- dómum yfir „eiturlyfjabar- ónum", en Dukakis er andvígur dauðarefsingu. Auk þess kveðst Bush mótfallinn frekari viðræð- um við Manuel Antonio Noriega, valdamesta mann Panama, sem dómstólar á Florida hafa ákært fyr- ir eiturlyfjasmygl. Bush lýsti sig andvígan hugmynd- um Reagan-stjómarinnar um að fall- Eitt helzta kosninga- málið í Bandaríkjunum i ' —ir ~i—v' -- . W y T| Hræ bifreiðar sem var notuð til að ræna íhalds- leiðtoganum Gómez: hefnd fyrir dóminn yfir Lehder? Á innfelldu myndinni Carlos Lehder Rivas: ævilangt fangelsi. ið yrði frá ákærunum gegn Noriega, ef hann færi frá völdum. Viðræður um þetta hafa farið út um þúfur, en Bandaríkjastjóm heldur áfram tilraunum sínum til að víkja Noriega frá völdum og hemaðaríhlutun hefur ekki verið útilokuð. Sem stendur er reynt að fá önnur Ameríkuríki til að taka þátt í sameiginlegum til- raunum til að knýja Noriega til að afsala sér völdum. Noriega virðist hafa verið viðrið- inn eiturlyfjasmygl síðan hann varð yfirmaður leyniþjónustu hersins í Panama 1968. Hann hafði náið sam- band við CIA, sem Bush stjómaði um tíma, og hefur skákað í því skjól- inu að Panama hefur mikla hemað- arþýðingu. Bush neitar því að hafa vitað um eiturlyfjabrask Noriega, þótt vitað sé að einn helzti ráðgjafi varaforsetans, Donald G.regg, stjóm- aði Ieyniaðgerðum í Mið-Ameríku fyrir nokkrum árum. Glæparíki Umsvif Noriega hófust fyrir al- vöm um 1980, þegar kókaín komst í tízku í Hollywood og á Manhattan og byltingar breiddust út í Mið- Ameríku. Hann þáði stórfé fyrir að hafa milligöngu um vopnasendingar til sandinista í Nicaragua og marx- ista í E1 Salvador og gerðist um leið hjálparhella og vemdari kókaíns- myglara úr „Medellin-hringnum" í Kólombíu, sem útvegar 80 af hundr- aði þess kókaíns, sem neytt er í Bandaríkjunum. Þegar dómsmálaráðherra Kólombíu var veginn 1984 skaut Noriega skjólshúsi yfir menn úr þessari kókaínmafíu og lét þeim í té lífverði úr lögreglu Panama. Sam- kvæmt framburði vitna þáði hann mörg hundruð milljón dollara fyrir að leyfa eiturlyfjasölum að nota her landsins, fyrirtæki, banka og flug- velli nánast að vild og gerði þannig Panama að „glæparíki". Hringurinn í Medellin, sem er önnur stærsta borg Kólombíu, virðir engin lög nema sín eigin og hefur orðið „ríki í ríkinu" á rúmum 10 árum. Stjómvöldum hefur yfirleitt orðið lítt ágengt í baráttu sinni við kókaínbarónana, sem hafa einka- heijum á að skipa og hafa verið nánast óhultir á búgörðum sínum. Leiguþý þeirra hafa myrt fjölmarga embættismenn og kunna borgara, m.a. ráðherra og tugi dómara, lög- reglumanna, hermanna og blaða- manna. í fyrra voru 3.000 morð framin í Medellin og flest tengdust eiturlyQum. Stjómleysi ríkir í landinu og óttazt er að það verði „annað Líbanon". í janúar hleypti Virgilio Barco Vargas forseti af stokkunum kross- ferð gegn eiturlyflum. Kókainsalam- ir svöraðu með þvi að ræna Andrési Pastrana, syni fv. forseta, sem var kjörinn borgarstjóri Bogota. Viku síðar slepptu þeir honum, en í febrú- ar rændu þeir Carlosi Maura Hoyos Jimenez ríkissaksóknara og myrtu hann. Þá hafði kókaínbaróninn Jorge Luis Ochoa Vásqueas verið hand- tekinn og látinn laus, en handtaka hans var talin móðgun. Það gerir stjómvöldum erfítt fyrir að kókaínbarónamir hafa komið sér í mjúkinn hjá bændum með því að útvega þeim þak yfir höfuðið, leggja fyrir þá vegi og greiða þeim pen- inga. Núv. yfirmaður Medellin- hringsins, Pablo Escobar Gaviria, hefur látið gera knattspymuvelli, komið á fót dýragarði og reist hverfí ódýrra íbúðahúsa fyrir fátæka. Kverkatök Medellin-hringurinn færir sér í nyt að því er virðist óseðjandi þörf Bandaríkjamanna fyrir eiturlyf og ber ábyrgð á auknum lögbrotum í bandarískum stórborgum. Samtökin hafa náð kverkatökum á efnahags- og stjómmálalífí margra annarra landa en Panama, valdið spillingu og gert eiturlyf að einu hættuleg- asta vandamáli Vesturheims. Þau hafa sums staðar hótað stjómar- skiptum og era orðin háskalegri fall-"J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.