Morgunblaðið - 05.06.1988, Side 22

Morgunblaðið - 05.06.1988, Side 22
22 TábRGUNBlÁÐID, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 + AÐ HÆTTI Geralds Wilsons „ÓMÖGULEGT! Algjörlega ómögulegt," svaraði Gerald Wilson þegar hann var spurður hvað honum hefði í fyrstu fundist um að skrifa kvikmyndahandrit eftir sögu Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli. Laxness gaf honum Kristnihaldið áritað fyrir nokkrum árum þegar þeir kynntust fyrst og las hann það þá. „Mér fannst í fyrstu ekkert vera fjær kvikmynd en þessi saga því hún er í raun og veru eitt langt viðtal og þegar Kristín og Duna báðu mig að skrifa handritið svaraði ég einfaldlega: Nei. Ég sagði að það væri bara ekki hægt.“ Bros færðist síðan yfir andlit hans og hann bætti við: „En þær fengu mig samt til þess að reyna.“ Og tilraunin tókst það vel að nú í sumar mun Kvikmyndafélagið Umbi hefja tökur á kvikmyndinni Kristnihald undir Jökli samkvæmt handriti þessa gamalre}mda handritahöfundar, Geralds Wilsons. Kvikmyndafélagið Umbi, sem nú er eign þeirra Guðnýjar Halldórsdóttur (fyrmefndrar Dunu), Kristínar Pálsdóttur, Halldórs Þorgeirssonar, Elínar Þóru Friðfínnsdóttur og Martien Coucke, hefur áður staðið að gerð myndanna Skilaboð til Söndru og Stella í orlofi. Guðný verður leikstjóri myndarinnar, en í aðalhlutverkunum verða Sigurður Sigurjónsson sem Umbi, Baldvin Halldórsson sem Jón Prímus, Margrét Helga Jóhannsdóttir sem ÚA, Kristbjörg Kjeld sem Hnallþóra og Helgi Skúlason sem Godman Syngmann. Gerry Wilson í vinnuherbergi sínu í London: „Kvikmyndaiðnaðurinn núna er hræðilegur. Það eru kornungir, fáfróðir bókhaldarar sem ráða ferðinni ...“ Gamalreyndur handritshöfundur, Gerald Wilson, hefur nú breytt skáldsögu Halldórs Laxness í bíómynd sem tekin verður hérlendis í sumar. Hann segir frá glímunni við bókina og viðhorfum til kvikmynda í samtali við Morgunblaðið. Gerry, eins og hann kynnti sig þeg- ar ég heilsaði honum á heimili hans í norðurhluta Lundúna, er Kanada- maður af írskum ættum. Þó svo það væri mánudagur og sól í hásuðri bauð hann mér slurk af fágætu viskíi. Hann flutti til Bretlands á sjötta áratugnum og byrjaði strax að skrifa handrit fyrir sjónvarps- þætti og leikrit. Hann fékkst við það í um 12 ár og liggja eftir hann frá þeim tíma yfir „hundrað klukku- stundir" af sjónvarpsefni svo stuðst sé við hans eigin mælistiku. Eftir það snéri hann sér að gerð kvik- myndahandrita. Um miðjan sjöunda áratuginn var hann samningsbund- inn United Artists kvikmyndafyrir- tækinu um þriggja ára skeið. Að sögn Wilsons er tími samninganna liðinn. Nú eru allir lausamenn, frí- lans, og taka einungis að sér ákveð- in verkefni. Hann hefur verið lausa- maður í um tuttugu ár auk þess sem hann hefur kennt við hinn virta kvikmyndaháskóla London Inter- national Film School. Þar hefur hann komist í kynni við íslendinga því margir íslenskir kvikmynda- gerðarmenn hafa stundað þar nám. Hann hefur gert allskonar handrit — frumsamið, samið eftir óskum annarra og búið skáldsögur í kvik- myndabúning. Um þessar mundir er hann að vinna að tveimur hand- ritum fyrir Lorimar-kvikmyndafyr- irtækið bandaríska. Handritið að annarri myndinni semur hann í samvinnu við Richard Dreyfuss, sem auk þess að leika aðalhlutverk- ið í myndinni er eigandi fyrirtækis- ins sem framleiðir hana. Hitt hand- ritið er frumsamið. Myndin kemur til með að heita „Wildcard". Þetta er spennumynd og fer Michael Caine með aðalhlutverkið. Þegar Wilson var spurður hvaða mynd eftir handriti hans honum þætti best, svaraði hann eftir augnabliks umhugsurt: „Mynd Michaels Winn- ers, Law-man, með Burt Lancaster og Robert Ryan í aðalhlutverkum." Þessi mynd er vestri og það fór ekkert á milli mála að Wilson er mikill unnandi gömlu vestranna; hann sagði að fátt hefði verið eins gaman og að kvikmynda kúreka- og indíánaslag einhverstaðar úti á bandarískum víðavangi. Pólitísk og heimspekileg kómedía Þar sem langt er á milli Snæ- fellsjökuls og slétta Norður- Ameríku var ekki úr vegi að spyija hvemig þessum unnanda kúreka- myndá hefði þótt að glíma við Kristnihaldið. „Það var náttúrlega augljóst að það þurfti að breyta mjög miklu. Viðtöl geta aldrei verið kvikmynd. Ég varð að taka inni- hald þess sem Halldór Laxness vildi segja og í raun og veru að skapa atburðarás," svaraði Gerry með sinni hijúfu rödd. „Það var ekki auðvelt. Það var barist í gegnum tuttugu fyrstu blaðsíðumar. Á fimm mínútna fresti kvaldi mig óstjórnleg löngun til að hringja til íslands og segja stelpunum að gleyma þessu. Fljótlega fór ég þó að njóta þess að skrifa þetta." Gerry var kankvís á svip þegar hann riQaði upp þennan tíma. Hann gerðist síðan alvarlegri. „Það sem heillaði mig var að taka þessar hugmyndir, þemu, og rökræðu og færa það í sýnilegan búning — setja upp sjáanlegar aðstæður. Sýna þetta allt,“ sagði hann. „Það verður að skapa hreyfingu og athafnir. Breyta. Það verður t.d. að láta Umba sjálfan ganga í gegnum at- burði sögunnar og sýna að hann skilji ekkkert og eftir því sem hann upplýsist betur skilji hann minna. Áhorfendur verða að sjá hvemig hann verður fómarlamb aðstæðna og atburða sem hann fær engan botn í — sýna það sem hann heyr- ir. Þetta krefst þess óneitanlega að maður búi til ýmislegt sem ekki er í sögunni. Með þessum hætti hef ég breytt Kristnihaldinu heilmikið en að sama skapi ekki neitt og það var nákvæmlega það sem ég ætlaði mér.“ Hann staldraði aðeins við eftir þessa ræðu og hélt síðan áfram íhugull: „Þegar maður gerir þetta raskar maður að sjálfsögðu ró margra, sem líkar vel við söguna ,eins og hún er. Laxness _er bók- menntalegur minnisvarði á íslandi,“ sagði hann hálf glaðhlakkalega. „Og það auðveldar mér ekki, því fyrir vikið verður erfiðara að þókn- ast öllum. — Annars er þetta tal okkar hér nokkuð skrýtið," sagði hann síðan eftir smá þögn. „Eg veit ekkert hvort þeim á íslandi líkar við handritið mitt. Þau gætu hatað það!“ sagði Gerry hvellt. „Duna gæti hringt á þessari stundu og spurt mig hvum fjárann ég hafi gert við sögu föður síns.“ Við hlógum báðir. Gerry segir frá á all rosalegan hátt. Hann er djúp- raddaður og talar mjög hátt. Meðan á viðtalinu stóð reykti hann stóran og mikinn vindil. Þegar hann talaði hafði hann dijólann annað hvort á milli tannanna eða á milli þumal- fingurs og hinna fjögurra við munn- vikin þar sem hann japlaði hálf- vegis á honum. Hann var klæddur í vesti og skyrtu með efstu töluna fráhneppta og óneitanlega minnti hann mig, þar sem hann sat værðar- legur og reykti, á einhvem krimma- höfðingja í gömlum svart-hvítum vestra. Hann baðst undan því að vera með vindilinn í myndatöku. Hann sagðist ekki vilja koma þeim kvitt á kreik að fíármunir íslenska kvikmyndasjóðsins rynnu til kaupa á lúxusvindlum frá Havana handa breskum handritahöfundum. „Kristnihaldið er í mínum huga bók gamals manns. Ég meina þetta ekki á niðrandi hátt heldur þannig að bókin er skrifuð af viðurkennd- um rithöfundi sem ekki þarf að lúta kröfum útgefanda eða lesanda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.