Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5 'jún! 1988 63 Sveinn, deyr árið 1911 og þegar Sólveig fer til þess að þiggja boð elsta sonarins, Jóhannesar, um að dvelja hjá honum með yngstu böm- in, drukknar hann á sjó daginn áður en fundum þeirra átti að bera saman. Systirin Jakobína deyr 18 ára og bróðirinn Gunnar ferst með kútter Valtý, sem var eitt helsta aflaskip skútualdar, rúmlega tví- tugur að aldri. Guðríður er fram undir fermingu í vist á ýmsum bæjum, þar sem hún passar böm. Hún lýkur prófi úr Þingeyjarskóla 1912 og fer eftir það að stunda erfíðisvinnu. Er í fískvinnu í Viðey og víðar. Hún fer einn vetur í Núps- skóla. Hún er síðan í vist og físk- vinnu til skiptis þangað til hún kynnist eiginmanni sínum, Erlendi Halldórssyni á Þingeyri, sem kom- inn var til Þingeyrar til að læra vélsmíði á víðfrægu vélaverkstæði þar. Þau Erlendur giftu sig síðan að Görðum á Álftanesi haustið 1922 og stofna heimili í Hafnarfírði. Guðriði Sveinsdóttur féll aldrei verk úr hendi. Hún gætti þess af kostgæfni að aldrei skorti neitt til heimilisins, hvorki f mat né fatnaði á bömin. Hún vann sífellt við að bera björg í bú og allan fatnað saumaði hún sjálf. Þrátt fyrir lítil efni vildi hún hafa bömin sín fín. Hún unni útivist og heilsusamlegu lífemi. Hún hafði sig hvergi í frammi, var hlédræg og feimin en var engu að síður kankvís og orð- heppin. Frá henni stafaði einstök hlýja, bamgæsku hennar var við bmgðið og hún hafði sterkan p>er- sónuleika til að bera. Uppáhalds- blóm hennar vom rósir. Það er kannski táknrænt fyrir hinn mikla lífskraft þessarar konu að hún kom afskomum rósum til að vaxa f mold. Blessuð sé minning góðrar konu og móður. Ég votta ættingjum ömmu minnar mína dýpstu samúð. Erlendur Sveinsson Minning: Jón Guðjónsson frá Veðrará Fæddur 17. april 1934 Dáinn 25. maí 1988 Kveðja frá UMFÍ. Einn af ötulustu félagsmála- mönnum ungmennafélagshreyfíng- arinnar er fallinn frá í blóma lífsins. Við sem eftir lifum sitjum hijóð og hugleiðum fallvaltleik lífsins. Jón Guðjónsson, þessi eldheiti baráttumaður fyrir hugsjónum ung- mennafélaganna og velferð æsku- lýðsins var svo sannarlega maður með gott hjartalag, ávallt reiðubú- inn að rétta æskunni örvandi hönd. Hvar sem tekist var á um málefni ungmennafélaga var hann hinn baráttuglaðasti af öllum og það var tekið eftir því þegar hann kvaddi sér hljóðs. Sanngimi hans, dugnað- ur og réttsýni leyndi sér ekki og gustaði af honum þegar mikið lá við. Félagsmálastörf voru hans líf og yndi og sátu í fyrirrúmi. Ferskleiki hans og hressileik var viðbrugðið bæði í starfí og leik. Á Núpi tók hann á móti um 30 manns á framkvæmdastjóranám- skeið UMFÍ sem haldið var þar í fyrsta sinn árið 1985 og stuttu síðar stóð hann fyrir og setti á laggimar ungmennabúðir fyrir samband sitt og raunar héraðið í heild. Þessum búðum að Núpi stjómaði hann af mikilli röggsemi og var aðaldrif- fjöðrin í uppbyggingu þeirra og ýmsum nýmælum sem hann kom á. Sem að líkum lætur kom hann víða við í félagsmálum. Auk þess að sækja öll þing UMFÍ og fram- t Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem vottað hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEINS SIGURGEIRS KRISTJÁNSSONAR frá Ólafsvfk. Eygló Steinsdóttir, Halla Steinsdóttir, Adólf Steinsson, Nína Breiðfjörð Stelnsdóttlr, Hilmar Gunnarsson, Áslaug Þrálnsdóttlr, barnabörn og barnabarnaböm. Jón Auðunn Viggósson, Blrgir Jónsson, Erla Þórðardóttir, t Öllum þeim fjölmörgu sem vottuðu okkur samúð og auðsýndu okkur hlýhug við andlót og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR S. SIGURÐARDÓTTUR, Kleppsvegi 118, færum við okkar innilegustu þakkir. Þorsteinn Kristjánsson, Guðbjörg Jónsdóttlr, Guðrún Kr. Jörgensen, Bent Jörgensen, Sigurður Kristjánsson, Jónfna Elrfksdóttir, Brynhildur G. Kristjánsdóttlr, Þórarinn Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. RAFLAGNAEFNIÐ Uppfyllir allar kröfur Sterkt, ódýrt, ýmsir litir □ HF. SÍMAR: 685854/685855 kvæmdastjórafundi sat hann í stjóm ýmissa félaga. Var lengi formaður Ungmennafélags Önund- ar og um tíma formaður íþróttafé- lagsins Grettis á Flateyri og mörg ár var hann í stjóm Héraðssam- bands Vestur-ísafjarðar og síðustu 14 árin sem formaður HVI. Þá var hann í stjóm Kiwanis, hestamanna- félagsins og að verkalýðsmálum vann hann af sinni alkunnu elju. Ungmennafélag íslands má nú sjá á eftir einum ötulasta málsvara sínum og er vandfyllt það skarð sem hann skilur eftir. Eftirlifandi konu Jóns, Margréti Hjartardóttur ættaðri úr Stranda- sýslu, og bömum þeirra sendir stjóm UMFÍ dýpstu samúðarkveðj- ur og biður guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Sfjóm UMFÍ SUMARBÚSTAÐUR í SJÓNMÁU ASELFOSSI 4. OG 5. JÚNÍ KL. 14-19 Um helgina sýnum við marga einingaframleidda sumarbústaði á mismunandi byggingarstigum við veiksmiðju okkar að Gagnheiði 1, Selfossi. Einingahús gefa þér kost á stærð og innréttingum að eigin ósk og þau er fljótlegt og auðvelt að reisa. Núna er elnmitt tíminn til að láta drauminn um sumarbústað rætast - komdu því og kynntu þér þá ótal möguleika sem eininga- framleiðslu fylgja. Athugaðu að við höfum opið viika daga kl. 9-17, en þú getur einnig komið og skoðað sumarbústaðina á kvöldin - látirðu okkur vita í tíma. SAMTAKfR huseiningarLJ GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 J Electrolux útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar með vCTulejeum afslætti ! Afsláttur kr. TR 1178 tvískipturkæhr/trystir.. 14.650,- TR 107 8 tvískiptur kælir/frystir.. 12.000,- TF 968 frystiskápur...............10.000,- RP 1185 kæliskápur................11.000,- RP 1348 kæliskápur............... Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.