Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 22
22 8881 ríílíí)/. ÍIUÍ/AGIWÍWIÍB: .(sUaAJBHUiJílUm TTOKGUNBLXÐTS; SUNNUDAGUR 7. AGUST 1988" Skagfirska sveitin er eins og sinfónía, litirnir í Qöllunum, túnunum og ánum renna saman og mynda slikju fulla af dulúð. Samt er söngur og léttleiki í loftinu, því hér ríða menn syngjandi um héruð. Skagíirðingar eiga góða söngmenn og reiðmenn, enda „mekka“ hrossaræktarinnar á þessum stað. Það er heldur ekkert skrýtið þótt menn fari að raula þegar öll náttúran syngur í kringum þá. En hvernig skyldi dagurinn líða hjá bændum og búaliði í þessari sælu- sveit, þeir þurfa jú víst að mjólka eins og aðrir? Hjónin á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi, þau María Reykdal og Eyjólfur Pálsson, leyfðu blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins að fylgjast með lífinu á bænum í einn dag og voru ekkert nema þolinmæðin og elskulegheitin þótt menn þvældust dálítið fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Mæðgnr, systur og frænkur í fjósinu hjá Eyjólfi bónda Pálssyni. Heimilisfólkið í bæjardyrunum að íslenskum sið. Frá hægri: María með Margréti, Þórunn íitla, Eyjólfur, Amar, Polli og Erla. Á mynd- ina vantar köttinn Nebba, sem var fjarverandi á einhverju „útstáelsi“. „Er hann að mynda mig svona á Evuklæðum?“ stofunni skreyta veggi efri hæðar- innar í nýja bænum. Nýi bærinn hefur því þennan „anda“ sem allir sækjast eftir, og vonandi verður hann áfram eftir endurbætumar sem þau hjónin hyggjast gera á bænum. Þau tóku við búskapnum af for- eldrum Eyjólfs 1981 og hafa staðið í ýmsum framkvæmdum síðan, tek- ið inn hitaveituna og byggt stærðar- innar gróðurhús. Því María, sem kemur að sunnan, er garðyrkju- fræðingur og því má með sanni segja að hér búi tvenns konar bænd- ur. 0g bændurnir hjálpast að á þess- um bæ, jafnt utan dyra sem innan. Eftir mjaltir og kvöldmat tók við annasamur tími við að koma ungu dömunum í háttinn. Þómnn var þreytt og ofurlítið uppstökk eftir daginn og var því fljót að skríða undir sæng, en Margrét vildi fá sitt daglega „bjútí“-bað og skeytti því engu þótt hún væri ljósmynduð í bak og fyrir á Evuklæðum. Beint af þorrablótinu í fjósið Ungu reiðmennimir höfðu nú skilað sér heim af námskeiðinu, misjafnlega ánægðir með árangur- Það þarf að vökva, sá, prikla og umpotta. María Reykdal bóndi í gróðurhúsinu. MADOMUR í FJÓSI í heimsókn hjá skagfirskum bændum Fuglinn heilsaði okkur við hliðið og hundurinn beið okkar á hólnum við bæinn eins og leyniskytta. Stökk svo skyndilega að bílnum urrandi og ógnandi og hélt hann hefði komið okkur á óvart. Sól var farin að lækka á lofti og komið að mjaltatíma. Ungu hjónin vora ein á bænum ásamt yngstu dætram sínum, Þóranni fjögurra ára og Margréti sjö mán- aða. Elsta heimasætan, Sara 10 ára, var fyrir sunnan í heimsókn. Á sumrin bætist svo við heimilis- fólkið því þá koma þau Arnar, 12 ára sonur Eyjólfs, og Erla, 15 ára stúlka úr Reykjavík sem hefur verið vinnumaður hjá þeim í fjögur sumur. Þau voru þessa stundina að læra íþrótt Skagfirðinga í reið- skóia í sveitinni. Eyjólfur varð því sjálfur að ná í kýmar og mjólka þær, en fékk mikinn og góðan liðsauka þar sem Þórunn litla var og hundurinn Polli. Þórann óð inn í kúahópinn, lítil og bústin, og þessar stóru og miklu madömur hlýddu henni möglunarlaust. Enda fegnar að komast á básinn. I fjósinu eru 18 mjólkandi kýr en feiknin öll af kálfum, bæði í túninu og í fjallinu fyrir ofan bæ- inn. Þegar kýrnar vora komnar á básinn sinn var Þórann á vappi fyrir utan bæinn. Ljósmyndarinn vildi halda uppi samræðum við þessa ungu fallegu dömu, benti á Mælifellshnjúk, sem gnæfir yfir bæinn, og spurði hana hæverks- lega hvað fjallið héti. Hún horfði á hann undan löngum bráháram og ansaði með þessari bamsrödd sem verður stundum svo undar- lega djúp: „Fjallið“. Tvenns konar bændur Starrastaðir eru eins og bærinn sem við höfðum fyrir hugskotssjón- um þegar við lásum sögur úr sveit- inni sem böm. Stendur á hæð und- ir fjalli í skjóli við hóla en með út- sýni yfir alla sveitina, fjallahringinn og út á haf svo langt sem augað eygir. Hér hefur lengi verið búið, en afi Eyjólfs var hér um aldamótin og hér fæddist Eyjólfur í gamla bænum sem rifinn var á sjötta ára- tugnum, en þó má sjá merki hans ennþá, því þiljurnar úr gömlu bað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.