Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 MAGASÁR, ein algengasta meinsemd mannsins í „Læknabókinni“, sem gef- in var út af bókaútgáfunni Helgafelli árið 1949, má m.a. sjá fróðlega frásögn Bjarna Bjamasonar, læknis, af írskum manni, Tómasi að nafni. Hann varð fyrir því óhappi á unga aldri að taka vænan gúlsopa af sjóðandi heitri grænmetis- súpu með þeim afleiðingum að vélindað brann saman og lok- aðist með öllu. Eina úrræðið á þessum tímum var að gera op á magann í gegnum magálinn og næra Tómas í gegnum það. „Tveir læknar, er báðir hétu Wolf, þóttust hafa himin hönd- um tekið er þeir fregnuðu af Tómasi, sem þá var orðinn 56 ára. Þeir fengu hann til að koma á rannsóknastofu sína og hófu að athuga með tækjum sínum samdrætti í maga Tóm- asar, safamyndun og útlit æða í slímhúðinni með því að stinga kíki með ljósgjafa inn um opið en venjulega var slíkt tæki notað til endaþarmsskoðunar (rectoscope). Könnuð voru við- brögð magans við lykt, bragði, hugsun um mat og síðan en ekki síst, kvíða og streitu. Viðbrögð magans við streitu voru t.a.m. svohljóðandi: „Eftirvænting, kvíði og erf- iðleikakennd hafði stöðugt aukna safamyndun í för með sér. Því fylgdi einnig aukin blóðsókn með þrútinni mag- aslímhúð. Þetta kom glöggt í ljós dag nokkum, þegar rann- sókn á dóttur hans (innsk. Tómasar) stóð fyrir dyrum. Hún hafði verið veik um skeið og var óttast að hún hefði ill- kynjaða meinsemd í þvagfær- unum. Tómas var óðamála og eirðarlaus allan morguninn og lét jafnt og þétt í ljós kvíða sinn fyrir því hvað rannsóknin myndi sýna. Kvíðinn virtist alveg yfírgnæfandi en var bundinn efa og ótta um árang- ur rannsóknanna. Magastarf- semin var mjög aukin í þá þrjá klukkutíma sem hann beið svars. Með því að kvíðinn stóð stutt var hægt að losa Tómas við hann með öllu að rannsókn- inni lokinni og komst maginn fljótlega í samt lag.“ (Bls. 253). I annarri mælingu, þar sem Tómas sýndi greinileg merki streitu, kom það sama í ljós, safamyndun varð geysimikil og sýrustig lækkaði vegna aukinnar myndunar á saltsýru. Hallgrímur Guðjónsson læknir. Morgunblaðið/Jóhannes Kári Einkenni magasárs Margt hefur breyst siðan lækn- amir Wolf athuguðu magastarfsemi Tómasar. Tækninni hefur fleygt fram sem aldrei fyrr og nú er það ekki flóknara en að fara til tann- læknis að láta skoða í sér magann. Maðurinn hefur þó ekkert breyst, vökvaframleiðsla magans er enn síbreytileg og allir hafa einhvem tíma fengið verk í magann. Hitt gerist þó sjaldnar að fólk hafi stöð- ugan magaverk og þurfí að leita til læknis vegna þess. Slíkur verkur gæti verið merki um magasár. Magasár er býsna algengur sjúk- dómur og er talið að 1 af hverjum 10 á Vesturlöndum fái einkenni hans einhvem tíma á lífsleiðinni. Til að fá upplýsingar um sjúk- dóminn var leitað til Hallgríms Guðjónssonar, sérfræðings í lyf- lækningum og meltingarfærasjúk- Samdráttarbylgja í heilbrígðum maga. dómum, en hann starfar á Land- I hver væru einkenni magasárs. spítalanum. Hann var fyrst spurður | Hallgrímur sagði aðaleinkenni Nánar um lífeðlisfræði magans Þessi mynd sýnir í grófum dráttum magavegg og nokkrar af frumum hans og viðtökum. Viðtakarnir í magaveggnum eru sérhæfðir tauga- endar sem taka við ýmsum áreitum, hvort sem það eru efni eða snerting. Þanviðtakinn skynjar þan sem kemur á magann þegar fæða kemur ofan í hann. Efnaviðtaki skynjar t.d. prótin. Viðtakarnir senda boð eftir taugum til miðtaugakerfis. Þannig fær ósjálfráða taugakerf ið boð um að eitt- hvað sé á seyði og sendir að vörmu spori boð til frumanna í magaslím- húðinni um að herða á framleiðsl- unni. Þarna sést til dæmis taug liggja til histaminfrumu sem framleiðir þá aukið histamín. Histamínið sest svo á sýrufrumuna og eykur þannig sýru- framleiðslu. Sýrufruman fær einnig boð beint frá miðtaugakerfi með boð- efninu asetýlkólíni sem kemur úr taugaendunum. Að lokum fær gastrínfruma boð frá miðtaugakerfi, hún framleiðir gastrín sem svo aftur örvar sýrufrumuna. Morgunblaðið/Jóhannes Kári Þetta er dæmigert magasár. Það rís eins og hvítur gígur upp úr gljáandi magaslímhúðinni. Myndin er tekin í gegnum maga- speglunartæki. vera verk, sem staðsettur væri ofar- lega í kvið. Verkurinn gæti ýmist versnað eða sjatnað við máltíðir. Algengt væri að matarlyst minnk: aði og að sjúklingurinn léttist. í sumum tilvikum þyngdist sjúkling- urinn hins vegar, sem væri þá vegna þess að verkurinn minnkaði við að borða. Um önnur einkenni sjúkdómsins sagði Hallgrímur að ógleði, upp- köst, uppþemba, ropi og bijóstsviði gætu einnig verið til staðar. Ef sjúk- dómurinn kæmist á hátt stig gæti bráð blæðing stofnað lífi sjúklings- ins í hættu. í einstaka tilviki boraði sárið sig í gegnum maga- eða þarmavegginn og ylli þannig lífhimnubólgu. Hallgrímur tók fram að stundum væru sjúklingamir þó einkennalausir með öllu og einnig væru vissulega til aðrir sjúkdómar í kvið sem gætu gefíð svipuð ein- kenni og sárin. Magasár og skeifugarnar- sár, tvennt ólíkt Hallgrímur lagði áherslu á að það sem leikmenn kölluðu oft „maga- sár“ væri samheiti yfir sár sem annaðhvort eru í maganum sjálfum eða í skeifugöm. Á þessum tveimur tegundum sára væri eðlislægur munur, ekki síst ef tekið væri tillit til faraldursfræðilegra staðreynda. „Sár í maga hefur t.a.m. lengi verið þekkt en sár í skeifugörn greindust vart fyrr en á þessari öld. Nú em skeifugamarsár á Vest- urlöndum fimmfalt algengari en magasár, þó ísland skeri sig þar úr, en hér á landi er tíðni þeirra svipuð. Skeifugamarsár eru al- gengust hjá ungu og miðaldra fólki og myndast mun oftar hjá karl- mönnum en kvenfólki. Magasár hijá fremur eldri einstaklinga og dreifast jafnt á bæði kynin. Nátt- úrulegur gangur skeifugarnarsára er sá að sjúkdómurinn kemur í köst- um af og til í 10-15 ár en þá er líkt og hann fjari út. Magasár end- urtaka sig aftur á móti mun sjaldn- ar.“ Maginn, margbrotið líffæri Ólíkt því sem margir halda er maginn flókið og fjölbreytt líffæri. Margar taugar liggja til vöðva magans og valda hreyfíngum hans. Vöðvar magans eru í þremur lögum og dragast þeir sundur og saman til að blanda fæðuna magasafanum. Einnig liggja frá maganum taugar sem flytja boð frá honum, m.a. sárs- aukaboð, sem flestir ættu að kann- ast við. Eftir að hafa tuggið matinn kyngjum við honum, hann fer síðan niður vélindað ofan í maga. Vél- indað liggur niður um gat á þind- inni og heldur svo í sveig til vinstri að maga, en hann liggur undir þind- inni vinstra megin. Frumur magans framleiða ýmis efni sem saman mynda magasafann. Þessi vökvi er samséttur úr þremur aðalþáttum, slími úr slímfrumum, pepsíni, sem er meltingarhvati, úr prótínamynd- andi frumum og saltsýru (HCl) úr sýrumyndandi frumum. Pepsín er fyrst meltingarhvata til að bijóta niður prótín, en það gegnir þó frem- ur veigalitlu hlutverki við meltingu prótína í fæðu. Hlutverk magans í meltingunni er fyrst og fremst að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.