Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 177. tbl. 76. árg. Misklíð út af nýjum KGB-liða í Svíþjóð Var áður 1. sendi- ráðsritari í Reykjavík í SVÍÞJÓÐ hefur komið til deilna að undanförnu þar sem upp komst að sænska utanríkisráðu- neytið hefði fyrir sitt leyti sam- þykkt nýjan sovéskan sendiráðu- naut í landinu, enda þótt sænska öryg’gislögreglan, Sápo, Iegðist eindregið gegn þvi og benti á að viðkomandi gengi erinda sovésku leyniþjónustunnar, KGB. Maður þessi, Igor Leonídovitsj Níkíforov, var sovéskur stjórnarerindreki i Reykjavík á árunum 1979-1984 og átti starfssvið hans að vera tengsl við fjölmiðla. Níkiforov, sem nú er 49 ára gamall, var hækkaður í tign þegar hann dvaldist hér á landi og var 1. sendiráðsritari þegar hann hélt utan á ný. Að sögn Svenska Dagbladet var það Sten Anderson, utanríkisráð- herra, sem tók ákvörðun um að ganga þvert á ráðleggingar Sapo, en öryggislögreglan hafði upplýst að Níkíforov væri arftaki fráfarandi stöðvarstjóra KGB í Stokkhólmi, Níkolaj Selíverstov. Auk þess var utanríkisráðuneytinu kunnugt um að Níkífi.rov hafði verið neitað um við- urkenningu sem stjórnarerindreki í a.m.k. einu vestrænu ríki. Sem fyrr segir hefur Níkíforov starfað í Reykjavík, sem fulltrúi ríkis síns, en einnig hefur hann verið í Helsinki [ Finnlandi. Stöðvarstjóri KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, í Stokkhólmi er æðsti yfirmaður hennar í Svíþjóð og er talið að hann sé að minnsta kosti ofursti í KGB. Burma-Indlandi: Overulegt tjóní 7,3 stíga skjálfta Nýju Dehlí. Reuter. ENGAN sakaði og óverulegt Ijón varð af völdum öflugs jarð- skjálfta, sem átti upptök sín á landamærum Burma og Indlands í gærmorgun. Mældist skjálftinn 7,3 stig á richters-kvarða. Víða í Indlandi varð fólk felmtri slegið er skjálftinn reið yfir og flýði það út úr húsum. Talsmaður stjórn- arinnar sagði húsveggi hafa sprungið í allt að 200 kílómetra fjar- lægð frá skjálftamiðjunni en alvar- legt tjón hefði ekki orðið. Tilraunir til að ná símasambandi við bæinn Imphal í landamærahér- aðinu Manipur, og aðra bæi nálægt þeim stað þar sem skjálftinn átti upptök sín, höfðu þó engan árangur borið þegar síðast fréttist. Talsmað- ur stjórnarinnar fullyrti að ef eitt- hvað alvarlegt hefði gerst í bænum væru fregnir komnar af því. í Burma skalf landamærabærinn Homelin en aðeins lítilsháttar tjón varð á mannvirkjum. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins ^ Morgunblaðið/RAX A silungsveiðum Ungir veiðimenn renna fyrir silung á stöðuvatni skammt frá Kvískerjum í Öræfum. Bandaríkin: Dó músin í bjórdós- innifyrir eða eftir átöppun? Jacksonville, Flórída. Reuter. DÓMARI fyrirskipaði í gær að mús, sem bjórdrykkjumaður fann i dós af eftirlætisöli sínu, skyldi krufin til þess að skera úr um dánarorsök hennar. Forsaga málsins er sú að maður að nafni James Harvey varð skyndilega veikur 29. júlí sl., rétt eftir að hafa fengið sér nokkra sopa úr dós af Coors-bjór. Þegar hann braggaðist skundaði Harvey með dósina á fund heil- brigðisyfirvalda í heimabæ sínum, Jaeksonville í Flórída-ríki í Banda- ríkjunum. Dósin var rannsökuð í vitna viðurvist og í ljós kom að mús leyndist inni í henni. Harvey hafði samband við Coors-ölgerðarhúsið og krafðist skaðabóta. Bauð verksmiðjan 1.500 dollara, eða um 70 þúsund krónur, en því hafnaði Harvey og krafðist fyrst 35 þúsund dollara en síðar 50 þúsund dollara, eða jafnvirði 2,3 milljóna íslenzkra króna. Það tóku yfirmenn verksmiðj- unnar ekki til greina, stefndu Harvey og kröfðust þess að hann léti músina af hendi til þess að þeir gætu rannsakað hvort músin hefði komist í dósina fyrir átöppun og drukknað eða hvort hún hafi skriðið inn í hana eftir að úr henni hafði verið drukkið og dáið úr hungri. Dómstóll tók kröfuna ekki til greina en fyrirskipaði að dauð- dagi músarinnar skyldi rannsakað- ur af óháðum aðila, eða af sérfræð- ingi í meinafræði fjórfætlinga við Flórídaháskóla. Skýrsla bandarískrar þingnefndar um landvarnir: Bandalagsríki greiði meira tíl sameiginlegra vamarmála Washington. Reuter. SKÝRSLA, sem gerð var af sér- stakri nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins, var birt í gær og eru bandalagsríki Banda- ríkjanna þar sökuð um að taka of lítinn þátt í kostnaði vegna varna hins fijálsa heims. Er sagft að Vestur-Evrópumönnum og Japönum sé greinilega ekki Ijóst hve ákaft bandarískur almenn- ingur hvetji bandarísk yfirvöld, þ. á m. þingið, til að minnka hern- aðaruntsvif Bandaríkjanna á fjar- lægum stöðum í heiminum. í til- lögum beggja deilda þingsins um framlög til landvarna, sem Reag- an forseti hyggst beita neitunar- valdi gegn vegna ágreinings um -verkefnaskiptingu fjárins, er kveðið á um aukna þátttöku ann- arra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins ásamt Japan og Suð- ur-Kóreu í kostnaði vegna varnar- mála. „Vestur-Evrópumenn og Japanar veita minna fé til sameiginlegra varnarmála en efnahagslegur mátt- ur þeirra og ótvíræð löngun til að viðhalda frelsi sínu réttlæta ... Telji bandalagsríkin að varnir þeirra séu nægilega sterkar og lífsháttum þeirra sé ekki ógnað álitum við að bandarískir skattgreiðendur verði ekki fúsir til að eyða jafn miklu fé til að veija þessi ríki og fram til þessa,“ segir í skýrslunni. Einnig er sagt að ríki, sem taki mikinn þátt i heimsviðskiptum, geti ekki látið nægja að halda eingöngu uppi vörnum á heimaslóðum. Þótt Bandaríkin megi ekki treysta því að bandalagsríkin taki þátt í hernaðar- aðgerðum fjarri heimaslóðum er því haldið fram að ríkjunum beri skylda til að veita Bandaríkjamönnum að- stoð þar sem bandalagsríkin eigi sjálf efnahagslegra, hernaðarlegra og pólitískra hagsmuna að gæta, t.d. á Persaflóa. Bent er á að banda- lagsríkin hefðu ef til vill tekið meiri þátt í gæslustörfum á fióanum ef Bandaríkjastjórn hefði samið um slíkt við bandamenn sína áður en hún sendi mikinn herskipaflota inn á átakasvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.