Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 53
'MORGUNBLAÐIÐ;1 SUNNUDAGUR ■ 7'.T ÁGÚST 1988 53 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Landspítalinn - Lyflækningadeild Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á lyf- lækningadeild 11 -B frá 1. október nk. Vakta- vinna, fastar vaktir. Fyrirhugað er að starf- rækja 11 -B sem 5 daga deild og verður því ekki um að ræða helgarvaktir. Einstaklingsbundin aðlögun á deild. Um er að ræða margbreytilegan sjúklingahóp. Gott námstækifæri fyrir nýútskrifaðan hjúkrunar- fræðing eða hjúkrunarfræðing, sem hefur áhuga á að breyta til. Umsóknir sendist skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra Landspítalans. Nánari upplýsingar gefur Hrund Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri lyflækningadeilda, sími 601290 eða 601300. Sjúkraliði óskast á lyflækningadeild 11-B frá 1. október nk. Vaktavinna, fastar vaktir. Fyrir- hugað er að starfrækja 11-B sem 5 daga deild og verður því ekki um að ræða helgar- vaktir. Umsóknir sendist skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra Landspítalans. Nánari upplýsingar gefur Hrund Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri lyflækningadeilda, sími 601290 eða 601300. Landspítalinn - Taugalækninga- deild Sjúkraliði óskast á næturvaktir á taugalækn- ingadeild 32A. Umsóknir sendist skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra Landspítalans. Nánari upplýsingar gefur Hrund Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri lyflækningadeilda, sími 601290 eða 601300. Þvottahús ríkisspítala Starfsmenn óskast í almenn störf, af- greiðslu og ræstingar í Þvottahúsi ríkisspít- ala, Tunguhálsi 2, Árbæjarhverfi. Hlutastöf koma til greina. Vinnutími getur verið breytilegur. Góð vinnuaðstaða, ódýrt fæði, fríar ferðir frá Hlemmi. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona, Þór- hildur Salómonsdóttir, sími 671677. Reykjavík, 7. ágúst 1988. Ríkisspítalar starfsmannahald. Einkaritari fulltrúi framkvæmdastjóra varðandi erlend viðskipti Við leitum að ritara, sem hefur áhuga á að vinna sjálfstætt að krefjandi verkefnum. Mikil áhersla er lögð á góða enskukunnáttu og að fyllsta trúnaðar sé gætt í starfi. Góð starfsaðstaða og skemmtileg viðfangsefni. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Secretary to the managing director We are looking for a person with excellent English (lcelandic immaterial) who can com- municate with our foreign suppliers by phone, letter and telex. The person must have drive and self-moti- vation and be willilng to carry some responsi- bility. We are a friendly group to work with, and you have your own office with all up-to- date communications equipment for your use. Begin as soon as possible. Wage open to discussion. LANDSVERK/ G. THORSTEINSSON &JOHNSON, Ármúla 1, 108 Reykjavík. Tel. 686824 eða 685533 (Bonni). Landspítalinn - Taugalækningadeild Aðstoðarlæknir óskast til starfa við tauga- lækningadeild 32-A frá og með 1. nóvember nk. Ráðningartími er 6 mánuðir. Æskilegt er að umsækjandi hafi lækninga- leyfi. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna, ásamt meðmælum, óskast sendar yfirlækni deildarinnar fyrir 15. september nk. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir tauga- lækningadeildar í síma 601660. Landspítalinn - Rannsóknastofa í meinafræði Krabbameinsrannsóknir Óskum að ráða mann til rannsóknastarfa á sviði krabbameinsfræða. Ráðningatími 3 ár. Reynsla af aðferðum sameindalíffræði er nauðsynleg. Æskilegt er að umsækjandi sé sameindalíffræðingur. Til greina kemur einn- ig að ráða mann með annars konar menntun. Verkefnið er unnið í samvinnu við innlenda og erlenda aðila (Imperial Cancer Research Fund, London). Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Nánari upplýsingar gefur Valgarður Egilsson, læknir, Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði, við Barónsstíg (frumulíffræðideild), sími 601906. Reykjavík, 7. ágúst 1988. Ríkisspítalar starfsmannahald. Fasteignasala í miðborginni óskar eftir sölumanni Góð menntun og nokkur starfsreynsla skilyrði. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 9. ágúst nk. merktar: „Traustur sölumaður - 2388“. Innanhúsarkitekt -tækniteiknari Sérverslun með innfluttar heimilisinnrétting- ar óskar eftir að ráða innanhúsarkitekt eða tækniteiknara sem fyrst. Starfssvið yrði teiknivinna og ráðgjöf fyrir viðskiptavini fyrir- tækisins. Lögð er áhersla á markvissa sölu- mennsku og vilja til að ná góðum árangri. Dönskukunnátta nauðsynleg. Eiginhandarumsóknir sendist á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 12. ágúst merktar: „I - 8623“. Símavarsla Starfsmaður óskast til símavörslu, af- greiðslu, umsjón með kaffistofu og tilfallandi skrifstofustarfa á lögmannsstofu í Reykjavík frá og með 1. september. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 19. ágúst merktar: „H - 2378“. Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóri óskast til afleysinga til sjúkrahússins á Patreksfirði frá 15. septem- ber nk. til maíloka á næsta ári. Allar frekari upplýsingar veita hjúkrunarfor- stjóri eða framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Sjúkrahúsið á Patreksfirði. Reiknistofa bankanna óskar að ráða yfirvinnslustjóra í vinnsludeild reiknistofunnar. í starfinu felst m.a.: - Skipulagning og skipan vakta. - Skipulagning menntunar og þjálfunar tölv- ara. - Kennsla nýliða. - Umsjón með allri vélstjórn. - Innleiðing nýrrar tækni við vélstjórn. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi hæfi- leika til stjórnunar og miðlunar þekkingar. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Þjálfun til starfsins fer fram á vegum reikni- stofunnar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir for- stöðumaður vinnsludeildar reiknistofunnar. Umsóknir berist á þartil gerðum eyðublöðum er fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalkofns- vegi 1, 150 Reykjavík, sími (91) 622444. Sálfræðingur - sérkennslufulltrúi Sálfræðing vantar í fullt starf við Fræðslu- skrifstofu Suðurlands frá 1. september nk. Einnig vantar sérkennslufulltrúa í fullt starf frá sama tíma. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Nánari upplýsingar fást á Fræðsluskrifstofu Suðurlands, Austurvegi 38, 800 Selfossi, símar 98-21905 og 98-21962. Umsóknir sendist Fræðsluskrifstofu Suður- lands. Hjúkrunarfræðingur - sjúkraliði Sjúkrahúsið á Egilsstöðum auglýsir: Okkur vantar fagfólk með haustinu til að byggja áfram upp með okkur og veita sem besta þjónustu 33 skjólstæðingum okkar, sem flestir eru aldraðir. Vægi hvers starfs- manns er mikið á litlum stað. Ef þú vilt láta til þín taka, hringdu og fáðu upplýsingar varðandi aðflutning, vinnutil- högun, laun, húsnæði o.fl. í símum 97-11631 og 97-11400. Helga Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri. Prentari - fjölritun Prentari eða vanur starfsmaður óskast á litla fjölritunarstofu sem fyrst. Fyrir dyrum stend- ur endurnýjun á tækjabúnaði og mun starfs- maðurinn verða hafður með í ráðum um val á tækjum og skipulagningu á vinnuaðstöðu. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða, frum- kvæðis og vandvirkni. Umsóknir sem tilgreini helstu persónuupp- lýsingar, menntun, starfsreynslu, launakröfur og ráðningartíma, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „Prentari -1123“. Kennarar Tvo kennara vantar til almennrar kennslu að grunnskólanum á Eiðum, sem er heimavist- arskóli. Ferðastyrkur er greiddur. Ódýrt og gott húsnæði fylgir. Upplýsingar fást hjá Sigtryggi Karlssyni í síma 97-13825 eða Kristjáni Gissurarsyni, skólanefndarformanni í síma 97-13805.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.