Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 fHtvgmiÞIftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 69110Ó. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. ó mónuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Þingvellir - fólkvangur ess er nú minnst að sextíu ár eru liðin frá því að lög vóru sett um friðun Þingvalla og ákvörðun tekin um þjóð- garð á svæðinu. Akvarðanir um hið friðaða svæði hafa ver- ið mótaðar af Þingvallanefnd hverju sinni og einkum tengzt stórhátíðum: Alþingishátíð 1930, lýðveldishátíð 1944 og hátíð í tilefni ellefu alda byggðar í landinu 1974. „Hinn fomi þingstaður og næsta nágrenni hans, þing- helgin, er sögufrægasti helgi- dómur þjóðarinnar," eins og segir í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu síðastliðinn föstu- dag. Helgi staðarins hvílir á þeirri sögulegu staðreynd, að Alþingi, eitt elzta löggjafar- þing sögunnar, var háð á Þing- velli við Öxará frá stofnun þess, 930, allttil ársins 1798. Alþingi var framan af alls- heijarþing, með óskorað lög- gjafar- og dómsvald um allt Island, síðar lögþing, sem deildi löggjafarvaldi með kon- ungi, loks einskonar dómþing (dómstóll), þó löggjafarvaldi þess lyki ekki endanlega fyrr en um 1700. Alþingi var flutt til Reykjavíkur 1799 en lagt niður með konungsúrskurði árið 1800. Alþingi var síðan endurreist sem ráðgjafarþing 1845 og sem löggjafarþing 1874. I vor er leið gaf fráfarandi Þingvallanefnd út stefnumörk- un um framtíð Þingvallasvæð- isins. Þar er fram sett fyrsta heildarskipulag þjóðgarðsins. Ný Þingvallanefnd hefur og fjölþætt verkefni á höndum, ekki sízt með tilliti til þess, hve byggð hefur aukizt í næsta nágrenni staðarins, sem og þess, að eftir rúman áratug, árið 2000, verður haldin stór- hátíð á Þingvöllum til að minn- ast þúsund ára afmælis kristnitöku íslendinga. Meðal verkefna nefndarinn- ar verður að leggja iínur um ný mörk þjóðgarðsins sem og um skipulag hans og nýtingu, ekki sízt í almenningsþágu. Meginverkefni nefndarinnar verður þó, eins og Ólafur G. Einarsson, formaður hennar komst að orði, „að vemda nátt- úru og sögulegar minjar á Þingvöllum — og búa hinum foma þingstað þá umgjörð sem honum ber sem helgistaður þjóðarinnar". í því efni er að mörgu að hyggja. í fyrsta lagi verður að vemda, svo sem kostur er, ein- stæða náttúru, sögulegar minjar og menningarsögu Þingvalla. I annan stað þarf að mæla upp öll sýnileg mann- virki og færa þau inn á kort, gera úttekt á ástandi þeirra og tillögur um úrbætur til vemdar þeim. Þessum þætti tengjast og nauðsynlegar fom- minjarannsóknir, en ljóst er nú, að á svæðinu eru fleiri minjar en ætlað var. í þriðja lagi þarf að gera grasafræði- lega úttekt á þjóðgarðinum, sem að hluta til er hafín, og fylgja eftir umfangsmiklum rannsóknum á lífríki Þing- vallavatns, sem Pétur M. Jóns- son hefur haft umsjón með. Síðast en ekki sízt þarf að búa í haginn fyrir mikil og náin tengsl almennings og Þing- valla, bæði með fjölþættri fræðslu um sögu og nátturu staðarins, og með því að auð- velda fólki umgengni við hinn foma þing- og helgistað þjóð- arinnar. Undir það skal tekið að setja ber vemdarsjónarmið í önd- vegi, þegar Þingvellir eiga í hlut, það er vemdun náttúru svæðisins og sögulegra minja. Hitt má þó ekki gleymast að helgistaðurinn Þingvellir er — og á að vera — fólkvangur, friðlýst svæði til almennings- afnota, sem knýtir íslendinga sögu þjóðarinnar og náttúru landsins tryggðaböndum. Hver og einn verður hinsvegar að umgangast náttúru landsins og sögulegar minjar þjóðarinn- ar með varúð, virðingu og væntumþykju. Með það i huga er ástæða til að fagna ummælum Ólafs G. Einarssonar, formanns Þingvallanefndar, í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn fostudag, en þar segir: „Ólafur lagði áherzlu á að ekki væru uppi áætlanir um að torvelda öllum almenningi að njóta þessa helgistaðar. Það væri hinsvegar einnig skylda nefndarinnar að aðhafast ekk- ert það sem valdið gæti spjöll- um í þinghelginni. Eðlileg vemdun Þingvalla væri höfuð- atriði." Ifréttum Morgunblaðsins síðast- liðinn miðvikudag segir frá ráð- stefnu hægri kvenna á norrænu kvennaþingi í Ósló. Þar er jafn- framt greint frá því að sjálfstæð- iskonur, sem sóttu kvennaþingið, hafi setið ráðstefnu norrænna hægri kvenna. Hugtökin „hægri" og „vinstri" eru oftar en ekki villandi þegar skilgreind eru stjóm- mál á líðandi stund. Þannig er meira en vafasamt að skipa Sjálfstæðisflokknum, „sem er hreinræktað, íslenzkt fyrirbæri“ á sviði stjómmálanna, á bekk með hægri flokkum í Skandinavíu — og enn síður með ýmsum hægri flokkum í fjarlægari ríkjum. I þessu Reykjavíkurbréfí verður lítillega vikið að séreinkennum sjálfstæðisstefn- unnar, sem heiti sínu samkvæmt varðaði veginn frá fullveldi 1918 til lýðveldis 1944. Fordómalaust raunsæi Birgir Kjaran, hagfræðingur og alþing- ismaður, hefur ritað meira um Sjálfstæðis- flokkinn og sjálfstæðisstefnuna en flestir aðrir þingmenn hans, fyrr og síðar. í er- indi, sem hann flutti um sjálfstæðisstefn- una árið 1959, segir orðrétt: „Sjálfstæðisflokkurinn er hreinræktað íslenzkt fyrirbæri, sprottinn úr íslenzkum jarðvegi, skapaður af íslenzkri hugsun, til orðinn vegna íslenzkrar nauðsynjar og mótaður af íslenzkum staðháttum. Hug- myndaheimur sjálfstæðisstefnunnar verð- ur því ekki rakinn til annarra landa og þjóða á sama hátt og gera má til dæmis við hugmyndir og skoðanir kommúnista og jafnvel samvinnumanna. Því ber þó ekki að neita, að um fjölmörg grundvallar- sjónarmið í mannfélagsmálum hafa þeir, er sniðu Sjálfstæðisflokknum stakk, orðið fyrir áhrifum af hugsuðum annarra þjóða, en þeir hafa hins vegar vendilega gætt þess að bijóta aldrei lögmál íslenzks þjóð- arskaplyndis; að aðhæfa hið erlenda þjóð- legum erfðum, en sveigja ekki það íslenzka til þess að taka á sig erlent svipmót. Sjálfstæðisflokkurinn verður því með engu móti dreginn í dilk með einhveijum tilteknum, erlendum stjórnmálaflokkum, hvorki svonefndum fijálslyndum né íhalds- flokkum. Þetta á og sennilega m.a. rætur sínar til þess að rekja, með hvaða hætti var stofnað til Sjálfstæðisflokksins, og þeirra eðliseinkenna hans að vera lífrænn flokkur, sem tekið hefur náttúrulegum breytingum í samræmi við sjálfa þjóð- félagsþróunina. Djörfung til þess að að- hæfa sig breytingum félagsþróunarinnar hefur forðað Sjálfstæðisflokknum frá því ömurlega hlutskipti annarra stjómmála- stefna að staðna í blindri trú og stirðnuð- um kennisetningaflækjum og daga uppi sem úrræðalaust nátttröll í átökum við verkefni nýrra framleiðslu- og þjóðfélags- hátta. Hæfni sjálfstæðisstefnunnar til að að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi og þannig að halda sér í lífrænum tengslum við hveija nýja kynslóð þjóðarinnar, sem sprettur úr grasi, hefur reynzt henni slíkt Iðunnar-epli, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu um stærð og innri byggingu á meðal borgara- legra flokka á Vesturlöndum. Þess var getið, að sérkenni og séreðli Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans mætti að nokkru rekja til uppruna hans, því eins og kunnugt er, var Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður 1929 við samruna íhaldsflokks- ins og Fijálslynda flokksins. Að svo miklu leyti sem um áhrif erlendra hugsuða er að ræða á hugmyndakerfí sjálfstæðisstefn- unnar, má segja, að þau séu öðrum þræði í ætt við heimspekinga allt frá Aristoteles til Edmunks Burk og Georgs Hegels, sem varðveita vilja félagsleg verðmæti, og að hinu leytinu sprottin af þeim rótum, er frelsisskoðanir J. St. Mill, A. Smith og Richardo skutu." Mannúðarstefna Ólafs Thors Svipað verður upp á teningnum þegar horft er til sjálfstæðisstefnunnar og Sjálf- stæðisflokksins af sjónarhóli Ólafs Thors, sem leiddi flokkinn farsællega um langt árabil. í bók Matthíasar Johannessens, „Ólafur Thors, Ævi og störf“, segir m.a.: „Orðið „félagslegur" heflir verið litið homauga af ýmsum sjálfstæðismönnum, sem telja, að það sé nátengt ríkisafskiptum og lýsi því stefnu andstæðri markmiðum einkarekstrarmanna. Sj álfstæðisflokkur- inn hefur lagt áherzlu á, að einstaklingar og félög eigi atvinnufyrirtækin, en ekki hið opinbera. Þó hefur flokkurinn ávallt sinnt „félagslegum" efnum og lagt áherzlu á þau án þess að það sé tengt þjóðnýtingu eða ríkisafskiptum eftir forskrift sósíalista, heldur mannúðarstefnu og borgaralegri fljálshyggju, ef svo mætti segja, t.a.m. er óhikað lögð áherzla á „félagslegt öryggi", þ.e. félagshyggju, í landsfundarsamþykkt- um og stefnuskrám flokksins . . .“ Síðar í sama kafla segir: „Ólafur Thors var stoltur af trygginga- löggjöf, sem sett var í stjómartíð hans, ekki sízt á nýsköpunarárunum, enda þótt hann vildi gæta hófs og tryggja slíkri starf- semi tekjur án þess að sliga þegnana með sköttum. Hann segir með stolti í fyrr- nefndri ræðu á tíu ára aftnæli lýðveldisins: „Jafnframt þessu (atvinnuuppbyggingu og endurreisn eftir 1944) hafa Islendingar sýnt vilja sinn og getu til að tryggja hag fátækra, sjúkra og aldraðra, er þeir settu sér tryggingalöggjöf, sem mun vera full- komlega sambærileg við löggjöf þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í þessum efnum . . .“ Þá segir enn í þessum kafla: „Margir kalla Ólaf Thors „konservatív- an“ í stjómmálum. Slíkar einkunnir em þó harla varasamar, ekki sízt á íslandi, þar sem pólitískar línur eru ekki eins skarpar og víða annar staðar — auk þess sem margt skipast á mannsævi. Ólafur hefði aldrei getað verið í íhaldsflokki á Norðurlöndum. En hann var þó íhaldssam- ur að því leyti, að hann vildi varðveita það, sem hann taldi verðmætt . . . Ólafur vildi varðveita, endumýja og endurreisa. Nýsköpun var leiðsögustefíð í pólitískri baráttu þessa yflrlýsta íhaldsmanns. Golo Mann hefur lýst því í ritgerð um föður sinn, Thomas Mann, hvemig frjáls verzl- un, mannréttindi og einstaklingshyggja vom áður fyrr talin til byltingarstefna. En það sé ástæða til að varðveita öll þessi markmið gamalla „byltinga". Hann telur, að æskan geti éndumýjað slíkan „kon- servatívisma". Ólafur var sömu skoðunar: að konservatívismi sé mannúðarstefna. Pólitísk stefnumið Ólafs Thors blasa við svart á hvítu í landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokksins þann þriðjung aldar, sem hann stjómaði flokknum. Þar em í fyrirrúmi fijálsræði í atvinnumálum, rækt- un einstaklingsins, samstarf stéttanna og efling atvinnulífsins, öryggi íslands og efling sjálfstæðis, áherzla lögð á mennt og þjóðlega menningu, félagslegt öryggi einstaklinga, samfara baráttu við einræði, og þá ekki sízt kommúnisma, varðveizla borgaralegs lýðræðis, tungu og menning- ararfs þjóðarinnar, nýting auðlinda og síðast, en ekki sízt, „að kristileg áhrif aukist með þjóðinni", eins og komist er að orði í samþykkt landsfundarins 1951. En þetta síðastnefnda atriði var ekki sízt í anda Ólafs Thors. Hann segir á einum stað um athöfnina á Lögbergi 17. júni 1944: „í hjarta hvers einasta manns logaði heilagur eldur. Þeir vom áreiðanlega margir, sem þá fundu návist Guðs vors lands, þökkuðu honum af hrærðu hjarta og hétu trúmennsku í starfí meðan ævin entist.“ Stétt með stétt, þjóðleg umbótastefna Hér að framan hefur verið vitnað til erindis Birgis Kjarans, alþingismanns, um sjálfstæðisstefnuna, sem og til Ólafs sögu Thors eftir Matthías Johannessen. Af þeim tilvitnunum má glöggt sjá, að Sjálfstæðis- flokkurinn var byggður upp, bæði að mál- efnum og fylgi, með allt öðmm hætti en hægri flokkar í Skandinavíu. Kjaminn í upphaflegri stefnu (1929) var að „undirbúa það að ísland taki að ftillu öll sín mál í eigin hendur . . .“ og „að vinna í innan- landsmálum að víðsýnni og þjóðlegri um- bótastefnu á gmndvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum". Flokkurinn hefur alla tíð lagt áherzlu á kjörorð sitt, „stétt með stétt", sem og al- menningsvelferð, atvinnu- og afkomu- öryggi. Annað mál er að talsmenn hans hafa haldið því fram að atvinnufrelsi — samkeppnisskipulag — skili mun meiri framleiðsluverðmætum — meiri þjóðartelq'- um á hvem vinnandi mann — en hagkerfí marxismans; sé af þeim sökum betur í stakk búið til að standa kostnaðarlega undir velferðarþjóðfélagi. Flokkurinn sæk- ir og fylgi sitt jöfnun höndum til launa- fólks og vinnuveitenda, hefur raunar lengst af haft meira launþegafylgi en Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag til sam- ans. Hægri flokkar í Skandinavíu byggðu á öðmm og þrengri viðhorfum. Þeir hafa að vísu breytzt mikið síðustu áratugi. Þeir hafa um sitthvað nálgast þau velferðar- sjónarmið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur alla tíð haldið trúnaði við, eins og bezt sést af hlutdeild hans í tryggingalöggjöf og af starfsemi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar undir meirihlutastjóm sjálfstæðismanna. Ekkert íslenzkt sveitar- félag hefur gengið lengra en Reykjavíkur- borg, undir stjórn sjálfstæðismanna, til að tryggja öryggi þeirra er minna hafa mátt sín, sjúkra og aldraðra, þó að þar megi efalítið enn betur gera. í þessu sambandi má og minna á þá staðreynd, að það var fyrir forystu Ragn- hildar Helgadóttur, þá heilbrigðisráðherra, sem lög vóru sett um lengingu fæðingar- orlofs, sem verður sex mánuðir frá og með árslokum 1989. Að þessu leyti má segja að hægri flokk- ar á Norðurlöndum hafí haft og hafí enn nokkuð að sækja til Sjálfstæðisflokksins. Hinsvegar skortir enn nokkuð á að hægt sé að setja samasemmerki milli sjálfstæðis- stefnunnar og þeirra. Sjálfstæðisflokkur- inn er íslenzkt en ekki „norrænt" fyrir- brigði. Hann hefur ekki átt sérstaka sam- leið með þröngum og fylgislitlum hægri flokkum á Norðurlöndum, þótt hagur þeirra sé að vænkast. Þeir hafa aldrei verið stærstu launþegaflokkar landa sinna. En þessir flokkar hafa dregið lærdóma af reynslu Sjálfstæðisflokksins — og hafa viðurkennt það. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur aftur á móti ekkert til þeirra sótt. Af þeim sökum er óþarfí að taka upp hægri manna tal þeirra. Enda er það ekki gert. Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir í viðtali við Morgun- blaðið í gær, aðspurður um samlíkingu Sjálfstæðisflokksins við hægri flokka á Norðurlöndum: „Sjálfstæðisflokkurinn á fyrst og fremst íslenskar rætur. Erlendar skírskotanir til pólitískra hugtaka eiga því ógjama við hann. Þess vegna höfum við ekki notað þetta „hægra“hugtak. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur alltaf verið séríslenzk borgaraleg breiðfylking. Það er mjög óvíða sem fijálslyndir flokkar erlendir hafa náð þeirri stöðu..." Konur í stjórnmálum Átta hundruð íslenzkar konur sóttu norræna kvennaþingið í Ósló, sem státar af tíu þúsund þátttakendum. Hátt í þijátíu byggingar á háskólasvæði borgarinnar vóru undirlagðar, enda um hundrað dag- skráratriði að velja dag hvem sem þingið stóð. Ekki er vafí á því að þetta fjölmenna kvennaþing, sem haldið er að frumkvæði Norðurlandaráðs, á eftir að setja svip á jafnréttisbaráttu komandi ára. Það eitt út af fyrir sig, hve íslenzkar konur fara fjölmennar á þingið, undirstrik- ar þann styrk, sem einkennir baráttu þeirra fyrir jafnstöðu í samfélaginu. Þessi bar- átta er háð á öllum vígstöðvum, ekki sízt á vinnumarkaði, en einnig innan stjóm- málaflokka. Hlutur kvennai sveitarstjóm- um og á þingi hefur farið vaxandi hin síðari árin. Enn skortir þó töluvert á að jafnræði sé á þeim vettvangi. 8^&trTBy' ___MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988___35 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. ágúst „Sjálfstæðis- f lokkurinn er hreinræktað íslenzkt fyrir- bæri, sprottinn úr í slenzkum jarð- vegi, skapaður af íslenzkri hugsun, til orðinn vegna íslenzkrar nauð- synjar og mótað- ur af íslenzkum staðháttum. Hug- myndaheimur sjálfstæðisstefn- unnar verður því ekki rakinn til annarra landa og þjóða á sama hátt og gera má til dæmis við hug- myndir og skoð- anir kommúnista og jafnvel sam- vinnumanna.“ Þessi jafnstöðubarátta er háð innan Sjálfstæðisflokksins sem annarra stjóm- málaflokka. Sá flokkur getur engu að síður státað af því að hafa brotið ísinn fyrir konur á mörgum sviðum stjómmála. Fyrsta konan, sem kjörin var á þing, Ingi- björg H. Bjamason, stóð að stofnun Ihalds- flokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins. Guðrún Lárusdóttir var ekki síður merkur brautryðjandi. Hún var þingmaður Sjálf- stæðisflokksins eins og margar þær konur sem brutu ísinn fyrir stjómmálastarf kvenna. Ingibjörg og Guðrún sátu ekki á þingi vegna þess að þær vóru konur, held- ur vegna mannkosta sinna og hæfíleika. Þessir eiginleikar em ekki sízt gott vega- nesti í stjómmálum, en minna er um þá talað nú en áður. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til Alþingis hafa um skeið verið valdir í próf- kjömm. Þar vega atkvæði kvenna og karla jafnt. Engu að síður skipa konur aðeins tvö sæti af átján í þingflokki sjálfstæðis- manna. Prófkjör, sem áttu fyllsta rétt á sér þá upp vóm tekin, hafa hin síðari árin farið úr skorðum að því leyti, að þau hafa hvorki tryggt jafnstöðu milli kvenna og karla né starfsstétta á framboðslistum flokksins, sem sækir fylgi sitt til allra starfshópa þjóðfélagsins. Af þeim sökum gætir vaxandi áhuga á því að kanna aðrar leiðir til vals á frambjóðendum innan flokksins, að minnsta kosti endmm ogeins, bæði til að rétta af stöðu mála að þessu .leyti og styrkja framboðin. Sjálfstæðiskonur hafa boðað aðgerðir til að styrkja sinn hlut í framboðum flokks- ins við næstu þingkosningar. Hlutur þeirra mætti og gjaman vera mun meiri. Mergur- inn málsins er þó sá að styrkja þær stoð- ir, sem sjálfstæðisstefnan hefur hvílt á frá upphafí. Þær stoðir felast í menningar- legu, stjómarfarslegu og efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar og „víðsýnni og þjóð- legri umbótastefnu — á gmndvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum". I þessari upphaflegu stefnu var sleginn sá tónn sem náði eyrum og hjarta þjóðar- innar. Margt hefur að vísu breytzt síðan þessar stoðir vóm reistar, hérlendis sem erlendis, en það „íslenzka þjóðarskap- lyndi", sem Birgir Kjaran talaði um, er samt við sig. Hinsvegar ber að forðast það „hlut- skipti annarra stjómmálastefna að staðna í blindri trú og stirðnuðum kennisetninga- flækjum . . .“ Með þessum orðum vill Morgunblaðið minna á uppmna og sögu- legt hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Stund- um vill það gleymast. Og þá ekki síður sú gamla og góða sjálfstæðisstefna, sem Morgunblaðið telur sig málsvara fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.