Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 38
i 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 Allt í skralli — hvað annað? Fyrsta viðbragð þegar flett er eftir útivist þriggja mánaða skammti af dagblöðunum, sem góðar konur raða upp í snyrtilega bunka meðan Gáruhöfundur er á flandri. Við að fá allan frétta- skammtinn í einu virðist koma eitthvert „system í galskabet", eins og sagt var meðan danska hættan ógnaði tungunni. Og auð- vitað er allt í skralli. Það er hinn eðlilegi gangur í því kerfi, sem svo vendilega hefur verið byggt upp á voru landi. Lögbundið hvert skref, svo ekki sé hægt að vera að víkja neinu til og elta aðstæð- ur. Allt orðið eitt reikningsdæmi. Hvað nefndir og stjómir eru enn að gera, annað en kinka kolli ábúðarmiklar, er ekki ljóst. Kannski þar finnist einn staður til að spara. Efnt er til neyslukönnunar. Kannað hve miklu heimilið vill eyða og í hvað — burt séð frá því hvort eytt er um efni fram, safnað skuldum eða keyrt áfram með óheyrilegri aukavinnu, nætur- vinnu eða tveimur greiddum störf- um samtímis. Tekið meðaltal. Þannig finnast þarfimar — allar þarfir og óskir jafn réttháar. Svo er bara að reikna hvað meðal- heimilið þarf til að geta lifað — svona. Það er upphæðin sem þarf að greiða í laun — auðvitað krafa um að það sé gert í dagvinnu. Enda vinnur fólk ekki svona mik- ið í öðrum löndum. Einfait reikn- ingsdæmi. Þegar vinnulaunin hækka tekur framleiðsian svo upp á því að hækka líka. Hvað annað? Nýjustu upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun eru að þrír fjórðu hlutar þjóðarkökunnar hafi í fyrra fallið í skaut launþegum á ís- landi.(Sjá mynd.) Stærsta laun- þegasneið í heiminum og stækkar sí og æ. Var 64% 1986. Annað einfalt reikningsdæmi. Pottþétt kerfi. Svo vilja einhveijir útlend- ingar upp á dekk, geta ekki skilið svona einfaldan hlut, að þetta verð þurfi að fá fyrir vöruna. Það er einfaldlega framleiðsluverðið á íslandi. Þeir eru bara ekkert vin- veittir okkur; að þeir skuli ekki skilja að við hér þurfum meira til að lifa á en þeir sem vilja selja þeim fyrir lægra verð, til að geta lifað eins íslendingum sæmir. Manni getur nú sámað! Ljúft er að láta sig dreyma. Og það gerum við auðvitað. Liggj- um í birkilautinni við smálækj- arsprænu í sólskininu og látum okkur dreyma um allt það sem getur bjargað málum. Reiknum allan gróðann af eldislaxinum væntanlega, refaræktinni, gáfum þjóðarinnar á raftækniöld, ferða- mönnunum sem muni streyma að af því þeir sáu okkar fagra landi bregða fyrir bak við tvo þjóðar- leiðtoga fyrir 2 árum, burt séð frá kostnaði o.s.frv. En hvort sem þröstur hefur nýlega flogið hjá með látum eða dreymandinn hrokkið upp við eitthvað annað, þá virðast allir draumamir búnir — utan einn. Þeir hafa horfið út í buskann á undanfömum mánuð- um. Blasir ekki þama við á síðum bjartsýnu dagblaðanna, að þjóðin, sem lá í makindum í birkilautinni sinni, er vöknuð upp með um- mæli frægrar sagnahetju úr ís- Iendingasögunum á vörunum: Ekki er mark að draumum! Og blöðin boða okkur nú þann dapur- lega sannleika að ekki muni refur- inn bjarga nema borgað verði með honum, ekki muni eldislaxinn bjarga nema hann fái fyrir- greiðslu í formi milljóna, ekki muni gáfumar vinna kapphlaupið við gáfumenn í útlöndum nema rækilega verði opnuð ríkisbuddan — þessi tómá — , ekki muni ferða- mennimir streyma í sívaxandi mæli með fullar buddur til að ausa úr í aðskiljanlega þjónustu. Draumar eru oft dáranna spádísir hefur í aldanna rás reynst nægi- lega mikill sannleikur til að verða að málshætti. Sem nútímafólk þekkir mest lítið, enda til óþurftar í draumalandinu. Samt verður maður dulítið dapur við að fá þetta svona á einu bretti og þurfa að vakna upp af öllum fögm draum- unum í einu. Lætur sér jafnvel detta í hug að ekki gat svosem öðru vísi farið með sama kerfi, sem útreiknað gefur sömu út- komu. Hvemig gætum farið öðruvísi að? Stjómmálamenn okk- ar í langan tíma búnir að reyra það allt í lög. Gagnar lítið þótt umheimurinn vilji ekki vera í takt við okkur. Vilji menn ekki borga fá þeir bara engar vörur frá okk- ur. Svo einfalt er það. Einn draumanna var hér und- anskilinn, enn óspmnginn. Virðist meira að segja í góð_u gengi. Draumurinn um álið. Álútflutn- ingurinn, sem nú er tæp 10% af vömútflutningi okkar, gæti þó enn bjargað nokkmm prósentum til viðbótar í tekjuliðinn. Tvöfal- dað hann? Eða meir. Sem er ekki ónýtt í stöðunni með fullnýtta fiskistofna og ofnýtt land. Gert okkur fært að selja rafmagnið úr fljótunum, sem enn streyma ónýtt í hafið. Ekki þó laust við að brygði fyrir í títtnefndum blöðum að endilega þyrfti að koma verðinu með einhveijum ráðum upp fyrir markaðsverð í útlöndum. Með því að hengja á það ný hafnarmann- virki, uppbyggingu bæjar með til- heyrandi þjónustu o.fl. Ekki stað- setja það þar sem höfn er fyrir, vinnukraftur og þjónusta fyrir hann og nýta svo tekjumar handa öllum landsmönnum. Gera útlend- ingum að kaupa með byggða- stefnuna, sem hefur reynst okkur svo vel. Kannski tekst okkur enn að koma verðinu þama upp fyrir það sem aðrir vilja borga, bansett- ir skúrkamir sem ekkert skilja. Það verði þyturinn sem vekur okkur upp, eins og af öllum hinum draumómnum. Og þar með er draumurinn búinn! I útkominni ferðabók eftir Aldous Huxley frá 1925 rakst ég nýlega á ummæli hans um fílana í Indlandi, þar sem hann var þá á ferð. En á þeim ámm varð Huxley þekktur sem blaðamaður, eins og hann varð siðar frægur rithöfundur. Dagbókargreinar hans og ummæli vöktu strax mikla athygli heima í Bretlandi. Gámhöfundur var að lesa þessa skemmtilegu dagbók hans frá Indlandi á lestarferð nýlega og nú skýtur af einhveijum dularfull- um ástæðum upp í hugann hug- leiðingu hans þegar hann var að skoða fíla í nýlendu hennar há- tignar: „Þar sem dýrin em heimsk og hafa ekkert hugmyndaflug þá hegða þau sér stundum viturlegar en mennimir. Þau framkvæma af hæfni og ósjálfrátt það sem þarf og þegar þess þarf. Þau borða þegar þau em svöng, leita að vatni þegar þau em þyrst, elsk- ast á réttum árstíma og leika sér þegar þau hafa tíma til þess. Mennimir em gáfaðir og hug- myndaríkir, þeir líta aftur og fram á við, þeir búa sér til snjallar skýr- ingar á fyrirbæmnum sem þeir sjá, þeir leita flókinna og krók- óttra leiða til að ná langtíma markmiðum. Gáfumar sem hafa gert þá að hermm heimsins, láta þá stundum hegða sér eins og kjána . . .“ Þetta em ummæli Huxleys. Þó hafði hann ekki kynnst okkar tímum. Hvað þá einstökum gáfuþjóðum nútímans. Nú viljum við eta allt í ótakmörk- uðu magni án þess að bæta á okkur holdi, eignast allt án þess að vinna fyrir því, vita allt án þess að hafa fyrir að læra það og elskast hvenær sem er án þess að eignast böm — og hvar sem er án þess að taka áhættu af þeim sjúkdómum sem með fjöllyndinu berast. ~ jEí i f . . wgm m É0B y- SKEMMUVEGI 4A, KÓPAVOGI Símar 76522 og 76532 Komið og gerið yðar bestu rúm- og dýnukaup í áratugi. Rúm við allra hæf i - Vatnsrúm - Kojur. Handklæði, baðmottusett gluggatjöld, rúmteppi. Sængur við allra hæfi. Dún, fiður og gerviefna fylltar. Springdýnur, heilsudýnur, latexdýnur. Sængurverasett í miklu úrvali. STORLÆKKAÐ VERÐ Sjáumst á SKEMMUVEGI4A, KÓPAVOGI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.