Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Jóhannes Kári Frá vinstri: Ingibjörg ívarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Hallgrímur og Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur við magaspeglunar- tæki Landsspitalans. „Ég segi oft í gríni við sjúklinga mína að ef þeir geti borðað spag- hetti þá geti þeir eins farið í maga- speglun!" Áhættuþættir Hallgrímur var spurður að því hverjir væru áhættuþættimir hvað varðaði sárasjúkdóm í maga og skeifugöm. Hann nefndi þijá sannaða áhættuþætti: 1. Reykingar „Reykingar auka hættu á sári í maga sem og skeifugöm. Áhættan eykst því meira sem reykt ér. Sárin gróa jafnframt hægar og hættan á því að þau taki sig upp aftur stófeykst. Reykingar eyðileggja einnig að nokkm marki áhrif lyijameð- ferðar við sárasjúkdómum. Þess- ar staðreyndir gefa því reykingafólki enn eina ástaeðu til að koma úr úr kófínu." 2. Lyf „Verkjastillandi og bólgueyð- andi lyf sem innihalda aspirín og skyld efni, eins og indomet- hasín eða naproxen, geta valdið bólgum í maga og magasárum. Orsök þess er sú að þessi lyf hindra framleiðslu á prostagl- andinum en prostaglandín gegna einmitt veigamiklu hlutverki í vöm slímhúðarinnar gegn árás- arþáttum eins og sýmnni og pepsíninu. Prostaglandín em tal- in auka slímmyndun í maga sem og framleiðslu á bikarbónatjón- um (HC03-), sem eins og áður sagði, hlutleysa sýmr. Jafnframt auka prostaglandín blóðflæði til slímhúðar magans og stuðla að endumýjun á slímhúðarfrumum. Þar sem aspirín (t.d. magnyl) em mjög algeng lyf á heimilum má telja sennilegt að þau hafí orsakað mörg magasárstilfelli í gegnum tíðina. Parsetamól (t.d. panodíl) hafa svipaða verkan og áðumefnt lyf. Þau hafa það hins vegar fram yfír aspirín að valda ekki skemmdum á magaslímhúð. 3. Erfðir. „Sannað þykir, að erfðaþættir hafí mikið að segja hvað varðar sjúkdóm af þessu tagi. Ef maður á nákominn ættingja sem hefur fengið sár þrefaldast líkur á því að hann fái meinið sjálfur. Rann- sóknir hafa einnig leitt í ljós að meiri líkur séu á því að maður í O-blóðflokki fái skeifugamars- ár heldur en maður í A-, B-, eða AB-flokki. Við vitum ekki enn af hveiju þessi tengsl em til staðar." En hvað með streitu, alkohól, kaffi og mataræði? „Það er umdeilt hvort streita valdi sári og ekki sannað. Hins veg- ar er reynsla mín og fleiri lækna sú, að þeir sem em stöðugt undir álagi séu líklegri en aðrir til að fá hinn eiginlega sárasjúkdóm í efri hluta meltingarvegs, einkum í skeifugöm. Það er aftur á móti vel þekkt fyrirbrigði að mikið andlegt og líkamlegt álag samfara alvarleg- um veikindum stuðlar að myndun sérstakra sára í maga, svokailaðra stresssára. Alkóhól í of miklum mæli hefur óæskileg áhrif á slímhúð magans og getur valdið bólgum og blæðing- um en ekki hefur verið sýnt fram á að alkóhól valdi sámm beinlínis. Reyndar hefur verið ýjað að því að hófleg vínneysla flýti fyrir græðslu sára í skeifugöm." Um áhrif mataræðis á sárasjúk- dóma af þessu tagi kvað Hallgrímur það ekki sannað að nein ákveðin fæða ylli eða læknaði sjúkdóminn. „Kryddaður matur og kaffí gera það oft að verkum að einkenni magasárs versna. Kaffi, með eða án koffíns, eykur framleiðslu á salt- sým í maga en þó er með öllu ósannað að þessi drykkur eða krydd orsaki sjúkdóminn. Meðferð á maga- og skeifugarnarsárum Hallgrímur sagði að ef það upp- götvaðist við speglun að sjúklingur væri með magasár yrði að hefja lyQameðferð eins fljótt og unnt væri. Meðferð sjúkdómsins fælist einkum í lyfjagjöf en einnig væri fólki eindregið ráðlagt að hætta reykingum og hætta að nota asp- irín og skyld lyf ef slíkt væri fyrir hendi. Ef álag hvíldi á sjúklingnum í daglega lífínu væri honum eða henni ráðlagt að slaka á og halda vinnutíma innan skynsamlegra marka. „Áður fyrr vom engin lyf til við sjúkdómnum og aðgerð var eina meðferðin sem hjálpað gat sjúkl- ingnum. Var þá numinn brott hluti magans og/eða skorið á taugar sem liggja til magans. Nú þarf miklu sjaldnar að grípa til slíkra aðgerða því mörg ágætislyf em komin til sögunnar." Hallgrímur sagði að lyfjunum mætti skipta í tvo flokka. í öðmm flokknum væm lyf sem hefðu áhrif á sýmna. í hinum væra lyf sem styrktu vamarkerfið. í fyrmefnda flokknum em að sögn Hallgríms algengustu lyfín sem gefín em við þessum sjúkdómum, svokallaðir histamínblokkarar. Þann flokk fylla lyf eins og cimetdín og ranitidín (tagamet, gastran, asýran og zantac). Áhrif þeirra em á þann veg, að þau setjast á viðtaka á sým- myndandi frumum magans sem ætlaðir em efninu histamíni og vama því aðgöngu. Histamín örvar einmitt sýmframleiðslu þessara fruma. „Þessi lyf minnka þvl sýmmynd- un og stuðla að því að sárið grói. Hallgrímur sagði að rannsóknir hefðu léitt í ljós að magasýrafram- leiðsla að nóttu virtist eiga gildast- an þátt í að valda og viðhalda sá- ram. Því hneigðust læknar að því að ráðleggja sjúklingum að taka einn stóran skammt af þessum lyfj- um að kveldi. Önnur tegund lyfja, sem að sögn Hallgríms em notuð, er sýmbind- andi lyf. Þau hafa ekki áhrif á sýra- myndun en hlutleysa saltsýmna með því að bindast H+ jónum henn- ar. Þau era flest uppbyggð af komplexsamböndum magnesíums eða alúmíníums. Lyfín era til ýmist á vökva- eða töfluformi og kannast eflaust margir við lyfín silgel, gelus- il og novalucid. Lyfín verka hins vegar í miklu styttri tíma en hist- amínblokkaramir og em því ekki eins hentug við að kveða niður sár.“ Dæmi um lyf í síðamefnda flokknum er lyfíð sucralfat (an- tepsín). Það eykur myndun prosta- glandína. Auk þess binst lyfið pepsíni og gerir það óvirkt. Að sögn Hallgríms em vísinda- menn að þreifa sig áfram með prostaglandínsambönd en eins og áður hefur verið greint frá örva þau ýmsa vamarþætti slímhúðarinnar, auk þess sem prostaglandín draga reyndar einnig nokkuð úr sýmfram- leiðslu. Enn sem komið er hafa þessi lyf sýnt fremur litla getu við að græða sár. Jafnframt hafa þessi efni haft aukaverkanir í för með sér. Má þar nefna niðurgang en auk þess er hugsanlegt að þau hafi áhrif á legvöðva sem leitt geti til fósturláts. Hallgrímur sagði þó að vonir stæðu til að takast mætti að þróa sérhæft og kröftugt prosta- glandínefni sem hefði ekki óæskileg áhrif annars staðar í líkamanum. Omeprazol er nýtt lyf, sem senni- lega kemur á markað hér áður en langt um líður. Lyfíð lofar mjög góðu að sögn Hallgríms, það er geysilega kröftugt og læknar næst- um öll sár. „Það skrúfar bókstaflega fyrir alla magasýmframleiðslu með því að gera óvirkan ákveðinn efna- skiptahvata í sýmfmmunum. Mag- inn verður þannig sým- og sáralaus en það kemur heim og saman við gömlu þumalfíngursregluna: Engin sýra, ekkert sár. Það er þó spuming hvort þetta lyf sé e.t.v. of kröftugt. Algjört sýruleysi f maga orsakar ijölgun baktería þar, sem til langframa gæti valdið heilsufarslegum vanda- málum." Hallgrímur kvað nú mikið vera lagt upp úr fyrirbyggjandi meðferð. „Sjúklingur kemur til læknis með sárasjúkdóm. Sárið er grætt með lyfjum í fullum skömmtum en síðan er sjúklingurinh e.t.v. tekinn í fyrir- byggjandi meðferð. Hún byggist á því að sjúklingur taki áfram hálfan skammt af lyfínu, t.d. cimetidin, um óákveðinn tíma. Þetta á sérstak- lega við um þá sjúklinga sem hlotið hafa endurtekin sár eða alvarlega fylgikvilla eins og blæðingar." Eru sárin vegna bakteríusýkingar? Að sögn Hallgríms beinast augu lækna nú æ meira að þeim rann- sóknum sem leitt hafa í ljós að ein tegund bakteríu, Campylobacter pylori, valdi hugsanlega sárasjúk- dómum í maga og skeifugöm. Þessi baktería festir sig kyrfílega í slímhúðina og virðist skemma hana. Rannsóknir hafa sýnt að 70—90% þeirra sem greinast með maga- og skeifugamarsár hafa bakteríuna. Ekki er þó ljóst hvort bakteríuvöxt- urinn er orsök eða afleiðing sjúk- dómsins. Það þykir þó víst að maga- bólga geti orsakast af þessari sýk- ingu. Þetta sannaði ástralskur læknir sem gerði tilraun á sjálfum sér með því að taka bakteríuna inn. Hann fékk skömmu síðar bráða magabólgu. Hallgrímur taldi þetta opna nýjar leiðir hvað varðaði meðferð á maga- bólgum og sámm. Það má hugsa sér að í framtíðinni verði unnt að nota sýklalyf við þessum sjúk- dómum. Menn bíða spenntir eftir endanlegum niðurstöðum þessara mála. í framhaldi af þessu gat Hall- grímur þess að lyf með fmmefninu bismút (t.d. De-Nol) hefðu verið notuð í Evrópu um nokkurt skeið við að græða sár í maga- og skeifu- göm og gæfu þau góða raun. Lengi vel héldu læknar að hægt væri að þakka hinn góða árangur lyfsins því að það skerpti á slímframleiðsl- unni, en nú hefur komið á daginn að efnið drepur einmitt þennan campylobacter-sýkil og græðir e.t.v. sárin á þann hátt. Örþróun Af framansögðu er greinilegt að margt er í burðarliðnum hvað varð- ar meðferð á magasámm. Greining- artæknin er orðin fullkomnari en nokkm sinni fyrr en ekki er þó síður mikilvægt að alltaf er verið að prófa ný lyf gegn þessum sjúkdómi sem hijáir svo marga. Af orðum Hallgríms Guðjónsson- ar má þó draga þá ályktun að við getum sjálf að nokkm leyti stjómað framgangi sjúkdómsins með því að þekkja takmörk okkar. Ef reykingamaður fær magasár er honum auðvitað fyrir bestu að hætta reykingum. Eins má segja um fólk sem þjakað er af streitu eða þolir ekki aspirín og önnur skyld lyf. Þó magasár sé sjaldnast lifshættulégur sjúkdómur getur hann haft mikil óþægindi í för með sér og leiðir ósjaldan til vinnutaps. Þessi sjúkdómur er því ekki undan- skilinn þeirri meginreglu að vaka sjálfur yfír eigin heilbrigði. TEXTI: JÓHANNES KÁRI KRISTINSSON Kvöld- skemmtun í Yíðistaða- kirlqu KÓR Flensborgarskóla heldur í söngför til Ítalíu um miðjan mán- uðinn. Af því tilefni heldur kór- inn kvöldskemmtun í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í kvöld kl. 20.30. Á kvöldskemmtuninni verður fjölbreytt dagskrá og kaffíhlaðborð. Skemmtunin er liður í §áröflun kórsins fyrir Ítalíuförina. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir. (Fréttatilkynning) Ljósmynda- sýning- Ingu Sólveigar INGA Sólveig sýnir ljósmyndir í sýningarsalnum „Undir pilsfald- inum“ Vesturgötu 3b. Inga Sólveig lauk BA-prófí í list- um frá San Francisco Art Institute 1987. Þetta er fyrsta einkasýning Ingu á íslandi en hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Bandaríkjunum. Sýningin í sýningarsalnum „Undir pilsfaldinum" stendur frá 6.—20. ágúst og er opin daglega kl. 15-21. (Fréttatilkytining) Ljósmynd eftir Ingu Sólveigu tekin í Boston árið 1987. Pennavinir Þrettán ára fínnsk stúlka með áhuga á íþróttum, bókalestri, bréfa- skriftum, tónlist o.fl.: Henna Karkk inen, Suntiontie 3, 94400 Keminmaa, Finland. Þrettán ára dönsk stúlka með áhuga á fímleikum: Mette Schacht Laursen, Tornebakken 16, 8240 Risskov, Danmark. Nítján ára piltur frá Ghana með áhuga á íþróttum, tónlist, póstkort- um o.fl.: Williams Ofosu Lane, P.O.Box 1540, Sunyani-B/A-Region, Ghana. Sextán ára fínnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Sari Toivonen, Rekolantie 20, 45740 Kuusankoski, Finland. Tólf ára dönsk stúlka með áhuga á handbolta: Malene Therkildsen, Vejlby Vænge 187, 8240 Risskov, Danmark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.