Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 .23 ——77————:-T~ r~r<—1 a . , Starrastaðir í Lýtingsstaðahreppi i Skagafirði. Jómfrú Þórunn sótti það fast að komast á hestbak. inn og gæðingana. Amar sagði að Rauður sinn væri latur og leiðinleg- ur og svo lifandis óþekkur þegar hann væri einn í hringnum. Faðir hans sagði að þetta mundi allt lag- ast, hann yrði orðinn framúrskar- andi reiðmaður strax eftir ferm- ingu. Yfír uppvaskinu og kaffísopanum á eftir röbbuðum við um búskapinn og Eyjólfur sagði mér að hann hefði skorið mikið fé niður, hefði verið með 150 kindur í fyrra, en aðeins 28 núna, svona rétt fyrir heimilið. Eftir að kvótakerfíð var sett á hefði það komið betur út fyrir þau að vera eingöngu með kýmar. Ég spurði hann hvort þessi niðurskurð- ur allur væri út af beitinni, en hann kvað svo ekki vera. „Það er kjötið sem er alltof dýrt, fólk hefur hrein- lega ekki efni á að kaupa það. Það á að lækka kjötið og stöðva þessar niðurgreiðslur. Ég fæ ekki nema 3.500 krónur fyrir 15 ktlóa lamb, en á hvað kaupir þú lærið út í búð?“ Ja, síðasta lærið sem ég keypti hafði víst kostað 1.700 krónur, og ekki laust við að manni sámi ok rið. „Þetta kvótakerfi geric það að verkum, heldur Eyjólfur áfram, að menn framleiða ekki eins mikið og þeir gætu og vildu, og verður kannski til þess að margir hætta búskap. Það er einkennileg land- búnaðarstefna sem rekin er í þessu landi.“ Þurrkurinn hefur látið standa á sér í Skagafírðinum síðustu dagana og ekki laust við að bændur séu orðnir óþreyjufullir. En María segir að það hafi nú engin alvarleg áhrif á sálina því skagfírskir bændur séu mátulega kærulausir. „Ef þeir fara á þorrablót þá eru þeir ekkert að flýta sér heim til að komast í fjósið á réttum tíma. Þeir fara bara beint af þorrablótinu í fjósið". Já þeir þurfa nefnilega að syngja líka skagfirsku bændumir. í sveit- inni eru tveir kórar fyrir utan kirkjukórinn, Karlakórinn Heimir og Rökkurkórinn. Og þau hjónin voru nýkomin úr söngferðalagi frá ísrael með karlakómum og höfðu frá mörgu að segja þaðan. Kvöldið hefur lagst yfir sveitina og sinfónían (loftinu kallar á menn út til að hlusta. Við María ákveðum að rölta niður í gróðurhús og Erla slæst í for með okkur. En úti á hlaði bíður nýkominn’ heimilismað- ur. Það er fressið Nebbi, einn sá fallegasti köttur sem ég hef séð, enda lifir hann bara á mjólk og mús að sögn Maríu, og fara af honum margar hetjusögur fyrir veiðsnilli. Hann labbar virðulega á undan okkur niður stíginn eins og honum hafi verið falið það verkefni að kynna helstu nýjungar í gróður- húsarækt. Fíkjus Benjamín Maríuerlan flögrar inni í gróður- húsinu hjá nöfnum sínum, hér kann hún við sig inni í suðrænum hita og angan blómanna. María er með pottablóm, um 30 tegundir, og svo afskorin blóm. Athygii vekur gulur kaktus sem sker sig svo frekjulega úr, en uppáhaldsblóm Maríu er Fíkjus Benjamín sem hún segir að verili stórt og fallegt tré með tíman- um. Gróðurhúsavinna er afar seinleg, það tekur langan tíma að vökva, og svo þarf að sá, prikla og um- potta, og María segir að stundum geti þetta verið ansi mikil púlvinna þegar hún þarf að rogast með gróð- urkassana sem eru níðþungir. En þá hleypur Eyjólfur undir bagga með henni og „þvælist með þessa fjárans kassa fram og til baka“. María fær plöntumar á haustin frá Hollandi, og þá eru laukarnir settir í plastkassa, mold sett á botn- inn, laukunum raðað þétt og sand- lag sett ofan á, síðan er þetta vökv- að og kössunum staflað inn í kalt og dimmt jarðhús þar sem þeir eru geymdir. Það tekur þá síðan þtjár vikur að blómstra eftir að þeir koma inn í gróðurhúsið. Hún selur blómin til Blönduóss, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Akur- eyrar. Vikulega sendir hún afskorin blóm til Varmahlíðar og svo koma viðskiptavinimir að Starrastöðum til að versla. „Það er svo gaman að kaupa sér blóm þegar maður er búinn að gera allt fínt hjá sér fyrir helgina, það er svo sparilegt," segir María og brosir. En vinnudeginum er ekki lokið hjá bændum þótt nóttin hafí heils- að. Hófaskellir hróp og köll hejrast utan af túninu og þegar við gáum að, sjáum við hvar Éyjólfur er kom- inn á hestbak og rekur á undan sér kálfahóp sem stolist hefur í túnin. Þetta er eins og atriði út kúreka- mynd og við fylgjumst öll spennt með. „Þeir eiga að vera hér fyrir ofan í fjallinu, segir María, en stelast í túnin út af beitinni, svo eru þeir farnir að sækja í kýmar.“ Það er ekki að spyrja að, alltaf sama nátt- úran í þessu. Polli er öskureiður út í kálfana og djöflast í kringum þá, því honum sárleiðist svona vesen á kvöldin. Hann hefur alla tíð verið kvöldsvæf- ur „ og því fær hann bara bauga undir augun og hrukku milli augn- anna þegar hann þarf að vaka svona.“ Fjósasögur Vinnumaðurinn Erla stendur í fjósinu í morgunsárinu og er að hefja mjaltir. Komin í slopp og búin að taka hárið frá andlitinu, fasið minnir á hjúkrunarfræðing. „Margir halda að kýr séu heim- skar því þeir vita ekki betur, segir hún um leið og hún setur mjaltavél- ina á fremstu kúnna. Þegar það rignir úti þá bíða þær mígblautar við hliðið og horfa á mann ásökun- araugum." „Já, Erla getur víst sagt ykkur ýmislegt um sálarlíf kúnna,“ segir Eyjólfur, „og sennilega er margt til í því sem hún segir, því sumar em skjmsamar, aðrar grunnhyggnar.“ „Þessi héma til dæmis, segir Erla og klappar þeirri fremstu, heit- ir Héla og mjólkar mikið. Hún er stór og mikil, svona húsmóðurleg og brjóstgóð. Rifa er aftur á móti stressaðasta kúin, en verður gæfari með hveijum degi, sjáðu þegar ég klappa henni, hún þykist ekki vilja það, hristir hausinn en lyftir halan- um og kemur upp um sig.“ Ein kýrin er að drepast úr for- vitni og teygir til okkar hausinn. „Já, þetta er hún Sunna og kemur að sunnan. Sennilega fínnur hún einhveija sunnlenska lykt héma í fjósinu núna. Hún hefur alltaf verið dálítið stór með sig. En héma sérðu fallegustu kúna, hana Rauðbrá. Hún er alveg fullkomin, með fallega byggingu (og stúlkan strýkur allri kúnni), með falleg augu (kýrin mænir í aðdáun á stúlkuna), og svo er hún sífellt að þvo sér, sést aldrei skítablettur á henni. Finndu ilmandi lyktina af feldinum, svona lykta þær allar.“ Og hún grefur andlitið í feld- inn og lyktar, og kýrin þefar jafn innilega af henni. Hyma, blíðlynd kú sem á að bera í haust og mjólkar því ekkert enn, getur aldrei verið kyrr á básnum og er nú búin að snúa sér alveg við til að geta hlustað á samræðum- ar. Eyjólfur er orðinn langþrejdtur á óþekktinni í henni: Snúðu þér við þama! Og tautar svo: Andskotans frekja er þetta alltaf. Og svo er það hún Dúlla sem er minnst og frekust, Frekja sem stal alltaf mjókinni frá hinum kálfunum þegar hún var lítil, Lína sem er vitrust af þeim öllum, og sjálf ma- donnan Fenja, mikil mjólkurkýr sem Erla segir að sé alltaf svo pipar- júnkuleg. „Þetta eru allt saman mæðgur, systur og frænkur sem eru héma í fjósinu," segir hún að lokum. Mér fínnst ég vera stödd í fjöl- skylduboði og hneigi mig ofan í gólf af kurteisi þegar ég kveð frúm- ar. Allan heimsins tíma Þótt ekkert verði heyjað þennan daginn þá er meira en nóg að gera. Vinnumaðurinn er nú kominn út í gróðurhús og selur þar séra Ólafí Hallgrímssyni á Mælifelli nokkur pottablóm, en jómfrú Þórunn sækir það fast að komast á hestbak. Stóðið allt er uppi í fjalli en heima við bæinn eru sex hestar og er jóm- frúin sett á bak elsta hestinum og teymd um túnið af pabba sínum. Þá heyrast miklir skruðningar inn- an úr fjárhúsi þar sem tvö naut eru geymd og hefur þá annað þeirra sloppið yfír garðann sem er þó hátt jrfir þeim. Eyjólfur og Arnar hlaupa inn, en nautið er kolbijálað og bölv- andi og ætlar í Amar sem á fótum sínum flör að laurta og getur stokk- ið upp í hlöðuopið. En boli vogar sér ekki í bóndann, sem hafði náð sér í prik og þurfti ekki annað en að lyfta hendinni, þá lét boli undan síga. Við emm steinhissa á því hvern- ig nautið slapp yfír garðann, en Eyjólfur segir að þetta böðlist yfír allt, illskan sé svo mikil í þeim. „Ég slátra þeim í haust.“ Eitthvað annað en madömumar í flósinu. Eftir hádegið þarf bóndinn að stinga út, þ.e. hreinsa undan kálf- unum og nýtur aðstoðar sveitunga síns Magnúsar Guðmundssonar. Garðyrkjubóndinn hefur líka í mörgu að snúast. Blómin heimta sína umönnun engur síður en ung- bamið, og bústörfín taka sinn tíma. Aðkomufólkið fær stórsteik í há- deginu og tertur f kaffínu og er að springa af öllum velgjörðunum. María er mikil búkona og ekkert smáræði sem hún gerir á haustin. Sýður niður rababarasultu, kræki- beija og blábeijasultu, tómatasultu og rifsbeijahlaup. Tekur slátur, hanterar Iqotskrokka, býr til bjúgu og sýður nautatungur sem hún reykir sjálf, saltar niður kjöt og býr til kæfur og rúllupylsur og margt fleira. Maður minnist ekki einu sinni á baksturinn. Þau hjónin hafa í hyggju að byggja annað gróðurhús, en fyrst ætla þau þó að byggja kálfahús og gera endurbætur á íbúðarhúsinu. Nóg að gera hjá þessum samhentu hjónum en þau virðast þó hafa allan heimsins tíma. Tíma fyrir bömin sfn, umhverfi sitt og áhugamálin. „Það besta við að vera bóndi, segja þau, er snertingin við náttúruna.“ Firring og hraði tækninnar hefur ekki náð völdum hér þótt þau noti sér óspart allar nýjungar. Orð Þór- unnar litlu voru full af visku þegar hún sagði: Mamma mín er stundum á dráttarvélinni þegar pabbi er að heyja. Þegar við fórum með gulan kakt- us f farangrinum var fuglinn farinn frá hliðinu, en í túninu þar skammt frá hafði lóuhópur komist í veislu. Maðkarqir höfðu komið upp eftir rigninguna, sem maður tók eigin- lega aldrei eftir. Viðtal: Kristín Maija
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.