Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 63
SB T?Tjr>A ? HUDACTTJIWTTS CTTGAí.THHTJOÍTOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 63 Jóhann Hjálmarsson skrifar fra Spáni Don Quijote Riddarinn Don Quijote er alltaf nálægur á Spáni og með honum skjaldsveinn hans, Sancho Panza. Nýjustu fréttir af þeim félögum eru þær að rithöfundurinn Camilo José Cela hefur tekið að sér að semja 18—20 þætti fyrir spænska sjónvarpið byggða á meistaraverki Miguel de Cervantes. Þetta efni hefur lengi verið Cela hugleikið og búist er við að hann ljúki verkinu á næsta ári. Camilo José Cela vakti fyrst verulega athygli árið 1942, en þá var hann 26 ára og sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína af mörgum: Pascual Duarte. Skáldsagan var fljótlega gerð upptækk af ritskoð- uninni. I henni fjallar Cela af nístandi raunsæi um ofbeldi og ógnir. Raunsæisstefnu Cela fylgdu svo ýmsir merkir höfundar eftir, meðal þeirra Carmen Lafortes, Miguel Delibes og Luis Romero. Höfundar sem voru böm að aldri í borgara- styijöldinni létu líka að sér kveða, einkum Ana María Matute. Einnig má nefna bræðuma Juan og Luis Goytisolo, Rafael Sánchez Ferlosio og Luis Martín-Santos. og dæmi em um, m.a. í íslenskri skáldsagnagerð, nálgast skáldsag- an ljóðið. Gullöld ljóðlistar á Spáni hófst á þriðja áratugnum og stóð með mikl- um blóma á þeim §órða og mun lengur. En skáldsögur vom líka skrifaðar og höfðu verið skrifaðar. Miguel de Cervantes er ekki eini Spánveijinn sem samið hefur mark- verða skáldsögu. Fyrstu áratugi aldarinnar settu skáldsagnahöfund- ar á borð við Pío Baroja, Miguel de Unamuno, Vicente Blasco Ibánez, Ramón del Valle-Inclán og * er hér Azorín svip sinn á spænskar bók- menntir. Meðal annarra merkra skáldsagnahöfunda verður ekki komist hjá að nefna Ramón Pérez de Ayala og Gabriel Miró. Miguel de Unamono sem líka var heimspekingur og skáld og rektor háskólans í Salamanca var hin mesta eldsál. Hann lærði dönsku til þess að geta lesið Sören Ki- erkegaard á fmmmálinu. Unamuno var frá Baskalandi eins og Pío Baroja. Meðal kunnustu skáldsagna Unamunos er Amor y pedagogía Camilo José Cela (Ást og kennslufræði, 1902). Gagn- rýnendur hafa talið þessa skáldsögu boða upphaf skáldsagnagerðar tutt- ugustu aldar á Spáni. í henni segir frá föður sem reynir að ala son sinn þannig upp að úr honum verði snill- ingur, en málin þróast öll á hin^ versta veg. Riddarasögur em enn skrifaðar á Spáni. Fyrir tveimur ámm sendi Ana María Matute frá sér skáldsög- una La torre vigia (Varðturninn). Skáldsagan sækir efni sitt til mið- alda, Qallar um ævi glæsts riddara. Að margra dómi tekst Ana María Matute einkar vel að laða fram andrúmsloft hins liðna, en tilgangur hennar er fyrst og fremst að sýna háska og fáfengileika valdsins. Að því leyti á hún sér ekki ósvip- að markmið og Miguel de Cervant- es og minnir enn á návist Don Quijotes í spænsku þjóðlífi. í skáldsögum þessara höfunda bar töluvert á sóíalrealisma, boð- skapurinn skipti oft mestu máli. Meðal þeirra sem ekki létu við svo búið sitja vom bræðumir Goytisolo. Juan var orðinn mjög vinsæll skáld- sagnahöfundur þegar hann sneri við blaðinu og fór að skrifa í til- raunakenndum stíl um vanda Spán- ar og gagnrýndi af grimmd jafnt vinstri- sem hægrimenn. Luis hefur líka skrifað nýstárlegar skáldsögur í tilraunastíl, ekki síst íjögurra binda verk: Antagonía. Sú þróun heftr orðið á Spáni eins og víða annars staðar að skáld- sagnahöfundar hafa ekki síður lagt áherslu á form en efni. Meðal slíkra höfunda er José Manuel Caballero Bonald, Alfonso Grosso og Juan Benet. Fjöldi ungra skáldsagnahöf- unda hefur komið fram á Spáni að undanfömu og því er ekki að neita að margir þeirra virðast sækja inn- blástur í verk skáldsagnahöfunda frá Suður-Ameríku. Vitanlega er Jorge Luis Borges áhrifavaldur, en þeir sem virðast hafa haft mest gildi fyrir þessa ungu höfunda em Argentínumaðurinn Julio Cortázar, Mexíkaninn Carlos Fuentes og Mario Vargas Llosa frá Perú. Kól- umbíumaðurinn Gabriei García Marquez hefur skilið eftir sig spor, enda bjó hann lengi í Barcelona. En Cortázar, Fuentes og Vargas Llosa em mest ræddir á Spáni og mikið um þá skrifað. Það er eins og ungir spænskir skáldsagnahöf- undar búi dálítið í skugga þessara þriggja höfunda hvað sem síðar verður. MORGUN 8. ÁGÚST HEFST3JA DAGA Eitt sem þykir einkenna yngstu höfundana er ljóðræn hneigð, stundum á kostnað frásagnar. Eins DRÁ TTARVÉUN -sú mest selda ÍSTÉKK, Lágmúla 5. S. 84525. SKYNDISALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.