Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 67 Hvað geturðu sagt um þennan skóla? Ég er í Audio-Visual-deild, sem þýðir að í henni er kennd ljósmynd- un, kvikmyndun og teiknimynda- fsrð, ég sérhæfí mig í ljósmyndun. arna er líka svokölluð Fine Art- deild sem felur í sér höggmynda- gerð, málun og grafík og svo De- sign-deild sem kennir glergerðarlist, keramik og málmlist. Svona er skól- inn byggður upp í megindráttum. 70% námsins er verklegt og 30 bóklegt. í þeim hluta er kennd lista- saga, ljósmynda- og kvikmynda- gagnrýni, ýmislegt um listir og stefn- ur og alls kyns sálarfræði. Auglýs- ingasálfræðin er mjög merkileg. Þar erum við látin kryfja myndir, spáum í hvemig fólk les úr myndum og hvaða áhrif þær geta haft. Við erum vöruð við kynþáttafordómum og kynjamisrétti og öðlumst ný sjónar- mið og öðruvfsi hugsanagang. Skól- inn er sá þekktasti í Bretlandi hvað varðar heimildaljósmyndun og þar liggur minn áhugi meðal annars. Hvaða verkefni hefur þú tekið fyrir sérstök? Fyrstu tvö árin gerum við heilmik- ið af ritgerðum og ljósmyndun auð- vitað, höfum fengið verkefni í sam- bandi við portrett, landslag, grafík, heimildaverkefni, stúdióverkefhi og svo frjáls verkeftii. Mjög oft kemur það fyrir að við fáum utanaðkom- andi kennara sem eru mjög þekktir á sínu sviði til að kenna okkur í ákveðnum verkefnum. Síðasta önnin núna á öðru ári var alveg frí og ftjáls. Hana áttum við að nota til að ákveða hvað við ætluðum að taka sem lokaverkefni á næsta ári. Á því ári erum við alveg sjálfráð um hvað við gerum og einnig hvaða efni við notum í BA-ritgerðina sem ég er einmitt að byija að skrifa núna. HÚn ijallar um íslenska þjóðtrú og þau áhrif sem hún hefur haft á þjóð- félagið og íslenska listamenn í gegn- um tíðina. Mér finnst þetta viðfangs- efni spennandi. Það er merkilegt hversu ríkt þetta er í fólki enn þann dag í dag, ég á t.d. ömmu sem trúir því staðfastlega að hún hafí leikið sér með huldufólki og álfum og séð alla dýrðina og svo er um fleiri. Verklega lokaverkefnið er um stere- otýpur, mér fínnst svo gaman að fylgjast með því hvemig þær eru notaðar í auglýsingum, settar upp sem kjarnaijölskyldan, mamman, pabbinn, litla stelpan og strákurinn. Þessa hugmynd fer ég með inn í stúdíó, mála bakgrunninn og viða að mér alls konar dóti til að nota og set svo fólk inn í umgjörðina í ákveðnar stellingar, t.d. konan í eld- húsinu, feðgamir í garðinum, o.s.frv. Húmorinn ræður ferðinni að mestu en þó er þetta líka ádeila á hvemig farið er með fjölskyldu- ímyndina í auglýsingageiranum. Ég ætla mér að vekja hlátur hjá fólki og einnig nokkra umhugsun ef ég get. Hvað finnst þér þá um fjölskyld- una í raunveruleikanum? Þó svo að ég sé að gera grín að fjölskyldunni í augnablikinu, þá er ég sjálf ein af „vísitöluflölskyldu- manneskjunum", ætla að finna mér mann og eiga böm, helst tvíbura. Þó held ég að fólk verði að gæta sín nokkuð á að ijúka ekki út í giftingar og bameignir eftir fyrsta samband, frekar að vanda sig dálítið því þetta er jú alvörumál. Þetta er ekki tíma- bært fyrir mig strax, ég á eftir að verða ráðsettari og þá fer maður að þreifa fyrir sér. ____ Hefur þú hugsað þér að ein- beita þér að einhveiju sérstöku i ljósmynduninni? Ég hef gaman af tvenns konar ljósmyndun, það er bogmaðurinn í mér, að fást við eitthvað tvennt gjö- rólíkt í einu. Það er ný stefna í Bret- landi núna sem nefnist Photo Fic- tion, þ.e. að fara í stúdíó og búa til litlar sögur inn í eina Ijósmynd, setja ýmsa hluti inn í hana og þá er hægt að lesa myndina eins og bíómynd. Þessi steftia heillar mig mikið. Svo fínnst mér heimildarmyndir einnig skemmtilegar. Að taka fyrir ákveðið verkefri og fylgja því eftir með ljós- myndum og beinskeyttum texta. Ég tók einmitt eitt þannig verk- efni í vetur. Annars vegar fór ég inn í skóla sem notar músíktherapíu sem kennslutæki til að hjálpa vangefnu fólki að læra eitthvað. Eg tók mynd- ir af viðbrögðum þess og bjó til bók með skýringartextum við myndimar. Bókin er núna notuð af forstöðukonu skólans til að útskýra það sem þaraa fer fram, það er nefnilega mjög er- Islendingar eru dugnaðarfólk og mikill kraftur í þeim. U W. INGA LÍSA MIDDLETON Kostir við starfið eru að maður fær tækifæri til að vinna meðgóðum mönnum og lærir margt. ii SIGURGEIR SIGMUNDSSON fitt að útskýra þessa kennslutækni einvörðungu með orðum. Hins vegar er verkefni sem er ég enn að vinna, um böm í alþjóðlegu þorpi í Suður- Englandi. Góðgerðarsamtök safna fé fyrir böm frá fátækum þjóðum eins og Indlandi, Nepal, Tíbet, Thailandi og Zambíu. Þau eru valin af nefnd í hveiju landi um sig til að fara til Englands, þegar þau eru um átta ára gömul og fá þar breska mennt- un. Bömin búa þama í húsum, tíu til fimmtán saman, í umsjón húsmóð- ur frá þeirra eigin landi, sem sér um að þau viðhaldi sínum siðum, tungu- máli og matarvenjum. Seinna fara þau í framhaldsnám og taka háskóla- gráður í verkfræði, hjúkrun, land- búnaðarfræðum o.fl. og taka svo þessa menntun til síns heimalands og vinna við þetta þar. Við vomm valin nokkur úr skólanum til að fara þama niður eftir, bjuggum í þorpinu í eina viku og tókum myndir af öllu sem fyrir augu bar. Þær fara síðan á farandsýningu um England til að safna frekara fé til þessa starfs. Ég hef mikinn áhuga á að gera meira af heimildarverkefnum í framtíðinni og ferðast í þeim tilgangi til ólíkustu menningarsamfélaga. Ég hóf nýlega samvinnu við þýska fréttakonu sem selur greinar í hina ýmsu fjölmiðla. Hún biður mig að fara á einhvem ákveðinn stað fyrir sig í Englandi og taka myndir, sem hún síðan notar við greinamar. Þetta kemur sér vel fyrir mig og gefur mér líka kost á að ferðast um. Nú lýkurðu BA-prófi í Ijós- myndun næsta vor, hvað er fram- undan eftir það? Lokaverkeftiin okkar fara á helj- armikla útskriftarsýningu sem við skipuleggjum og setjum upp sjálf. Þar dæma prófdómaramir verkin og svo er sýningin opin almenningi. Svo fer hún til London og til hennar verð- ur boðið alls konar fólki sem mikil- vægt telst í ljósmyndafaginu. Þetta er stórsýning og er einn af árlegum viðburðum í lista- og menningarlífí Lundúnaborgar. Fólk fær oft mjög góð sambönd og jafnvel atvinnu út á þessar sýning- ar, þetta er eins konar markaður þar sem allt getur gerst og mjög mikil- vægt tækifæri fyrir okkur. Nú, fyrst ég er byijuð að læra ljósmyndun, þá er ég að hugsa um að taka master- inn líka. Það þýðir að ég get kennt þetta á háskólastigi og fæ um leið betri tíma til að læra meira og nánar um ljósmyndun, því hún er verulega flókin. Mér finnst hún miklu flóknara fyrirbæri en aðrar listir. Það almenna viðhorf að allt eigi að vera satt sem er fyrir framan myndavélina er nokk- uð skrýtið viðhorf en skemmtilegt að skoða það og prófa sig áfram og sjá hvaða möguleika það gefur manni. Ég hef áhuga á að taka mastersnámið í London ef ég fæ góða lokaeinkunn út úr skólanum. Annars hefur mér gengið mjög vel í honum hingað til, var raunar dúx þessi tvö ár sem ég hef þegar lokið. Mig langar að kynna mér betur hvað er að gerast í ljósmyndun í Englandi áður en ég hugsa mér til hreyfings því það er býsna mikill uppgangur í henni um þessar mundir. Hvað fæstu við fleira en námið? Mér fínnst gaman að fara í bíó og geri mikið af þvf. Hef gaman af öllum tegundum lista og sæki mikið af sýningum. Það er svo mikið að gerast í London að ég gæti eytt dög- um og vikum í að þræða sýningarsa- lina. Leiklistin höfðar líka sterkt til mín, ég sé mikið af atvinnu- og áhugamannaleiklist sem fæst við framúrstefnu. Leiksýningamar fara iðulega fram í dimmum kjöllurujn sem maður skríður ofaní og það er oft svo þröngt að þegar leikaramir hækka róminn að ráði þá fykur mað- ur afturábak. Tónleika stunda ég líka dálítið. Ég fer mikið að heimsækja fólkið sem ég kynntist í undirbúningsnám- inu, víða um England. Þá fer ég á bflnum mínum, sem heitir því háæru- verðuga naftii Hallgerður langbrók, þetta er Viva sem er komin vel yfír fermingaraldurinn, grá og hálfstirð og ljót en dugir mér vel. Ég gat ekki sagt Vauxhall Viva almennilega og krakkamir voru alltaf að gera grín að mér þess vegna, svo ég skírði hana nafni sem ekkert þeirra getur mögulega borið fram, nú hlæ ég hástöfum að þeim ... Faðir minn býr í London og ég skrepp stundum til hans um helgar og hitti fjölskylduna hans, þar á meðal litlu hálfsystur mína, sem er sex ára og hálfkínversk og alveg merkilega skemmtileg. Það er gott að vita af þeim þama, maður er þá ekki einn úti í hinum stóra heimi. Svo á ég yndislegan afa í Sheffield sem ég hef haldið ágætu sambandi við. Hann sendir mér alltaf tíupunda- seðil við og við og er voða elskulegur lítill karl. Það er mikil hreyfíng á mér, alltaf eitthvað að ske. Ég get ekki verið á sama staðnum of lengi og er því allt- af á ferðinni. Samt er ég ekki rót- laus, verð alltaf að eiga heimili, mitt litla hreiður sem ég get farið í þegar mér hentar. Þar á ég mömmu sem hefur verið mín styrkasta stoð í gegnum tíðina og gefíð mér trú á sjálfa mig. Það er svo gott að koma til íslands inn á milli, er alltaf komin með fíðring ef það líða meira en sex- sjö mánuðir frá því ég kom síðast. Og ég eyði jólunum hvergi annars staðar í víðri veröld en á Islandi. Nú er efnahagsástand í Bret- landi mikið til umræðu, veltir þú stjórnmálum eitthvað fyrir þér? Ég veit ekki hvað segja skal um það, mér fínnst pólitík hálf-hlægileg bara. Þessir menn ættu að vinna fyrir fólkið, alþýðuna, en þeir eru bara að þessu vafstri fyrir sjálfa sig sýnist mér. Ég fylgist með pólitík en tek hana ekki yfirmáta alvarlega. í mínum augum er hún eins og sirk- us. Hefur ástin haldið innreið sina í líf þitt? Pass. Hvemig hyggstu eyða sumrinu? Ég fer út í september og þangað til ætla ég að vinna að ritgerðinni minni og sýna mig og sjá aðra. Reyna líka að ferðast aðeins um landið með myndavélina mína, fara þá upp á hálendið sérstaklega. Þetta er nú svona, myndavélin er alltaf límd við nefíð á mér hvert sem ég fer á sjó eða landi. Mig langar að taka það fram, að þó ég sé á öllu þessu flakki og tali mest um England, þá er það ekki vegna þess að mér líki ekki við ís- land. Ég er þvert á móti afskaplega stolt yfír því að vera íslendingur og mun eflaust alltaf koma heim á end- anum hvað sem öllum ferðalögum og flækingi líður. Heimurinn er svo svakalega stór, að manni finnst eitt- hvert öryggi í öllu hér, þar sem allt er svo lítið og þægilegt. Hér er fjöl- skyldan mín, rætumar og hér hleð ég batteríin fyrir spennuna sem ég sæki f úti. Mér fínnst alltaf jafn merkilegt hvað ísland, þessi pínulitla eyja norð- ur í Atlantshafí, hefur staðið sig vel. Flestir útlendingar halda að við séum mjög frumstæð en verða svo steinhissa þegar þeir komast að því hversu vel við fylgjumst með, bemm mikla virðingu fyrir landinu okkar og hvað allt er hreint og fallegt héma Við stöndum vel fyrir okkar miðað við að vera svona afskipt. ís- lendingar em dugnaðarfólk og mikill kraftur í því. Vinir mínir á Englandi em að verða bijálaðir á mér því ég er full af þjóðemisrembingi og segi þeim án þess að blikna né blána að allt sé best á íslandi. SÁ sunnan. Finnst þér mikill munur á andanum í borginni og sveitinni? Ég kann betur við mig S sveit- inni. Ég er uppalinn hér. Hér í sveit- inni er maður sjálfstæður og ftjáls. Útaf fyrir sig og engum háður. Ég hef enn ekki ákveðið hvort ég bý héma í framtíðinni. Maður sér til hvemig þróunin í landbúnaðinum verður. Það sem mér hefur fundist undarlegast þegar ég hef verið fyr- ir sunnan er viðhorf almennings til bænda og bústarfa. Almenningur virðist mótfallinn landbúnaði og ég man að einhvem tímann var talað um að mjólk væri óholl. En vonandi er þetta eitthvað að breytast. Hvemig stytta menn sér stundir hér í sveitinni? Það er nú misjafnt. Ég hlusta talsvert á tónlist af öllu tagi. Yfir sumartímann em böll allt að því vikulega og fer ég stundum á þau. Maður fer oft í heimsóknir til vina og kunningja hér í sýslunni. Aðal- áhugamál mín eru íþróttir og þá fótbolti og körfubolti og síðan bflar. Heldurðu að þú farir einhvem tímann að búa sjálfur? _ Það getur vel verið. Ég hef ekk- ert ákveðið ennþá með það. Ég neita því ekki að ég hef mikinn áhuga á því, sagði Halldór Jósafats- son að lokum. AGB Víðigerði hitti ég tvo lögregluþjóna sem voru að koma úr tíu daga ferð um landið. Mér tókst að ná tali af öðmm lög- regiuþjóninum, Sigurgeiri Sig- mundssyni, og ég byijaði á því að spyija hann hvaðan þeir væm að koma og hvenær mesta umferðin hefði verið. Við emm að koma frá Norður- landi en við lögðum af stað frá Reykjavík fyrir ellefu dögum. Þá byijuðum við í Húnavatnssýslu og unnum þar í einn dag. Keyrðum því næst til Akureyrar og unnum á Norðurlandi í fimm daga. Þaðan fómm við austur á Egilsstaði og aðstoðuðum við afgreiðsiu á Nor- rænu en það er alltaf á fímmtudög- um sem við aðstoðum Útlendinga- eftirlitið. Á föstudaginn byijaði svo versl- unarmannahelgin en umferðin varð aldrei eins mikil og menn höfðu spáð. Það hafði verið spáð slæmu veðri á Austfjörðum en þar var blíðskaparveður allan tímann. Lög- reglan og aðrir gæsluaðilar vom með mikinn viðbúnað. Á Atlavíkur- hátíðinni var fremur dauft, almenn ölvun inná svæðinu en fólk virtist ekki skemmta sér mikið. Hvert lá svo leiðin? Við fómm á sunnudeginum til Akureyrar og fylgdum umferðinni eftir. Aðfaranótt þriðjudags höldum við svo suður. Þetta verður óvenju- langur túr en það er náttúrulega útaf verslunarmannahelginni. Kanntu vel við starfið? Helstu ókostir em þeir að það er aldrei helgarfrí. Fyrir fjölskyldu- menn em þetta langar útivemr. Kostir við starfið em að maður fær tækifæri til að vinna með góð- um mönnum og lærir margt. Sér- staklega á löngum túmm útá land eins og þessum um helgina. Það er líka gaman að kynnast landinu. Margir fallegir staðir og maður er í sambandi við fólk af öllum stærð- um og gerðum í þessu starfí. Ég hef trú á því að þetta sé gagnlegt og fyrirbyggjandi starf. Hvað gerirðu í frístundum? Nú, maður þarf að sinna kunn- ingjunum og ég er að læra að fljúga og tek eins marga flugtíma og ég get. Ég vinn líka í ftítíma mínum á Hótel Sögu sem dyravörður. Nú var Sigurgeir farinn að ókyrr- ast því hann þurfti að halda ferð- inni áfram. Eg tafði því ekki þenn- an unga athafnamann lengur og óskaði honum góðrar ferðar. AGB ffAö meðaltali fer einn bær í eyði á ári hér í hreppnum. Þetta er mjög slæm þróun. íi HALLDÓR JÓSAFATSSON ff Það er nú stundum gantast með það að það þurfi aðfara að auglýsa eftir þingmönnúnum sem kosnir voru ________síðast._______ iir JÚLÍUS GUÐNI ANTONSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.