Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
9
11. sunnudagur eftir trinitatis.
Lúk. 18,9.-14.
HUGVEKJA
iii i)
1 M \ 1
i II Q iiin LU 1
eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON
Frammi fyrir Guði
- í húsi hans
Hver var hann, tollheimtumað-
urinn? Var hann aldrei til nema í
þessari sögu Jesú? Getur nokkur
maður orðið svo fátækur frammi
fyrir Guði, slíkur betlari í húsi
Guðs?
Jesús hlaut, að því er hann
sjálfur sagði, það viðumefni, sem
enginn annar bar, hvorki fyrr né
síðar: „vinur tollheimtumanna og
syndara". Hvað er þá trúlegra en
það, að hann hafi tekið dæmi af
einum vina sinna? Ríkur kynni sá
að hafa verið, því að tollheimtu-
menn þar eystra voru að seilast
eftir gæðum þessa heims, eins og
aðrir. Sagan segir, að þeir hafi
auðgazt á öðrum mönnum og
þeim stundum fátækum, eins og
gengur, — að þeir hafí. gengið á
hönd erlendu valdi, selt sæmd sína
og þjóðerni. Hann var, að líkind-
um, eins konar ranglátur ráðs-
maður í húsi Guðs. Því að gyðing-
ur var hann þó.
Nú kom hann fátækur á fund
Guðs. Hann stóð álengdar, líklega
úti við dyr, þorði ekki einu sinni
að hefja augu sín til himins, barði
sér á brjóst. Það merkir, að hann
bar innri þjáningu sína og mein
fram fyrir auglit Guðs. Sjálfs-
myndin var í molum. Þannig
kynnu einhverjir að orða það nú.
Páll hefði fremur sagt það svo:
Hann var ekki einungis leirkerið,
sem átti að geyma Qársjóð, en
var þó öðru brothættara. Hann
var brotið ker, brotin ein og ekk-
ert annað, — fjársjóðurinn allur
farinn í súginn og svaðið.
„Guð, vertu mér syndugum
líknsamur." — Hefur þú heyrt
slíka bæn af vörum manns? Þær
eru að vísu margar fáorðar og
gagnorðar á blöðum Biblíunnar,
en varla er þar nokkur önnur svo
nakin og allslaus og hjálparþurfí,
— nema hróp Jesú á krossinum:
„Guð minn, Guð minn, hví hefur
þú yfirgefið mig!“
Og enn er eitt fágætt og næsta
íhugunarvert og svalandi sár-
þyrstum, fátækum anda, í þessari
sögu Jesú. Hér verður engin bið
eftir svari Guðs. Hjá Lúkasi er
ekki eitt einasta orð í milli bænar
tollheimtumannsins og þessara
orða Jesú: „Eg segi yður: Þessi
maður fór réttlættur heim til sín.“
Ekki er víst, að þú þekkir nokk-
um mann, líkan þessum toll-
heimtumanni. Hitt er harla trú-
legt, að Jesús hafi kynnzt mörgum
slíkum. Hinn maðurinn, sá, sem
ekki var eins og aðrir mennj kynni
að standa þér miklu nær. I þeirri
tilgátu virðist að vísu fólgin þver-
sögn., Engu að síður er hún ættuð
frá Jesú sjálfum og úr guðspjöll-
unum. Af þeim og orðum hans
verður varla önnur ályktun dregin
en sú, að sómakært fólk, sem
ekki var eins og ræningjar, toll-
heimtumenn eða annað slíkt
hyski, hafi verið miklu fleira í
þjóðfélaginu.
Hvað sem því líður, þá standa
þeir nú frammi fyrir dómara
sínum og frelsara sínum báðir,
tollheimtumaðurinn og fariseinn,
annar úti við dyr, hinn nokkuð
framarlega í biðröðinni. Hann, sá
síðartaldi, væntir skjótra svara
og úrlausnar. í rauninni er hann
einungis að sækja stimpilinn á
skjöl sín. Þar er allt eins og bezt
verður á kosið, slétt og fellt, hvítt
og krumpulaust.
En hann fær ekki stimpluð
skjölin, heldur enga skjóta úr-
lausn. Hann fer allslaus heim,
þótt hann virðist ekki sjá það né
vita sjálfur. í augum Guðs er
hann ekki sá, sem hann hyggur.
Saga þessi er einstök. Þú færð
að skyggnast í hin dýpstu rök, inn
í sjálft hjarta Guðs. Og elska hans
og samúð villa ekki á sér heimild-
ir. Hinn mikli læknir er sendur
til þess asð lækna sjúka, ekki
„heilbrigða". Frelsara hafa ekki
allir þörf, eða hvað? Jú, syndarar
hafa hans þörf, ranglátir menn.
Hinir ekki, eða svo virðist.
Mein faríseans er engu að síður
illkynjað. Hann þarf ekki elsku
Guðs, finnur ekki til þorsta né
hungurs né nokkurrar fátæktar.
1 orði kveðnu er hann að þakka
Guði fyrir sig. Sú þakkarbæn er
ekkert nema sjálfshól. Hann er
sjálfbjarga. Hlöður hans eru full-
ar. Hann veit, að hann þarf ekki
að betla. Hann treystir sjálfum
sér. Hann er meiri og betri en
aðrir. Þar er ekkert sambærilegt
við þennan tollheimtumann.
Er sagan ekki því lík, að Jesús
hafi þó einnig verið býsna kunn-
ugur þessum farísea, — ef til vill
einnig vinur hans?
Þú skalt ekki lesa úr henni for-
dæming yfir neinum. Það er svo
augljóst, já, deginum ljósara, að
Jesús er að lækna sekan og hel-
sjúkan tollheimtumann með þess-
um orðum. En er hitt ekki aug-
ljóst einnig, að hann á erindi við
þá menn, sem svo eru illa stadd-
ir, að þeir hvorki þekkja né þurfa
elsku Guðs?
UFAHDIPENINGAMARKAÐUR
í KRINGLUNNI
RMli tfut i Primsm *» __
aeue puucinc fj/Uuwi fjoukww™
Margrét Hinriksdottir
Brynhildur Sverrisdóttir
Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni
erlifandi peningamarkaður
og persónuleg þjónusta.
Sigrún Ólafsdóttir
Stefán Jóhannsson
FJARFESTINGARFEIAGIÐ
Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700
Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18
og laugardaga kl. 10 - 14
Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Gengi: 12. ágúst 1988: Kjarabréf 3,193 - Tekjubréf 1,533 - Markbréf 1,673 - Fjölþjóðabréf 1,268