Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
29
ón“, og þar sem ég á greiðan að-
gang að skáldaæðinni í sjálfum mér
er ég tiltölulega fljótur að vinna.
Ég á oft í erfiðleikum með að byrja
á verki, en þegar ég er kominn í
gang er ég snöggur að ljúka því.
Og þetta hefur fyrst og fremst ver-
ið útvíkkun á starfi mínu, það eru
til dæmis augljós tengsl milli ljóð-
listar og kvikmynda. Ég hef oft
sagt um kvikmyndir að það sé mikil-
vægt að þær horfí útum gluggann
ef svo má segja, að þær séu ekki
bara ferköntuð dramatík, að þær
innihaldi augnablik þar sem maður
fær aðra vídd, aðra sýn á hlutina.
Kvikmyndin hefur það framyfir
prósa að geta komið mörgu til skila
samtímis, ein mynd getur sagt það
sem tekur nokkrar blaðsíður að lýsa
með orðum. I ljóðum mínum, sér-
staklega þeim fyrstu á sjötta ára-
tugnum, hef ég meðvitað oft beitt
frásagnartækni kvikmyndarinnar,
þ.e.a.s varðandi sjónarhom, klipp-
ingar og fleira, og ég hef skrifað
mörg ljóð sem fjalla beinlínis um
kvikmyndalistina og eru eiginlega
kvikmyndir í orðum.“
— Þú hefur sjálfur sagt að
allt sem þú skrifir sé þin eigin
reynsla meira og minna dulbúin,
færð i stílinn ...
„Já, og það segi ég ennþá. Allt
sem menn gera, hversu abstrakt
eða fjarlægt það virðist vera, bygg-
ir jú á þeirra eigin reynslu, það er
ekki hægt að komast ekki undan
því. Ég legg mikið uppúr því að það
sem ég skrifa sé ekta, að tíðarand-
inn komist til skila í minnstu smáat-
riðum. Ég stunda enga heimildaleit
og vinn einungis í krafti hæfileikans
til að endurskapa fortíðina eins
nákvæmlega og hægt er. Það er
grundvöllur alls sem ég hef skrifað,
hreint og klárt."
— Hefur þetta verið meðvituð
stefna frá upphafi?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég
hef reyndar aldrei velt þessu mikið
fyrir mér, og alls ekki í byijun, því
þá kastaði maður sér bara útí skrift-
imar. Ég hef alltaf verið hrifinn
af því sem Georg Brandes sagði í
frægri grein um H.C. Andersen, að
það krefðist hugrekkis að hafa
hæfileika. Það er semsagt ekki nóg
að hafa hæfileika, maður verður
líka að hafa kjark til þess að beita
þeim. Brandes sagði þetta um H.C.
Andersen varðandi það þegar hann
byrjaði að skrifa ævintýrin, sem
leystu hann úr læðingi sem skáld,
það þurfti hugrekki á þeim tíma til
að fara að skrifa fyrir börn, þó það
væri auðvitað ekki bara fyrir böm.
Menn verða að kasta sér útí þetta
og sjá svo hvað gerist. . . En þrátt
fyrir að menn hafi réttilega sett
verk mín í skáldlegt „krónólógískt"
samhengi, þannig að þau spanni
tímabilið frá fæðingu minni fram
til dagsins í dag og séu saga mín
og saga Danmerkur á þessum tíma,
þá hefur það ekki verið meðvituð
„strategía" af minni hálfu. Ég fylgi
ekki neinni áætlun. Ég gæti það
hreinlega ekki, ég er svo langt frá
því þannig rithöfundur að ég undir-
búi mig vandlega, safni heimildum,
smíði grindina og svo framvegis.
Ég sest bara niður og skrifa. Ég
hef vitaskuld einhveijar fyrirfram
hugmyndir um verkið sem ég ætla
að skrifa, en ég veit ekki hvað ger-
ist eftir tíu síður. Annars væri lítið
gaman af þessu og ég myndi ekki
skrifa ef þetta væri ekki svona.“
— Þetta em svipuð vinnubrögð
og Beat-kynslóðin bandaríska lagði
mikið uppúr og þú ert nokkurn
veginn jafnaldri þeirra skálda, —
em einhver tengsl þarna á milli?
„Jú, tengslin em fyrir hendi en
þau em ekki meðvituð af minni
hálfu. Það sem tengir okkur er
tíðarandinn, enda ekkert nýtt að
menn fáist við svipaða hluti á svip-
aðan hátt á svipuðum tíma, án þess
endilega að vita hver af öðmm. Það
er ekkert skrýtið að John Slesinger
skrifi Bjargvættinn í grasinu á svip-
uðum tíma og ég skrifa Den kron-
iske uskyld. Hvomgur okkar hafði
hugmynd um hinn, en tíðarandinn
kallaði á að þessar bækur yrðu
skrifaðar. Einu sinni skrifaði gagn-
rýnandinn Lundkvist um bók eftir
konu að hún væri undir miklum
áhrifum frá William Faulkner. Kon-
an svaraði honum og sagðist því
miður aldrei hafa lesið bók eftir
Faulkner, og þá skrifaði Lundkvist
henni og sagði ja, þá er svo sannar-
lega kominn tími til þess að þú
gerir það. Þetta þykir mér lýsa
þessu mjög vel. Að sjálfsögðu eru
rithöfundar stöðugt að stela frá og
stæla aðra, og allt í lagi með það,
en undirstaðan hlýtur þó alltaf að
vera reynsluheimur þeirra á þeim
tíma sem þeir skrifa verk sín. Ég
byijaði að skrifa í tíðaranda eftir-
stríðsáranna, og þá fannst mér ég
ekki geta fundið 'sjálfan mig í því
sem eldri kollegar mínir vom að
skrifa. Það vantaði alveg að gera
þeim hlutum skil sem mín kynslóð
var að velta fyrir sér, — og þá var
bara að skrifa það sjálfur. Ég gerði
það eins heiðarlega og ég gat í Den
kroniske uskyld árið 1958, og það
urðu mikil læti, „kann danskur
æskulýður ekki lengur málið sitt“
og svo framvegis. Eg hef verið svo
lánsamur að verk mín hafa alltaf
vakið umtal og oft deilur, þrátt fyr-
ir að það hafi aldrei veirð meðvituð
stefna hjá mér að stuða fólk. En
mér hefur fundist maður verða að
segja sína meiningu hreint út, og
það er ekki síst mikilvægt núna,
þegar mórallinn er orðinn þannig,
í stjómmálunum og víðast annars-
staðar, að enginn segir sína mein-
ingu. Þetta er allt saman eitthvert
abstrakt snakk á einhveiju plast-
máli, mest um hversu mikla peninga
við skuldum í útlöndum.“
— Þú skrifar mikið um fólk í
allskyns „krísum“?
„Já, enda em þær undirstaða
þroska. Það er líkt og hvemig talað
var um lungnabólgu í gamla daga,
þá var sagt nú kemur „krísan“ og
ef þú kemst í gegnum hana þá lif-
irðu af og verður sterkari á eftir,
mótstöðuaflið vex, líkaminn verður
sterkari. Það sama gildir um and-
ann, mótlæti og „krísur" stuðla áð
andlegum þroska. Það hefur verið
„ ... varla hægt að segja að Danir þekki mikið til islenskra bók-
mennta fyrir utan verk Halldórs Laxness.“
sagt um Strindberg, að hann hafi
hreinlega gert sig geðveikan til
þess að hafa eitthvað að skrifa um.
Ég er nú ekki hlynntur því að fólk
búi sér til „krísur“, en það ætti
samt að vera þakklátt fyrir þær sem
það lendir í því það er alltaf eitt-
hvað jákvætt hinumegin. Þetta er
sama hugsunin og býr að baki „kaþ-
arsis“, útræslunni í leikhúsi forn-
grikkja, „krísan" er leið til þroska,
leið til að komast í gegnum
múrana.“
— Nú er ekki hægt að segja að
þú lítir út fyrir að hafa lent í mikl-
um erfiðleikum sjálfur?
„Já, þakka þér fyrir, en það er
líka ein leiðin til að komast í gegn-
um „krísurnar“, að skrifa sig frá
þeim. Ég hef oft upplifað erfiðleik-
atímabil sem skáld, til dæmis þegar
’68-kynslóðin kom fram og hafnaði
alveg minni kynslóð. Þá þurfti styrk
til þess að treysta á að það væri
ekki rétt sem þetta unga fólk var
að segja. Og ég var líka gagnrýnd-
ur ótæpilega þegar ég byijaði að
skrifa. Það hefur krafist þess að
maður hefði yfirsýn yfir sinn innri
veruleika, maður hefur þurft að
styrkja og efla andann til þess að
verða ekki settur af. Þess vegna
hef ég verið ánægður með alla þá
gagnrýni sem yfir mig hefur dunið.
Og það þarf meira en nokkrar ’68-
kynslóðir til að slá mig útaf laginu.
Hugmyndir þeirrar kynslóðar voru
raunar afleiðing af hlutum sem ég
hafði verið með í að skapa, en svo
vorum við bara ekki lengur nógu
róttæk. Ég hef hinsvegar alltaf
sagt bless þegar róttækni fer að
snúast um vitleysu, eins og því að
hafna fortíðinni, leggja niður al-
menna kurtéisi eða eyðileggja
tungumálið, eins og þegar mennta-
fólk fór að tala eins og unglingar,
því það hélt að þannig sýndi það
samstöðu með verkalýðnum eða
eitthvað í þeim dúr. Það þótti mér
fáránlegt og ekki þjóna neinum til-
gangi. Tungumálið er mikilvægasta
tækið sem við höfum til að skýra
hlutina út og gera okkur skiljanleg,
líka pólitískt og það má ekki henda
því á öskuhaugana.“
— Af hveiju ertu forstjóri Gyld-
endal?
„Það er margt sem spilar inní.
Ég hef lengi verið tengdur forlag-
inu, byijaði til dæmis árið 1959 að
ritstýra bókmenntatímariti þess,
Vindrosen, ásamt Villy Serensen.
Hér hef ég líka lengi verið bók-
menntalegur ráðgjafi, lesið og valið
handrit til útgáfu. Svo kom að því
að ég var beðinn um að taka að
mér þetta starf. Mér leist ekkert á
það í fyrstu, en svo hugsaði ég sem
svo að það gæti verið gaman, því
ég hef alltaf verið hér bakatil að
koma fram í dagsljósið og setjast
við þetta borð í einhvem tíma. Og
ég hef lofað sjálfum mér því að
vera hér ekki lengur en til sextugs,
það eru því í mesta lagi þtjú ár
þangað til ég hætti. Þetta hefur
verið mjög skemmtilegt starf, og
líka hollt fyrir mig sem rithöfund
að breyta til, þó að starfið snúist
áfram um bókmenntir. Jú, og vissu-
lega verið erfitt fyrir rithöfundinn
í mér, núna hef ég bara tvo mán-
uði á ári eingöngu til ritstarfa. En
í sambandi við aðra rithöfunda þá
hafa menn brugðist „allavega" við
því að ég gerðist forstjóri stærsta
bókaforlagsins í Danmörku, margir
óhressir yfir því eins og gengur.
Ég vil þó segja um mína jafnaldra
að milli okkar hefur aldrei verið
lélegur „mórall", öfundsýki og sam-
keppni. Það er sjálfsagt vegna þess
að við höfum alltaf haft svo afslapp-
að viðhorf til þess sem við erum
að gera. Og þess vegna var það
auðvelt fyrir mig að taka þetta starf
að mér. Ég á gott með að ræða við
fólk, en auðvitað gildir um þetta
starf eins og önnur að til þess að
ná árangri verður maður að gefa
sig allan í það. En ef mér þætti
starfið ekki skemmtilegt myndi ég
ekki vera hér sekúndunni lengur."
— Er von á bók frá þér á árinu?
„Já, í september kemur út ljóða-
bók sem á að heita Septembersöng-
ur og innihalda þar af leiðandi
mest hauststemmningar."
— Hvernig meturðu sjálfur allan
þann flölda verka sem liggur eftir
þ'g?
'„Það er að sjálfsögðu útilokað fyrir
mig sjálfan að leggja hlutlægan
dóm á höfundarverk mitt. Það er
líka á mörgum plönum, og sum
liggja dýpra en önnur. En ég er
ánægður með að hafa gert allt það
sem ég hef gert og þykir jafnvænt
um allar bækurnar mínar. Þetta
hefur oft verið erfitt, en alltaf gam-
an. Það kemur svo seinna í ljós
hvað stendur eftir, hvað hefur skipt
mestu máli. Ég vil líka undirstrika
þetta með mína kynslóð; við vorum
svo heppin að koma fram á upp-
gangstíma, þar sem nýir miðlar
voru að koma til sögunnar og við
höfum fengist við allt, ekki látið
neitt vera okkur óviðkomandi. Við
vorum sem sagt aldrei í neinum
vafa um að það sem við gerðum,
eins og manni virðist fólk vera í
dag, við kýldum bara á það. Auðvit-
að vona ég eins og flestir rithöfund-
ar að ég hafi skrifað eitthvað fyrir
eilífðina, en það hefur þó alltaf
skipt mig mestu að vera hér og nú
og sjá hvað væri á seyði.“
JWtfjgjifr
í Kaupmannahöfn
F/EST
j BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
EINSTÖK RIJTUFERÐ
UMÞÝSKALAND 21.09.-02.10.88
DINERS CLUB
Þessi 12 daga ferð hefst með flugi til Frankfurt þar sem gist verður tvær fyrstu næturnar,
borgin skoðuð að degi sem nóttu.
Ekið um falleg héruð og viðdvöl höfð i Wiirzburg og Munchen. Ekið áfram um blómlegar sveitir
og nú liggur leiðin til bæjarins Lindau við Bodenvatn (Bodensee). — Blómaeyjan Mainau
heimsótt. Að lokinni dvöl i Lindau haldið til Freaudenstadt og þá ekið meðfram Boden vatni
um Zimer/Rottweil, Alpirsbach ofl. Frá Freaudenstadt verður farið um Svartaskóg sem leið
liggur til Stuttgart þar sem m.a. verður höfð næturdvöl. Á meðan á Stuttgart heimsókninni
stendur verður farið á hina mikilfenglegu „Cannstatter Wassen“ útihátið.
Háskólabærinn Heidelberg er næsti viðkomustaður okkar og þaðan liggur leiðin til Frankfurt
þaðan sem flogið veróur heim aftur þann 2. október.
(nUMTK
FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SÍMAR 28388-28580