Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 32

Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Hnallþórukökur í sendiferðabíl Þegar við komum sáum við hvar verið var að hlaða alls kyns kökum og kræsingum inn í sendiferðabfl. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru ekki alvörukökur heldur gervikökur sem notaðar voru við upptöku á atriði með henni Hnallþóru um morguninn. Við vorum komin á mitt bæjar- hlaðið á milli floúðarhússins og kirkj- unnar. Ég spurði hvort staðurinn hefði verið valinn vegna þess að þama hefði kirkja verið til staðar. Þessi athugasemd mín vakti hlátur Elínar Þóru, sem sýndi okkur leik- myndina. En ekki var laust við að ofurlítillar ánægju gætti í röddinni þegar hún sagði mér að fyrir 1. júní hefðu engin hús verið þama. Kirkjan, kirkjugarðurinn, bærinn, „búngalóinn", verkstæðið og jafnvel kartöflugarðurinn tilheyrði allt leik- myndinni sem hönnuð er af Karli Júlíussyni. Satt að segja þótti mér þetta ótrúlegt. Elsti hluti bæjarins var gamall torfbær. Við hliðina á honum var annað hús í sama stfl, úr timbri en með jámþaki. Við hann hafði verið byggður enn annar bær og síðan bætt við hann eftir þörf- um, hæð, skúr og öðrum skúr. Fyr- ir utan var olíutankur og gömlu reiðhjóli var stillt upp við útidym- ar. Það var eins og húsin hefðu verið þama frá ómunatíð. Sama má segja um kirkjuna, dæmigerða íslenska sveitakirkju, hvítmálaða með rauðu þaki. Það hefði verið gaman að geta skroppið inn í bæinn og litast um, en handan framhliðar- innar var ekkert. Það var komið matarhlé og starfsfólk og leikarar bmgðu sér inn í forláta tjald sem mér var sagt að hefði verið notað í Falklandseyja- stríðinu. Þama var borinn fram matur og í biðröðinni sem þar myndaðist ægði saman alls kyns fólki. Margir voru í gallabuxum og þykkum ullarpeysum — greinilega starfsfólk — en þama voru líka uppábúnar fínar frúr, Indveijar, þeldökkur bflstjóri í einkennisbún- ingi sem koma við sögu í Kristni- haldi undir Jökli. Alltaf ætlunin að gera þessa kvikmynd Það er kvikmjmdafélagið Umbi sem gerir myndina í samvinnu við þýska kvikmyndafélagið Magma- Film. Umbi hefur áður gert kvik- myndimar Skilaboð til Söndru og Stella í orlofí. Guðný Halldórsdótt- ir, dóttir Halldórs Laxness, leikstýr- ir myndinni, en framkvæmdastjóri hennar er Halldór Þorgeirsson eig- inmaður hennar. Við notuðum tímann í matarhléinu og spjölluðum saman um tildrög myndarinnar og fleira. „Það var kominn einhver fiðring- ur í okkur,“ sagði Halldór, „en auð- vitað var margt annað sem kom til. Þjóðverjarnir hjá Magma-Film vildu gera gamanmynd með okkur. Víð vorum ekkert æst í að gera gamanmynd og stungum upp á að gera Kristnihaldið í staðinn." Guðný sagði að nafn félagsins gæfí til kynna að ætlunin hafi frá upphafí verið að gera þessa kvik- mynd. Spumingin hefði hins vegar verið sú hvenær þau væru orðin nógu rík og nógu skóluð. Gamanmyndin Stella í orlofí gekk nokkuð vel og gaf draumnum byr Peter Hassenstein, Halldór Þorgeirsson og Guðný Halldórsdóttir ræða málin. Veðrið hefur ekki beinlínis leikið við fólkið sem vinnur nú við að kvikmynda Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari ákváðu að bíða ekki eftir góða veðrinu og héldu af stað á Snæfellsnesið í slagveðursrigningu og roki til fundar við hópinn. En viti menn. Þegar örskammt var á leiðarenda birti upp og var ágætt veður þessa dagsstund sem við fylgdumst með tökum. Ekki sástþó Snæfellsjökull. Baldvin Halldórsson, sem leikur séra Jón Primus, á tali við Guðnýju Halldórsdóttur leik- stjóra fyrir framan kirkjuna. undir báða vængi. Hún gerði þeim kleift fjárhagslega að byija að und- ♦ irbúa töku Kristnihaldsins. Guðný var spurð að því hvenær henni hefði dottið í huga að gera kvikrnynd eftir þessari sögu. „Ég var alltaf hrifín af hugmynd- inni, enda hefur sagan verið í miklu uppáhaldi hjá mér,“ sagði hún. „Þegar ég fór í kvikmyndaskóla í London gaf faðir minn mér kvik- myndaréttinn og síðan hef ég haft þetta á heilanum. Mér finnst ég skilja persónumar í sögunni svo ofboðslega vel. Ég vil þó taka það fram að ég hef ekki hugsað mér að leikstýra kvikmyndum sem gerð- ar em eftir bókum föður míns. Þessi saga lá bara svo ljós fyrir.“ — Hvenær hófst undirbúnings- vinnan? Fjármagnað með ýmsum kúnstum „Undirbúningurinn hófst í maí í fyrra, en endanleg ákvörðun var tekin í september þegar við fómm út og hittum handritshöfundinn, Gerald Wilson," sagði Halldór. „Wilson er Kanadamaður, búsettur Fylgst með tökumá kvikmyndinni Kristnihald undir Jökli í London, og er viðurkenndur hand- ritshöfundur. Hann hefur gert ótal kvikmyndahandrit og unnið meðal annars hjá bandaríska kvikmynda- fyrirtækinu Universal. Við vildum hafa skothelt handrit vegna þess að oft hefur verið fundið að íslensk- um kvikmyndahandritum og þau ekki talin nógu góð.“ „Sannleikurinn er sá að ég ætl- aði að skrifa handritið en guggnaði á því,“ bætti Guðný við. „Mér fannst ég ekki geta verið allt í senn, leik- stjóri og handritshöfundur auk þess að klippa myndina. Það var betra að fá góðan gmnn til að byggja á.“ — En var ekki óþægilegt að fá handritið á ensku? „Nei það skipti engu máli. Bókin hefur verið þýdd á ensku og síðan snaraði Guðný verki Wilsons yfír á íslensku," sagði Halldór. Þau sögðust vera ánægð með handritið og samstarfíð við Wilson. Hann kom og heimsótti þau á töku- staðinn. Þá var hífandi rok og flóð og leikmyndin á kafi. Þrátt fyrir það leist honum vel á og þótti mik- il upplifun að koma til íslands. Magma-Film hefur sérhæft sig í gerð heimildarkvikmynda á Norður- löndunum en fyrirtækið er nú að söðla um og fara yfir í leiknar myndir. Það hefur gert samning við þýska sjónvarpsstöð um fjár- mögnun 33% myndarinnar, sem er hlutur Magma-Film, og sögðu þau Guðný og Halldór að áhætta þeirra væri ekki nálægt því eins mikil og íslendinganna sem að sögn þurfa að fjármagna sinn hluta með kúnst- um. „Já, með ýmsum kúnstum sem við erum ekki alveg búin að fínna upp ennþá," sagði Guðný. „Við för- um bara íslensku bjartsýnisleiðina." Umbi fékk 10 milljóna króna styrk frá Kvikmyndasjóði, en þau segjast eiga eftir að útvega slatta í viðbót, eða svona um það bil 16 milljónir. Jón Prímus í snjáðum samfesting Á meðan á samtalinu stóð virtum við leikarana fyrir okkur sem sátu og snæddu úti í náttúrunni. Allir voru í búningum og tilbúnir í upp- töku á næsta atriði. Þarna voru persónur sögunnar komnar ljóslif- andi og auðvelt fyrir hvem sem lesið hefur söguna að geta sér til um hver fór með hvaða hlutverk. Sigurður Sigutjónsson leikur Umba, umboðsmann biskups, sem er stærsta hlutverkið. Guðný sagði að hann væri við tökur upp á hvem einasta dag og á kvöldin ef svo ber undir. Ekki fór heldur á milli mála hvem Baldvin Halldórssón lék. Hann var í hlutverki séra Jóns Prímusar, í snjáðum samfesting með úfíð grátt hár. Brátt var hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.