Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÖST 1988 33 Upptakan i kirkjunni undirbúin. Guðný leikstjóri lengst til vinstri og- á fremsta bekk má sjá bæjarstjórahjónin í Ólafsvík, Kristján Pálsson og Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur, í hlutverkum sínum. Bak við kirkjudyrnar eru þær Martin Coucke og Kristín Pálsdóttir og á miðju gólfi er Micha, aðstoðarmaður Peters Hassensteins kvikmvndatökumanns, að mæla ljósið. I kirkjudyrunum stendur Umbi og fyrir framan hann er Guðrún Þorvarðardóttir sminka. Hægra megin í kirkjunni sitja meðal annarra séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað og ívar Webster körfuboltamaður. nokkuð sem íslenskir kvikmynda- gerðarmenn væru ekkert allt of vanir. Alls starfa tuttugu og fimm manns við myndina fyrir utan leik- ara og flestir hafa verið á staðnum frá því að tökur hófust þann 20. júlí síðastliðinn, nema smiðimir sem hafa unnið við leikmyndina frá 1. júní. Um síðustu helgi þegar við vorum í heimsókn voru um fímmtíu manns að störfum. Allir eigendur Kvikmyndafélags- ins Umba voru þar á meðal og unnu hörðum höndum öll störf sem féllu til. Auk þeirra Halldórs og Guðnýjar eiga þær Kristín Páls- dóttir, Elín Þóra Friðfínnsdóttir ogf hljóðkonan Martin Coucke í fyrir- tækinu. Martin er belgísk og kynnt- ust þær Guðný á kvikmyndaskólan- um. Þær hafa haidið sambandi síðan sem hefur orðið til þess að þetta er fimmta íslenska kvikmynd- in sem Martin vinnur við. Leikmyndin fellur vel að umhverfinu, en allt sem þarna sést er byggt á staðnum. TU vinstri sést „búng- aló“ Gúdmanns Syngmanns. Þá kirkjan og niðri við sjóinn er gömul rúta þar sem prímusaverkstæði séra Jóns er tíl húsa. Lengst tíl hægri eru svo bæjarhúsin. Sigurður Siguijónsson (Umbi), Guðný og Ralph Christian sem fer með statístahlutverk. Hann starfar jafnframt fyrir Magma-Film og er aðstoðarframkvæmdastjóri myndarinnar. kominn í hempuna utan yfír múnd- eringuna. Guðný sagðist hafa haft ákveðna leikara í huga frá upphafí. Fijótlega eftir að ákvörðun um töku myndar- innar hafði verið tekin talaði hún við alla leikarana. „Það er nauðsynlegt að tryggja sér leikarana með góðum fyrirvara. Svo þurfa þeir að vita af þessu í tima út af ýmsu öðru, svo sem hárvexti og þess háttar." Guðný og Halldór voru ánægð með hvemig myndatakan hafði gengið. Að vísu hefur gengið á ýmsu. Til dæmis fauk hluti af leik- myndinni. En þrátt fyrir það stand- ast tímaáætlanir nokkum veginn. Þau brugðu á það ráð að taka upp inniatriði í versta veðrinu. — En höfðuð þið aðstöðu til að taka upp inniatriði hér á staðnum? „Við bjuggum hana tíl,“ svöruðu þau. Fyrirhugað er að ljúka tökum á Snæfellsnesi 20. ágúst. Þá hefjast tökur inniatriða á Skeggjastöðum í Mosfellssveit Þar hafa Umbafélag- ar tekið upp áður Skilaboð til Söndru og Stellu í orfofi. Inniatrið- um verður lokið á tveimur tíl þrem- ur vikum. Frumsýning eftir áramót — Og hvenær fá landsmenn að sjá árangurinn? „Hugmyndin er að vinna mynd- ina eins hratt og mögulegt er, en líklega næst ekki að ljúka við hana fyrir jól. Fljótlega eftir áramót ætti hún að verða frumsýnd. Annars fer það svolítið eftir tíðarfari," sagði Halldór. „Það hefur sýnt sig að það þýðir ekkert að reyna að frumsýna, hvorki leikrit né nýjar islenskar kvikmyndir, ef veðrið er vont. Það skiptir svo miklu máli að aðsókn sé góð í byrjun." Umbi fékk tíl liðs við sig þýska kvikmyndatökumanninn Peter Hassenstein. Hann hefur áður kom- ið við sögu hér á landi þvi hann kvikmyndaði einnig Brekkukots- annál á sfnum tíma. Þá voru öll tæki tekin á leigu og voru flutt hingað í sérstökum flutn- ingabfl. Guðný sagði að það væri þægileg tilhugsun að vita tíl þess að öll tæki virkuðu alltaf. Það væri í áruhreinsun á Arnarstapa En nú höfðu allir lokið við að borða og byijað var að undirbúa næsta atriði sem tekið var upp í kirkjunni. Að ýmsu þurftí að huga áður en hægt var að byrja. Sólin hafði loksins brotíst fram og það varð tíl þess að koma þurftí upp segli til þess að byrgja hana og ná fram sömu birtu og verið hafði þeg- ar annað atriði var tekið upp í kirkj- unni daginn áður. Elín Þóra reyndi að segja Hall- dóri tíl þegar hann var að færa bflana á hlaðinu. Hún studdist við mynd sem tekin var daginn áður því bflamir þurftu auðvitað að standa á nákvæmlega sama stað. „Dóri," kallaði hún. „Þú verður að færa bflinn nær kirlgunni og aðeins framar." Þegar hann var búinn að því horfði hún á myndina og hrópaði „Nei, nú fórstu allt of langt. Þú verður að bakka svolítið." Svona gekk þetta þangað til hún varð loksins ánægð með árangur- inn. Smám saman gekk þetta allt upp og leikarar og statistar fóru inn í kirkjuna. Þá átti eftir að sminka og snurfusa og allt tók sinn tíma. Fólkið sýndi ótrúlega þolinmæði enda tók langan tíma að undirbúa atriði sem tók örfáar mínútur að kvikmynda. En allt tókst þetta að lokum og þegar tökum var lokið þakkaði Guðný fólkinu fyrir þolinmæðina og virtist ánægð með árangurinn. Nokkurra daga frí var framund- an og fólkið kvaddist á kirkjutröpp- unum að gömlum sið. Sumir ætluðu að drífy sig í bæinn — höfðu ekki komið þangað f háa herrans tíð — og aðrir ætluðu í áruhreinsun á Snæfellsássmótinu á Amarstapa. Engin þreytumerki voru að sjá á þessum hressa fólki. Textí: Ásdfs H&raldsdóttír Myndir: Kristján G. Amgrímsson GóÖ leiðtilaðfæmfólk aftur til bókmenntanna — segir Peter Hassenstein kvikmyndatökumaður „Ég varð ástfanginn af landinu þegar ég var hér við tökur á Brekkukotsannál árið 1972,“ sagði Peter Hassenstein kvikmyndatökumaður þegar ég náði loksins tali af honum. „Hrifning mín hefur haldist síðan.“ Peter Hassenstein hefur í millitfðinn gert tvær heimildamyndir hér á landi. Önnur fjall- aði um íslenska rithöfunda, en hin um Hall- dór Laxness. „Ég hef haldið góðu sambandi við Halldór og Qölskyldu frá þvf ég kom hingað fyrst og hef talað við þau í síma reglulega. Þetta sam- band leiddi til þess að Guðný hafði samband við mig og lét mig vita um áform sín um að gera þessa kvikmynd. Okkur samdist svo um að ég myndi kvikmynda hana. Ég var að gera kvikmynd í Berlín og henni lauk ekki fyrr en viku áður en tökur áttu að hefjast hér. En þeir voru svo almennilegir að skipuleggja vinnuna þannig að ég gat komið hingað í tæka tíð. Það hefur verið rpjög gaman að koma aft- ur og vinna með þessu fólki. Það vinnur bæði mikið og vel. Hér er margt mjög vel gert og má í því sambandi minna á leikmynd- ina eftir Karl Júlíusson sem er á heimsmæli- kvarða. - Er erfitt að gera kvikmynd eftir skáld- sögu? „Það er alltaf erfitt að gera kvikmynd eft- ir skáldsögu. Margir halda því fram að það sé ekki hægt — maður verði að lesa söguna. En ég held að nú gefi sífellt færri sér tfma til að lesa vegna þess að fólk horfír svo mikið á sjónvarp eða myndbönd. Þess vegna held ég að þetta sé leið tíl þess að færa fólk aftur til bókmenntanna. Fyrir mig sem kvikmyndatökumann skiptír máli að gera réttu myndimar. Þessi mynd er ekki venjuleg kvikmynd. Þetta er ekki spennumynd heldur frásögn. Sögur Halldórs Qalla um fólk og landslag og eru mjög góð- ar. Þess vegna líkar mér svo vel við þær. Mér finnst Guðný vera að gera stórkostlega hluti og hún tekur hlutverk sitt alvariega," sagði Peter Hassenstein að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.