Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ.-SUNNUDAGUR 14.ÁGÚSTU988
41
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Islenskukennari
óskast
til að kenna útlendingum íslensku á kvöldin.
Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild
Mbl. fyrir 19.8 merktar: „í - 4351“.
Afgreiðslustarf
Starfskraftur á aldrinum 30-50 ára óskast til
afgreiðslu á lottó- og skafmiðum. Tvískiptar
vaktir. Vinnutími mánudaga til föstudaga frá
kl. 10.00-14.00 og 14.00-19.30 og annan
hvern laugardag kl. 10.00-16.30.
Umsóknir sem greini aldur og fyrri störf,
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. ágúst
merkt: „September - 4347“.
Ritari
Erum að leita að ritara til starfa. Starfið felst
í aðstoð við rekstur skrifstofunnar, bókhaldi,
ritvinnslu o.fl. Nauðsynlegt er að viðkomandi
hafi gott vald á ensku.
Skriflegar umsóknir óskast með upplýsingum
um menntun og fyrri störf.
Strengur verk- og kerfisfræöistofa,
Síðumúla 29, sími 685130.
Rafmagns-
verkfræðingur
Rótgróið innflutnings- og verkfræðifyrirtæki
á rafmagnssviði, staðsett í Austurborginni,
vill ráða rafmagnsverkfræðing til framtíðar-
starfa. Starfið getur verið laust strax eða eftir
nánara samkomulagi.
Starfssvið: Samskipti við erlend fyrirtæki, inn-
lenda viðskiptavini, útreikning tilboða, ráðgjöf
og önnur skyld verkefni.
Góð tungumálakunnátta m.a. nokkur þýsku-
kunnátta er skilyrði, einnig þarf að vera fyrir
hendi áhugi á tæknilegum viðskiptum.
Góð launakjör eru í boði ásamt góðri vinnuað-
stöðu.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsókn-
ir f fyllsta trúnaði.
Umsóknafrestur er til 27. ágúst nk.
GuðntTónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN l NGARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI62132?
Portafgreiðslumenn
Fyrirtækið er ein stærsta byggingavöruverslun
landsins.
Starfið felst í timburafgreiðslu og öðru tilfall-
andi.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu traustir
og reglusamir.
Kostur er ef umsækjendur eru með lyfjarétt-
indi.
Afgreiðslustörf
Sama fyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmenn
við kassaafgreiðslu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með
reynslu af tölvuskráningu.
Áhersla er lögð á snyrtimennsku og þægilega
framkomu.
í boði fyrir ofangreind störf er þægileg vinnu-
aðstaða og góð laun fyrir hæfan starfsmann.
Um heilsdagsstörf er að ræða og verða ráðn-
ingar sem fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9-5.
Afleysmga- og rádnmgaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustig ta - 101 ReyKjavik — Simi 621355
Setning
- íhlaupavinna
Við leitum að vönum starfskrafti, sem áhuga
hefur á að vinna við tölvusetningu (innskrift)
í íhlaupavinnu eftir samkomulagi. Góð vélrit-
unar- og íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 99,
222 Hafnarfirði, fyrir 27. ágúst.
PRISMA
Bæjarhrauni 22,
220 Hafnarfirði.
menntamála-
ráðuneytinu
Lausar stöður við framhaldsskóla
Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar
stundakennara í: íslensku, myndlist; raf-
eindatækni, viðskiptagreinar, efnafræði og
stærðfræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist skólameistara Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti fyrir 20. ágúst
næstkomandi.
Menn tamálaráðuneytið.
Framkvæmdastjóri
- landsbyggðin
Verslunarfyrirtæki á landsbyggðinni,
(innlend og erlend viðskipti), vill ráða fram-
kvæmdastjóra til starfa.
Viðkomandi getur hafið störf á tímabilinu
október til áramóta.
Staðgóð viðskiptamenntun, reynsla í við-
skiptalífinu og góð bókhaldsþekking er skil-
yrði. Góð enskukunnátta er nauðsynleg,
þekking í Norðurlandamálum er æskileg.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í trúnaði
á skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk.
Gudni TÓNSSON
RÁDCJÖF & RÁÐNI NCARÞJÓN USTA
TÚNGÓTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl1621322
Laus störf
hjá sjónvarpinu
Starf dagskrárgerðarmanns í innlendri dag-
skrárgerð. Góð almenn menntun er nauðsyn-
leg og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu
eða mepntun í gerð sjónvarpsþátta.
Starf ritara dagskrárstjóra innlendrar dag-
skrárdeildar. Þekking á ritvinnslu og góð
vélritunarkunnátta er nauðsynleg og gott
vald á íslensku og einhver málakunnátta.
Viðkomandi þarf að hafa hæfileika til að vinna
sjálfstætt.
Starf rafeindavirkja við útsendingar í sjón-
varpi. Unnið er í vaktavinnu. Laun samkvæmt
samningum RSÍ.
Umsóknarfrestur um fyrrnefnd störf er til 22.
ágúst nk. og ber að skila umsóknum til Sjón-
varpsins, Laugavegi 176, á eyðublöðum sem
þar fást.
RIKISUTVARPIÐ
Starf í 3-4 mánuði
Við leitum að starfskrafti sem getur tekið
að sér starf seinni hluta þessa árs og í byrj-
un þess næsta. Starfið er fólgið í sölu, dreif-
ingu og innheimtu á dagbókum. Starfið getur
verið að hluta til heimavinna. Viðkomandi
þarf að hafa bíl til umráða.
Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 99,
222 Hafnarfirði, fyrir 27. ágúst.
Vanir afgreiðslu-
menn óskast
í byggingavöruverslunina og verkamenn í
portafgreiðslu.
Upplýsingar hjá verslunarstjóra á staðnum.
Bygginga vöruverslun Sambandsins,
Krókhálsi 7.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVfK
Ahugavert starf
Okkur vantar starfsmann að Vistheimilinu
við Holtaveg frá 1. september n.k. Á heimil-
inu búa 5 fjölfötluð börn og unglingar. Æski-
legt er að umsækjandi sé þroskaþjálfi eða
hafi hliðstæða menntun.
Upplýsingar gefur Inga í síma 31188.
Landspítalinn,
handlækningadeild 11 G
Hjúkrunarfræðingar óskast á handlækn-
ingadeild 11 G frá 1. september nk. Um er
að ræða vaktavinnu 80-100% starf og nætur-
vaktir 60% starf. Unnið 3ju hverja helgi.
Sjúkraliði óskast í 80-100% starf á hand-
lækningadeild 11 G frá 1. september nk.
Vaktavinna, unnið 3ju hverja helgi.
Nánari upplýsingar um framangreind störf
gefur Ingibjörg Einarsdóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, sími 601366.
Landspítalinn,
bæklunarlækningadeild
Hjúkrunarfræðingar óskast á bæklunar-
lækningadeild 12 G og 13 G frá 1. septemb-
er nk. Um er að ræða vaktavinnu 80-100%
starf og næturvaktir 60% starf.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Einars-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími
601366.
Landspítalinn
- Barnaspítali Hringsins
Deildarstjóri óskast á barnadeild 12 E sem
er almenn lyflækningadeild. Ráðningartími
eftir samkomulagi.
Hjúkrunarfræðingar óskast á vökudeild,
barnadeildir I og II. Litlar deildir, 12 og 14 rúm.
Góður aðlögunartími með reyndum hjúkruna-
rfræðingi. Fjölbreytt og skapandi starf. Góð
vinnuaðstaða. Gott bókasafn og möguleikar á
símenntun. Sveigjanlegur vinnutími.
Sjúkraliðar óskast á vökudeild, ungbarna-
deild og lyflækningadeild nú þegar eða eftir
samkomulagi. Litlar þægilegar deildir. Góður
aðlögunartími. Fjölbreytt og áhugavert starf.
Góð vinnuaðstaða. Sveigjanlegur vinnutími.
Nánari upplýsingar um framangreind störf
gefur hjúkrunarframkvæmdastjóri, Hertha
W. Jónsdóttir, sími 601033.
Reykjavík, 14. ágúst 1988,
Ríkisspítalar - Landspítali