Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
Margret Jónsdóttir
Blönduósi
Fædd 23. janúar 1915
Dáinn 19. júní 1988
Margrét hvarf hljóðlega úr þess-
ari jarðvist, án allrar fyrirferðar.
Hún hafði heldur aldrei verið gefín
fyrir að láta á sér bera, hvorki í
orðum né athöfnum. En hún var
heil og sönn í öllu og traustur vinur
vina sinna.
Helga, skólasystir Möggu, rakti
lífsferil hennar í minningargrein
sem birtist 13. júlí sl. svo að ég
tfni aðeins til fáein minningabrot.
Ég var 13 ára þegar ég sá Möggu
fyrst leika í Kvennaskólanum á
Blönduósi í leikritinu „Upp til
Selja". Hún var falleg stúlka með
ljóst, sítt hár og lék af svo miklum
krafti að eftir varð tekið. Ég dáði
hana sem leikkonu æ síðan.
Margrét Valdimarsdóttir, móðir
Möggu, var góð leikkona og hafði
fallega söngrödd. Hún féll frá í
blóma lífsins, daginn eftir að Magga
fæddist. Magga hlaut nafn hennar
og leik- og sönghæfileika í vöggu-
gjöf.
Magga talaði alltaf um fósturfor-
eldra sína og fóstursystur með mik-
illi ást og virðingu og' samband !
systranna var einstaklega náið og
kærleiksríkt.
Fósturfaðir hennar, Jakob Karls-
son, var útibússtjóri Eimskipafé-
- Minning
lagsins á Akureyri og mikill at-
hafnamaður. Hann rak umfangs-
mikið bú á Lundi og var þar jafnan
margt í heimili. Systumar ólust upp
við öll algeng störf, úti sem inni.
Magga minntist líka oft á góðan
heimilisanda og margt var sér til
gamans gert innan vébanda heimil-
isins.
Margrét var ákaflega dugleg og
vinnusöm kona og hafði oft mikið
umleikis. Það var merkilegt hve
mikinn tíma hún hafði til félags-
starfa auk alls annars.
Ég kynntist henni fyrst er við
lékum saman í sýningum Leikfélags
Blönduóss. Ég hafði raunar kviðið
því að leika með svo sviðsvönu fólki,
Möggu, Bjama og Tómasi.
En ekkert þeirra var þannig gert
að setja sig á háan hest gagnvart
óvönum og þau tóku mér öll vel.
Magga var ekki afskiptasöm við
unga leikara þó að hún hefði langa
reynslu að baki. Ef ég ætlaði að
leita ráða hjá henni var viðkvæðið
jafnan: „Blessuð góða, vertu eins
og þér fínnst eðlilegast."
Magga saumaði og annaðist bún-
inga í mörg ár og alltaf var sauma-
stofan á heimili hennar. Ég hljóp
til hennar eða hún kom til mín ef
ég þurfti leiðsagnar við og við áttum
þá margar skemmtilegar stundir
saman.
t
MARÍA HELGADÓTTIR
frá Klettstíu
er andaðist í sjúkrahúsi Akraness 6. ágúst sl. verður jarðsungin
frá nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 15. ágúst kl. 13.30.
Vandamenn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRÍMANN STEFÁNSSON,
Blómsturvöllum,
Mosfellsbæ,
lést í Landspítalanum 12. ágúst sl.
Sveinn Frímannsson, Sædfs Vigfúsdóttir,
Ásdís Frimannsdóttir, Jónas Björnsson,
Halldór Vignir Frímannsson, Lilja Dóra Victorsdóttir
og barnabörn.
t
INGIBJÖRG THORS
veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. ágúst
kl. 13.30.
Marta, Ingibjörg, Margrét,
Stefanía og Thor Ó. Thors.
t
Minningarathöfn um
EGIL SIGURÐSSON,
Álafossi,
sem lést í Borgarspítalanum 9. ágúst, verður haldin fimmtudaginn
18. ágúst í Lágafellskirkju kl. 14.00. Jarðsett veröur frá Helgafells-
kirkju í Helgafellssveit föstudaginn 19. ágúst kl. 14.00. Ferð verð-
ur frá Umferðarmiðstööinni kl. 9.00 sama dag.
Þeim sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Þórleifar
Siguröardóttur, Ijósmóður, Arnarstöðum.
Siguröur Sigurðsson
Þorbrandur Sigurðsson.
t
Öllum þeim sem á einn eða annan hátt heiöruðu minningu hús-
móðurinnar í Byggðarhorni, Sandvíkurhreppi, Árnessýslu,
JÓNÍNU SIGURJÓNSDÓTTUR,
sendum við alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug með
ósk um guðsblessun.
Geir Gissurarson,
Gissur Geirsson, Ásdis L. Sveinbjörnsdóttir,
Úlfhildur Geirsdóttir, Sigvaldi Haraldsson,
Hjördis Geirsdóttir, Þórhallur Geirsson,
Gisli Geirsson, Ingibjörg K. Ingadóttir,
Brynhildur Geirsdóttir, Kristján Einarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Magga lagði oft of mikið á sig
fyrir Leikfélagið þó að heilsan væri
farin að bila — að okkur fannst
mörgum - en hún vildi aldrei láta
sitt eftir liggja ef Leikfélagið átti
í hlut
Við vorum saman í saumaklúbbi
í nokkur ár og ég veit að vinkonur
hennar, sem með okkur voru, minn-
ast eins og ég þeirra góðu stunda.
Því fylgir einkennileg tilfínning
að geta ekki komið við hjá Möggu
í Blöndubyggð 4 þegar gengið er
götuna með ánni. Éða farið í heim-
sókn og rætt saman um lífíð og
tilveruna. Ég hvfldist svo vel ef ég
var ein með Möggu, hún var hæg-
lát, greind og skilningsrík og ég
fræddist um margt frá liðnum
tímum.
Magga var bömum sínum góð
og ástrík móðir og vildi hafa fjöl-
skylduna sem oftast í kringum sig.
Það var ákaflega gestkvæmt og
erilsamt hjá Margréti og Ágústi
alla tíð, einkum þegar þau önnuð-
ust bensínafgreiðsluna. Ágúst lést
1984. Þau hjón voru bæði góðir og
Stórborgin skæra
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Skær ljós stórborgarinnar
(„Bright Lights, Big City“).
Sýnd í Bíóhöllinni.
Bandarisk. Leikstjóri: James
Bridges. Handrit: Jay Mclnerney
eftir samnefndri sögu hans.
Framleiðendur: Mark Rosenberg
og Sydney Pollack. Kvikmynda-
taka: Gordon Willis. TónUst: Don-
ald Fagen. Helstu hlutverk:
Michael J. Fox, Kiefer Suther-
land, Phoebe Cates, Swoosie
Kurtz og Frances Sternhagen.
Uppaöldin bandaríska á sína
skrásetjara og einn af þeim er rit-
höfundurinn Jan Mclnemey sem
árið 1984 skaust uppá stjömuhim-
ininn með hinni hálf-sjálfsæfísögu-
legu skáldsögu „Bright Lights, Big
City“ sem fjallaði um sjálfseyðing-
arhvöt Manhattanuppans og kók-
aínsniffarans Jamie Conway, bar-
áttu hans við sjálfan sig, sorglegar
minningar og æsandi næturlífíð í
New York.
Eftir mikla framleiðsluerfíðleika
var sagan fest á fílmu og það er
erfítt að sjá á myndinni, sem sýnd
er í Bíóhöllinni, af hveiju bókin
vakti jafnmikla athygli og raun bar
vitni (prentuð í 19 upplögum, þýdd
á 15 tungumál). Það er eins og eitt-
hvað mikið hafí farið úrskeiðis á
leiðinni frá blaðsíðunum á tjaldið.
Fyrri helmingur myndarinnar,
sem kynnir Conway (Michael J.
Fox) til sögunnar og lýsir lifnaði
hans og kringumstæðum í New
York, er hraður og efnilegur og
vekur hlátur og forvitni, myndaður
af New York-sérfræðingnum Gord-
on Willis. Conway er að reyna að
vera rithöfundur en smátt og smátt
er eins og gæðaduftið’ frá Bólivíu
sé að taka völdin; honum gengur
hræðilega í vinnunni, minningin um
móður hans sem lést úr krabba-
meini fyrir ári þjáir hann og eigin-
kona hans, glæsileg sýningarstúlka,
hefur hringt frá París til að segja
að hún sé hætt með honum. Útlitið
ekki bjart en hann hefur alltaf
næturlífið og bólivíuduftið í nösun-
um þótt það sé frekar erfítt að
ímynda sér að snörli í nefninu á
fjölskylduleikaranum Michael J.
Fox.
Hvað um það. Myndinni hefur
tekist að hanka mann hingað til.
En síðan liggur leiðin niðurávið. Fox
verður æ ólíklegri í hlutverkinu sér-
+
Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug viö frá-
fall og útför
MÁLFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Þórólfsgötu 12A,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til sr. Jóns Bjarmans og starfsfólks deildar 14G,
Landspítalanum.
Gísli Bjarnason,
Sigurður Kristjánsson,
Sigurður Valur, ÓlafurWaage,
Gunnþórunn Birna, Guöbjörg Björnsdóttir,
Jón Valgeir,
Elias Bjarni,
Magnús Þorkell
og barnabörn.
Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. \
1 S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48-SÍMI 76677
LE Mi Hamars GSTEINi $ J S (0 0) o
OSAIK H höfða 4 — Sími
gegnir Blöndósingar. Ég kveð þau
með virðingu og þökk.
„Senn verður gröfín gróin
grösum úr jarðarfeldi.
Fram undan liggur flóinn,
fagurrauður að kveldi."
(Höf. ókunnur)
Innilegar samúðarkveðjur til
bama hennar og fjölskyldna og
systra hinnar látnu.
„Þó við skiljum um stund,
þá mun fagnaðarfund
okkar fljótt bera aftur að höndum,
því að hjólið fer ótt,
því að fleyið er flótt,
er oss flytur að glólundarströndum."
(Jónas Hallgrímsson)
Ég þakka Möggu vináttu og
tryggð liðinna ára. Guð blessi minn-
ingu hennar. Þessi mynd sem hér
fylgir er af Möggu í hlutverki ömm-
unnar í „Franska ævintýrinu". Þá
átti hún 25 ára leikafmæli.
Helga Guðmundsdóttir
Vinir i sukki; Kiefer Sutherland
og Michael J. Fox í myndinni
Skær ljós stórborgarinnar, sem
sýnd er i Bíóhöllinni.
staklega í tilfinningahlöðnum atrið-
um; stóru ástæðumar fyrir því að
svo illa er komið fyrir söguhetj-
unni, dauði móðurinnar og hvarf
ástarinnar, sem hugmyndin hefur
verið að rekja í afturhvörfum, eru
að mestu klipptar í burtu og vekja
aldrei samúð. Dianne Wiest, sem
leikur móðurina, er næstum öll
klippt úr myndinni og fráhvarf Con-
ways úr sukkinu, þegar hann hefur
loks fundið ró í sínum beinum, er
spilað á væmnum nótum (lýst á
einfeldningslega táknrænan hátt
þegar hann skiptir á skæslegu
uppasólgleraugunum og brauð-
hleifí). Bíógestir hlógu iðulega þeg-
ar engin ástæða var til sem er skýrt
dæmi um rangar áherslur leikstjór-
ans James Bridges („The China
Syndrome").
Kiefer Sutherland leikur vin Con-
ways og er næstum alveg óútskýrð
persóna eins og fleiri í þessari mynd
en Kiefer er frábærlega eðlilegur
frammi fyrir myndavélunum. Hinir
öldruðu Jason Robards og John
Houseman fara með gestahlutverk
og eru augnayndi, sérstaklega Rob-
ards í hlutverki fyllibyttu.
Blómastofa
Friöfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öli tilefni.
Gjafavörur.