Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
Marteinn kokkur kominn í móttökuna að gogga karfann
í skolkarið á meðan strákarnir láta trollið fara.
Allt kapp var lagt á að ganga vel frá aflanum í lestiná.
Boltaþorskur gaf sig helst um miðja nótt.
Ferskfiskútflutningsbannið
TEKJUSKERÐINGIN HJA
OKKUR NEMUR 50%
sagði Sœvar Ólafsson skipstjóri á SólfaraAK 170
„Fjöldi sjómanna er urrandi
reiður út af gámaútflutnings-
banninu, þó það hafi ekki farið
hátt, enda hefur tekjuskerðingin
verið um 50%. Við höfum góðan
samanburð við Fönix KE sem
hefur fiskað svipað magn hér á
Eldeyjarslóðinni en fengið að
setja í 7 gáma í þéssum mánuði
og gerir aflaverðmætið hjá hon-
um yfir fjórar milljónir á meðan
við rétt losum tvær milljónir
króna, heimalandað," sagði Sæv-
ar Ólafsson, skipstjóri á Sólfara
AK 170, þegar Morgunblaðið
heimsótti hann á miðin út af Eld-
ey fyrir skömmu.
Sólfari var á rækju
síðastliðið sumar
Sólfari AK er frá Akranesi en
áhöfnin er frá Sandgerði, nema
hvað vélstjórin er Skagamaður.
Sólfari var á rækjuveiðum í fyrra
sumar með frystiútbúnað um borð
en útgerðin gekk ekki nægilega vel
og því var gripið til þess ráðs að
kasta rækjuútbúnaðinum í land og
gera skipið út á troll og fiska fyrir
gámaútflutning.
Sævar Ólafsson, skipstjóri á Sól-
fara, var með Reyni GK frá Sand-
gerði og vann mikið björgunarafrek
síðastliðið haust er hann bjargaði
tveim mönnum í innsiglingunni til
Sandgerðis eftir að bátur þeirra
sökk.
Þegar Reynir GK þurfti að fara
í slipp bauðst honum Sólfari AK
og hugðist hann breyta til og tvö-
falda laun sín því aflanum af Reyni
GK var alltaf landað á föstu verði
til eigenda bátsins sem eru með
verkun.
Erlendi markaðurinn
þolir meira
„Sem dæmi um tekjuskerðinguna
sem við höfum orðið fyrir má nefna,
að við fengum 7 tonn af mjög væn-
um þorski sem seldist á fískmarkað-
í morgunsárið voru hífð 5 tonn af ufsa
og ýsu. Eldey í baksýn.
Sólfari AK togar á karfaslóðinni
austur af Eldey.