Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
Reuter
Flóð íBangladesh
Fjöldi þeirra, sem látist hafa í gífurlegum flóðum í Bangladesh
að undanfömu, er nú kominn upp í 200. Flóðin hafa orðið vegna
mikilla monsún-rigninga síðustu tvær vikur. Margir hinna látnu
hafa verið bitnir af slöngum sem viða berjast um þurrr svæði
við mannfólkið. Hamfarirnar hafa haft valdið fjórðungi íbúa
landsins, eða um 25 milljónum manna, búsifjum af ýmsu tagi;
kornuppskera að andvirði 11.500 milljóna ísl. kr. hefur eyði-
lagst, 15.000 km af vegum em ónýtir og meira en 100 þúsund
manns hafa fiúið þorp sín og leitað skjóls í neyðarbúðum á veg-
um stjórnvalda. Á síðasta ári varð einnig mikið tjón á lífi og eign-
um í Bangladesh. Á myndinni er kona með böra sín og kvikfénað
á flótta frá flóðasvæðunum.
Seladauðinn í Norðursjó og Eystrasalti:
Sama veira og veldur
hunda- og kattafári
Fárið ef til vill komið frá grænlenskum
sleðahundum eða dönskum hundum
Pieterburen, Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKLR og hollenskir sér-
fræðingar sögðu frá því á blaða-
mannafundum á mánudag að
veiran sem valdið hefur sela-
dauðanum í Eystrasalti og Norð-
ursjó sé sama veira og veldur
hundafári og kattafári.
Anders Bergman, meinafræðing-
ur, sem haft hefur samstarf við
sérfræðinga umhverfís- og heil-
brigðisstofnunarinnar í Hollandi,
sagði á blaðamannafundi í Stokk-
hólmi á mánudag að veira sem ylli
hunda- og kattafári hefði verið
greind í selum sem drepist hefðu í
Eystrasalti og»í selum frá Græn-
landi. Sagði Bergman að ef til vill
mætti rekja smitið til grænlenskra
sleðahunda eða jafnvel hunda í
Danmörku, þar veikinnar var fyrst
vart í apríl. Bóluefni er til gegn
fárinu og verið er að reyna það í
Hollandi.
Albert Osterhaus, sérfræðingur
hjá hollensku umhverfis- og heil-
brigðisstofnuninni, sagði að bólu-
efnið yrði reynt á selum á sædýra-
söfnum en bólusetning á villtum
selum væri allt of dýr og kæmi að
litlu gagni, „Veirusjúkdómar verða
sjaldan til þess að útrýma dýrateg-
undum, hugsanlegt er að stór hluti
dýranna drepist en töluverður hluti
myndar ónæmi og tegundin heldur
velli,“ sagði Ost.erhaus. Hann sagði
að greining veirunnar útilokaði ekki
þátt mengunar í seladauðanum.
„Það hversu hratt og hversu alvar-
íegar afleiðingar fárið hefur verið
bendir til þess að mengun eigi sinn
þátt í að gera út af við dýrin,“ sagði
Osterhaus.
Stanley Clinton Davis, umhverf-
isráðunautur hjá Evrópubandalag-
inu, sagði í gær að bandalagið yrði
að beita sér fyrir því að sporna
gegn mengun í Norðursjó. Sagði
hann að innan EB hefðu menn lýst
áhyggjum sínum vegna seladauð-
ans í Norðursjó sem að hluta til
mætti kenna mengun. Clinton Da-
vis lét þessi orð falla eftir að Berg-
man og Osterhaus sögðu að sama
veira og ylli hundafári yrði selunum
að aldurtila vegna þess að þeir
væru svo illa búnir til að veijast
sjúkdómum þar sem ónæmiskerfi
þeirra hefði slævst vegna mengun-
ar.
Khrústsjov
lofaður í við-
tali við sov-
éskt dagblað
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKA dagfblaðið Moskovskaja
Pravda birti í gær viðtal þar sem
farið er fögrum orðum um Níkita
Khrústsjov, og em ýms teikn á
lofti um að vegur hins látna Sovét-
leiðtoga, sem lítið sem ekkert hef-
ur verið minnst á opinberlega
síðan hann var sviptur völdum
árið 1964, fari nú vaxandi að nýju.
„Khrústsjov á meira lof skilið en
hann hefur fengið," segir Sergei
Pavlov, sendiherra í Búrma, sem var
leiðtogi Komsomol, fylkingar ungra
kommúnista, á valdatíma
Khrústsjovs. „Khrústsjov vildi í raun
og veru breyta lífí okkar til hins
betra. Og það krafðist mikils hug-
rekkis," segir Pavlov meðal annars.
Sendiherrann tekur þó fram að
Khrústsjov hafi þó erft „mikla galla,"
hann hafi til að mynda ásælst of
mikil völd og verið veikur fyrir skjalli.
Krústsjov var fordæmdur og nafni
hans var sleppt í sögubókum og obin-
berri umræðu eftir að hann var svipt-
ur völdum. Míkhaíl Gorbatsjov sagði
þó í ræðu í nóvember síðastliðnum
að Krústsjov hefði gegnt jákvæðu
hlutverki á ferli sínum sem Sovétleið-
togi.
Kambódíu-deilan:
Viðræðum Kínverja o g
Sovétmanna miðar áleiðis
Peking. Reuter.
VIÐRÆÐUM Kinveija og Sovét-
manna um deilur ríkjanna vegna
Kambódíu lýkur á . morgun,
fimmtudag, en þær hófust á
sunnudag. Mögulegt er að í lok
þeirra verði rætt um leiðtogafund
stórveldanna tveggja, að sögn
austur-evrópskra heimildar-
manna.
Verði af leiðtogafundi er sennilegt
að fulltrúi Sovétmanna verði Míkaíl
Gorbatsjov en óvíst hvort Kínveijar
senda Deng Xiaoping, hinn aldna
frumkvöðul umbótastefnunnar í
landinu, eða Zhao Ziyang, formann
kínverska kommúnistaflokksins.
Síðast funduðu leiðtogar ríkjanna
árið 1959 er Khrústsjov Sovétleiðtogi
ræddi við Mao Tsetung.
Skilyrði Kínveija fyrir því að sam-
þykkja leiðtogafund er að Sovétmenn
þvingi Víetnama til að flytja sem
fyrst á brott 100 þúsund manna
herlið sitt frá Kambódíu. Víetnamar
réðust inn í Kambódíu 1979 til að
velta úr sessi stjóm Rauðu Khme-
ranna sem Kínveijar studdu. Stjóm-
arerindrekar í Asíulöndum segja að
Kínveijar muni ekki hætta stuðningi
sínum við Khmerana, sem nú em
stærst þeirra þriggja skæmliða-
hreyfinga er beijast gegn leppstjóm
Víetnama í Kambódíu.
ISUZU bílaverksmiðjurnar eru fyrstu bílaframleiöendur
í Japan. Þar sameinast því mikil þekking og reynsla.
ISUZU
-1
ISUZU línan hjá okkur samanstendur af allt að 5 tonna
vörubílum, tveggja og fjórhjóladrifnum sendibílum
og TROOPERjeppanum.
Nú bjóðum við uppá einstök greiðslukjör. Lánum allt að helmingi kaupverðsins í eitt ár - án vaxta
og verðtryggingar. Og til þess að mæta lántökukostnaði bjóðum við auk þess umtalsverðan afslátt
álSUZU-bílunum.