Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 36

Morgunblaðið - 31.08.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Akureyri selji hlut „I sumarskapi“ send- ur út frá Sjallanum ÞÁTTUR Stöðvar 2 og Stjörnunnar, „í sumarskapi", verður sendur út frá Sjallanum á Akureyri næstkomandi föstudagskvöld og verða það þau Bjarni Dagur og Saga Jónsdóttir sem verða við stjórnvölinn þar. Hljómsveitin Pass frá Akureyri sér um undirleik auk þess sem von er á fjölda annarra skemmtikrafta víðsvegar að. Fyrir dyrum standa ýmsar breytingar á Sjallanum í haust og síðan er von á ýmsum uppákomum þar í vetur. Að sögn Ingu Hafsteinsdóttur fram- kvæmdastjóra Sjallans ætla Lonlí blú bojs að koma norður þtjár til fjórar helgar í röð ásamt hljómsveit Rúnars Júlíussonar. Fyrsta helgin þeirra 5 Sjallanum verður 16. og 17. september. Lonlí blú bojs skipa þeir Björgvin Halldórsson, Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Engilbert Jensen. Þeir hafa undan- famar helgar skemmt á Hótel ís- landi við góðar undirtektir. Því næst er gert ráð fyrir „Næt- urgalanum" norður, en það er skemmtidagskrá sem var á Hótel Sögu, sl. vetur. Hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar, Pálmi Gunnars- son, Jóhanna Linnet og Ellen Krist- jánsdóttir eru meðlimir í Næturgal- anum og meiningin er að nokkrir norðlenskra skemmtikrafta troði upp með þeim sunnanmönnum í Sjallanum. Leiðinda veður á Spánveijunum Spænski„sirkusinn“ heldur frá Akureyri í dag áleiðis til Vestmannaeyja eftir að hafa haldið sjö sýningar fyrir norðan. Síðasta sýningin fór fram á túninu fyrir neðan Samkomuhúsið í gærkvöldi. Þokkaleg aðsókn -hefur verið á sýn- ingar Spánveijanna þrátt fyrir leiðindaveður, kulda og vosbúð og mun sýningarfólkið ekki hafa farið varhluta af kvefi og öðrum illum kvillum á meðan á norðandvölmni stóð enda hefur rignt nær sleitulaust frá því hópurinn kom. „Sirkusinn" verður i Eyjum um helgina, 3. og 4. september. Þaðan heldur hópurinn á Suðurnesin og verður með sýningar bæði á Keflavíkurflugvelli og í Keflavík. Morgunblaðið/Rúnar Þór sinn í Landsvirkjun — segir Sigfús Jónsson bæjarstjóri SIGFÚS Jónsson bæjarstjóri á Akureyri telur að bærinn eigi að selja hlut sinn í Landsvirkjun til að greiða niður skuldir Hita- veitu Akureyrar, sem nálgast nú tvo og hálfan milljarð. Akur- eyrarbær á 5,475% i Landsvirkj- un, en aðrir hluthafar eru ríkis- sjóður,. sem á helming, og Reykjavíkurborg, sem á rúm 44%. „Ef þessi leið yrði farin, næðum við að minnka vaxtaút- gjöldin vegna hitaveitunnar um tugi milljóna kr., sem er augljós- lega miklu raunhæfara fyrir bæinn heldur en að eiga áfram i Landsvirkjun og fá greiddar smáupphæðir í arð miðað við það sem bærinn gæti sparað sér með því að greiða niður skuldir hitaveitunnar með hlutafé Landsvirkjunar. Ljóst er að gífurlegur peningalegur hagn- aður fylgir ráðstöfun sem þess- ari, en menn eru ef til vill að fórna itökum í orkumálum og slík sala getur haft alvarleg pólitísk eftirköst i för með sér,“ sagði bæjarstjóri. Sigfús sagði að þetta skref hefði átt að stíga í fyrra þegar gengi var lágt enda eru lán Hitaveitu Akureyrar í erlendum myntum. Hann sagðist vera á þeirri skoðun að Akureyrarbær eigi að gera meira af því að kaupa og selja hlutabréf. „Bærinn er með ákveðið fjármagn í atvinnurekstri og ef hann vill beita sér fýrir uppbygg- ingu á nýjum fyrirtækjum, þá ber honum að selja eitthvað af eldra hlutafénu til að íjármagna nýja starfsemi. Hingað til hefur þetta verið gert í of litlum mæli. Hlutafé Akureyrarbæjar í hinum ýmsu fyr- irtækjum er á bilinu 500 til 800 milljónir króna auk þess sem bær- inn á hátt í milljarð í Landsvirkj- un, eða sem svarar til 5,475%. Sigfús sagðist engu fá um það ráðið hvort bærinn seldi eða keypti hlutabréf þar sem hann sæti ekki í bæjarstjórn. „Ég held að viðhorf bæjarfulltrúa varðandi sölu á hlutabréfum bæjarins í hinum ýmsu fyrirtækjum séu mjög mis- munandi og fari eftir því hvaða fyrirtæki eiga þar hlut að máli. Ég held að menn séu tiltölulega lega sér að skaðlausu selt hluta af því, svona 10-20%, til að nota fjármagnið í aðra uppbyggingu. Það verður þá að vera eitthvað arðbært," sagði Sigfús. Sigurður J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á síðasta kjörtímabili þess efnis að hlutur Akureyrarbæj- ar í Landsvirkjun yrði seldur og Morgunblaðið/Rúnar Þór Akureyrarbær á hátt i 75% í Útgerðarfélagi Akureyringa. Formaður atvinnumálanefndar telur að pólitísk samstaða sé ekki um að selja hlut bæjarins í fyrirtækinu. sammála um að selja hlut bæjarins í Oddeyri hf., en þegar kemur að Slippstöðinni eða Utgerðarfélagi Akureyringa koma fram skiptar skoðanir. Ég tel til dæmis að óþarfi sé að bærinn eigi hátt í 75% hlutafjár í ÚA. Hann getur örugg- hann nýttur til niðurgreiðslu á skuldum hitaveitunnar. Tillagan hlaut þá ekki afgreiðslu heldur ræddu menn þá málið vítt og breitt. Björn Jósef Amviðarson form- aður atvinnumálanefndar og bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmsar hugmyndir hefðu komið upp á fundum atvinnumálanefndar og ýmislegt væri í bígerð. Tillaga um að selja hlut bæjarins í Odd- eyri hf. yrði væntanlega lögð fram á næstunni á fundi bæjarstjómar og í framhaldi af því kæmi til greina að losa um annað hlutafé bæjarins. Bærinn ætti til dæmis um 350 millj. kr. í Útgerðarfélagi Akureyringa miðað við síðasta uppgjör. „Þetta er mikið fé, sem gæfi okkur mikla möguleika. Hins- vegar tel ég að pólitískur vilji sé ekki fyrir sölu á hlutabréfum bæj- Ljóst er að bærinn hagnast veru- lega á því að selja hlut sinn í Landsvirkjun til að greiða niður skuldir Hitaveitu Akureyrar sem nálgast nú tvo og hálfan millj- arð. Akureyrarbær eignaðist hlut sinn í Landsvirkjun þegar Laxárvirkjun sameinaðist henni 1. júlí árið 1983. arins í ÚA. Alþýðuflokksmenn em á móti sölu á bréfum bæjarins í ÚA og ég efast um hvaða hug mínir samflokksmenn bera til þeirrar hugmyndar. Ég tel þó að sjálfstæðismenn í bæjarstjórn séu tilbúnir að skoða hvort ekki mætti selja hluta af bréfum bæjarins og kanna hvaða markaður væri fyrir þau enda er hér um að ræða eitt stöndugasta útgerðarfyrirtæki landsins." Bjöm Jósef sagðist vera fylgj- andi því að Akureyrarbær seldi hlut sinn í Landsvirkjun til að færa fjármagnið í skuldir hitaveitunnar. Éigið fé Landsvirkjunar nam í árs- lok 1987 um 13.560 millj. kr. og nam hlutdeild bæjarins í eigin fé því um 742 millj. kr. „Ef við gæt- um selt hlut bæjarins í Landsvirkj- un fyrir milljarð, gætum við minnkað vaxtabyrðina af hitavei- tunni um nær 100 milljónir á ári miðað við 10% vexti af erlendu lánunum. Það er ekki ólíklegt að menn fari að skoða þennan mögu- leika aftur nú vegna tiltölulega slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. Þetta er ein af þeim leiðum, sem fær er til að rétta verulega af fjár- hag Hitaveitunnar," sagði Björn Jósef Amviðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.