Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIBVIKUDAGUR -81; AGUST 1988 Inga Jóna Þórðardóttir „Atvinnuþátttaka for- eldra, fjöldi einstæðra foreldra, stuttur skóla- dagoir barna og öry gg- isleysi sem honum fylg- ir eru staðreyndir sem horfast verður í augu við og bregðast við.“ Meiri menntun En það er ekki síður mikilvægt að líta á nám bama í þessu sam- bandi. Stuttur skóladagur leiðir óhjákvæmilega til þess að minni kröfur er hægt að gera til menntun- ar en við lengri skóladag. Mörgum er í fersku minni þær umræður sem urðu vegna skýrslu OECD um menntastefnu hér á landi. í þeirri skýrslu er íjallað um stuttan skóla- dag og stutt skólaár og er lenging skóladags talin eitt brýnasta verk- efnið á grunnskólastigi. Það hlýtur að vera keppikefli allra, jafnt foreldra sem fræðslu- yfirvalda að böm fái eins góða menntun og kostur er og að þau standi ekki að baki jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum. Al- gengt er að heyra foreldra, sem búið hafa erlendis um skeið með böm sín, tala um hversu mikill munur sé á námi barna hér og er- lendis. Að sjálfsögðu er þetta mis- munandi eftir námsgreinum og aldri bama. Á hitt ber að líta að þátt mennt- unar í uppbyggingu þjóðfélagsins má aldrei vanmeta. Við kjósum að bera okkur saman við nágranna- þjóðir — viljum hafa lífskjör sam- bærileg eða jafnvel betri, ætlum að keppa á sömu mörkuðum. Við hljót- um því að gera sömu kröfur varð- andi menntun. Aðlögun að breyttum aðstæðum í viðskiptalöndum t.d. varðandi innri markað Efnahagsbandalagsins, sem nú er í undirbúningi, hlýtur að taka tillit til menntunar jafnt og annarra þátta. Samkeppnis- hæfni okkar lands er nefnilega líka undir því komin að við stöndum jafnfætis í menntun, — þekkingu og hæfni. Fjórir áfangar Tillögur nefndarinnar um leng- ingu skóladags fela í sér að skóla- dagur verði lengdur í fjórum áföng- um og að þeim loknum fái: 1.—3. bekkur 30 kennslust. á viku 4. bekkur 32 kennslust. á viku 5. bekkur 34 kennslust. á viku 6. bekkur 35 kennslust. á viku 7.-9. bekkur 36—37 kennslustá viku Til samanburðar má geta þess að í dag fæn 1.—2. bekkur 22 kennslust. á viku 3. bekkur 26 kennslust. á viku 4. bekkur 29 kennslust. á viku 5. bekkur 32 kennslust á viku 6. bekkur 34 kennslust. á viku 7.-9. bekkur 35 kennslust. á viku Lengingin er því fyrst og fremst gagnvart yngri bekkjunum. Þegar þessum áföngum hefur verið náð er reiknað með að rekstr- arkostnaður grunnskóla aukist um 250 milljónir króna á ári miðað við verðlag í janúar 1988. Til hliðsjónar má geta þess að rekstrarkostnaður grunnskóla samkvæmt fjárlögum 1988 er talinn muni verða 3,2 millj- arðar króna. Rétt er að benda á, að einn þess- ara fjögurra áfanga er breyting á fýrirkomulagi sex ára deilda — for- skólans. Hún felur það í sér að all- ir forskólanemendur njóti sama kennslustundafjölda óháð fjölda bama. í dag fer kennslustundafjöldi forskóladeilda eftir fjölda bama og þar af leiðandi fá sex ára nemendur í fámennum byggðarlögum færri stundir á viku en aðrir. Hér hefur lenging skóladags ver- ið gerð að umræðuefni. Lenging skólaársins hlýtur að verða umfjöll- unarefni skólamanna á allra næstu ámm með hliðsjón af breyttum þjóðfélagsháttum. Benda má á, að í dag býr fjórðungur allra grunn- skólanema við styttra skólaár en 9 mánuði. Nemendur landsbyggðar- innar eiga að sjálfsögðu sama rétt til náms og aðrir. Það er ekki einungis hagsmuna- mál foreldra að skóladagur verði lengdur, það er hagsmunamál þjóð- félagsins. Heimild: Gróandi þjóðlíf, útg. Framtið- arkönnun, 1987. Höfundur er formaður samstarfs- nefndar ráðuneyta um fjölskyldu■ mál. Morgunblaðið/Sig. Jðns. Ragnheiður Thorarensen við eitt af dúklögðu borðunum á sýning- unni og merki Georg Jensen Damask. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Glasnost-stefnan og glæpahneigð öreiganna með degi hverjum ná traustari fótfestu í Sovétríkjunum. Og al- menningur les blöðin af gífurleg- um áhuga þó svo allir séu ekki sáttir við fréttaflutninginn. Hins vegar virðast ijölmiðlar enn ekki hafa fijallað á sama hátt um hina smærri „efnahagsglæpi" Sovét- borgara gegn ríkinu. Enda er það óþarfi. Allir kannst við þá og flest- ir hafa oftlega gerst sekir um þá. Svartamarkaðsbrask og smærri þjófnaðir á ríkiseigum (matvæl- um, bensíni osfrv.) hefur löngum verið sú aðferð sem Sovétborgarar hafa beitt til að gera lífið þolan- legra og vitaskuld er mikilvægast Undanfarið hafa sovéskir fjöl- miðlar skýrt frá skipulegri glæpastarfsemi í landinu, sem fengið hafi að þrífast vegna dug- leysis og siðferðisskorts fyrri leið- toga og embættismanna. Á síðum blaða hefur mátt lesa um „mafíu- starfsemi" að hætti Vesturlanda, byssubardaga á götum úti, eitur- lyfjasölu, ævintýralegar mútu- greiðslur, glæpaforingja, sem í engu virðast skera sig frá A1 Capone og stunda ijárhættuspil þar sem óskiljanlegar fjárhæðir eru í veði og jarðarfarir að hætti mafíuforingja á Ítalíu þar sem svartklæddir menn méð hatta stíga út úr svörtum „Chaika“- bifreiðum og votta hinum látna virðingu sína vopnaðir vélbyssum. „Brezhnev-klíkan" hefur einnig fengið sinn skammt en svo sem fram hefur komið í fréttum hefj- ast í næsta mánuði réttarhöld yfír tengdasyni hans, Júrí Tsjúr- banov, sem gengdi stöðu aðstoð- arráðherra þar til Brezhnev safn- aðist til feðra sinna árið 1982. Tsjúrbanov er sakaður um mútu- þægni og spillingu en herferð til að uppræta þessa lesti var hafin í tíð Júrí Andropovs fyrrum Sovét- leiðtoga og Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur frá því hann komst til valda árið 1985 haldið merki þessa fyrr- um velgjörðarmanns síns hátt á lofti. I fjölmiðlum er greint frá gjör- spilltum flokksleiðtogum, sem hafi í krafti stöðu sinnar, safnað að sér gegndarlausum auðæfum en enn sem komið er a.m.k. er ekki fjallað um forréttindi hinnar ráðandi stéttar af sama krafti þótt vissulega hafí verið tæpt á þessu sérkennilega kerfi, sem furðu margir virðast njóta góðs af. Viðtal við Alexander Gúrov, undirofursta og glæpasérfræðing, í Literatúrnaja Gazeta hefur vakið athygli en í því kemur fram að upphaf sovésku mafíunnar megi rekja til bræðralags glæpamanna sem sátu í þrælkunarbúðum Stalins á fjórða áratugnum. í við- talinu segir Gúrov að glæpahyskið hafi tekið að skipuleggja sig á sjötta áratugnum er efnahagur Sovétríkjanna tók að vænkast. „Starfsemin fer vaxandi en skipu- lögð glæpasamtök er einkum að fínna suðurhéruðunum, Úkraínu og Moldavíu. Að mínu viti er ástandið verst í Kiev, Lítov, Ódessu, Donetsk og Dnépropet- osk. Við þennan lista þarf síðan auðvitað að bæta Moskvu og Leníngrad," segir Gúrov. • •■••VíW. „Ég fullvissa þig um það að nú er öllum óhætt að tala um allt.“ Teikning og texti úr sovéska vikuritinu Moskvu-fréttir. Öll þessi ósköp hellast yfir fólk sem gengur alla daga með aleig- una í vasanum ef það skyldi ramba á álitlega biðröð. Ætli hús- mæður í Moskvu ræði þetta sín á milli þær tvær til þijár klukku- stundir sem þær eyða í biðröðum með „avoskumar" sínar á degi hveijum? (Á rússnesku nefnist innkaupataska „avoska“ sem myndað er af orðinu „avos" sem þýðir „ef til vill“, karlamir nota hins vegar skjalatöskur við inn- kaupin). Hvað skyldu karlamir í vodka-biðröðunum segja? Vibrögðin hafa alltjent ekki lát- ið á sér standa á opinberum vett- vangi. „Glasnost er gengin í garð og hún er í hámarki. Við lesum ótrúlegar fréttir og skýrt er frá staðreyndum sem virðast óhugs- andi. Viðbrögð okkar em tvíbent. Við emm stolt af þessum djarfa fréttaflutningi en skömmumst okkar jafnframt fyrir skuggahlið- ar tilveru okkar,“ segir Júrí nokk- ur Feofanov í grein, sem hann ritaði nýlega í Moskvu-fréttir og fjallar um starfsemi sovésku maf- íunnar. Höfundurinn víkur sér- staklega að „Brezhnev-klíkunni", en það hugtak virðist einkum eiga við ættmenni leiðtogans, og segir vinahóp Galínu, dóttur Brezhnevs, hafa samanstaðið af glæpahyski. í skjóli þessa hafi ótrúleg svarta- markaðsverslun fengið að þrífast. Allt sem menn geti hugsað sér hafi verið falt en höfundurinn hneykslast sýnu mest á þeirri staðreynd að unnt hafí verið að fá „Gullstjörnu hetju verkalýðs- ins“ keypta fyrir milljón rúblur. Þetta siðspillta viðhorf segir Feof- anov hafa skapað forsendur fyrir skipulegri glæpastarfsemi í landinu. Allt er þetta bein afleiðing glasnost-stefnunnar sem virðist að hafa sambönd. Fréttaritari The Financial Ti- mes hefur það eftir Dr. Tatjönu Koryagínu, sem starfar hjá sov- ésku skipulagsstofnunni, Gosplan, að svartimarkaðurinn velti á ári hveiju 90 milljörðum rúblna (tæp- um 7.000 milljörðum ísl. kr.) og að þúsundir Sovétborgara séu réttnefndir milljónamæringar. Mesta athygli vekur að frú Kory- agína telur ekki að skera eigi upp herör gegn þeim sem stunda svartamarkaðsbrask (enda þyrfti þá að segja meirihluta þjóðarinn- ar, sem ekki tilheyrir forréttinda- stéttinni, stríð á hendur) heldur telur hún að laga þurfi hagkerfið að svartamarkaðinum en þar megi finna þau lögmál sem eigi að hafa mótandi áhrif á efnahagslífíð! Takist þetta kann það að hafa gífurleg áhrif á líf manna í Sov- étríkjunum en ekki verður séð hvemig á að framkvæma svo rótt- tæka breytingu á efnahagskerfínu þrátt fyrir magnaðar, afdráttar- lausar og merkilegar yfírlýsingar Míkhaíls S. Gorbatsjovs í nafni perestrojku. Andstaðan innan kerfísins mun vafalaust reynast mikil eins og sannast hefur á þeim sviðum þar sem perestrojku hefur verið hrint í framkvæmd og Sovét- borgarar lesa gjaman um í biðröð- unum. Vafalítið verður þeim einn- ig skýrt frá gangi umbótaherferð- arinnar á þessum vígstöðvum því nú verður tæpast aftur snúið. „Hvemig er unnt að setja sann- leikanum takmörk?", spyr áður- nefndur Júrí Feofanov í grein sinni í Moskvu-fréttum. Ekki er ljóst til hverra spumingunni er beint en sovéskir ráðamenn hafa hingað til haft svör á reiðum hönd- um. Nú er hins vegar nýtt tíma- bil gengið í garð sem krefst ann- ars konar svara. EF marka má frásagnir fréttaritara vestrænna dagblaða og tíma- rita í Moskvu fjalla fjölmiðlar sovéskir nú af stakri elju og trú- mennsku um skipulagða glæpastarfsemi, afbrot og spillingu í Sovétríkjunum. Er þetta enn eitt merki þess hve glasnost-stefna Míkhails S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, sem kveður á um aukið upplýsingastreymi og opinskáa umfjöllun, hefur haft gífurleg áhrif í þessu lokaða landi. Enda eru viðbrögðin mikil og sterk ef marka má greinar og lesendabréf í sovéskum blöðum og ensk- um tímaritaútgáfum. Ymsir fullyrða að glæpir færist í vöxt í Sovétríkjunum en vandinn er sá að ævinlega hefur verið illmögu- legt að skilgreina glæpi og afbrot þar eystra auk þess sem lítið sem ekkert hefur verið um þá fjallað fyrr en nú. Vegna stöðnunar í efnahagslífinu, miðstýringar og vöruskorts hefur þróast sérs- takt hagkerfi svartamarkaðarins, sem er í flestu tilliti með öllu ótengt hinu opinbera og nærist á dæmafárri sjálfsbjargarvið- leitni og útsjónarsemi þegnanna í landi þar sem flest allt virðist skorta a.m.k. í augum Vesturlandabúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.