Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 SUMARSYMNGAR Myndlist Bragi Asgeirsson Sumarið er senn á enda og sú holskefla listsýninga, sem jafnan ríður yfir, þegar haustar, er í nánd eða er jafnvel skollin á. Eftir rólegar vikur verða t.d. opnaðar sjö sýningar í hinum ýmsu sýningarsölum borgarinnar og þó standa sumarsýningar víða ennþá. Það er alveg rett stefna að halda að fólki úrvali myndverka yfir sum- armánuðina og sleppa öllu al- mennu sýningahaldi, svo sem Gall- eri Borg, Nýhöfn og Gallerí List á Skipholti hafa gert. En stóru sýningarsalirnir eins og Kjarvals- staðir og Norræna húsið koma of snemma með almennar sýningar, og sumarsýningarnar árlegu stóðu of stutt. Brá t.d. mörgum, er þeir uppgötvuðu, að sýningu Jóns Stef- ánssonar í Norræna húsinu var lokið, er þeir hugðust skoða hana. Ljóst er, að takmarka verður að einhverju leyti sýningarhald og koma á betra skipulagi, ef aðsókn á sumar sýningar á ekki að falla niður í núll suma dagana, eftir að kúrfan hafði í mörg ár sl. áratug vísað upp á við. Þá er ekki hægt að bjóða fólki það í almennum sýningarsölum, sem einungis sést á götusýningum stórborga eða í ómerkilegum kjall- araholum, sem jafnvel lykta af hassi og engir rekast inn á nema trúbræður viðkomandi á listasviði, sem keppast við að verðlauna hver annan. Einhverja vikuna í september væri hægt að velja sem upphaf haustvertíðar, eins og gert er víða ytra, og opna þá margar merkileg- ar sýningar, og myndlistarmenn sem annað listafólk gerir sér glað- an dag. Flóa þá víða gullnar veig- ar og pinnamatur og annað smá- legt er borið gestum, auk þess sem hlaðborð eru í hinum stóru sýning- arsölum, þangað sem listamönnum og áhugafólki um listir er stefnt öðru fremur. Slfka uppskeru- eða upphafs- hátíð vantar fullkomlega hér, enda opnanir sýninga yfirleitt vand- ræðalegar, daufar og jafnvel þvingaðar er svo er komið, og nauðsynlegt að hræra upp í hlutun- um í samræmi við nýja og breytta tíma. Það mátti oft líta merkilega gott úrval verka genginna og eldri málara í Gallerí Borg við Pósthús- stræti í sumar, og innlit þangað veitti útlendum gestum á timabili betri yfirsýn islenzkrar listar en í sjálfu Listasafni íslands, sem er slakt til frásagnar, að ekki sé fastar að orði kveðið. Reglulega var skipt um myndir, svo að þar var enga lognmollu að finna. Á viðlíka hátt voru grafíkinni gerð skil í Austurstrætisdeild gallerís- ins. Ágætar upphengingar verka núlifandi myndlistarmarina mátti og sjá í Gallerí Nýhöfn, og bæði galleríin geta verið ánægð með afrakstur sumarsins, þótt minnk- andi ferðamannastraumur og óheyrileg dýrtíð hafi vísast tekið sinn toll. Gallerí List á Skipholti var með fjölbreyttustu blönduna og mestu gæðasveiflurnar, en inn- an um kraðakið mátti sjá prýðileg verk og forráðamennirnir vilja augljóslega vel. Slíkt gallerí á full- komlega rétt á sér, en ekki veit ég hvernig hefur gengið á þeim bæ, enda galleríið ekki í alfaraleið — geldur þess og trúlega. Litlu galleríin svo sem Gallerí Grjót og Gangskör voru svo með úrval verka félagsmanna sinna og mátti þar margan góðan hlutinn sjá. Öll þessi gallerí hefja ekki almennt sýningarhaid fyrr en í september, sem er mjög til fyrirmyndar' og gefst því fólki enn um stund tæki- færi til að líta hið fjölbreytilega úrval myndlistar og listiðnaðar, sem þau bjóða upp á... ReylgavíkiiiTÚmba í eystri gangi Kjarvalsstaða sýn- ir Sigríður Gyða Sigurðardóttir þrjá tugi myndverka. Meginhluti myndanna er úr mannlífinu í borginni og þá einkum með þekkta staði í miðborginni sem bakgrunn, svo sem Hressing- arskálann og Hallargarðinn. Inn í þetta fléttast svo uppstillingar, konumyndir, fuglar og abstrak- sjónir. Tvær myndanna á sýningunni nefnast Reykjavikurrúmba og telst það réttnefni miðað við myndefnið og tök gerandans á því. Þar sem þetta mun frumraun Sigríðar Gyðu, þá kemur tæknin nokkuð á óvart, þótt hún komi kunnuglega fyrir sjónir og hafi sést hjá öðrum listamönnum. Sigríður Gyða hefur þannig lipra hönd, sem kemur fram í teikning- unni „Horft til átta" (13), sem virk- ar þó fremur sem myndlýsing f bók eða á keramík en bein og sjálfstæð teikning. Hér koma fram áhrif, sem rekja má eftir ýmsum króka- leiðum beint til danska listamanns- ins Björns Wiinblads. Það eru nokkrar vatnslitamynd- ir, sem vekja einna mesta athygli fyrir fersk og óþvinguð vinnubrögð svo sem „Austurstrætisdætur" (4), „I Hallargarðinum" (19) og „Regn- vot stræti" (21). í þessum myndum eru vinnubrögðin ekki einasta ferskust heldur og einnig tæknile- gust og eftir sýningunni í heild að dæma þykir mér einsýnt að hér liggi svið Sigríðar Gyðu öðru frem- Ragna Hermannsdóttir Landið og alheimurinn Sigríður Gyða Sigurðardóttir Fyrir ári síðan hélt Ragna Hermannsdóttir sýningu í Ný- lista-safninu, sem athygli vakti fyrir hressileg og opinská vinnu- brögð. Nú er hún komin aftur og með enn stærri sýningu, en að þessu sinni í eystri sal Kjarvals- staða. Ragna hefur þannig ekki legið á liði sínu þetta liðlega eina ár heldur unnið af krafti og einurð. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á listsköpun Rögnu, en grunntónninn er þó hinn sami — gleðin við að tjá sig og áhuginn á fyrirbærum jarðar dg alheims. Það eru mun stærri dúkar, sem Ragna ræðst nú á en hún hefur gert áður, og einn renningur þrykktra endurtekinna forma nær meira að segja yfir allan annan endavegginn. Á sýningunni ber mest á olíu- málverkum og hér er unnið hreint og umbúðalaust og oftast nær í stórum og einföldum formum. Hér færist Ragna mikið í fang og auðséð er á vinnubrögðunum, að ekki skortir hana hugrekkið, þótt hún hafi verið af léttasta skeiði, er hún hóf að fást við myndlist og einkenni slíkra er í flestum tilvikum hik og varkárni. Eftir að hið hugmyndafræði- lega hefur verið meginásinn í list- sköpun Rögnu frá upphafi hefur landslagið tekið við, en vel að merkja stílfært landslag, en engar eftirhermur til að fylla upp auða rýmið yfir plusssófum. Landslagið hefur þannig ruðst fram f öllu sfnu veldi og er líkast eldgosi í öllu sfnu litaflóði er streymir fram úr pentskúf lista- konunnar. En það eru þó ekki formin í sjálfu sér, sem eru sterkasta hlið Rögnu, heldur hið lífræna innan þeirra eins og í málverkinu nr. 2 „Nafnlaust" og fleiri slíkum, en þó einkum í dúkristunum nr. 44—47, sem mér þykja bera af öllu á sýningunni fyrir upprunale- ika sinn, ferskleika og listræn vinnubrögð. Væri vel ef Ragna Hermannsdóttir gerði meira af slíku... Bygging og naumhyggja ÖU myndlistarverk lúta að ein- hverju leyti lögmálum myndbygg- ingar svo sem öll fyrirbæri er hafa skapandi hugsun og kenndir að baki. Hjá sumum er þetta 5 lágmarki, en öðrum f hámarki og til sfðari hópsins telst ótvírætt Borgarlista- maður ársins 1987, Ragna R6- bertsdóttir. Hjá henni er það naumhyggjan í sinni skýrustu mynd, sem höfuðmáli skiptir, svo og hrein og klár efnasamsetningin. Naumhyggjan hefur lengi átt tölu- verðu fylgi að fagna og hefur vfða verið áberandi í núlistum sfðustu ára, svo að hér eru tengslin við erlendar listhræringar með ágæt- um. * Ragna vinnur verk sfn mjög vel og að baki hvers verks er meiri vinna og hugsun en í fljótu bragði virðist, auk þess sem verkin taka mið af sýningarsalnum og eru þannig hnitmiðuð uppsetning (in- stallation). Það er vestri salur Kjarvals- staða, sem er vettvangúr sýningar Rögnu Róbertsdóttur og er þetta önnur einkasýning hennar frá upp- hafi, en hún hefur stundað mynd- list í liðlega tvo áratugi, svo að hér er naumhyggjan einnig á fullu. Auðvitað hefur Ragna tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er- lendis, enda löngu orðin þekkt stærð hér heima og hefur vakið athygli með verkum sínum ytra. Ragna gengur markvisst að sýn- ingum sfnum og þær eru fleiri ár í undirbúningi og eru þannig til- gangur í sjálfu sér og hluti af list- sköpuninni. Hjá slíkum koma sýn- ingar þannig ekki ósjálfrátt þegar nóg er til af myndum og fjár- hagurinn, þ.e. skuldirnar, krefjast þess. Sú tegund myndlistar, sem Ragna aðhyllist, gerir lfka engan mann ríkan hérlendis enn sem komið er, en ytra lifa ýmsir góðu lífi á slíkri listsköpun, þar sem skilningurinn er meiri fyrir list- stefnunni hjá peninga- og umboðs- mönnum. En yfirleitt fer liststefnan fyrir ofan garð og neðan hjá öllum al- menningi, sem er þó sá aðili, sem að lokum helst nýtur afraksturs og meinlæta þessa listafólks. Pormin í myndum Rögnu koma mér mjög kunnuglega fyrir sjónir, en efriið er alíslenskt og hugsunin vafalítið einnig. í æsku var hún í sveit á Vestfjörðum og sfðar í kaup- og yegavinnu og þá aðallega á þeim slóðum. Áhrifin, sém hún varð fyrir í nágrenni við náttúr- una, kunna að vera kveikjan að efnisnotkun hennar, en hún er þó trúlega of ung til að hafa kynnst þeirri grjóthleðslu, sniddu- og torf- hleðslu, sem var algeng fyrir margt löngu, en stórvirkar vinnuvélar hafa fyrir löngu að mestu útrýmt, — auk þess að moka yfir margt listaverkið í slíkri hleðslu frá fyrri tíð. Ragna Róbertsdóttir Uppistaðan í myndum Rögnu er grágrytissteinar, sem hún hefur látið Steinsmiðjuna snfða fyrir sig, svo og torf, sem hún hefur sjálf þurrkað og sniðið. Úr þessum efni- við hleður hún og mótar hann á ýmsa vegu, býr jafnvel til eins konar gólfdregla úr torfinu eða jafnvel rúllar þvf upp. Útkoman verður hin ýmsu byggingarlegu form, sem sum minna á tröppur, önnur á súlnahof og enn önnur á stórhýsabyggingar. Ávalt með hina ströngustu naumhyggju að leiðarljósi. Skýr og afmörkuð sýning og mjög áhugaverð fýrir alla þá sem kunna að meta slíka listsköpun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.