Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 27
Aðalfundur SSA MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 27 Gj aldheimtumál- ið er mikilvægast - segir Þröstur Sigurðsson ÞRÖSTUR Sigfurðsson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, er 26 ára gam- all og tók við starfinu fyrir um ári síðan. Morgunblaðið ræddi við Þröst á nýafstöðnum aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi og var hann fyrst spurður að því hvaða mál á fundin- um hann teldi mikilvægast. „Gjaldheimtumálið er tvímæla- laust mikilvægast. Þar er verið að höndia með ijárhag sveitarfélag- anna. Hvemig innheimtunni verði háttað I framtíðinni. Það skiptir því miklu máli hvemig á því máli verð- ur haldið. Svo em önnur mjög mikilvæg mál, sem sífellt em í gangi, eins og samgöngumál, sem skipta sköp- um fyrir byggðina í ijórðungnum." Hvemig þykir þér samstarf sveitarfélaganna ganga? „Það Hefur gengið ágætlega að mínu mati. Samstarfið innan þjón- ustusvæðanna er miklu nánara en í heildina, sem er eðlilegt, ekki síst vegna vegalengda. Hjá okkur á Suðuríjörðunum er samstarfið mjög gótt og hefur verið að aukast. Við rekum t.d. Tæknistofu Suðurfjarða með Stöðfirðingum og Breiðdæling- um. Þá höfum við með okkur sam- starf um að bæta læknisþjónustuna. Og verið er að ræða um að byggja hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði, sem yrði sameiginlegt verkefni þessar sömu sveitarfélaga. Þannig að ég get ekki sagt annað en að samstarfið sé gott.“ Hvernig ltst þér á framtíð kjör- dæmisins? „Ég hef þá skoðun, að ef við komum ekki upp einum sterkum byggðakjarna, sem hefur greiðar vegaasamgöngur við aðra staði, eða mjög góðri vegatengingu milli stærstu kjamanna, sem fyrir eru, þ'verður hér engin byggð í framtíð- inni. Bættar samgöngur eru grund- vallaratriði fyrir byggðina í fjórð- ungnum.“ Strandavegur er illa farinn vegna aur- og gxjótskriða Misjafnlega gengur að gera við vegi sem skemmdust í illviðr- inu síðastliðinn sunnudag. Fjöldi gijót- og aurskriða féll á Strandaveg norðan Bjarnar- fjarðar og óvíst var að viðgerð lyki í gær. Enn rigndi á Ströndum í gær og að sögn Magnúsar Guðmundssonar vegaverkstjóra virtust aurskriður koma undan hveijum einasta smá- læk á vegarkafla úr Bjarnarfirði norður undir Kaldbakshom. Vegur- inn hafði sums staðar farið í sundur þar sem ræsi höfðu stíflast eða yfir- fyllst. Þá höfðu gijótskriður víða lokað veginum og var stórri skriðu til dæmis rutt af veginum við Kald- bakshom á mánudag. Að sögn Magnúsar voru sextán skriður mddar á fyrsta 15 til 20 km kaflanum í fyrradag. Gerði hann ráð fyrir að greiðar myndi ganga frá Kaldb^ksvík í Reykjarfjörð. Þó hefðu márgar skriður fallið á Strandaveg yfir Veiðileysuháls. Gert var við veg til Mjóafjarðar og í Dalsmynni í Fnjóskadal á mánúdag. Niðurfærslan að- för að launafólki - segir Guðrón Agnarsdóttir „ÉG tel það mjög alvarlega að- gerð að beita lögum til að lækka laun, einkum þar sem slík lækkun mun væntanlega ná til takmark- aðs hóps launafólks. Ég lýsi yfir miklum áhyggjum af afkomu þeirra sem þegar hafa allt of lág Formanna- fundur um efnahagsmál BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hefur ákveðið að boða til funda formanna aðildarfélag- anna 12. september næstkom- andi til að fjalla um efnahags- og kjaramál. í frétt frá BSRB er ítrekað að stjóm bandalagsins ,hafi varað stjómvöld við að samþykkja þær hugmyndir um niðurfærslu launa, sem settar eru fram í skýrslu ráð- gjafamefndar ríkisstjómarinnar um efnahagsmál. laun fyrir. Fyrri aðgerðir þessar- ar stjórnar hafa gengið mjög nærri launafólki, svo sem matar- skattur sem fólk finnur mjög fyrir, tvær gengisfellingar og bráðabirgðalög þar sem gengið var á samningsrétt," sagði Guð- rún Agnarsdóttir þingmaður Kvennalista aðspurð um bráða- birgðalögin. Guðrún kvaðst óttast að tilraunir til verðstöðvunar yrðu árangurslitl- ar. Fyrirheit um vaxtalækkanir byggðust fyrst og fremst á viðræð- um Seðlabankans við lánastofnanir og heimildum bankans. „Þetta munu vera fyrstu skrefin á svonefndri niðurfærsluleið en hættan er sú að þessi leið, svo flók- in og vandrötuð sem hún virðist vera, verði fyrst og fremst hefð- bundin aðför að launafólki þar sem gjaldþrot og vandi fyrirtækjanna er á ójafnan hátt fluttur yfir til heimilanna. Nær væri mönnunum að beita lögum til að tryggja fólki mann- sæmandi lágmarkslaun til að lifa af eins og Kvennalistinn hefur ítrekað lagt til,“ sagði Guðrún. Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson' Fyrsta laxaslátrun í Saurbænum. Æfðir menn meðhöndla laxinn til slátrunar og útflutnings. Dalasýsla: Fyrsta laxaslátrun 1 Saurbæ Einn af frumkvöðlum fiskiræktar hér á landi, Skúli Pálsson á Laxalóni, er hér að virða fyrir sér laxabúskapinn og gleðst yfir góðum árangri — en þeir Laxalónsmenn éru aðilar að rekstri Dalalax. Með Skúla á myndinni er Sólrún Helga Ingibergsdóttir á Hvoli. Hvoli, Saurbœjarhreppi. FYRSTA laxaslátrun á vegum hafbeitarstöðvarinnar Dalalax i Saurbænum fór fram nýlega en heimtur hafa verið þar mjög góðar í sumar. Má segja að verulegur árangur hafi nú náðst í hafbeitinni og nú síðla í ágúst hafa gengið rúmlega þijú þúsund laxar í stöðina. Af því hefur verulegu magni verið sleppt upp í laxveiðiámar Hvolsá og Staðarhólsá og þar er nú met- veiði, yfir 600 laxar komnir á land og er það nær helmingi meiri veiði en náðst hefur áður í þessum ám allt veiðitímabilið. Metið var sleg- ið 1986 en þá veiddust 322 laxar og enn er von til að mikið veið- ist, því tæpur mánuður er enn eftir af veiðitímanum. Menn eru að vonum ánægðir með þennan árangur og sjá nú glöggt að þetta dæmi gengur upp, hafbeitin skilar sínu og ljóst er af sleppingum og endurheimt- um að frumskilyrði er að seiðin, sem sleppt er í ámar, séu af þeim stofni, sem þróast hefur í ánum sjálfum, en ekki sé blandað saman laxastofnum úr öðmm ám. Á þetta er áreiðanlega ástæða til að leggja áherslu. Það er ljóst, að forganga þeirra manna, er hvað harðast börðust fyrir fiskeldi og fiskirækt hér á landi, hefur nú og á undanfömum ámm skilað þeim árangri sem vænta mátti, sé rétt að hlutunum staðið og unnið í samræmi við þær aðstæður náttúrannar sem fyrir hendi em á hveijum stað. - IJH AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984- 2. fl. 1985- 2. fl.A 10.09.88-10.03.89 10.09.88-10.03.89 kr. 333,32 kr. 222,85 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs-ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.