Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 63 KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM ísland — Sovétríkin á Laugardalsvelli í dag kl. 18.00: Morgunblaöiö/Einar Falur og Sverrir toémR FOLX ■ LANDSLIÐIÐ fékk útgöngu- leyfí f gærkvöldi. Rúta fór með strákana í Bíóþorg, þar sem þeir sáu íslensku spennumyndina Fox- trot, en síðan var ekið beinustu leið heim á hótel. ■ SOVÉSKA liðið kom til lands- ins í gær og eftir að hafa fjárfest í ullarvöruni var æfing í Laugar- dalnum. Liðið æfir aftur klukkan 07.30 í dag, en heldur rakleiðis til Moskvu fljótlega eftir leik. ■ VAGIZ Khidiyatullin, sem leikur með Toulouse í Frakk- landi, kom til landsins frá Amsterdam í gær. Farangurinn fannst hins vegar hvergi, en félagi hans hljóp undir bagga í gærkvöldi og lánaði Khidiyatullin skó svo hann gæti verið með á æfíngunni. ■ SKOSKI framheijinn Mo Jo- hnston var í gær seldur frá franska liðinu Nantes til Sheffield Wedn- esday á Englandi fyrir 750.000 pund. Sigurður Jónsson fær þar með nýjan samheija til að „mata“ uppi við mark andstæðinganna. Johnston lék á sínum tfma með Celtic og Watford og hefur skorað mikið af mörkum fyrir franska liðið. ■ JAFNTEFLI varð í gærkvöldi f leik Skotfélags Reykjavíkur og Hveragerðis 1:1, í úrslitakeppni 4. deildar á gervigrasinu. Hrafn Loftsson gerði mark Reykvíkinga en Ólafur Jósefsson skoraði fyrir Hvergerðinga. Babcock tók konuna fram ytfir UMFG Arthur Babcock, bandaríski körfuknattleiksþjálfarinn, sem úrvalsdeildarlið Grindavíkur réði fyrir mánuði síðan, kemur ekki eins og um Krístinn var samið. Eigin- Benediktsson konan hótaði hon- . um skilnaði ef ís- landsferðm yrði ofan á og þjálfarinn valdi frekar konuna! Grindvíkingar hafa átt von á Babcock undanfama daga og voru orðnir ergilegir að heyra ekki frá honum. I gær náðist loks í kapp- ann og tilkynnti hann þá að hann kæmi ekki þar sem eiginkonan hefði hótað skilnaði færi hann til íslands. Forráðamenn körfuknattleiks- liðs UMFG höfðu strax samband við Mark Holmes, fyrrum þjáifara þeirra, og óskuðu eftir aðstoð hans. Von er til að hann fái sig lausan úr vinnu og taki við liðinu, en það skýrist væntanlega í dag. Astþór Ingason, Njarðvíkingur og fyrrum leikmaður KR, hefur æft með Grindvíkingum og ætlar að ganga til liðs við þá ef leysist úr þessari þjálfarakreppu sem upp er komin og góður þjálfari fæst. Morgunblaöiö/Kr. Ben. GuAjón Jónsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar UMFG, lengst til vinstri, tilkynnir leikmönnum tiðindin á æfíngu í gærkvöldi. Held tekur enga áhættu! Leikmönnum bannað að tala við blaðamenn SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, bannaði íeikmönnum sínum að ræða við blaðamenn í gær. „Þeir verða að einbeita sér að leiknum og öll utanaðkomandi truflun get- ur haft óhrif til hins verra,“ sagði þjálfarinn við Morgun- blaðið, þegar óskað var eftir viðtali við leikmenn. Held sagðist vera reynslunni rikari hvað fréttamenn varðaði og benti í því sambandi á atgang fjölmiðla dagana fyrir leikinn gegn Áustur-Þjóðverjum S fyrra, en við- urkenndi að fréttamenn hefðu ekki haft áhrif á úrslit leiksins. Venjan brotln Landsliðsþjálfarinn hefur ekki viljað tilkynna byrjunarlið sitt fyrr en á leikdegi, en að þessu sinni brá hann út af vananum — byijunarlið- ið verður eins og Morgunblaðið stillti því upp í blaðinu í gær. Bjami Sigurðsson verður í markinu, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson og Atli ICðvaldsson í öftustu víglínu, Olafur Þórðarson og Gunnar Gíslason á vængjunum, Pétur Ormslev, Sig- urður Jónsson og Ásgeir Sigurvins- son á miðjunni og Amór Guð- johnsen og Sigurður Grétarsson frammi. Varla hægt að hugsa erfiðari byrjun - segir Ellert B. Schram.formaðurKSI „ÞAÐ er varla hægt að hugsa sér erfiðari byrjun, en við höf- um allt að vinna og engu að tapa í þessum leik. Okkur hefur tekist áður að ná stigi af Sovét- mönnum og því skildum við ekki gera það núna?“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, um leikinn á Laug- ardalsvellinum íkvöld. að er ekkert útilokað í íþróttum — handboltamennimir okkar sýndu það um daginn er þeir sigr- uðu Sovétmenn. Því skildu knatt- spymumennimir ekki endurtaka þann leik? Ef við lítum raunsætt á málin má segja að Sovétmennimir séu með betra lið á pappírnum og sjálfsagt fleiri betri einstaklinga og meiri reynslu, en á móti kemur að íslenska liðið er á heimavelli og oft þegar lítils hefur verið vænst af lið- inu hefur því einmitt gengið best — með mikilli baráttu. Og það er bar- átta og aftur barátta sem skiptir öllu máli í leiknum,“ sagði Ellert. Formaðurinn var í V-Þýskalandi í sumar og fylgdist með Evrópu- keppni landsliða. Þar sá hann Sov- étmenn leika, og sagði að ljóst væri að þeir hefðu verið með „eitt besta liðið. Það var aðeins spuming um dagsform hvort liðið sigraði í úrslitaleiknum, Sovétmenn eða Hol- lendingar. Hollendingar sigruðu þá en ég minni á að Sovétmenn voru búnir að vinna þá áður í keppn- inni.“ Ellert sagðist eiga von á að Sovétmenn sigruðu í 3. riðli þegar upp væri staðið — „en við ætlum okkar að ná öðru sæti í riðlinum. Með það markmið í huga förum við í keppnina." Til I slaginn! Þátttaka íslands í heimsmeistarakeppninni hefst að nýju í kvöld er landsliðið tekur á móti því sovéska á Laugardalsvelli kl. 18.00. Á myndunum, sem teknar voru á æfingu I gær, má sjá Ásgeir Sigurvinsson (að ofan) sem leikur á ný með landsliðinu eftir nokkra fjarveru, miðjumennina Gunnar Gíslason og Sigurður Jónsson (efst til vinstri) og hér til hliðar eru Amór Guðjohnsen og Sigurður Grétarsson — sem verða í fremstu vfglínu í kvöld. Á litlu myndinni til vinstri er sá sem þeir verða að sigrast á; sá frábæri markvörður Rinat Dassajev. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.