Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 35
RSM>r 'TsfnÁ rp qrrnArnTVTvmM mru mWTtrtíTOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
*8
35
Hamfarirnar á Ólafsfirði
Meira tjón hefur hlotist
af vatni en áður var talið
Um 30 hafa tilkynnt um skemmdir á húsum
DREGIÐ hefur úr vatnsveðrinu á Ólafsfirði og hafa engar skriður
fallið á byggðina síðan á sunnudag. Um 40 björgunarsveitarmenn
og fjöldi sjálfboðaliða héldu áfram að dæla vatni úr húsum og
hreinsa götur og holræsakerfi sem er illá farið. Nú er ljóst að allar
áætlanir um tjón af völdum hamfaranna eru vanmetnar, því eftir
því sem hreinsunarstarfi miðar áfram koma meiri skemmdir í ljós.
Tvær götur í bænum eru til að mynda ónýtar auk hluta þeirrar
þriðju. Viðmælendum Morgunblaðsins ber saman um að ógjömingur
sé að meta tjónið eins og er. í gær tilkynntu um 30 einstaklingar
um skemmdir á húsum sínum, flestir vegna flóða en einnig nokkrir
vegna skriðufalla. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar óskaði aðstoðar úr við-
lagasjóði og var matsmaður væntanlegur til bæjarins í gærkvöldi.
„Ég þekki ekki lengur dalinn
minn og fjörðinn. Allt er orðið
brúnt,“ varð einum Ólafsfirðingi að
orði er hann leit upp í hlíðarnar
fyrir ofan og hinumegin fjarðar.
Dimmt er yfir firðinum og þokan
niður í miðjar hlíðar. í Ólafsfjarð-
armúla heftir verið svartaþoka en
smáspýjur og gijót velta niður á
veginn. Stór kafli er horfinn úr
veginum í Ófærugili, auk þess sem
breiðar skriður teppa umferð. Tek-
ist hefur að halda Ólafsfjarðarvegi
eystri opnum, en hann er mjög illa
farinn.
Skörð hafa verið höggvin í götur
á Ólafsfirði og nokkra vegi utan
bæjarins til þess að veita vatni frá
húsum. Þá er vegurinn að Kleifum,
þar sem búa þijár fjölskyldur, í
sundur og bæimir einangraðir.
Á meðan rignir er fólki ekki leyft
að fara í húsin sem rýmd voru vegna
hættu á frekari sknðuföllum. Sig-
urður Björnsson, formaður al-
mannavarnanefndar, sagði að
björgunarstörfin hefðu tekið nokkr-
um breytingum þar sem ekki er
lengur bráð hætta á ferðum. Nú
væri allt kapp lagt á að hreinsa
bæinn.
Fjöldi sjálfboðaliða gekk til liðs
við björgunarsveitarmenn þótt
stærstur hluti Ólafsfirðinga hafi
haldið til vinnu sinnar. Þá hafa
hópar manna, til dæmis frá Akur-
eyri, boðist til að aðstoða við hreins-
un.
Brunabótafélagið hefur hafíst
handa við að skrá þær skemmdir
sem orðið hafa á húsum og görðum.
Að sögn Margrétar Sigurgeirsdótt-
ur sem tók við tilkynningunum bár-
ust um 30 slíkar. Sagði hún að vit-
að væri um skemmdir á fleiri húsum
en tilkynnt var um. „Meira barst
af tilkynningum en við áttum von
á, sérstaklega um vatnsskemmdir
niður í bæ. Ekki hafa allir þeir sem
urðu fyrir tjóni af völdum skriðu-
falla haft samband við okkur, en
ég á von á því að þeir geri það
þegar um hægist." Áð sögn Mar-
grétar voru flestir þeirra sem til-
kynntu um tjón tryggðir.
Mikið vatn hefur flætt inn 5 kjall-
Um 30 húseigendur hafa þegar tilkynnt um Ijón á húsum sínum og görðum.
ara gagnfræðaskólans og er nýinn-
réttuð smíðastofa mikið skemmd.
Tvær skriður féllu á tún hjá bænum
Hólkoti og einnig hjá Þorfinnsstöð-
um.
Miklar skemmdir eru á vatns-
veitu og hitaveitu. Skriður hrifu
með sér 300 metra kafla úr aðveitu-
æð hitaveitunnar í Garðsdal. Sú
veita sá bæjarbúum fyrir helmingi
heita vatnsins, en borholur í Lauga-
engi geta annað eftirspurn ef farið
er spart með vatnið.
ársgamalla seiðanna sem í því voru
dauður. Þá skoluðust burt laxa-
gildrur stöðvarinnar sem voru við
ósa Ólafsfjarðarár. Þijár kvíar eru
úti á Ólafsfjarðarvatni og hefur
ekki gefíst tími til að athuga ástand
fisksins í þeim.'
Að sögn Ármanns Þórissonar
hefur verið unnið stanslaust við
hreinsun í stöðinni síðan á laugar-
dag og hafa sjálfboðaliðar létt und-
ir með starfsmönnum stöðvarinnar.
Fyrirtækið er tæplega fjögurra
ára gamalt og sagðist Ármann von-
ast til að þéssi áföll yrðu ekki til
að draga úr mönnum móðinn.
Hreinsun hefur gengið þokkalega
en áhrif aursins hafa ekki enn kom-
jð í ljós. Sagði Ármann tjónið vissu-
lega mikið en enn væri ekki nokkur
leið að áætla það.
TexthUrður Gunnarsdóttir
MyndiriÞorkell Þorkelsson
Skurðgrafa frá Krafttaki grófst undir eðju.
Hitaveituæðin í Garðsdal er í sundur.