Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988
fclk í
fréttum
Cessnan á Rauða Torginu, einum athyglisverðasta lendingarstað sögunnar.
Mathias kominn heim og hefur sett upp veggspjald af félaga Gorbac-
hev. Húfan góða er gjöf frá Sovétmönnum.
maðurinn með langþráða brosið.
Saksóknari í máli hans sýndi honum
náðunarbeiðni, og Rust fékk leyfi
til heimfarar.
„Þegar mér var sleppt, var mér
tekið sem hetju" segir Mathias.
Honum voru gefnar gjafir og var
hann keyrður í limósínu út á flug-
völl. „Þú ert velkominn aftur sem
ferðamaður en komdu með sovésku
flugfélagi", sagði einn embættis-
maður við hann í kímni.
Þrátt fyrir erfiða reynslu segist
Mathias Rust vera glaður yfir hug-
rekki sínu, og trúir því að ævintýra-
leg för hans hafi vakið athygli á
málstaðnum, bæn um frið í heimin-
um. Hann er heima í Þýskalandi
og segir af sannfæringarkrafti:
„Héðan af tek ég lífinu með ró.“
þeirra þegar þau fá ekki að hitta litlu vinina sína, eða að moka
í sandkassanum sinum, en allt útlit er fyrir að vegna starfsmann-
askorts þurfi sumir foreldrar að senda börn sín í hendur ókunn-
ugra. Ástandið í dagvistarmálum í Reykjavík er sagt svipað og
á síðastliðnu hausti.
MATHIAS RUST
Mathias Rust segir sögu sína
Hann var kominn langt inn fýr-
ir landamæri Rússlands þegar
sovésk herflugvél sveimaði fýrir
ofan hann. Þar hélt hann að stund
sín væri komin. En skyndilega hvarf
vélin, Mathias Rust tókst að lenda
á Rauða Torginu í Moskvu eins og
hann hafði skipulagt.
Hugmyndina að þessu ferðalagi
fékk hann fýrst árið 1985, þegar
hann sá Mikhail Gorbachev í sjón-
varpi. Þá tilkynnti hann móður sinni
að þennan mann vildi hann hitta.
En enginn vissi áform hans. Piltur-
inn fór að læra flug og hóf af al-
vöru að velta fyrir sér hvemig hann
gæti framkvæmt þessa áætlun.
Heima hjá sér átti hann tölvu þar
sem hann hafði dregið upp framtí-
ðarmynd af friðsömum heimi, án
landamæra, þar sem allir borgarar
heims ættu eigin tölvuskerm þar
sem þeir gætu greitt atkvæði um
hin ýmsu alþjóðamál. En heimurinn
er ekki landamæralaus, það fékk
hann að reyna svo að litlu munaði
að illa færi.
Hinn 13. maí leigði hann sér
Cessnu til ferðalagsins. Hann flaug
um Norðurlönd og meðal annars
hingað til íslands, en frá Helsinki
í Finnlandi flaug hann til Moskvu.
Hann hafði hringsólað lengi yfir
Helsinki, án þess að geta ákveðið
sig hvort hann ætti að fljúga eftir
áætlun sinni. „Ég vissi að það væru
miklar líkur á því að ég yrði skotinn
niður ef ég færi yfir landamærin.
Var það þess virði að deyja fyrir
friðinn? Ég bað til Guðs í efa mínum
og skyndilega hafði ég ákveðið mig.
Ég fer til Moskvu."
„Ég flaug yfir 'höfðum ferða-
manna á torginu og vonaði að þeir
gæfu mér pláss til lendingar. En
það gerðist ekki og það var að líða
yfir mig af spenningi og áreynslu.
Loks sá ég brúna sem liggur til
Rauða Torgsins, en á henni var
bflaumferð. Það var bara eitt að
gera. Ég lenti við hliðina á bíl og
ég gleymi sannarlega aldrei svipn-
um á bílstjóranum. Svo renndi ég
vélinni inn á Rauða Torgið og
öskraði af feginleik. Ég var kom-
inn.“
Þetta var fyrir hinn 28. maí árið
1987, og var Mathias dæmdur í
fjögurra ára fangavist fyrir spell-
virkið. Yfirheyrslur stóðu yfir dag-
lega í 3 mánuði, þar sem rússar
töldu hann vera njósnara. Leið hans
var rækilega könnuð á fyrstu dög-
um, þar eð rússar héldu að hann
hefði fleygt einhverju úr vélinni, eða
jafnvel fleygt eitri niður í vötnin.
En ekkert fannst.
Daginn eftir komu hans var hann
færður í Lefortovo fangelsið. Hann
fékk til umráða pínulítinn klefa þar
sem iogaði ljós allan sólarhringinn
Mathias Rust er hér í búningnum
sem hann klæddist i ferðinni,
með módel af samskonar flugvél
og hann flaug.
og hitinn þar var eins og í gufu-
baði, þar til vetur gekk í garð. Þá
kólnaði inni, allt niður í mínus 20
gráður. Mathias þjáðist af maga-
verkjum og þunglyndi mestan
tímann meðan á fangavist stóð og
hugðist á tímabili fyrirfara sér.
Verðimir voru honum góðir,
hann fékk að stunda leikfimi, var
færður matur þrisvar á dag og tókst
honum að bæta við sig vikt. Rust
fékk tvo herbergisfélaga, sem sögð-
ust hafa verið ákærðir fyrir of-
beldi, en sem báðir töluðu ensku,
og heldur Rust því fram að þeir
hefðu verið KGB menn.
Verst var biðin. Hann yfírgaf
aldrei klefa sinn, nema til þess að
stunda leikfimi. Hverja nótt
dreymdi hann að klefavörðurinn
kæmi brosandi inn og segði hann
fijálsan og mætti fljúga heim. Loks
þann 3ja ágúst síðastliðinn kom
vörður inn til hans og sagði honum
að búa sig til brottfarar. Hann var
færður á varðstofuna, og þar var
Þessi föngulegi hópur dvelur daglangt á barnaheimilinu Valhöll
við Suðurgötu. Það er óvíst hvort þau yrðu svona mörg á mynd
eftir mánuð, en þá verður fóstrulaust á heimilinu. Fyrirsjáanlegt
er að loka þurfi einni deildinni, en börnin hafa ekki áhyggjur af
því enn sem komið er. Það heyrist kannski hljóð í einhverjum