Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 Jafnrétti í nýju ljósi eftirSvan Gísla Þorkelsson Hin mikla umfjöllun sem mál- staður kvenna og hlutskipti þeirra í nútíma samfélagi hefur hlotið upp á síðkastið, er án efa af öllum vel- unnurum þessa mikilvæga málstað- ar, talin vera til góðs. Sú umræða og þau skoðanaskipti sem farið hafa fram á alþjóðlegum vettvangi, jafnt sem við eldhúsborðið, um málefni jafnréttis, virðist þó oftar en ekki beinast út á brautir hápóli- tískra þræta og meting kaups og kjara. Ráða mætti af skrifum og umsögnum karla og kvenna um þetta málefni, að staða konunnar og jafnréttishugsjónarinnar sjálfrar sé metin af því í hvaða mæli konum hefur tekist að líkjast körlum og tekist að tileinka sér þann hugsun- arhátt sem einkennt hefur fram- ferði þeirra í fortíðinni. I raun hefur þessi afstaða og þetta mat á jafn- ræði orðið til þess að margar konur hafa lýst sig óviljugar til að fylkja sér undir merki kvenréttindahreyf- ingarinnar og hafa jafnvel bundist samtökum sem leggja áherslu á að varðveita í fari konunnar það sem þær álíta frábrugðið hegðun karla og vera séreinkenni kvenlegrar ímyndar. Til er líka allstór hópur karla og kvenna sem starfa saman sam- kvæmt sjónarmiðum sem sætt get- ur bæði hugsjónir þeirra sem krefj- ast skilyrðislauss jafnréttis og þeirra sem leggja vilja áherslu á séreinkenni konunnar. Þau sjónar- mið sem hér um ræðir er að finna í kenningum Bahá’í-trúarinnar. Höfundur og stofnandi Bahá’í- trúarinnar, Bahá’u’lláh, kom fram í Persíu um miðbik síðustu aldar. Kenningar og trúarbrögð hans eru sérstaklega sniðin að nútíma sam- félagi og snúast á háleitan og hag- kvæman hátt um hvemig sameina megi heiminn og koma á varanleg- um friði á jörðu. Markmið þeásara kenninga gætu á engan hátt talist raunsæ ef ekki væri í þeim að finna rökfasta og auðskiljanlega skil- greiningu á sönnu jafnrétti, ogjafn- framt lýsingu á hlutverkaskiptum kynjanna, á þann veg að ekki sé hægt að draga þá ályktun að annað hvort kynið sé í eðli sínu æðra eða óæðra hinu, eða að þau hafi ójafnan rétt. Öll trúarbrögð fortíðarinnar hafa sett manninn ofar konunni og er því ekki undarlegt að konur sem vaknað hafa til meðvitundar á seinni tímum um nauðsyn jafnrétt- is, hafí lítt leitað fulltingis eða leið- beininga þeirra. Grundvöllur jafnræðis í kenning- um Bahá’í-trúarinnar er andlegur í eðli sínu og frá því sjónarhomi séð er enginn munur á milli kvenna og karla. Bæði kynin em birtendur eiginda Guðs. Það sem átt er við með þessu, er að á .sama hátt og sólargeislinn inniheldur margar af eigindum sólarinnar, felur manns- sálin í sér eiginleika Guðs og þess vegna sé oft sagt að mennirnir séu skapaðir í ímynd Guðs. Forsenda þess að jafnrétti verði tryggt segja Bahá’í-kenningamar vera mennt- un. Hér er átt við menntun sem ekki einungis miðar að því að ein- staklingurinn fái tækifæri til að sjá sér farborða og geti ótrauður, án tillits til kyns, gengið inn á svið vísinda og lista, heldur einnig menntun sem stuðlar að því að hin- ar guðlegu eigindir sem hverri sálu em gefnar fái að þroskast og dafna. Sú menntun sem um ræðir í Bahá’í-kenningunum miðar þannig á hagnýtan hátt að því að hver ein- staklingur, karlar og konur, geti tekið fullan og sameinaðan þátt í því að byggja upp stöðdgt fram- sækna siðmenningu. Vegna þess hve menntun er nauðsynleg og ómissandi kveða Bahá’í-kenning- amar svo á um að hún verði að heíjast um leið og einstaklingurinn verður til, þ.e. við getnað. Upp- fræðsla einstaklingsins á þessu stigi einkennist af lífemi móðurinnar og byggir á samspili andlegs og líkam- legs jafnvægis hennar, en til þess að það sé fyrir hendi er stuðningur og virk þátttaka föðurins í fjölskyld- ulífinu nauðsynleg. Það samband sem bæði líffræðilega og andlega myndast milli móður og barns á meðgöngutímanum, ber að líta á sem undirbúning undir hið afger- andi verkefni sem bíður móðurinnar sem fyrsta leiðbeinanda barnsins. í Bahá’í-kenningunum er skýrt kveð- ið á um það, að hlutverk móðurinn- ar á fyrstu árum bamsins sé hlut- verk leiðbeinandans. Við uppeldi barna reynir mikið á gæsku, þolin- mæði, innsæi og næmni móðurinn- ar, því að í raun ráðast kynslóðir framtíðarinnar af mæðrum nútím- ans. Hlutverk föðurins á þessum tíma felur meira í sér alhliða stuðn- >ng og aðstoð, en konan ræður ferð- inni. Þessi augljósu hlutverkaskipti kynjanna eiga ekkert skylt við mis- rétti. Þeim rökum að skyldur kvenna við heimili sitt og börn gangi á rétt kvenna til náms og þátttöku í málefnum þjóðfélagsins, er algerlega vísað á bug í Bahá’í- kenningum. Þess ber að geta að í ritum Baha’u’lláh er bent á það að menntun kvenna skuli hafa forgang fyrir menntun karla. Þessa boðun er aðeins hægt að skoða í ljósi hinna einstæðu forréttinda sem móður- hlutverkinu fylgir, sem jafnframt fylgir sú ábyrgð að skapa á heimili sínu þau skilyrði sem best leiða til efnislegrar og andlegrar velferðar bamsins. Annað hlutverk sem ætlað er konum samkvæmt Bahá’í-kenning- um er að konur munu eiga stærstan þátt í að stofnsetja alheimsfrið og koma á alþjóðlegum gerðadómi. Þetta hlutverk er nátengt hlutverki konunnar sem móður. Menntun konunnar að því marki að hún geti af sjálfsöryggi og hæfni skapað sér athafnasvið á vettvangi laga og stjómmála mun verða til þess að hún mun koma í veg fyrir styijald- ir. Hún mun neita að gefa syni sína og dætur sem fóm á vígvöllum heimsins. Þar sem mannlegt sam- félag samanstendur af tveimur kynjum, sem bæta hvort annað upp með hlutverkum sínum, getur ham- ingja og stöðugleiki allra athafna- sviða mannkynsins ekki verið tryggður, nema þau vinni saman í anda einingar. Þeir mælikvarðar sem notast hefur verið við fram að þessu til að skilgreina jafnrétti, verða að víkja fyrir öðrum sem meira eru í samræmi við andlega raunveru mannkynsins. Karlmann- legir og kvenlegir þættir siðmenn- ingarinnar verða að ná jafnvægi án þess að afneita tilvist þeirra. Það er ljóst af Bahá’í-ritunum að staða kynjanna og hlutverka- skipting þeirra verður ekki rofín úr sambandi við grunneiningu þjóð- félagsins, þ.e. ijölskylduna. Ba- há’u’lláh gæðir þessa stofnun nýju mikilvægi, nýju lífi, og skýrir til- OLIU MOTORAR ••• með ryðþolnum öxli Öxullinn er húðaður með aðferð sem Danfoss hefur einkaleyfi á. Tilraunir sanna að yfirborð öxulsins endist u.þ.b. 60 sinnum lengur en á venjulegum öxli og öxulþéttið nær hámarksend- ingu. Kynntu þér þessa nýjung hjá söludeild okkar. HÉÐINN VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER gang hennar betur en fram að þessu hefur verið gert. Hjónabandið sjálft nefnir hann „virki velfarnaðar" og segir markmið þess sameiginlegan þroska hjónanna í undirgefni við vilja Guðs. Þetta markmið virðist í hrópandi mótsögn við markmið og tilgang flestra hjónabanda sem stofnað er til í dag, þar sem óvissa og oft ósamkomulag ríkir um hlut- verkaskiptingu og skyldur hjónanna við hvort annað, börn sín og heim- ili. Mörg þeirra einkennast af ver- aldlegum og efnislegum markmið- um, en einmitt við slík skilyrði dafna hinir gömlu staðlar jafnréttis vel. Þar sem aðalmarkmið hjónabands er söfnun efnislegra gæða og and- legum eigindum sem nauðsynlegar eru til jafnræðis er varpað fyrir róða og ekki virtar viðlits, bæði í samneyti hjónana og við uppeldi bamanna, verða afleiðingamar þær að hinar skaðlegu venjur og viðhorf efnishyggjunnar sem samofnar eru misrétti og ofbeldi, berast frá heim- ilunum inn á vinnustaðinn, inn í stjómmálastarfsemina, og að end- ingu inn á svið alþjóðasamskipta. Saga kvennréttindahreyfíngar- innar er einnig saga þess tíma er mannkynið hefur orðið að þola upp- lausnarástand, sem einkennst hefur af styijöldum, arðráni og fordóm- um. En þessir tímar verða senn að baki og samkvæmt orðum Bahá’u’lláh munu taka við þeir tímar, áður en langt um líður, sem nefna mætti manndóms- og þroska- tíma mannkynsins. Á þeim tímum verður konan í krafti ljóss skilnings á stöðu sinni og skyldum að standa jafnfætis manninum á öllum sviðum mannlegra athafna. Ekkert getur í raun komið í veg fyrir þá þróun, og aðeins afstaða þeirra sem unna þessum málstað getur seinkað fyrir henni, með því að taka ekki til greina hin skíru fyrirmæli opin- beranda vilja Guðs fyrir okkar tíma, Bahá’u’ulláh, stofnanda Bahá’í- trúarinnar. Höfundur er fréttafulltrúi Bahá ’í á íslandi. Ályktun stjórnar KÍ: Ofremdarástand í skólum á ábyrgð rfkisstjómarinnar STJÓRN Kennarasambands ís- lands ræddi aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum á fundi sinum sl. föstudag. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt. „Hugmyndir þær sem fram hafa komið gera ráð fyrir að enn einu sinni verði veist að þeim þjóðfé- lagshópum sem þegar hafa orðið fyrir mestri kjaraskerðingu í kjöl- far efnahagsaðgerða fyrr á þessu ári, þ.e.a.s opinberum starfsmönn- um og öðrum sem vinna sam- kvæmt launatöxtum. Það eru ein- mitt þeir hópar sem tvær gengis- fellingar á fyrri hluta ársins og bráðabirgðalög um aðgerðir í efna- hagsmálum frá 20. maí sl. hafa bitnað harðast á. Enn á ný skal höggvið í sama knérunn. Uppi eru hugmyndir um að svíkja þá samninga sem laun- þegar voru neyddir til í vor með því að stíga skrefið til fulls, af- nema umsamdar verðbætur á laun og hækka vexti af húsnæðislánum — þrátt fyrir að nú sé ljóst að verðbólgan á árinu verður ekki 16% eins og spáð var í vor, heldur 25% samkvæmt nýrri spá Þjóð- hagsstofnunar um verðlagshorfur. Ljóst er að bráðabirgðalög ríkis- stjómarinnar sl. vor og efnahags- aðgerðir nú ná ekki til stórra hópa fólks, svo sem atvinnurekenda, þeirra sem njóta yfirborgana, og ijármálabraskara enda virðist það ekki hafa verið ætlunin þar sem engin viðurlög eru við brotum á lögunum. Foreldrar, nemendur og aðrir þeir sem eiga hagsmuna að gæta varðandi þróun menntamála í landinu hafa á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af miklum kennaraskorti og niðurskurði í menntakerfinu. í ár eins og undanfarin ár hefur reynst afar erfitt að ráða kennara til starfa. Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins vantar enn kennara og skólastjóra í u.þ.b. 70 stöður á landinu. þessa dagana eiga um 60 þús. nemendur að hefja nám í grunn- og framhalds- skólum. Mikil óvissa ríkir um skólastarf vetrarins, ekki síst í ljósi þeirra atburða sem nú eru að ger- ast í efnahagsmálum og munu hafa í för með sér að enn erfiðara verður en áður að fá kennara til starfa. Líklegt er að fleiri nemend- ur en nokkru sinni fyrr njóti ekki þeirrar kennslu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Stjórn Kenn- arasambands Islands lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þess ófremdarástands sem fyrirséð er að skapast í skólum landsins ef svo fer sem horfir. Stjóm Kennarasambands ís- lands skorar á samtök launafólks að taka höndum saman og bregð- ast við af fullri hörku þegar enn á ný er vegið að lífsafkomu og kjörum þeirra einna sem taka laun samkvæmt umsömdum launatöxt- um.“ Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.