Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 41
T8Ö«IA .18 BIJOACrI)íIV(j!M .ClKIAJflMtJíDHOM _ *
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 41
Minning:
Þorbjörg Ingimund
ardóttir Lausten
Fædd 11. ágúst 1900
Dáin 24. ágúst 1988
í dag verður gerð bálför Þor-
bjargar Ingimundardóttur Lausten.
Hún fæddist 11. ágúst árið 1900 á
föðurleifð sinni, Kletti í Gufudals-
sveit.
Þorbjörg var dóttir hjónanna
Sigríðar Þórðardóttur, ættaðrar úr
Norður-ísafjarðarsýslu, og Ingi-
mundar Þórðarsonar. Þau hjónin
áttu 8 böm, 3 drengi og 5 dætur,
og var Þorbjörg þeirra elst. Einn
son sinn, Jóhannes, misstu þau í
frumbemsku en hin komust öll til
fullorðins ára. Þijú systkinin, Þórð-
ur, Ingibjörg og Þóra, em látin fyr-
ir mörgum ámm og Ingunn, næst
elsta systirin, var burt kölluð fyrir
tæpum tveimur mánuðum. Má því
segja að það sé skammt milli stórra
högga í raðir þeirra Klettssystkina.
Eftir lifa þau Jóhanna Gróa og Ingi-
mar.
Þorbjörg ólst upp í föðurgarði
og fór snemma að hjálpa til við
störfin heima eins og algengt var
um börn í sveit. Hún var ekki orðin
gömul þegar sögur fóm að berast
um sveitina af dugnaði hennar,
myndarskap og glæsilegri ásýnd.
Hún fór til Reykjavíkur þegar hún
var 18 ára gömul og hóf nám í
sjúkranuddi og síðan lá leiðin til
Kaupmannahafnar til frekari náms
í þeirri grein.
í Danmörku réðust örlög hennar.
Þar kynntist hún ungum Dana,
Peter Lausten, og þau gengu í
hjónaband 30. nóvember 1924. Þau
eignuðust tvo drengi, Mathias og
Kurt. Þorbjörg missti mann sinn
eftir skamma sambúð, meðan
drengimir vom enn í bemsku. Hún
var 37 ára gömul ekkja í framandi
landi á erfiðum tímum. Hún lét þó
ekki hugfallast og ákvað að sjá sjálf
fyrir sér og bömunum sínum og
ala þau upp í þeirra eigin föður-
landi. Vann hún hörðum höndum
fyrir þörfum og uppeldi bama sinna
og kom þeim vel til manns.
Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu
framan af átti Þorbjörg alltaf tíma
aflögu fyrir aðra. Er ekki ofmælt
að hús hennar hafi staðið opið gest-
um og gangandi og fór hún aldrei
í mannjöfnuð í viðleitni sinni að
verða öðmm að liði. Eins og mörg-
um mun vera kunnugt hefur fjöldi
íslendinga þurft að leita sér læknis-
hjálpar í Kaupmannahöfn. Þorbjörg
var óþreytandi við að hjálpa þessu
fólki og leiðbeina, sótti það heim á
sjúkrahúsin og bauð því aðstoð sína.
Fyrir nokkmm ámm sá íslenska
ríkið sig knúið til að senda launað-
an mann til Kaupmannahafnar til
að gegna þessum störfum, sem
sjálfboðaliðar eins og Þorbjörg
höfðu innt af hendi áður. Á þessa
sjálfboðaliða er aldrei minnst opin-
berlega, þeir unnu störf sín í kyrr-
þey og launin vom þakklátir hugir
þeirra er hjálparinnar nutu.
Þorbjörg dvaldi nær óslitið í Dan-
mörku um 70 ára skeið, utan eitt
ár sem hún var á íslandi. Vann hún
þá við saumastörf og verkstjórn hjá
Andrési Andréssyni, sem rak klæð-
skeraverkstæði og verslun á Lauga-
vegi 3 í Reykjavík.
Þorbjörg kom oft til íslands til
að heimsækja ættingja og vini.
Vom þessar heimsóknir hennar,
okkur sem til hennar þekktu, mikið
tilhlökkunarefni, því þrátt fyrir alla
alvöm lífsins kunni Þorbjörg að
gleðjast með glöðum. Hin síðari ár
fækkaði ferðum hennar til íslands
og hún talaði stundum um að þang-
að kæmi hún ekki aftur. En þegar
elli og sjúkdómar höfðu lagt hana
í rúmið komu boð frá Kaupmanna-
höfn síðastliðið vor um að Þorbjörg
væri á leiðinni heim til að eyða hér
síðustu ævidögum sínum. Hún kom
að lokum og dvaldi að mestu á Elli-
heimilinu Gmnd þar til hún lést að
morgni 24. ágúst 1988.
Mikið autt rúm er nú í Kaup-
mannahöfn þar sem þær stóðu áð-
ur, systumar Ingunn og Þorbjörg
Ingimundardætur. Fyrir okkur sem
áttum við þær mikil. samskipti verð-
ur þetta rúm aldrei fyllt aftur.
Nú þegar Þorbjörg hefur lokið
vegferð sinni og henni búin hvíld
við hlið móður og systkina í íslenskri
mold er mér efst í huga þakklæti
til hennar fyrir samfylgdina. Ég og
fjölskylda mín sendum sonum,
bamabömum, systkinum og vinum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Gísli Kristjánsson
Látin er í Reykjavík Þorbjörg
Ingimundardóttir Lausten á 89. ald-
ursári.
Þorbjörg fæddist á Kletti í Gufu-
dalssveit, fluttist ung með foreldr-
um sínum að Svarthamri í Álfta-
firði, en fjölskyldan sneri aftur til
föðurfólksins að Kletti þegar hún
var 14 ára. 18 ára gömul fór Þor-
björg til Reykjavíkur að læra
sjúkranudd hjá Jóni Kristjánssyni
lækni. Rúmlega tvítug fór hún til
Kaupmannahafnar að fullnuma sig
í starfínu. í stað þess að hún lyki
náminu fann hún sinn útvalda í
Kaupmannahöfn og giftist Suður-
Jótanum Peter Lausten, en hann
var verslunarmaður. Þau stofnuðu
heimili í Kaupmannahöfn og eign-
uðust tvo syni, Matthias og Kurt.
Árið 1937, þegar Kurt var aðeins
fjögurra ára lést Peter. í þá daga
var lítið um dagvistanir bama og
brá Þorbjörg því á það ráð að taka
saumastörf heim til sín. Hún saum-
aði kápur fyrir verslanir og var
mjög leikin í þessari grein. Var það
sérstaklega haft á orði þegar hún
síðar vann hér heima í eitt ár við
sauma.
Þorbjörgu féll aldrei verk úr
hendi, og með aðdáunarverðri
skipulagsgáfu tókst henni að skipta
sér á milli saumaskaparins og heim-
ilisstarfa. Þetta kostaði mikla
vinnu, því það var barátta að fá
saumalaunin til að hrökkva til fram-
færslunnar. En Þorbjörgu dugði
ekki að framfæra sig og sína, hún
þurfti að eiga eitthvað afgangs til
þess að geta miðlað öðmm af. Að
veita var hennar yndi.
Þorbjörg var mikil hjálparhella
Isléndinga í Kaupmannahöfn.
Margir námsmenn og fjölskyldur
þeirra áttu innhlaup hjá henni, en
mest var fóm hennar fyrir sjúka
landa hennar, sem sendir vom til
lækninga til Kaupmannahafnar.
Ótaldar em ferðir Þorbjargar á
sjúkrahúsin til þess að heimsækja
einn eða fleiri sjúka landa sína,
hughreysta þá, færa þeim gjafir,
eða túlka milli þeirra og dansks
hjúkmnarfólks. Áð lokinni vistinni
á sjúkrahúsi dvaldist margur mað-
urinn hjá henni þar til hann gat
farið heim. Gömul íslensk gestrisni
var í heiðri höfð og aldrei þýddi að
minnast á borgun, þvert á móti var
seðlum oft stungið í lófa að skilnaði.
Ein af þeim sem áttu innhlaup
hjá Þorbjörgu var móðir mín, Stein-
unn Ogmundsdóttir, fyrst þegar
hún ung kona var við hjúkmnamám
í Kaupmannahöfn og mörgum ámm
síðar þegar hún lagðist inn á sjúkra-
hús og þurfti mikillar uppörvunar
við. Þá reyndist Þorbjörg vinkonu
sinni vél.
Þegar undirrituð steig fyrst á
erlenda gmnd í Kaupmannahöfn
hýsti Þorbjörg ungu stúlkuna og
kynnti fyrir henni framandi um-
hverfi og þjóðfélag. Það tókst með
okkur vinskapur, sem við höfðum
góðan tíma til að rækja, því að ég
var búsett í Kaupmannahöfn á ann-
an áratug. Enda þótt langt væri
liðið á sjötta áratuginn þegar ég
kom til Kaupmannahafnar kynntist
ég hjá Þorbjörgu danskri nýtni og
sparsemi eftirstríðsáranna. I húsum
hennar var ævinlega slökkt á eftir
sér, þegar maður yfirgaf herbergi,
ljós loguðu ekki til skreytingar held-
ur aðeins ef þeirra var þörf. Eins
var aðeins kveikt á útvarpi til þess
að heyra fréttimar. Öll innkaup
vom vandlega skipulögð og lagt á
sig að ganga langar vegalengdir til
þess að komast að hagstæðustu
kjömnum. Þorbjörg þurfti að velta
fyrir sér hverjum eyri, en aldrei
heyrði maður hana harma það.
Henni var skynsamleg nýting verð-
mæta í blóð borin.
Ég dáðist að þessari ötulu konu,
sem hafði fullkomna stjórn á sínu
umhverfi, þar sem ríkti röð og
regla. Ég naut þess að hlusta á
hana raulandi yfir saumunum. Hún
kunni mikið af dönskum sönglög-
um, rómantískar vísur og revíulög
frá millistríðsámnum, þegar hún
ung og fögur sveif um glæsta sali.
Hún sagði mér frá þessum glöðu
tímum, skemmtununum og klæða-
burðinum.
Glæsileikinn var ríkjandi í fari
Þorbjargar. Hún var alla tíð sér-
staklega bein í baki og yfir henni
var tignarleg reisn. Mér eru boðin
á Guldbergsgötu sérstaklega minn-
isstæð. Þá breyttist litla heimilið
allt í einu í veislusali, húsmóðirin
þreyttist ekki á að bjóða og veita ■*..
og glaðværðin réð ríkjum. Engum
hef ég kynnst sem naut þess eins
að veita og hlúa að öðmm.
Elli kerling fór ekki vel í Þor-
björgu. Fætumir gáfu sig tiltölu-
lega fljótt og hún kunni því illa að
vera ekki sjálfri sér nóg, heldur
þurfa að treysta á umönnun ann-
arra. Fyrir réttum fjómm mánuðum
ráðstafaði Þorbjörg þvf sem óráð-
stafað var af hennar jarðnesku eig-
um og yfirgaf elliheimilið í Kaup-
mannahöfn með það fyrir augum
að komast til ættjarðarinnar til þess
að deyja. Nú hefur henni orðið að
sinni hinstu ósk og yfir því getum
við sem eftir lifum einungis glaðst.
Blessuð sé minning þessarar \
stórbrotnu konu.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek-
in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Helga Ólafsdóttir
SÉ RITVINNSLA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG,
ÁTT ÞÚ ERINDI VIÐ WORD KERFIÐ,
eitt hið öflugasta og mest notaða hérlendis.
Word kerfið inniheldur m.a. sjálfvirkt efnisyfirlit og atriða-
skrá. í því má vinna samtímis á 7 mismunandi skrár.
EFNI: Skipanir kerfisins • Uppsetning skjala og
bréfa • íslenskir staðlar • Æfingar.
LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen,
ritvinnslukennari.
TÍMI OG STAÐUR: Kl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15.
SÍMI: 621066
TÖLVUSKÓU A
JAZZ
Vönduð kennsla
SPORtÐ
Markviss þjálfun
Barnajazz
fyrir 2ja ára og eldri.
Fjölbreytt kennsla.
★
★
★
★
★
★
Barnadansar
Músíkleikir
Söngur
Rythmi
Ballett
Jazz
Kennslustaður:
Hverfísgata 105.
Innritun ísíma 13880
JMtfguiiHjifcito
Áskriftcirsíminn er 83033
85.40