Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 52 Minning: Leifur Miiller Fæddur 3. september 1920 Dáinn 24. á(níst 1988 Leifur Muller, vinur minn og samstarfsmaður í norska félaginu Nordmannslaget um margra ára skeið, er í dag kvaddur í síðasta sinn, tæplega 68 ára gamall. Hann fæddist í Reykjavík 3. sept- ember 1920, yngstur þriggja barna Maríu og Lorens Miiller kaupmanns og skíðagarps, sem komu til Islands ung að árum og giftust hér, bæði norsk, hann „tronder" en hún „ser- lending". Þau urðu bæði þekkt og mætir borgarar í þessum bæ, og stofn- settu og ráku herra- og sportfata- verslun í Austurstræti 17 undir nafninu L.H. Múller, sem eldri og miðaldra borgarar muna vel eftir. Bæði héldu þau sínum norsku ein- kennum, en voru jafnframt góðir íslendingar sem vildu klæða landið skógi eins og garðurinn við Stýri- mannastíg og sumarbústaðurinn við Selsvatn sýna. Lorens Múller var einn af stofn- endum Skíðafélags Reykjavíkur sem setti upp skíðaskálann í Hveradölum. Leifur tók einnig þátt í þessu og eftir lát föður síns var hann mörg ár í stjóm Skíðafélags Reykjavíkur. Eftir skólagöngu í Reykjavík fór Leifur til Noregs til verslunamáms rétt fyrir stríð. Ferðin varð honum örlagarík, Þjóðveijar hemmámu Noreg, og varð hann tekinn og sett- ur í Grinifangelsi og seinna sendur til Sachsenhausen ásamt mörgum öðmm Norðmönnum þar sem hann dvaldi til stríðsloka. Hann kom heim illa farinn að heilsu, en náði sér furðanlega, enda hraustur að eðlis- fari. Eftir lát föður síns tók hann við versluninni og rak hana þar til hús- ið var rifíð og byggt var stórhýsi á lóðinni. Síðan rak hann saumastofu og heildverslun. Leifur stundaði margs konar íþróttir, skíðaíþróttir, sund og badminton. Að beiðni íjölskyldunnar fór hann Minning: Fædd 21. október 1911 Dáin 22. ágúst 1988 Með þessum línum er kvödd Helga Pálsdóttir Geirdal frá Akra- nesi, sem andaðist þann 22. ágúst sl. Hafði hún háð skamma en mjög erfíða baráttu við skæðan sjúkdóm. Helga var fædd á Melum í Mela- sveit þann 21. október 1911. Hún var dóttir hjónanna Páls Guð- mundssonar, bónda þar, og konu hans, Sigurlaugar Ólafsdóttur. Páll var Ámesingur að ætt, fæddur á Ytri-Grímslæk í Ölfusi. Sigurlaug var hins vegar fædd á Bæ í Kjós og átti þar ættir sínar. Á Melum átti Helga ásamt for- eldrnm sínum og systkinum tveim- til læknis um síðustu áramót, sem úrskurðaði að hann væri með ban- vænan sjúkdóm sem ekki leyfði langa lífdaga. Margur mundi brotna niður við slíka frétt, en Leifur bar þetta með einstakri prýði, og breytti ekki um lífsvenjur, en stundaði sund og badminton meðan kraftar leyfðu.' Leifur giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Bimu Sveinsdóttur Bjömssonar póstfulltrúa, 24. júní 1950, og var hjónabandið sérstak- lega farsælt. Þau eignuðust fímm böm, þijár dætur og tvo syni, sem öll eru hin mannvænlegustu, og hafa haslað sér völl á ýmsum svið- um í Noregi og hér á landi. Bama- bömin eru fímm. Ég kynntist Leifi rétt eftir stríð er ég var formaður norska félagsins Nordmannslaget. Ég óskaði eftir að fá hann í stjóm félagsins, og var hann ýmist ritari eða gjaldkeri. Formaður félagsins var hann frá 1965 til 1969. Leifur var líka heið- ursfélagi í Nordmannslaget. Hann vann ötullega að öllum góðum mál- efnum sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar við fengum okkur spildu í Heiðmörk, og reistum bústað þann sem heitir Totgeirsstaðir og prýðir nú staðinn, var Leifur einn af þeim sem alltaf var tilbúinn til vinnu, sem oft var töluverð. Við félagar í Nordmannslaget stöndum í þakkarskuld við Leif fyr- ir hans óeigingjömu störf fyrir fé- lagið og minnumst góðs drengs með söknuði. Við sendum Bimu og fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Farestveit Við andlát Leifs Múllers koma í hug mér minningar frá árdögum skíðaíþróttarinnar hér í Reykjavík. Faðir Leifs, Lorenz H. Múller, — ætíð nefndur L.H. Múller — var norskur kaupmaður, ættaður frá Verdalseyri við Þrándheimsfjörð. Hann fluttist hingað til lands nokkru eftir aldamótin. Hér kynnt- ist hann norskri konu, Marie Bert- ur, Ólafí og Guðbjörgu, heima til ársins 1920, er þau fluttu að Innra- Hólmi. Báðar þessar stóijarðir bætti Páll með fjölskyldu sinni að ræktun og húsabótum. Páll hlaut þau ummæli samferðarmanns að vera „hygginn, duglegur og kapp- samur, nýtinn og útsjónarsamur. Hann var hóflegur framfaramaður, en miðaði þar fyrst og fremst við getu sína til að standa í skilum." Þessi andblær mótaði Helgu Páls- dóttur í uppvexti hennar, en æsku- árin vann hún fyrst og fremst á búi foreldra sinna. Árið 1934 giftist Helga Braga S. Geirdal. Bragi var sonur Stein- ólfs Geirdal, kennara og smiðs í Grímsey, og konu hans, Hólmfríðar P. Sigurgeirsdóttur frá Halldórs- staðaparti í Reykjadal. Þau Bragi og Helga hófu sama ár búskap á Innra-Hólmi með foreldrum hennar. Þar bjuggu þau til ársins 1938. Fluttu þau þá að Kirkjubóli, býli í landi Innra-Hólms, er verið hafði í eyði um nokkra hríð. Þar byggðu ungu hjónin myndarlegt nýbýli, sem um margt var langt á undan samtíðinni. Bragi var mikill fram- kvæmdamaður og hafði kynnt sér búskapamýjungar, m.a. með starfs- dvöl við landbúnað í Noregi. Hjónin á Kirkjubóli voru samhent og lögðu krafta sína í uppbygging- una á Kirkjubóli. Þau voru bæði félagslynd og tóku mjög virkan þátt í félagslífí sveitarinnar. Helga hafði yndi af söng og söng lengi í kór Innra-Hólmskirkju, þar sem elsen, og kvæntist henni. Múller setti á fót klæðaverslun, sem stóð í áratugi í Austurstræti 17. Múller kaupmaður hafði þá trú með sér heiman úr Noregi, að úti- vist væri hveijum manni holl og að í því efni kæmist ekkert til jafns við skiðaferðir. Skíðaferðir voru þá nánast ekkert iðkaðar hér á Suður- landi, og skíði voru ekki til að heit- ið gæti. Múller mislíkaði þetta og einsetti sér að bæta úr. Hann hóf því að boða fagnaðarerindi skíðaíþróttarinnar og stofnaði Skíðafélag Reykjavíkur árið 1914, fyrsta skíðafélag landsins. Skíði þurfti einnig að útvega og fór því Múller að flytja inn og selja skíðaút- búnað í klæðaverslun sinni. Sjálfur var hann góður skíðamaður og leið- beindi þeim, sem það vildu þiggja. Um langa hríð hafði Múller ekki erindi sem erfiði. Skíðafélagið dafn- aði hægt. Frumkvæði og félagsstörf hvíldu að heita mátti öll á formann- inum. Um skeið leit svo út sem félagið myndi lognast út af. Þá mun tala félaga hafa verið komin niður í sjö. En Múller var ekki á því að gefast upp. Sumum þótti sem þraut- seigja hans nálgaðist þijósku, og var jafnvel hent gaman að, t.d. í revíu, þar sem sungið var: „Hann Múller gekk á skíðum, það skeður aldrei meir.“ Öðrum þótti það und- arlegt tiltæki, að ef snjór var ekki í Reykjvík, þá skipulagði skíðafé- lagið hópferðir þangað sem snjór faðir hennar var kirkjubóndi. Marg- ar sögumar hafa verið rifjaðar upp um fjölskylduboð og gestakomur á Kirkjubóli, er allir, bæði háir og lágir, brugðu sér í leiki og önnur ærsl úti í varpa. Bilið á milli kyn- slóðanna var stutt þar á bæ. Þau Helga og Bragi eignuðust sex dætur: Sjöfn, býr á Akranesi, Sigfríður, býr einnig á Akranesi, gift Þorsteini Hjartarsyni, Ásdís, býr á Hvanneyri, gift Bjarna Guð- mundssyni, Sigrún, býr í Reykjavík, gift Sigurði Sigtryggssyni, Stein- unn, býr einnig í Reykjavík, og Páley, er býr á Akranesi. Bama- bömin eru átján og bamabarna- bömin tvö. Árið 1957 brugðu þau hjónin búi á Kirkjubóli og fluttu til Akraness, en Bragi hafði þá kennt heilsu- brests. Heilsu hans hrakaði og hann varð fljótlega óvinnufær eftir að fjölskyldan settist að á Akranesi. Helga varð því fyrirvinna heimilis- ins, auk þess að annast bónda sinn í þungum veikindum heima. Var var, til þess eins að ganga eða renna sér á skíðum. Þá var ekið á kassabílum, en það voru venjulegir vörubílar með sætum, sem sett voru á pallinn, og tjald yfir. Mér er allt þetta minnisstætt frá því er ég fór unglingur mína fyrstu ferð með Skíðafélagi Reykjavíkur. Það var á útmánuðum 1927 og Múller var að sjálfsögðu farar- stjóri. Ekið var upp að Miðdal til þess að komast á góðan snjó. Þegar þetta var, voru skíðaferðir famar að glæðast í Reykjavík og sjá mátti loks hilla undir betri tíð fyrir Skíða- félag Reykjavíkur og skíðaíþróttina. Muller hélt áfram að ganga á skíðum og náði sínu marki. Ég átti heima við Vesturgötu, skammt frá Stýrimannastígnum, þar sem L.H. Mtiller bjó og frá þessum tíma eru fyrstu kynni mín af honum og fjölskyldu hans. Leifur var þá bam að aldri, fæddur 3. september 1920. Systur hans tvær, Gerd og Toni, voru eldri en hann. Leifur Múller ólst upp á heimili, sem um mörg ár var ein af mið- stöðvum skíðaáhugamála í Reykjvík. Þá tíðkaðist lítt, að böm fengju að fara til fjalla á vetrum, ekki einu sinni með fullorðnum, vegna þess hve slíkar ferðir þóttu ótryggar. En Leifur vandist á skíða- ferðir á unga aldri, og áhugi á skíðaíþróttinni fylgdi honum alla tíð síðan. Þegar heimsstyijöldin síðari hófst, var Leifur við nám í Noregi. Þjóðveijar hemámu Noreg í apríl 1940. Skömmu síðar var Leifur tek- inn höndum og sendur í fangabúðir f Þýskalandi með hópi Norðmanna. Þar varð hann að þola mikið harð- rétti og grimmdarlega meðferð, svo að hann varð ekki jafngóður síðan. Leifur var í fangabúðunum til styij- aldarloka. Skrifaði hann bók um þá lífsreynslu. Fljótlega eftir að Leifur var kom- inn aftur heim til íslands tók hann að iðka skíðaíþróttina á ný og að vinna að framgangi hennar, einkum á vegum Skíðafélags Reykjavíkur. Hann sat mörg ár í stjóm félagsins og var formaður þess í fjögur ár. Hann átti einnig sæti í Skíðaráði Reykjavíkur í mörg ár og var full- trúi Skíðafélagsins á skíðaþingum Skíðasambands íslands. Leifur var ágætur skíðamaður, tekið til æðruleysis hennar á þessu erfíða árabili. Bragi andaðist árið 1967. Hafði hann þá aðeins dvalið skamma stund á sjúkrahúsi. Hin sjúkdómsárin öll hafði hann notið umönnunar og hjúkmnar konu sinnar. Sá sem þetta skrifar tengdist fjölskyldu Helgu sumarið 1965. Nokkur spenna var í huga verðandi tengdasonar, er hann var boðinn í fyrstu heimsókn, það man ég. Hins vegar gufaði sú spenna burtu í einni svipan við móttökur húsmóðurinn- ar. Þær vom hlýlegar, einlægar og án tildurs og tepruskapar. Varð svo æ upp frá því. í hennar hús var eftirsóknarvert að koma. Helga lét sér einkar annt um fjöl- skyldu sína og hagi hennar; var í raun og sann ættmóðir hennar í mörgum skilningi. Hún fylgdist með högum hvers og eins, og rétti fólk- inu sínu hönd, hvenær sem þörf var. Ekki var hún gefín fyrir langar umræður um hlutina, verkin töluðu fyrir hana og það var henni nóg. Föst venja var að hittast þar heima á afmælisdegi hennar og um jól. Varð þá oft margmennt í litlu kjall- araíbúðinni hennar við Laugar- braut. Undraði mig oft, hve fyrir- hafnarlítið og hljóðlega hún reiddi fram veislukost mikinn og nógan handa öllUm, líka þeim, sem komu fyrirvaralaust. Hún naut þess að veita. Óvíðar fannst mér orðtækið eiga betur við, að þar er húsrúm, sem er hjartarúm. Aldrei leið svo afmælisdagur í fjölskyldunni, að ekki bærist smáum sem stórum dálítil gjöf frá ömmu. Þarfír ann- arra voru henni miklu mikilvægari en eigin þarfir. Helga var mjög sjálfstæð kona. Þótt sá einkennisþáttur ætti sterka rót í eðli hennar þykir mér líklegt að hann hafí einnig mótast mjög og eflst í lífsbaráttu hennar. Hún lét sig til dæmis ekki muna um það Helga Pálsdóttir Geirdal, Akranesi hvort sem var í svigi eða skíða- göngu, og keppti oft á skíðamótum. I apríl á þessu ári tók hann þátt í skíðagöngu Skíðafélags Reykjavík- ur og varð fremstur í sínum aldurs- flokki, 65—70 ára. Leifur Muller var gjörvulegur maður og prúðmenni. Hann féll frá fyrir aldur fram, en hans er gott að rninnast. Ég sendi konu hans, Birnu, og fjölskyldu allri einlægar samúðar- kveðjur. Einar B. Pálsson Leifur Mtiller lést miðvikudaginn 24. ágúst og sorgarfréttin barst okkur samdægurs. Við vissum að Leifur hafði ekki gengið heill til skógar um tíma, en samt er það reiðarslag þegar kallið kemur. Leifur ólst upp í Reykjavík — æskuheimilið hans var miðdepill fyrir skíðaíþróttina og Leifur og systkini hans voru snemma með í skíðaferðum út úr Reykjavík. Faðir þeirra var L.H. Múller, stofnandi Skíðafélags Reykjavíkur, en hann fluttist ásamt konu sinni frá Noregi til íslands laust eftir aldamótin og störfuðu þau hér til dauðadags. Leifur var við nám í Noregi þeg- ar Þjóðveijar hertóku landið og var á stríðsárunum tekinn höndum af nasistum og fluttur til Þýskalands. Þegar hann, eftir stríð, kom heim til íslands var hann ekki heilsu- hraustur og erfítt var fyrir hann að semja sig aftur að lífinu í Reykjavík. Leifur stofnaði seinna sitt eigið heimili og frú Bima og bömin hafa verið sólargeislamir í lífi hans. Skíðafélag Reykjavíkur var svo lánsamt að hafa Leif í stjórn í mörg ár og sem formann í fjögur ár. Síðasta vetur var Leifur ásamt dótturdóttur sinni, Bimu yngri, á verðlaunapalli eftir vel heppnað skíðagöngumót. Skíðafélag Reykjavíkur þakkar Leifí Mtiller fyrir samstarfíð og sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. F.h. Skíðafélags Reykjavíkur, Ellen Sighvatsson Fyrir þremur aldarfjórðungum var aðfluttur Norðmaður við skot- veiðar í landi Miðdals í Mosfells- sveit. Heiðin austur af Miðdal teyg- að gera sjálf lagfæringar og endur- bætur í íbúð sinni, sem margur annar hefði annaðhvort látið danka ellegar keypt vinnukraft til. Nei, á hennar máli hét þetta bara að sansa hlutina, og virtist í hennar huga og höndum vera það einfaldasta af öllu sjálfsögðu. í liðugan aldarfjórðung gekk Helga til fískvinnu í Frystihúsi Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Þar vann hún fullan vinnudag vel fram yfir sjötugt, enda heilsuhraust allt til þess er krabbamein heltók hana á liðnu vori. Að starfi sínu í frystihúsinu gekk hún heils hugar. Ekki mátti hún til dæmis til þess hugsa að mæta of seint til vinnu. Morgunsvefn hennar og matartímar urðu því oftast í knappara lagi. Iðulega mátti á máli hennar greina ríkan skilning á þýðingu þessa at- vinnureksturs; að það væri ekki síður hennar hagur að hann gengi og blómgaðist. Með einhliða og þröngri hagsmunabaráttu hafði hún því takmarkaða samúð; hafði enda orð á því í gamni stundum, að ekki væri hún burðug stéttarbaráttu- kona! Margt gaf vonir um, að Helgu auðnuðust fleiri ár til þess að njóta ævikvöldsins, njóta þess að vera til og sinna eigin áhugamálum með stækkandi hópi afkomenda. Hún var hraust til líkama og sálar, en enginn ræður sínum næturstað. Við vegamót lætur hún eftir sig bjarta minningu um kærleiksríka móður, ömmu og tengdamóður, sem í senn var fjölskyldunni góð fýrirmynd og traust athvarf, virt af öllum. Þótt dyr hafi nú fallið að stöfum á Laug- arbraut mun minningin styrkja þá, sem eftir standa, og varpa þeim birtu á haustfölva daga. Fyrir hana þökkum við öll einum huga. Guð blessi minningu mætrar konu. Bjarni Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.