Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 „Fjarðarsveit, dreifðir bæir, - fólk að slætti og niður undir sjónum umfangsmikill og skörulegur bær, felldur í umhverfi sitt.“ Skeggj astaðakirkj a eftirBjarna Ólafsson Bakkafjörður Til eru landshlutar sem ýmsir full- vaxnir íslendingar hafa ekki séð, þótt þeir hafi annars víða farið. Bakkaflói nefnist flóinn s-au undan Langanesi, milli Langaness og Di- graness. Flói þessi skiptist í þijá firði, nyrst er Finnafjörður, þá Mið- §örður og syðst BakkaQörður Hreppurinn heitir Skeggjastaða- hreppur. Dregur hann nafn af kirkjustað sveitarinnar. Þorpið við Bakkafjörð heitir Höfn. Firðir þessir eru norður undir köldu Dumbshafi og rekur stundum hafis að landi þar á vorin. Trjáreki kemur nokkur að ströndum þama norðurfrá og er bændum til hlunninda. Næstu sveitir eru ÞistilQörður norðan við Langa- nes og liggur leiðin yfir Brekkna- heiði. Sé hinsvegar farið til hinnar áttarinnar, þ.e. til austurs, eins og heimamenn segja, þá er haldið yfir Sandvíkurheiði, til Vopnafjarðar. Nokkuð jafnlangt er til beggja þess- ara nágrannasveita frá Bakkafirði eða Höfii. Eins og ég drap á fyrr, þá munu margir landa okkar aldrei hafa stigið fæti sínum í þessa af- skekktu sveit. Kirkjan hans afa á Knerri Fjallkirkjan heitir stór saga eftir Gunnar Gunnarsson eldri. Þar segir Uggi Greipsson frá bemsku sinni og uppvexti. Segir af þeirri þungu raun er hann misti móður sína, lítill drenghnokki, kynnum hans af Soffíu, sem varð seinni kona Greips. Nokkrar eftirminnilegar persónulýs- ingar eru í Fjallkirkjunni. Lýsingu afa á Knerri ber hæst. Amma stóð við hlið afa. „Hún var öll í móra- uðu.“ Þeir sem til þekkja, telja líkur á að Knörr, sem Ketilbjöm Hranason bjó á, sé Bakki við Bakkafjörð. Þar bjó Þórarinn á Bakka, afi Gunnars. Þaðan var móðir Gunnars. Ýmsir em neftidir til þeirrar sögu, sem menn muna vel, eftir að hafa lesið Fjallkirkjuna. „Húsameistar- inn, og timburklerkurinn, hann Stebbi, — Stefán Ámason snikkari." Meistari hans var Lars Höjgaard, einn þriggja ábúenda á Bakka. Hver les ósnortinn söguna af Stebba, þegar hann er að reisa nýja húsið fyrir Greip bónda og kemst að raun um að hann hefur sagað alla loftbitana of stutta? Nákvæm- lega alin of stutta. Sá bær var í Vopnafirði, en Uggi fékk að fara til brúðkaups að Knerri með föður sinum og stjúpmóður. Þar em falleg- ar lýsingar. Uggi átti rauðan fola, sem hann reið jrfir Sandvíkurheiði. Þegar Knarrarsveit loks blasir við augum segir svo í sögunni: „fjarðar- sveit, dreifðir bæir, grænar engjar, berir melar, ár, lækir, litlar tjamir, búsmali á beit og fólk að slætti — og á hæð niður undir sjónum um- fangsmikill og skömlegur bær, felld- ur í umhverfí sitt: Knörr. Knörr, jújú, hann snýr stefninu til hafs — og kominn að því að sigla, en verður þó kyrr — hálfvegis á þurm landi, hálfvegis í sjónum. Ket- ilbjöm á bú í landi og bú í sjó.“ Þórarinn, afi Gunnars var aðsóps- mikill bóndi á Bakka. Stóð hann oft f landamerkjadeilum og málaferlum. Hann átti sæti í sóknamefnd Skeggjastaðasóknar. Legstaður þeirra afa og ömmu Gunnars Gunnarssonar er við aust- urgafl kirkjunnar, móts við nyrðri glugga í kór kirkjunnar. Á þeim ámm, er Gunnar ólst upp í Vopna- firði, stóð sama kirkja á Skeggja- stöðum og nú stendur þar. Lítil kirkja, byggð sterkri grind úr reka- tijám. Prestur að nafni Hóseas Ámason sat staðinn 1839 til 1859. Hann stóð fyrir byggingu þessarar kirkju 1845. Þórarinn á Bakka hefur verið samtíða nokkmm prestum er sátu Skeggjastaði, en presturinn sem þar var, þegar sagan af brúð- kaupinu gerðist, hefur líklega heitað Jón G. Halldórsson, en hann sat Skeggjastaði í 22 ár. Ég kom fyrst til Bakkafjarðar 1961 og var Skeggjastaðakirkja þá óbreytt frá aldamótum, en tekin að hröma nokkuð, skökk á gmnni og hallaðist, gólfið missigið og burðar- lítið, bitar og dregari gengið úr skorðum og af undirstöðum. Raddir höfðu þá verið uppi um að rífa þessa gömlu og „hrörlegu" kirkju og byggja nýja, sumir vildu auðvitað steypa upp nýja kirkju. Flestir munu nú fagna því að ekki var horfið að þessu ráði. Sóknar- presturinn lét sér annt um að kirkja þessi væri notuð áfram og að gert yrði við hana og ákvað sóknamefnd að láta gera rækilega við kirkjuna, sem þá var 116 ára gömul og að byggja auk þess við hana lítið skrúð- hús með tumi. Fyrir framsýni og áræði var einni af fegurstu perlum íslenskra kirkna forðað frá glötun. Skeggjastaðakirkja er merkileg fyrir látiausa fegurð og fyrir að vera byggð og klædd timbri, yst sem innst. Bámjám hefur t.d. aldrei á þak hennar komið. Kirkjan er sjö stafgólf og geta um hundrað manns setið í henni. Grindin er sterkbyggð úr rekatijám 6x6 þumlunga gildum. Inni í grind- inni, milli þilja var hlaðið hellugijóti til að þyngja kirkjuna, svo að síður væri hætta á að hún fyki. Þakið er klætt með skarsúð og þar yfir rennisúð með ijöður og borð- um yfir samskeytum. Tveir smárúð- óttir gluggar em á hvorri langhlið með sextán rúðum í hveijum glugga, á kórgafli er sama gluggastærð en á framgafli sitt hvommegin dyra em gluggar sem em aðeins hálf breidd, með átta rúðum. Yfir prédikunarstól er lítill gluggi í kvisti og fjögurra rúðu gluggi uppi í stafni. Áð utan em veggir klæddir standandi borð- um en að innan póstþili. Kórþil er með renndum pílámm ofanvert. Nokkrir í Skeggja- staðasókn 1961 í fyrsta hluta bókar Gunnars Bjarni Ólafsson „Þannig heldur tíminn áfram o g minningin um mannlíf á Bakkaf irði 1961 til 62 er mér óskýr en hugijúf mynd. Mér þótti mannlífið fagurt. Lífsbarátta fólksins var hörð og margvísleg nútíma þægindi skorti. Samgöngur strjálar, vegir frumstæðir að byggingu, hafnarað- staða erfið.“ Gunnarssonar, Fjallkirkjunni, talar Gunnar um minningar og árin sem liðin em og koma aldrei aftur, þessi ár sem vom leikur að stráum og orðrétt stendur þar: „Og það em ekki árin ein, sem liðu, margt af fólki þess tíma er nú ekki lengur, en sumt komið á tvist og bast, jafn- vel minning þess lýsir stopulu ljósi eins og stjama, sem gægist fram við og við gegnum skýþykkni." Þannig heldur tíminn áfram og minningin um mannlíf á Bakkafirði 1961 til 62 er mér óskýr en hugljúf mynd. Mér þótti mannlífið fagurt. Lífsbarátta fólksins var hörð og margvísleg nútíma þægindi skorti. Samgöngur stijálar, vegir frum- stæðir að byggingu, hafnaraðstaða erfið. Ég man að póstur var þó borinn á bæina og man ég að sá sem bar út póstinn var góðlegur og fallegur, hvíthærður maður og hét Jónas. Ég man einnig er bamabam hans var skírt á Skeggjastöðum. Foreldrar bamsins vom ung og efnileg hjón, Ingibjörg og Ingvar. Nú em þau afi og amma og stjómar Ingibjörg verslun kaupfélagsins á staðnum og Ingvar stundar sjóróðra og dregur björg í bú. Einn þeirra sem ég kynntist og varð vinur minn á þessum ámm var Jón í Miðfirði. Hann er dáinn, eins og margt af því fólki sem þama var á þeim tíma. Jón í Miðfirði var fátækur af ver- aldarauði, en ríkur samt, í trú sinni og trygglyndi. „Fjarðarsveit, dreifðir bæir, - fólk að slætti og niður undir sjónum umfangsmikill og skörulegur bær, felldur í umhverfi sitt.“ Rekatré flett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.