Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 36
'jrr'V’*/^**^^^** 36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Mars í dag er röðin komin að Mars í umijöllun okkar um plánet- umar. Baráttuvilji Lykilorð fyrir Mars eru starfs- og framkvæmdaorka, per- sónulegar þrár og langanir, kynorka (ásamt Venusi), keppnisskap, baráttuvilji og sjálfsbjargarhvöt. íþrótta- menn, sjálfstæðir atvinnurek- endur og aðrir drífandi fram- kvæmdamenn hafa Mars yfír- ■ leitt sterkan í kórti sínu. í ReiÖi ogofbeldi j Neikvæð lykilorð fyrir Mars » eru reiði, stríð, ofbeldi, árás- argimi, fljótfæmi og þröng- sýni sem byggir á einstreng- ’ ingshætti. Sjálfsbjargarh vöt Mannlegt samfélag byggir á | samvinnu einstaklinga sem i ieggja sitt af mörkum til heildarinnar. Samfara þvi að vinna með öðmm og taka til- lit til stærri hagsmuna en hins persónulega þarf hver ein- staklingur einnig að veija sinn persónulega rétt. í stjömu- kortinu er það Venus sem táknar hæflleika okkar til að vinna með öðrum en Mars er táknrænn fyrir sjálfsbjargar- hvöt okkar og það að veija persónulegan rétt okkar. Lœtur troÖa á sér Ef Mars er ótengdur eða á á annan hátt undir högg að sækja getur það skapað ein- 1 stakling sem á í erfíðleikum með að standa á sfnu og beij- ast fyrir rétti sínum. Hann lætur t.d. aðra troða á sér. Eiginhagsmunir Ef Mars er á hinn bóginn of j sterkur en Venus veikur get- um við fengið einstakling sem leggur of mikla áherslu á hagsmuni en litla á samvinnu og veður yfir umhverfið eða misnotar aðra i eigin hagnað- arekyni. Jafnvcegi Það sem Marefólk þarf að læra (stundum Hrútar og Sporðdrekar, en Mars stjómar þessum merkjum) er að fínna mörkin á milli sinna eigin langana og þarfa og þarfa a þjóðfélagsins og umhverfís- ins. L ■ • Sœtir lagi Maður sem hefur góð tök á Mars veit hvenær hann á að beita sér og ná sínu fram en veit jafnframt hvenær hann á að stoppa og bíða átekta. Orkutruflanir f Maður sem hefur slæm tök á C orku Mare er ekki viss um það f hvenær hann á að fram- kvæma til að ná sínu fram og hvenær hann á að bíða eða . vinna fyrir aðra. Slæm tök á f Mare geta einnig leitt til þess • að við beitum of lítilli eða of mikilli orku til að fullnægja þörfum okkar. Stjómleysi hvað varðar kynferðislegar langanir og þrár fellur einnig undir ómeðvitaða Mareorku. Ljótur en kraftmikill Sennilega getur Mare átt til að vera með Ijótari plánetum ef illa er að málum staðið. Hann getur skapað uppi- vöðslusaman og grófan per- sónuleika sem fyret og fremst hugsar um það að fullnægja eigin þörfum án tillits til um- hverfísins. A hinn bóginn hef- ur Mars á sér fallegri hlið, þegar hann skapar hinn dug- lega og kraftmikla fram- kvæmdamann sem stendur í fararbroddi fyrir framforum og nýrri uppbyggingu. GARPUR DÝRAGLENS SMÁFÓLK kvöldmatarUmi. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er alltaf erfítt að segja nákvæmlega á spil þar sem styrkurinn liggur mestallur á einni hendi. Hrólfur Hjaltason og Ásgeir Ásbjömsson komust þó vel frá þeim vanda í þriðja spili bikarúrelitaleiks Braga Haukssonar og Polaris: Suður gefur; AV á hættu. Vestur ♦10932 4KD964 ♦ 1083 ♦ 6 Norður ♦ ÁK76 42 ♦ ÁKG94 ♦ ÁKD Austur ♦ G84 4ÁG7 ♦ 2 ♦ 1098754 Suður ♦ D5 410853 ♦ D765 ♦ G32 Þorlákur Jónsson og Guð- mundur Páll Amarson voru í AV: Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður G.P.A. H.H. ÞJ. Á.Á. - - - Pass Pass 1 lauf Pass 1 tígull 1 hjarta Dobl 3 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Eftir sterka Precision-opnun og afmeldingu tvidoblar Hrólfur til úttektar. Ásgeir sér þá að drottningamar eru gulls ígildi og stekkur í 5 tígla. Hækkunin í sex var þá orðin að hreinu formsatriði. Sævar Þorbjömsson og Karl Sigurhjartarson voru aðeins hársbreidd frá slemmunni á hinu borðinu. Þeirra kerfi er Standard með margræðum tveggja opn- unum. Sævar vakti á 2 tíglum, sem gat verið eitt og annað, meðal annars veikir tveir í hjarta eða spaða, ellegar mjög sterk hönd með láglit. Karl svaraði með 2 hjörtum, sem er lág- markssögn og til þess ætlast að opnari passi með hjartalit. Sæv- ar stökk þá í 3 spaða, sem sýn- ir sterku spilin með fjórlit í spaða og lengri tígul. Sögnin er geim- krafa, svo Karl var heldur svart- sýnn þegar hann stökk í 5 tígla. Og þar lauk sögnum. Umsjón Margeir Pétursson í stóru fjöltefli i Ziirich I Sviss 2. september kom þessi staða upp í skák Viktors Korchnoi, sem hafði hvitt og átti leik, og Csajka. 24. Rxf7! — Hxa2 (Auðvitað ekki 24. — Kxf7, 25. Dxe6+ o.s.frv.) 25. Bh6+ og svartur gafst upp, því hann verður mát í fáum leikjum. Níu stórmeistarar, þ. á m. bæði Karpov og Ka- sparov, tefldu við 181 skákáhuga- mann í tengslum við fund stjómar stórmeistarasambandsins. Skák- tölvur af gerðinni „Leonardo" tefldu við alla stórmeistarana og fengu þær 2V2 v. af 9 möguleg- um. Heildarúrslitin voru 163—18 stórmeisturunum í vil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.