Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Rósa Þorgilsdóttir á Sökku — Minning Fædd 23. ágúst 1895 Dáin 10. september 1988 Tengdamóðír mín, Rósa Þorgils- dóttir, fyrrum húsfreyja á Sökku í Svarfaðardal, er látin. Hún kvaddi þennan heim á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri laugardaginn 10. september sl. Um Rósu hefði mátt segja með orðum Guðmundur skólaskálds: „Hún geymdi þennan undrayl, sem omar þeim er finna til.“ Sjálfur naut ég svo mikils af hennar miklu, gefandi hjartahlýju, að ég get ekki orða bundist nú, þegar hún er kvödd hinstu jarðn- eskri kveðju. Því eru þessar fátæk- legu línur settar á blað. Þær eiga að vera einlæg þökk fyrir allt sem ég naut frá henni svo ungur maður sem fullorðinn. Rósa var fædd á Sökku 23. ágúst 1895, dóttir Þorgilsar Þorgilssonar Ámesings, bónda þar, og konu hans Elínar Amadóttur. Var Rósa næst- yngst fjögurra bama þeirra hjóna, en átti jafnframt fjögur hálfsystkin eldri af fyrri hjónaböndum foreldra sinna. Systkinahópurinn á Sökku var því stór og þau nutu öll góðs atlætis. Heimili þeirra Elínar og Þorgilsar var mikið menningar- heimili. Þau áttu bæði sterka stofna að baki, báru þess og óræk merki í allri sinni gerð. Þau vom piýðilega greind, höfðu mikinn áhuga á fram- fömm og áttu þann metnað sameig- inlegan fyrir hönd heimilisins, að það væri í senn leiðandi og veit- andi. Hið unga fólk fékk sterka hvatningu til að leggja sig fram, afla sér menningar og þroska og reynast lífínu vel. Þorgils hafði af eigin rammleik hafíst úr mikilli fá- tækt og til þeirra efna að geta kost- að skólagöngu sína, fyrst á Möðm- völlum og síðan á Hólum í Hjalta- dal. Hann hafði því trausta mennt- un bæði í bóklegum greinum og verklegum, sýndi enda hvort tveggja vel f lffí sínu. Hann hafði gott bú, þótti dugmikill bóndi, en var ekki síður maður bókmennta og lærdóms. Hann átti ótrúlega gott bókasafn miðað við hans tíma. Hann var og sífellt að fræða aðra,' ekki síst yngra fólkið í sveitinni, sem margt hændist að honum og hreifst af áhuga hans. Elfn á Sökku var skömngur til geðs og gerðar, þótti fyrirmyndar húsmóðir, og heimili hennar var ekki sfst orðlagt fyrir þrifnað og snyrtimennsku svo úti sem inni. í slíku umhverfi ólst Rósa upp. Hún fékk góða fræðslu heima, bæði frá þeim kennumm sem þang- að vom ráðnir og ekki síður frá föður sfnum og eldri systkinum. Næmur hugur þráði og meiri fræðslu. Því fór Rósa til framhalds- náms bæði á unglingaskóla, sem Snorri Sigfússon hélt á Völlum og í kvöldskóla á Akureyri. Loks var hún einn vetur í Kvennaskólanum hér í Reykjavík. Um tfma var Rósa starfandi á heimili þeirra frú Aðalbjargar Sig- urðardóttur og sr. Haralds Níels- sonar, en það var þá í Vinaminni hér í Gijótaþorpi. Þar varð Rósa fyrir sterkum áhrifum, ekki síst á hinu trúarlega sviði. Héldu þær Aðalbjörg mikilli tryggð og vináttu meðan báðar lifðu. En 29. apríl 1924 gengu þau í hjónaband Rósa og eftirlifandi eig- inmaður hennar, Gunnlaugur Gísla- son. Hann er frá Hofi, öðm merkis- heimili í dalnum fagra, hafði hlotið svipað atlæti í uppvextinum og lok- ið búfræðiprófi frá Hólum í Hjalta- dal. Þau hófu strax búskap á Sökku og bjuggu þar miklu myndarbúi f hálf öld. Þá vom sonur og tengda- dóttir þegar komin við þeirra hlið og hafa síðan haldið uppi reisn Sökkuheimilisins með miklum sóma. Þeim Rósu og Gunnlaugi varð fjögurra bama auðið. Elst er Jóna, gift sr. Stefáni Snævarr, fyrrum prófasti Eyfirðinga og sóknarpresti Svarfdælinga í 43 ár. Dagbjört er eiginkona mín. Halldóra vinnur á skrifstofu KEA. Þorgils er bóndi á Sökku, kvæntur Olgu Steingríms- dóttur. Svo ólu þau hjón upp bróður- son Rósu og systurson Gunnlaugs, Halldór Arason bifvélavirkja á Ak- ureyri. Eiginkona hans er Hulda Þórarinsdóttir. Auk þess var mikið um, að annarra böm væm hjá þeim hjónum lengri eða skemmri tíma. Gunnlaugur var óvenju glöggur maður og gætinn, en jafnframt mikill framkvæmdamaður og stór- bætti jörð sína. Hann var og kallað- ur til forystu á flestum sviðum fé- lagsmála fyrir sveit sína, var þar m.a. oddviti um langa hríð. Rósa varð fyrir slysi er skóp erfíða fötlun á fæti þegar f upphafí búskapar þeirra. Hún var aldrei mikið út á við, ef frá era talin störf fyrir kven- félag sveitarinnar. En hún stóð, þrátt fyrir sína erfíðu fötlun, sterk í starfí húsfreyju fjölmenns heimil- is, þar sem margar kynslóðir deildu kjöram. Heimilið á Sökku var þekkt fyrir gestrisni, er var í sénn borin uppi af höfðinglegri rausn og þeim hlýhug, sem náði með yl sinn að hjartarótum hvers einstaklings, er þangað kom. Ég gleymi aldrei fyrstu komu minni að Sökku. Það var vorið 1953 og ég þar þá öllum ókunnugur. Þar var þá torfbæi, tvö langhús og framhús úr timbri, jámklætt. Þama var afar falleg þrískipt baðstofa klædd lökkuðum krossviði. í panel- klæddu torfeldhúsinu, sem naut birtu stórs þakglugga, vom öll raf- magnsáhöld, sem skapa nútíma þægindi. Baðstofan og stofumar í framhúsinu geymdu f senn foma gripi og nýja. Þama var tréskurð- ur, bókasafn, silfursmíðar og hann- yrðir margra kynslóða. Á vetram vom stundum tveir vefstólar f gangi. Allt var þetta þannig um gengið, að sérstakur blær hreinleika og smekkvfsi gladdi augað. Þetta var eins og lifandi byggðasafn, enda var oft komið þangað með útlend- inga til að sýna þeim rammíslenskt menningarheimili. En fegursta prýðin, sem komumönnum mætti, var þó einlægur hlýhugur húsráð- enda beggja, rausn þeirra og ör- læti. Þess utan nutu menn ekki sfst menningarlegrar umræðu um mál- efíii líðandi stundar. Rósa var, er ég kom þama fyrst, nýkomin af sjúkrahúsi eftir aðgerð á fætinum fatlaða. Hún gat því ekki gengið að störfum, en sinnti gestinum ókunna því betur með samræðum, sem brátt tóku þá stefnu, að ég vissi, að ég myndi vart fyrir hitta hjartahreinni mann- eslq'u eða fúsari til að gefa öðmm það sem í hennar valdi stóð. Nán- ari kynni, er skópust við það, að ég varð tengdasonur hennar, undir- strikuðu þetta allt með þeim hætti, að ég hiýt að vera mjög þakklátur fyrir. Kynni við fólk eins og þau Rósu og Gunnlaug á Sökku hlýtur að gera menn bjartsýnni á lffíð og tilverana. Aðfaranótt 1. febrúar 1956 brann gamli bærinn á Sökku. Hin efnislegu menningarverðmæti, sem hér hefur lýst verið, fóm þar nán- ast öll forgörðum. Það kom sér vel þá fyrir Rósu að eiga sterka kímni- gáfu. Henni var og óspart beitt. Gunnlaugur kom fáum dögum síðar til Reylqavíkur til að undirbúa smíði hins glæsilega húss, sem nú prýðir bæjarhólinn á Sökku. Ýmsir bjugg- ust þá við að sjá þar niðurbeýgðan mann eftir slfkan missi. En hann þakkaði fyrst og fremst það, að mannbjörg varð og sagði síðan hnarreistur. „Hitt vom allt hjáguð- ir. Var okkur ekki kennt, að við ættum að forðast að binda hug okkar við þá?“ Það var þvf greini- legt, að „ekki átti að gráta Bjöm t Eiginkona mín, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 84, lést 16. september á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b. Kjartan Pótursson. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUDRÚN GEIRSDÓTTIR, lést í Hrafnistu fimmtudaginn 15. september. Guðrún G. Johnson, Ólafur Ó. Johnson Walter Gunnlaugsson, Anna Lfsa Asgeirsdóttlr. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BALDUR ÞÓRARINSSON, Sæbóli, Blönduósi, lést þann 14. september. Guðrún Erlendsdóttir og börn. t Móöir min, tengdamóöir og amma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR fyrrverandi skipsþerna, Möðrufelli 13, sem lést í Landakotsspftala 11. september, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 19. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Nanna Jónsdóttir, Hafstelnn Sigurðsson, og börn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA SVEINSDÓTTIR, Hjallabraut 23, Hafnarflrðl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. september kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Jóh. Rúnar Guðbergsson, Guðbergur Rúnarsson, Rósamunda Rúnarsdóttir, Sveinn Rúnarsson, Örn Rúnarsson, Kristfn Rúnarsdóttfr, Marfa Rúnarsdóttir, Anna K. Þorsteinsdóttlr, Slgurður Sigurðsson, Sólveig Óladóttir, Valborg Kristjánsdóttir, Hafllðl Karlsson og barnabörn. t t Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og HAFSTEINN SIGURÐSSON útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, húsasmfðameistari, GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR Réttarhelðl 23, fré Skoruvfk. Hveragerðl, Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Hraunbúðum og andaðist hinn 29. ágúst. Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurbjörn Guðmundsson, Málfrföur Ögmundsdóttir, Systkinin fré Litlu-Giljé. börn, tengdabörn og barnabörn. bónda, heldur safna liði“. Og heimil- isfólkið á Sökku var flutt inn í hið nýja hús um göngur þetta sama ár. En þar að baki lá þá lfka svo margfalt vinnuálag, að ég hygg, að þess hafí allir heimilismenn bor- ið merki síðan. Hins vegar var aldr- ei kvartað, heldur treyst á, að Guðs góða hönd yrði með í verki. Þeim hefur ætíð tekist, Sökkuhjónum, að sýna í framkvæmd það, sem sr. Einar heitinn Sturlaugsson kvað svo vel um: „Það er lífsins gæfugaldur gull að vinna úr raun og tárum.“ Hinu má svo ekki gleyma, þegar á þessa hluti er minnst, hve sveit- ungamir og vinir víða um land reyndust vel, meðan á uppbygging- arstarfínu stóð. Það hefur verið sístætt þakkarefni þeirra hjóna. Atvikin em mörg, sem rifjast upp að leiðarlokum. Rósa sagði oft, að hún myndi aldrei biðja Guða að taka alla erfíðleika frá bömunum sínum. „Um hitt bið ég hann af öllu hjarta," sagði hún, „að hann. hjálpi þeim ævinlega að komast f gegnum þá“. — Eitt sinn var ég að fara til messu frá matborði Rósu. Ég var að flýta mér, en hafði sett einhvem blett á fötin mín. Hann vildi hún hreinsa, en ég var óþolin- móður og sagði, að þetta sæist ekki. „Jæja,“ sagði hún, „er það þetta, sem þið prédikið? Bletturinn skaðar ekki, ef hann sést ekki." Ég hef vart fengið sterkari áminningu, er enda og verð fyrir hana þakklátur. Síðustu árin hefur glíman við ellina orðið æ erfíðari þeim hjónum báðum. En þau hafa getað verið heima á Sökku lengst af og notið þar fágætrar umhyggju, sem ég vil þakka hér fyrir hönd okkar, sem aðeins gátum fylgst með úr fjar- lægð. Þegar Rósa var sjötug, fómm við nokkur saman í ferðalag austur á land. Að morgni afmælisdagsins var staðnæmst á Jökuldalnum til að lit- ast um. Gunnlaugur kvað þá til konu sinnar: „Þó að sjötug sértu í dag og sól til vesture halli, hlýjar enn þitt hjartalag hærugráum kalli.“ Vísan ber vitni um hvort tveggja, gagnkvæman kærleikshug þrosk- aðra hjóna, og það sem ég vildi tjá hér í upphafi með orðum skóla- skáldsins: „Hún geymdi þennan undrayl, sem omar þeim, er finna tíl.“ Við emm svo mörg, sem höfum notið hins göfuga hjartalags, — bömin og tengdabömin, en ekki síður bamabömin og langömmu- bömin. Ég þakka hér fyrir mig og mína. Ég nefíii þar ekki síst Ólaf son minn, sem er á ferðalagi í fjar- lægri álfu. Kona mín felur hugsan- ir sínar í ljóði Else Lasker-Schiiler, sem þannig hljóðar í þýðingu Hann- esar Péturssonar: Jí borði mínu logar kertaljós liðlanga nótt tíl þakka móður minni — henni móður minni... Hjarta mitt undir herðablaði mér logar liðlanga nótt... til þakka móður minni...“ Við það vil ég einungis bæta þeim hefðbundnu kveðjuorðum, sem mér hafa oftast um munn far- ið við dánarbeð og em sótt til Valdi- mars Briem: Kransar, krossar og kistuskreytingar. Seodum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álflieimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.