Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 31 Búðardalur: Opið hús hjá samlaginu Sunnudaginn 18. september 1988 verður opið hús hjá Mjólkur- samlaginu ’í Búðardal. Það er í tengslum við Norrænt tækniár 1988 sem er liður í að efla þekk- ingu á tækni og auka skilning á mikilvægi tækniþróunar. Mjólkursamlagið í Búðardal hóf starfsemi 18. mars 1964 og er eitt af sautján starfandi mjólkurbúum í landinu. Innvigtaðir eru um 3,0 milljón lítrar mjólkur á ári frá 71 mjólkurframleiðanda. Húsakostur, vélar og tæki eru af fullkomnustu gerð og öll aðstaða með því besta sem gerist. Helstu framleiðsluvörur eru ný- mjólk, léttmjólk, undanrenna, ijómi, Dalaskyr og ostar. Af ostafram- leiðslunni ber hæst Dala-brie og Dala-yiju sem eru í stöðugri sölu- aukningu. Undanfarin ár hefur verið lögð nokkur áhersla á nýjungar og vöru- þróun hjá mjólkursamlaginu. Má þar nefna SmáMál, Súkkulaðifrauð og Dalafrauð. Nú um þessar mund- ir eru væntanlegar tvær nýjungar, þ.e. SmáMál með karamellubragði og Dala-Brie í smjördeigi, tilbúinn í ofninn. Ostur þessi er bakaður við ca. 220°C í 10—15 mín. Þá er tilbú- inn veisluréttur, þegar óvænta gesti ber að garði. - Kristjana Hallsteinn Sigurðsson. Kjarvalsstaðir: Sýning á verk- um Hallsteins Sigurðssonar LAUGARDAGINN 17. september hefst sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar & Kjarvalsstöðum. Sýningin stendur yfir til 2. októ- ber og verður opin frá kl. 14-22 daglega. Hallsteinn lauk námi við Mynd- lista- og handiðaskólann árið 1966, og stundaði síðan nám í London á árunum 1966-1972 og hefur hann auk þess farið í námsferðir til Ítalíu, Grikklands og Bandaríkjanna. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis. GENGISSKRÁNING Nr. 178. 18. september 1988 Kr. Kr. ToU- Eln. Kl. 08.16 Kaup Sala B«nol Dollari 46.68000 46,80000 46,65000 Sterlp. 78.23600 78,43700 78.62900 Kan. dollari 38,16300 38,25100 37,69500 Dönsk kr. 6.48740 6.50410 6,50400 Norsk kr. 6.73740 6.75470 6,77120 Sænsk kr. 7,21040 7,22890 7,23700 Fi. mark 10,62180 10.54890 10,52100 Fr. franki 7,32520 7,34410 7,36240 Belg. franki 1,18730 1,19040 1,19170 Sv. franki 29,62560 29,60150 29,60960 Holl. gyllini 22,08140 22,13810 22,13460 9V-þ. mark 24,91130 24,97530 25,00000 It. Ilra 0,03341 0,03349 0,03366 Austurr. sch. 3,54110 3,56020 3.55430 Port. escudo 0,30260 0,30340 0,30520 Sp. peseti 0,37290 0,37390 0.37810 Jap. yen 0,34815 0,34905 0,34767 írskt pund 66.90400 67.07600 66.90300 SDR (Sérst.) 60,31430 60,46930 60.40430 ECU. evr.m. 61.62570 51,75850 51,85850 Tollgengi fynr september er sölugengi 29. ágúst. Sjólfvirkur simsvari gengisskránmgar er 62 32 70. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Eystrasaltslönd Sovétríkjanna: Þjóðernistilfinning- um vex enn ásmegin Ný stjóramálasamtök í Sovétlýðveldinu Lettlandi, Alþýðufylk- ingin, hafa krafist þess að landið fái algjört sjálfsforræði í efnahagsmálum og neitunarvald gagnvart Kremlarstjórn í þeim málum sem snerta landið sérstaklega. Drög að stefnu- skrá samtakanna voru birt fyrir nokkram dögum í dagblaði ungkommúnista, Sovétskaja Molodezh og er þetta talið sýna að samtökin ly'óti nokkurs stuðnings opinberra aðUa og hafi verulegan félagafjölda. Mikið hefur einnig borið á þjóðeraistil- finningum i hinum Eystrasaltslöndunum tveim, Eistlandi og Litháen, undanfarna mánuði og starfa hliðstæðar stjóramála- hreyfingar i þeim báðum. Síðastliðinn sunnudag gengu um 200 þúsund manns um götur Tallinn, höfuðborgar Eistlands, og lofsungu þá ákvörðun eistneska kommúnistaflokksins að styðja kröfur um aukna sjálfstjóra landsins og mun nýskipaður leið- togi flokksins, Vaina Valas, hafa verið meðal göngumanna. Ungur Eistlendingur heldur á litlu spjaidi þar sem minnt er samn- ing Sovétmanna og Þjóðveija frá 1939 þar sem kveðið var á um innlimun Eystrasaltsríkjanna i Sovétríkin. Myndin var tekin á útifundi sjálfstæðissinna i Tallinn, höfuðborg Eistlands, i síðasta Alþýðufylkingin í Lettlandi er andvíg hvers kyns einokun á valdi,“ segir í stefnuskrárdrög- unum sem eru talin einhver djarf- legasta ögrun við einokunarhlut- verk kommúnistaflokksins er um getur í síðari tíma sögu landsins. Einnig er sagt að íbúar landsins verði að vera lettneskir borgarar og Lettland ætti að hafa rétt á að gera samninga við erlend ríki. Þess er krafist að nauðungar- flutningur á fjölmörgum Lettum til annarra hluta Sovétríkjanna á stjómarárum Jósefs Stalíns verði lýst sem „glæpum gegn mann- kyninu" og þeir sem báru ábyrgð á þeim verði nafngreindir og sviptir stöðum sínum og sérrétt- indum. Meðal annarra nýmæla í stefnuskránni má neftia kröfur um að Lettar fái að gegna her- þjónustu í sérstöku, sjálfstæðu herliði í Lettlandi sjálfu, fólk megi kanna þær upplýsingar sem yfirvöld hafi aflað sér um það og láta reyna á sannleiksgildi þeirra fyrir rétti, einnig rétt fólks til að ferðast til útlanda og hafa eðlileg samskipti við útlendinga og loks rétt Letta til að afplána fangelsisdóma í Lettlandi sjálfu. Enn fremur er stungið upp á því að landbúnaður verði í reynd einkavæddur með því að leyfa bændum að taka jarðnæði á leigu í allt að 99 ár. Krafist er strangra reglna gegn fyrirtækjum er valda sjávarmengun sem er mikið og vaxandi vandamál 5 landinu. Fyr- ir nokkrum vikum mótmæltu mörg þúsund manns í Eystrasalt- slöndunum sjávarmenguninni. Tungumálabarátta í Eistlandi Eystrasaltslöndin eru ekki fjöl- menn ríki; í Litháen búa 3,6 millj- ónir manna, Lettlandi 2,6 milljón- ir og Eistlandi 1,5 milljón. Vegna vaxandi fjölda Rússa og annarra Sovétmanna sem ekki eru af lett- neskum stofni en flust hafa til Lettlands síðustu áratugi er nú svo komið að Lettar eru orðnir minnihlutahópur í landi sínu. í stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar er þess krafist að hamlað verði gegn innflutningi fólks og brugð- ist verði við „alvarlegri ógnun" við menningarlegar hefðir lands- ins. Gera verði lettnesku að opin- beru tungumáli landsins og koma á fót sjálfstæðu menntakerfi í Lettlandi. í stefnuskránni er ekki minnst á samning Stalíns og Hitlers árið 1939 þar sem kveðið var á um innlimun Eystrasaltsríkjanna I Sovétríkin. Hins vegar er fjallað um eitt af viðkvæmustu efnum í sögu ríkjanna sem er nauðungar- flutningur tugþúsunda manna á stríðsárunum til fjarlægra héraða í Sovétríkjunum, einkum Síberíu. Haft var eftir borgarstjóranúm í Ríga, höfuðborg Lettlands, í júní síðastliðnum að 31 þúsund Lettar hefðu verið fluttir nauðugir á brott frá föðurlandi sínu á þess- um árum. Vestrænir sagnfræð- ingar telja að rétt tala sé mun hærri. Fjöldi Eistlendinga og Lit- háa varð að sæta sömu örlögum. Sem stendur hafa aðeins þijú Sovétlýðveldi - Armenía, Georgía og Azerbajdzhan, - sitt eigið tungumál sem opinbert mál en ekki rússnesku eins og hin ríkin. TASS-fréttastofan sovéska skýrði nýlega frá því að mið- stjóm kommúnistaflokksins í Eistlandi hefði samþykkt að styðja kröfur þess efnis að eist- neska yrði gerð að opinberri tungu landsins. Eistneska er skyld finnsku og hafa íbúamir náin tengsl við finnska menn- ingu, geta m.a. horft á sjón- varpssendingar frá Finnlandi. Æðsta valdastofnun Sovétríkj- anna, forsætisnefnd Æðsta ráðs- ins, verður að samþykkja slíka breytingu til að hún taki gildi. Fyrr á árinu leyfðu yfirvöld að hinn gamli fáni Eistlands frá sjálfstæðisámnum 1919 - 1940 yrði notaður ásamt fána Sov- étríkjanna. Auk þess er nú stefnt að því að frá 1990 fái Eistlend- ingar víðtækari sjálfsstjóm í efnahagsmálum en nokkurt ann- að Sovétlýðveldi. í samþykkt eistnesku mið- stjómarinnar var tekið fram að rússneska ætti að vera jafn rétt- mánuði. há eistnesku hvað snerti opinbera starfsemi í Eistlandi en þriðjung- ur íbúana er af rússneskum stoftii. Sums staðar í landinu eru Eistlendingar nú í minnihluta og hafa þeir beðið um að innflutn- ingur fólks yrði heftur. Sjálf stæðiskröfur viðraðar Enn Pyldroos, forseti eist- neska listamannasambandsins, var í síðustu viku kjörinn í æðstu stjóm (Buro) kommúnistaflokks- ins í Eistlandi en hefur þó ekki atkvæðisrétt. Pyldroos er tengd- ur Alþýðufylkingu Eistlands og sagði hann fréttamönnum Reut- ersað hann myndi eiga fund með leiðtogum Alþýðufylkingarinnar, sem nú er orðin fjöldahreyfing, og síðan myndi hann skýra stjóm kommúnistaflokksins frá niður- stöðum viðræðnanna. Hann sagðist telja hlutverk sitt vera að miðla skoðunum „grasrótar- innar" til leiðtoga kommúnista- flokksins en hann væri ekki full- trúi Alþýðufylkingarinnar í stjóm flokksins. Þegar Pyldroos var kjörinn í stjómina flutti hann harðorða ræðu yfír fundarmönnum og sagði að stjómarskrárbundin réttindi Eistlendinga hefðu verið fótum troðin síðan 1940. Hann varði einnig rétt almenningssam- taka í landinu til að setja fram úrslitakröfur þótt slíkar aðferðir væru e.t.v. ekki nauðsynlegar i löndum þar sem „eðlilegar lýð- ræðisreglur giltu" en slíku væri ekki til að dreifa í Sovétríkjunum. Með þessum orðum virtist hann eiga við kröfur sem settar hafa verið fram um sjálfstæði lands- ins. Einkavæðingar krafist Annar maður, sem kosinn var í flokksstjómina án atkvæðisrétt- ar, Peeter Kibe, sagði fundar- mönnum að efnahagsumbætur sem fælu í sér rétt bænda til að leigja bújarðir til langs tíma, dygðu ekki til að blása lífsanda í sovéskan landbúnað er berst í bökkum. Hann krafðist að land- búnaður yrði algjörlega einkav- æddur þar sem bændur yrðu að vera þess fullvissir að jarðimar yrðu þeirra um alla framtíð, „kynslóð eftir kynslóð." Skýrt var ffá ummælum Kibes og Pyldroos í málgagni eistneska kommúni- staflokksins 11. september. Valas, formaður eistneska kommúnistaflokksins, flutti stefnuræðu sína á áðumefndum fundi stjómar flokksins á eist- nesku og segja heimildarmenn að slíkt hafi ekki gerst síðan 1940 er landið missti sjálfstæði sitt. TASS-fréttastofan tók það skýrt fram að fundarmenn hefðu allir verið sammála um að „Eist- land væri óaðskiljanlegur hluti Sovétríkjanna." (Heimildir: Reuter og The Ecoaomist)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.