Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 15 Jóhann Hjartarson Interpolis -skákmótið: Jóhann í 6. sæti eftir fymhlutann JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við Robert HUbner í 28 leikj- um í 7. umferð Intrepolis skák- mótsins í Tilburg á fimmtudag. Viðureign efstu manna, þeirra Karpovs og Shorts, fór í bið í gær eftir að Short hafði lengst af haft frumkvæðið í skákinni. Þegar hún fór i bið var jafntefli líklegustu úrslitin. Skák Hollendinganna Timmans og van der Wiels fór einnig í bið, en skák Portish og Nicolic lauk með jafntefli. Staðan á mótinu eftir að fyrri helmingi þess er lokið er þann- ig að Karpov og Short hafa 4 vinn- inga og biðskák , HÚbner, Nicolic og Portisch hafa 3,5 vinninga. Jó- hann er sjötti með 3 vinninga. Timman hefur 2,5 vinninga, van der Wiel 2 vinninga, auk þess sem Hollendingamir eiga biðskák sín á milli. Margeir Pétursson stórmeistari var Jóhanni Hjartarssyni til aðstoð- ar í fyrri helmingi mótsins en kom til landsins á fimmtudag. Hann sagðist í samtali víð Mbl. vera ánægður með taflmennsku Jóhanns í heildina, „en Jóhann hefur þó brennt af dauðafærum og ætti í raun skilið að vera í þriðja sæti á_ mótinu. Þó Jóhann hafi gert jafn- tefli í sex skákum hefur baráttu- gleði hans komið á óvart í Tilburg því honum var boðið til mótsins með aðeins þriggja daga fyrirvara," sagði Margeir. Aður en seinni hluti mótsins hefst er tveggja daga hlé og verður 8. umferðin tefld á sunnudaginn. Þá hefur Jóhann svart gegn Karpov. Búðardalur Góð þátttaka í heimshlaupinu MJÖG góð þátttaka var hér á svæðinu f þessu hlaupi en það var Rauða kross-deild Búðardals- læknishéraðs og UDN sem tóku að sér að sjá um framkvæmd heimshlaupsins. Hlaupið fór fram í fjórum hrepp- um, á Reykhólum, í Saurbæjar- hreppi, á Fellsströnd og í Búðar- dal. Umsjónarmenn voru á hveijum mótsstað. Rúmlega tvö hundruð manns á öllum aldri hlupu og skokk- uðu og yngstu þátttakendumir voru keyrðir með í skokkið. Veðrið var nú ekki sem best, rok og kuldi, en fólk setti það ekki fyr- ir sig og það skein ánægja út úr hveiju andliti. - Kristjana Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Uttekt á orsökum umferðarslysa í Reykjavík FTYRIRTÆKIð Talnakönnum vinnur nú að úttekt á orsökum umferðarslysa fyrir borgar- stjórn Reylgavíkur. Úttektin beinist sérstaklega að slysum á börnum og unglingum. Að sögn Haralds Blöndal form- anns umferðamefndar Reykjavík- urborgar munu niðurstöður liggja fyrir á næstu vikum. Bera á saman slys sem böm og unglingar verða fyrir 'í umferðinni hérlendis við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Að fengnum niðurstöðum verður umferðardeild borgarverkfræðings falið að gera tillögur um úrbætur á umferðarmannvirkjum borgarinn- ar í því skyni að gera þau greið- færari og ömggari fyrir börn og unglinga. nýtti sér staðgreidsluafsláttinn Þegar fjárfest er í dýmm atvinnutækjum getur staögreiðsluafsláttur skipt verulegu máli. Atborgunarverö er yfirteitt 2-10% hærra en staögreiðsluverö, týrir utan vexti og lántöku- kostnað. Líttu á þennan samanburö: Tæki sem kostar 900.000 er greitt aö hálfu meö kaupleigu og aö hálfu af kaupanda. Staðgreiðsluafsláttur fæst 4%. Kaupleigusamningurinn er til 2ja ára með 5% kaupverði í lok leigutíma. Sams konar tæki er greitt að hálfu af kaupanda strax og að hálfu með afborgunarfáni með 9,5% vöxtum. Niðurstaðan er sú að heildargreiðslur eru lægri þegar um kaupleigu Glitnis er að ræða og greiðslu- dreifinginjafnari. Glitnir býður fjármögnunarieigu og kaupleigu allt að 100% kaupverðs sem hægt er að aðlaga að þörfum leigutaka. Láttu ekki tækifærin framhjá þér fara. Okkar peningar vinna fyrlr plg Heildargreiðsluraf þessum tækjum verða: Af skuldabréfi * 507.884 kr. Afkaupleigusamningi 496.634 kr. Mismunur kaupleigu í hag 11.250 kr. GUtnirhf Ármúla 7,108 Reykjavík, sími: 91 -6810 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.