Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 54

Morgunblaðið - 17.09.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR Héldu að Vigdís væri komin! í HÓFI sem haldið var að loknu alþjóða handknattleiksþinginu komu Svíar að máli við Islend- inga og sögðu að umtíma hefðu þeir haldið að íslending- ar hefðu kallað á „leynivopnið" — Vigdísi Finnbogadóttir, for- seta Islandsl Daginn fyrir kosninguna sögð- ust Svíar hafa rekið upp stór augu þegar ljóshærð kona frá ís- landi leit inn í fundarsalinn. Þeir I sendu mann fram á SigmundurÓ. gang til að „njósna" Steinarsson og reýna að komast skrifarfrá að því hvaða kona væri þar á ferð. „Við héldum að þama væri kominn for- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og að hún væri hingað komin til að styrkja umsókn íslendinga. Við vorum því tilbúnir til að kalla á Karl Gústaf Svíakonung sem er hér í Seoul," sögðu Svíarnir. Þeir komust þó að því að konan fram á gangi var ekki Vigdís held- ur Sigrún Kolbeinsdóttir, eiginkona Matthíasar Á. Mathiesen sam- gönguráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlandanna. „Okkur létti þegar við komust að því að þetta var ekki Vigdís," sögðu Svíamir. HANDKNATTLEIKUR / GETRAUNIR Tueir leikir íslendinga á getraunaseðli ÍSLENSKAR Getraunir hafa gefið út getraunaseðil fyrir handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Seoul. Á seðlinum eru tólf leikir sem fara f ram dagana 26.-28. sept- ember. íslenska landsliðið leik- urtvo af þessum leikjum, gegn Júgóslavíu og Sovétríkjunum. AÓlympíuleikunum er leikið í tveimur riðlum og er leikjun- um á getraunaseðlinum skipt jafnt á milli riðlanna. Eftirtaldir leikir em á getrauna- seðlinum, en til hægri má sjá á hvenær leikimir hefjast að íslensk- um tíma: fsland-Júgóslavía 01.00 Spánn-Ungveijaland 02.30 Bandaríkin-Svíþjóð 05.00 Tékkóslóvakía-A-Þýskaland 06.30 Alsír-Sovétríkin 09.00 Japan-Suður-Kórea 10.30 Bandaríkin-Alsir 01.00 Tékkóslóvakía-Japan 02.30 fsland-Sovétríkin 05.00 Spánn-Suður-Kórea 06.30 Júgóslavía-Svíþjóð 09.00 Ungverjaland-A-Þýskaland 10.30 Þetta er síðasti getraunaseðiliinn með gamla fyrirkomulaginu, en í haust verða getraunaseðlar með sama sniði og Lottóseðlar. ÓLYMPÍULEIKARNIR mmm mm æ m _ mm mt Reuter Tvo t fremstu roð Petra Felke frá Austur-Þýskalandi og Ben Johnson frá Kanada slaka á eftir erfíða æfíngu í Seoul í gær. Petra Felke á góða möguleika á sigri í spjótkasti og Ben Johnson mun heyja einvígi við Carl Lewis í 100 metra hlaupi. ■ Nánar um Ólympíulelkana í B-blaðl MorgunblaAslns í dag. GOLF / HM Island stendur í stað Enn í 33. sæti. Almenn óánægja með völlinn ÍSLENSKA landsliðið ígolfi er enn f 33. sœti eftir annan daginn á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Stokkhólmi. íslenska lið- ið hefur leikið hringina tvo á 493 höggum. Sameinuð sveit Breta og íra er í efsta sæti með 438 högg en Bandaríkjamenn eru í 2. sæti með 441 högg. Svíar sem voru efstir eftir fyrsta daginn eru hins- vegar í 3. sæti með 443 högg. Það var Bjöm Knútsson sem lék best af íslendingunum. Hann fór brautina á 81 höggi. Sigurður Sigurðsson lék á 82, Sveinn Sigur- bergsson á 86 og Hilmar Björg- vinsson á 97 höggum. Aðeins er tekin höggafjöldi hjá þremur bestu kylfíngunum í hverri sveit. Mikil óánægja er meðal kepp- enda í Stokkhólmi. Völlurinn þyk- ir gífurlega erfiður og eru menn óhressir með holustaðsetningar. Vatn liggur að 15 brautum og þvf má ekkert bera út af og flat- imar eru mjög mishæðóttar. Völlurinn er par 75 en af 166 höggum léku aðeins 55 á undir 80 höggum. Það er mjög slakt sérstaklega þegar um heims- meistarakeppni er að ræða. íslenska liðið lék á 249 höggum í gær, en 244 höggum fyrsta dag- inn. Þó lék liðið mun betur í gær. Tvær umferðir em eftir en mótinu lýkur á morgun. GOLF ■ IÞROTTIR HELGARINNAR PúttmótíLeirunni: Formaðurinn vann í tíunda sinn í röð Slgurvegararnir í meistaramóti Púttklúbbs Suðumesja. Talið frá vinstri: Jón Sæmundsson, Vilhjálmur Halldórsson og Jóhanna Dagbjartsdóttir. Ráðast úrslitin í 1. og 2. deild um helgina? Nýlega var haldið á púttvellin- um í Leiru meistaramót Pútt- klúbbs Suðumesja. Sextán þátttak- endur vom í mótinu og var keppt , í þremur flokkum, eldri flokki, yngri flokki og kvennaflokki og leiknar 18 holur. Úrslit í eldri flokki: Vilhjálmur Halldórsson Garði....41 Ragnar Magnússon Grindavík.... 41 Jóhann Friðriksson Keflavík.....43 Vilhjálmur sigraði Ragnar í bráðabana og var þetta tíundi sigur Vilhjálms í röð í þessu móti. Úrslit i yngri flokki: Jón Sæmundsson Keflavík.....36 Henning Kjartansson Keflavík ... 40 Jón Hannesson Keflavík.......44 Úrslit í kvennaflokki: JóhannaDagbjartsd. Grindavík.. 42 Hrefna Sigurðardóttir Keflavík .. 53 Alice Fossdal Grindavík......54 Mótið fór vel fram þrátt fyrir leiðinda veður, rok og rigningu. Mótsstjóri var Margeir Jónsson og honum til aðstoðar Elsa Eyjólfs- dóttir. í mótslok var gengið í golf- skála þar sem 'verðlaunaafhending fór fram og keppendur þáðu veit- ingar í boði púttklúbbsins. Formað- ur Púttklúbbs Suðumesja er Vil- hjálmur Halldórsson. Þess má loks geta að ef ein- hveijir hafa áhuga á að ganga í púttkiúbbinn þá ber að hafa sam- band við einhvem stjómarmeðlima en þeir em: Ragnar Magnússon Grindavík sími 68116, Jón Kristins- son Keflavík í síma 11958 eða Vil- hjálm Halldórsson í Garði í síma 27011 eða 91-26746. Næst síðasta umferð 1. og 2. deildar íslandsmótsins í knatt- spymu fer fram um helgina. Þá kemur til með að ráðast hvaða lið falla. Fram hefur þegar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn og FH hefur tryggt sér sigurinn í 2. deild. Eins og staðan er fyrir næst- síðustu umferð 1. deildar geta þijú lið fallið, Völsungur, Leiftur og ÍBK. ÍBK stendur þó vel að vígi þar sem liðið þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér 1. deildarsætið þ.e.a.s. ef Völsungur eða Leiftur vinnur báða sína leiki. Leikir 17. umferðar em: Laugardagur: Víkingur-Völsungur...kl. 14.00 Þór-ÍBK....................kl. 14.00 ÍA-KA......................kl. 14.30 Leiftur-Fram...............kl. 17.00 Sunnudagur: Valur-KR...................kl. 14.00 í 2. deild er mikil spenna á botnin- um. Þróttarar em nú þegar fallnir, en KS, UBK, ÍBV, Selfoss og Tinda- stóll beijast öll fyrir tilverurétti sínum í 2. deild. Leikir 17. umferðar eru: I jmgardagur: FH-Selfoss..........................kl. 14.00 Tindastóll-ÍR.......................kl. 14.00 Þróttur-KS..........................kl. 14.00 fBV-Víðir...........................kl. 14.00 Sunnudagur: Fylkir-UBK........................17.00 í E-riðli 4. deildar spila Leiknir og Valur á Fáskrúðsfirði kl. 14.00 í dag. Þessi leikur var settur á eftir að fyrri leik þessara liða var dæmdur ólögleg- ur af dómstól KSÍ fyrir skömmu. Valsmenn halda upp á að 20 ár em liðin frá þvf að Valur lék gegn Benfíca í Evrópukeppninni. Af því tilefni mun Valsliðið sem lék þá mæta úrvalsliði Helga Daníelssonar á aðalleikvangi Vals kl. 16. íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik tekur þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti hér á landi um helgina. Auk a- og b-liðs íslands taka þátt í mótinu Spánn og Portúgal. Mótið er liður í undirbúningi kvenna- liðsins fyrir C-keppnina sem hefst í Frakklandi 26. oktióber. Fyrstu leikir mótsins fara fram í Keflavík í dag. Þá leika b-lið íslands og Spánn kl. 15.00 og strax á eftir leika a-lið fslands og Portúgal. Á morgun, sunnudag, verður leikið í Hafnarfirði og þá leika fyrst a- og b-Iið íslands kl. 15.00 og sfðan Port- úgal og Spánn strax á eftir. Mótinu lýkur á mánudagskvöld og verður þá leikið í Seljaskóla. B-lið íslands og Portúgal leika fyrst kl. 19.45 og a- lið íslands og Spánn síðan strax á eftir. Unnendur kraftíþrótta fá ejtthvað við sitt hæfí um helgina. Jón Páll Sigmarsson „sterkasti maður heims" mun etja kappi við Bandaríkjamann- inn, Bill Kazmaier, og fleiri í Reið- höllinni á morgun kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.