Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Samið um heita vatnið Grindavík. Byggingarnef nd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar gekk nýverið frá viðbótarsamningi við Hita- veitu Suðurnesja um lagningu heitavatnslagna í stöðina og eiga framvæmdir að hefjast strax. I viðbótaramningnum er gert ráð fyrir að byggingamefnd flugstöðv- arinnar greiði 65% af kostnaði við lagningu heitavatnsleiðslunnar auk 4 milljón króna í hönnunarkostnað og umsjón. Hitaveita Suðumesja greiðir 35%. Þá var fallist á af hálfu HS að hitaveitan fjármagni alla framkvæmdina í upphafi en ríkis- sjóður greiði sitt framlag á næsta ári. Samningurinn var samþykktur í stjóm Hitaveitu Suðumesja með 5 atkvæðum, tveir sátu hjá en tveir vom fjarverandi. Bókað var hins vegar á fundinum að framkvæmda- stjóri fjármálasviðs hitaveitunnar, Júlíus Jónsson, vildi að þessi tillaga yrði felld og gengið yrði til nýrrar samningsgerðar. —Kr.Ben. FÆAlBJLbLDA: MÓTORAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 0 . SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER < Steppulilja — Kleópötrunál. (Mynd frá Hollandi.) STEPPULILJA - KLEÓPÖTRUNÁL Eremurus Er líða tekur á sumar má í ein- stökum görðum sjá blómstöngul mikinn á jurt, sem víðast hvar á Norðurlöndum er kölluð Kleó- pötrunál en hér á landi jafnan nefnd Steppulilja. Vissulega vek- ur „súla“ þessi — stundum undir eða yfir 2 metmm á hæð, eftir tegundum — almenna undmn og aðdáun þeirra sem fjölbreytileg- um gróðri unna. Það fer að ýmsu leyti vel á því að kalla þess drottn- ingarlegu plöntu með sína glæsi- legu og bísperrtu blómsúlu Kleóp- ötmnál, en menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort fomegypsk drottning hafi gefið henni þetta nafn eða kannski má rekja það nafn til hinna frægu ferstrendu broddsúlna í hinu foma sólmusteri í Heliopolis frá því um 15 öldum fyrir Krist. Hið fræði- lega heiti plöntunnar er annars Eremurus, myndað úr gríska orð- inu „eremia" (eyðimörk) og „oura" (skott), sem höfðar að sjálfsögðu til kjörlendis plöntunn- ar og vaxtarlags eða útlits blóm- stönguls hennar. Kleópötmnálin á ekki uppmna sinn að rekja til Egyptalands eins og halda mætti, heldur til Persíu og Turkistan og reyndar víða í V-Asíu. í Afganist- an vex hún t.d. uppi á hásléttum þar í 1000—2600 m hæð. Dálítið undarlegt má það telj- ast, en staðreynd samt, að planta þessi er talin til liljuættar. Rætur hennar em þykkar og stökkar og breiðast eins og stjama lárétt út frá stómm miðjuhnappi. Varðandi ræktun plöntunnar, þá em rætur hennar oft fáanlegar hér á haust- in og reyndar má geta þess að á laukalista Garðyrkjufélags ís- lands í haust er einmitt að finna eina aðaltegundina Eremums ro- bustus (Steppulilju). Það er því rétti tíminn núna að setja rætur hennar niður. Jörðin þarf að vera vel framræst og moldin má gjam- an ver'a dálítið sandblendin. Dýpt- in skal vera um 10—15 sm og varlega skal að farið svo hennar stökku rætur brotni ekki. Ágætt er að hafa grófan sand undir í holunni. Ekki skemmir 'að breiða mómylsnu eða hlífa rótunum með einhveijum öðmm hætti til að tefja fyrir frosti að þeim yfir vet- urinn. Nokkrar tegundir af Eremurus em til á markaðnum en sú öflug- asta er án efa fyrmefnd E.robust- us sem nær mestri hæð 1,5 til 2,5 m og ber ljósbleik eða hvít blóm. Eremums bungei ber gul blóm á talsvert lægri stöngli en þarf sérlega gott atlæti. Eremums himalaicus er sú tegundin sem er tiltölulega snemmblómstrandi en undirritaður hefur enn ekki reynslu af. Eremums elwesii ber ljósrauð blóm. Svo em að sjálf- sögðu ýmis ræktunarafbrigði í gangi t.d. svonefnt „miter“ af- brigði, sem hér hefur fengist í blómaverslunum og reynst ágæt- lega. Plöntur þessar em í raun íjölærar, en hér á landi heyrir slíkt aðeins til undantekninga. Er því rétt að fá sér nýjar rætur að hausti enda nokkuð viðráðanlegt hvað verð snertir. Þórhallur Jónsson EINSTAKT TÆKIFÆRI!! Við eigum til nokkra MAZDA 626 árgerð 1988, sem við seljum með VERULEGUM AFSLÆTTI til að rýma til fyrir 1989 ár- gerðinni. Dæmi um verð: (í þús. króna) Agúst verð Verð nú Þú sparar 5 d. sj.sk./vökvast. 626 GLX 2.0 L: (rafm.rúður/læsingar) 4 d. sj.sk./vökvast. 5 d. sj.sk./vökvast. 5 d. sj.sk./vökvast. (álfelgur, sóllúga) 1103 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl straxl! BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.