Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 33 Þjálfun undir lífið Kvikmyndir Amaldur Indriðason „Biloxi Blues“. Sýnd í Laugarásbiói. Bandarísk. Leikstjóri: Mike Nichols. Handritshöfundur: Neil Simon eftir eigin samnefndu leikriti. Framleiðandi: Ray Stark. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: George Deleme. Helstu hlutverk: Matthew Broderick, Christopher Walken, Matt Mul- hern, Corey Parker og Markus Flanagan. tilfinningagildi minninganna. Það er eins og það eigi að vera þama en vanti. Frábærlega hefur tekist til við að endurskapa umhverfi og búninga stríðsáranna oní hvert smáatriði og fanga rétta andrúms- loftið með tónlist tímabilsins. Sviðs- myndir eru ekki margar, flest ger- ist innan hermannabragganna utan dansleikur þar sem Eugene heilsar fyrstu ástinni sinni og íbúð mellunn- ar þar sem Eugene kveður svein- dóminn. Nichols nær líka því besta úr leik- arahópnum og standa þar fremstir í flokki Broderick og Walken. Broderick er fantagóður þegar hann lýsir hinum hlutlausa Eugene sem aldrei vill blanda sér í neitt en meðtekur allt í kringum sig. Walken á líka stjömuleik þegar hann lýsir geðveiki liðþjálfans sem fínnst hann virkilega vera að gera strákana að mönnum þegar hann pínir þá. Leik- aravalið er allt með miklum sóma; manngerðimar falla algerlega inní sögupersónumar. Walken í hlutverki liðþjálfans tekur gyðingastrákinn Epstein á beinið í mynd Laugarásbíós, „Biloxi Blues". í bandarfsku gamanmyndinni „Biloxi Blues", sem sýnd er í Laug- arásbíói, heldur handritshöfundur- inn og leikritaskáldið Neil Simon áfram sögunni um gyðingastrákinn Eugene úr fyrra leikriti sínu, „Brighton Beach Memories", sem líka var fært upp í kvikmynd og sýnt í Laugarásbíói. Bæði stykkin eru byggð á skondnum minningum Simons. í fyrra leikritinu vom enn tvö ár í seinni heimsstyijöldina en núna er árið 1945 og sögumaðurinn, Eug- ene (Matthew Broderick), hefur verið kallaður í herinn. Fyrst þarf hann þó að fara í þjálfunarbúðir í Biloxi í Mississippi og myndin fjall- ar um dvöl hans þar. Hún verður ekki svo mikið þjálfun Eugene fyrir herinn heldur meira þjálfun hans undir lífið. Eins og sögumaður segir, kominn á efri ár, lítur þetta allt betur út í minningunum en það var þegar það gerðist af því þá varstu ungur og allt var skemmtilegt. Myndin er ljúf og sælleg þroskasaga Eugene sem vill verða rithöfundur en er meira áhorfandi en þátttakandi í bragg- alífi hermannanna. Hann kynnist m.a. gyðingahatri, vináttunni, ást- inni, missir sveindóminn og kemst í óþægilegt návígi við greinilega mjög óeðlilegan liðþjálfa sinn, sem Christopher Walken leikur dásam- lega sérkennilegur. Félagar Eugene em af ólíku sauðahúsi; Wykowski (Matt Mul- hem) er harðjaxlinn, skapstirt mat- argat („þú gleymdir að borða ál- bakkann") og gyðingahatari sem hefur unun af að ráða við minni- máttar; Epstein (Corey Parker) er kveifín, heimspekilega þenkjandi gyðingur með snert af staðfestu- bijálæði og Selridge (Markus Flan- agan) er hálfvitinn. Og þá er ónefndur liðþjálfinn þeirra sem særðist í bardaga og er með stál- plötu í hausnum sem væntanlega skýrir sérkennilega hegðun hans. Leikstjórinn, hinn ágæti Mike Nichols („Heartbum"), er, eins og leikaramir, leikritinu trúr og gerir góða hluti í tilraun til að „opna" umgjörð þess af hógværð og lát- leysi. Það má skrifa á reikning Nichols hvað myndin rennur áreynslulaust og mild fram án þess að nokkurstaðar sé tilfínningalegt yfirflæði. Það skín alltaf í gegn að hér er fyrst og fremst um sviðsverk að ræða og frásögnin reiðir sig mest á samtöl persónanna. Bræð- ingur leikrita og kvikmynda vill yfirleitt koma niður á myndmiðlin- um. En „Biloxi Blues" er fallega tekin af Bill Butler og texti Simons er góður, fyndinn og hraður og persónusköpunin er sterk og grípandi. Ef það er eitthvað sem hefði mátt vinna betur þá er það Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá bóka- útgáfunni Reykholti hf. vegna fréttatilkynningar um bókina „Land og synir“ i skólaútgáfu. „Þau leiðu mistök komu fram í fréttatilkynningu Reykholts að myndbandið Land og synir væri til- tækt á Námsgagnastofnun skólum til afnota. Hið rétta er að engir slíkir samningar hafa verið gerðir. Biðjum við hlutaðeigendur afsökun- ar á þessu mishermi.“ BANKASTRÆTI 5 LAUGAVEGI 172 GRENSÁSVEGl 13 ÞARABAKKA 3 UMFERÐARMIÐSTÖÐINNl VA'I'NSMÝRARVEGI 10 HUSl VERSLUNARINNAR KRINGLUNNI 7 ÞVERHOL'1'1 6, MOSFELLSBÆ VAITSSNESVEGI 14, KEFIAVfK LATTU FJARMUNI ÞINA VAXA I VERZLUNARBANKANUM! Verzlunarbankinn hefur bryddað upp á mörgum vinsælum nýjungum í þjónustu við sparifjáreigendur, enda mikil gróska í starfsemi bankans. Þess vegna kemur til okkar fólk sem vill hleypa nýju lífi í sparnað sinn og sjá hann dafna hratt og örugglega. MARGIR KOSTIR - ALLIR GÓÐIR. Við höfum margar uppástungur um það hvernig best verður staðið að ávöxtuninni: 1. KASKÓREIKNINGURINN er löngu orðinn klassískur hjá sparifjáreigendum sem þurfa að hafa frjálsan aðgang að sparnaði sínum. Sterkur og sveigjanlegur. 2. RENTUBÓK, nýr 18 mánaða spennandi sparnaðarkostur. Bók sem rentar sig eins og góð fjárfesting, en er þó óbundin ef þörf krefur. 3. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, öruggt sparnaðarform til þriggja, fimm eða átta ára. Nú til sölu í bankanum. Við veitum allar nánari upplýsingar og hjálpum þér að vega og meta kosti allra ávöxtunarleiða með hliðsjón af aðstæðum þínum og markmiðum. Alltaf velkomin (n). VERZLUNARBANKINN -ctúíitar tneS fién !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.